Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. okt. 1958 M O R Cl ' V TtL 4Ð I Ð 9 Vitsmunir og tilfinningar Hólar — Skálholt — Þingvellir — Reykjavík ÁGÆTAR umræður fara nú fram í landi um málefni, sem þjóðinni er annt um, og hún ræðir af góð- um og þjóðlegum hita. Er það um biskupsstóla og kirkjuskipan. t>ótt blær umræðnanna sé nokk- uð veraldlegur, skiptir það ekki mestu, heldur hitt, að það hef- ur sýnt sig, að okkur lítiitrú- uðum íslendingum stendur ekki á sama um andlega og trúariega for ystu og kirkjuleg málefrii Svo efast ég emnig um, að leikir ræði þessi málefni af meiri veraldar- hyggju en hinir lærðu. Eins og ég hef áður sagt í blaða grein, er ég eindreginn stuðn- ingsmaður þess, að biskupsstólar verði endurreistir á Hólum og í Skálholti. Önnur tilhögun er mér óhugsanleg og raunar óbærileg. Þessi tilfinning fyrir erfðum og sögu þjóðarinnar er mótuð í barnssál af þeirri kynslóð, sem nú er að byrja að finna fyrir landsstjornarlúa. Svo mun farið mörgum af jafnöldrum inínum. Hitt er mér svo ljóst, að málefnið á heima í tilfinningalííi mínu en ekki „vitsmunum“. í Morgbl,- frásögn af kirkjuþingi 22. okt., er það haft eftir ágætum biskupi okkar, að staðsetning biskups- setra skuli rædd frem.ur af vits- munum en af tiiíinnmgu. Er ég las þetta, minntist ég atviks fyrir einum 7—8 árum. Ég liafði ritað í Mbl. grein, sem m. a. fjaiiaði um endurreisn biskupsstólanna fornu og endurreisn Aiþingis á Þi-ngvöllum. Fáum dögum seinna hitti ég á götu í Reykjavík vin minn og gamlan kennara, Bryn- leif heitinn Tobíasson, sem var í mesta máta þjóðlegur og vitur maður. Hann ávítaði mig nokk- uð fyrir skrifin, og við ræddum máiefnið af dálitium hita. Er ég hafði sagt rök mín og sjónarmið og vitnaði tii skoðanakönnunar, sem ég hafði gert um þessi mál í bændaskólanum um nokkur ár, sagði Brynleifur eitthvað á þessa leið: Ég viðurkenni að tilfinn- ingar mínar eru þér sammála, en vitsmunirnir eru öndverðir og þeim verður að hlyða. Eftir því, sem þessi mál hafa þróazt síðan, þá er ljóst, að tii- finningar ráða meiru um málefna þróun en „vitsmumr', enda mun það vera hin algiida staðreynd í sögu mannsins. ekki sízt á sviði trúmála og siðgæðis. Og einmitt þessvegna verður hlutverk and- legrar kirkju svo veigamikið. Bak við tilfinningahita dugmikillar þjóðar verður að standa heilbrigt og kristilegt siðgæði. „Vitsmuni" kirkju og kristindóms gef ég hins vegar fremur lítið fyrir. Ég trúi ekki af vitsmunum, ég trúi vegna hljóms, sem ómar inni í sál minni. Sá er ómælanlegur og lýtur ekki lögmálum rökræðna. Það er vafalaust rétt hjá herra biskupnum og fylgjendum hans í þessu máli að kirkjan þarfnast starfsmanns við hlið stjórnar- valda og þar sem „slagæð þjóð- arinnar slær örast“, en ég er þeirrar skoðunar, að sá erils- þjónn presta og kirkjumála eigi ekki að vera biskup, heldur dug- mikill og prestlærður ráðuneyt- isstjóri í kirkjumálaráðuneytinu. Biskuparnir á Hólum og í Skái- holti þurfa að lifa og starfa í and- anum, í svipuðu umhverfi og í svipuðu andlegu loftslagi og menn kynnast og skynja t. d. í hinum beztu Benedikt-klaustrum kaþólskum, þó með frjáislegu formi þjóðkirkjunnar. Ég er helzt þeirrar skoðuna; nú, að öll kirkjuskipan purfi að endurskoðast. Vegna breyttra pjóðhátta og samgangna er ekki þörf eins margra kirkna og áður, og prestar búa víða við svipaðar aðstæður og silungur i uppþorn- aðri tjörn, og því er ekki að undra, þótt fáir sæki um inn- göngu í prestaskólann. Hvernig væri að safna kenni- mönnum saman á 10—15 kix-kju- staði í landinu, mynda frjáls- leg „klaustur" í lúterskum anda. Hvert „kirkjuból'1 yrði miðstöð trúarlífs. Þar myndu hinir stóru söfnuðir byggja kirkjumusteri með tign og fegurð. Samfélag klerkanna mundi stuðla að fé- lagslegum átökum í trúariífi, kennslumálum og vísindastörf- um. Sjálfsagt væri að hafa ung- lingaskóla á hverju „kirkjubóii“ einnig fullkomin bókasöfn, lestr- arsali cg frjálsa kennslu fyrir þroskað fólk. Þá væri mikil menn ingarbót að því að fækka kirkju- görðum og eignast fáa skrúðgarða í stað aragrúa aí vanhirtum kargagörðum. Biskupssetrin yrðu svo ,,höfuðból“ hins and.'ega og trúarlega lífs í landinu. Ég þykist viss um, að við hér vestan lands myndum fremur kjósa og sækja guðsþjónustur til eins slíks kirkjubóls, sem þjónaði 3—4 sýsl um, þar sem hópur kennimanna í sameiningu skapaði lxelgi og trúarlíf, heldur en í þær feg- urðarsnauðu bjálkakirkjux’, sem við bixum nú við. Þetta var hugmynnd, sem mig langaði að koma á framíævi nú í sambandi við umræðurnar um kirkjumálin. Við skulum koma málefnum kirkjunnar sem fyrst á rétta braut, því að annað stórmál, sem þjóðin mun einnig fagna og ræða um og framkvæma, bíður á næsta leiti, þ. e. endurreisn Alþingis á Þingvöllum. í því máh biunda tilfinningar þjóðarinnar líkt og í aðdraganda stórbyltinga, og þar verður sá helzti vandinn að greiða „vitsmunum“ smáskilding til að víkja örlítið úr vegi, eins og alltaf hefur þurft að gera í stórmálum. Gunnar Bjarnason. Ueynf verði að finna ráð til að fyrirbyggja vot- heyseitrun Frá umrœðum á Alþingi Á DAGSKRÁ sameinaðs þings í fyrrad. var til umræðu till. til þingsályktunar um ráðstafanir til að greiða fyrir votheysverkun og öðrum heyverkunaraðferðum, sem að gagni megi koma í óþurrk um. Tillaga þessi er flutt af 7 Framsóknarmönnum. — Fyrsti flutningsmaður Ágúst Þorvalds- son,* gerði grein fyrir tillögunni en að máli hans loknu kvaddi Magnús Jónsson sér hljóðs. Skýrði hann svo frá, að á Alþingi 1955 hefði 1. þ.m. Árnesinga flutt tillögu, sem mjög hefði gengið í sömu átt og sú tillaga er hér væri til umræðu. Hefði sú til- laga verið samþykkt og fram- kvæmd falin Tilraunaráði ríkis- ins, Verkfæranefnd landbúnaðar ins og Búnaðarfélagi íslands. Beindi hann þeirri fyrirspurn til Ágústs, hvort hann hefði aflað sér vitneskju um hvað gerzt hefði í því máli. í þeirri tillögu, sem til umræðu væri, væri gert ráð fyrir að fela sömu aðilUm framkvæmdina ,en það hefði litla þýðingu ef þeir hefðu ekkert gert. Þá bað Magnús flm. einn- 1 ig að upplýsa hversvegna þeir sæju ástæðu tíl að taka málið upp. Páll Zóphóníasson tók næstur til máls og ræddi einkura um orsakir grasleysis, og heyverk- unaraðferðir almennt. Jón Sig- urðsson sagði að tillaga þessi virtist ekki hafa mikið að segja, því að atriði þau, er hún fjallaði j um mundu að miklu leyti í fram- i kvæmd. Eitt atriði kvað hann þó i órannsakað í þessu sambandi, en j það er hvernig hægt væri að fyrirbyggja votheyseitrun í skepnum, aðallega sauðfé. Yrðu mjög margir bændur fyrir skakkaföllum af þessum sökum og sumir hefðu misst allt að 50% fjárstofns síns. Það væri því eðli legt að bændur kveinkuðu sér við að leggja í aukna súrheys- verkun, meðan ekki væri fundin ráð til að fyrirbyggja þessa veiki. Lagði Jón til, að tilrauna- stöðinni á Keldum yrði falið að leitast við að finna einhver ráð til að fyrirbyggja tjón af þessum sökum. Ef hægt væri að finna upp meðal við þessari veiki, þá væri þar með tryggð almenn votheysverkun. Ágiist Þorvaldsson tók aftur til máls. Kvað hann fyrri tillöguna einkum hafa verið um nýjar hey verkunaraðferðir, en tillaga, sem nú væri á dagskrá fjallaði um votheysverkun og aðrar heyverk unaraðferðir, er að gagni megi koma í óþurrkum. Þá kvaðst hann ekki vita hvað rannsakað hefði verið samkvæmt fyrri sam- þykkt Alþingis. í Magnús Jónsson talaði aftur j og tók undir ummæli Jóns Sig- I urðssonar um nauðsyn þess, að uppræta hættur í sambandi við votheysverkun. Þá sagði Páll Zóphóníasson nokkur orð um votheyseitrun, en fleiri tóku ekki til máls. Var samþykkt með 28 samhljóða atkv. að vísa málinu til allsherjarnefndar og var um- ræðum þar með frestað. 'Vukið víðskiptin. — Auglýsið í Morgunhlaðinu Sí m i 2-24-80 IMý íbúð i vesturbænum Höfum til sölu nýja íbúð, næstum fullgerða, í Haga- hverfinu. íbúöin er 140 ferm., 5 herbergi, eldhús, bað, skáli o.fl. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. NÝ vöndub 3ja herbergja íbúð ' steinhúsi í einu af nýju hverfum bæjarins til sölu. ■turar svalir eru á íbúðinni. Útb. kr. 200 þús. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7. Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546. V É LAM E N N Áhugasamur og duglegur vélstjóri eða vélvirki með ,óðri þekkingu á dieselvélum getur fengið fasta xtvinnu á dieselverkstæði voru. Reglusemi og stund- ísi áskilin. Skriflegar umsóknir sendist Morgun- jiaðinu fyrir 5. nóvember merkt: „Diesel — 7135“. Bræðtvrnir Ormsson h.f. Til leigu Verzlunarhúsnæði við Langholtsveg. f húsinu geta verið 4 verzlanir. Skilyrði góð fyrir veitingastofu, nýlendu- vöruverzlun, bakarí, fiskbúð, efnalaug, viðtækja eða raf- magnsvinnustofu o.m.fl. Jafnframt er til leigu á sama stað ca. 185 ferm. iðnaðarhúsnæði í kjallara. Athugið hina mörgu möguleika. Upplýsingar gefnar ekki í síma Eignamiðlun Austurstræti 14, I. hæð. Tilkyrming t atvinnuleysisskráfimgu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar, Hafnarstræti 20, dagana 3. 4. og 5. nóvember þ.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga. . Óskað er eftir að þeir sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1, Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. BORGARSTJÓRINN I REYKJAVlK. ReyKjavík 30. oktober 1958. MÁLNING Hörpusilki hvítt — svart — mislitt. Mattolux Japanlakk penslar, málningarúllur og bakkar ^JJela &Co, iffL r v la^nuóóon Hafnarstræti 19 — Símar 13184 og 17227.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.