Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. okt. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 Sjó&ur stofnaður er stuðli að jafnvœgi í byggð landsins Frumvarp Jbess efnis lagt fram á Alþingi ÚTBÝTT hefur verið á: Alþingi frumvarpi til laga um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi i byggð landsins. Flm.: Magnús Jónsson, Kjartan J. Jóhannsson, Sigurður Ágústs- son, Jón Sigurðsson. Jafnvægissjóður og hlutverk hans I frumvarpinu segir m. a., að stofna skuli sjóð, sem nefnist jafnvægissjóður. Verði sjóðurinn eign ríkisins. Hlutverk jafnvægissjóðs sé að stuðla að jafnvægi i byggð lands- ins með því að veita lán til efl- ingar atvinnulífi og til fram- leiðsluaukningar á þeim stöðum á landinu, þar sem við atvinnu- örðugleika er að stríða, en fram- leiðsluskilyrði þannig, að íbúarn- ir geti haft sæmilega afkomu í meðalárferði við þjóðhagslega og hagkvæma framleiðslu. Verði sveitarfélag fyrir sér- stökum áföllum vegna aflabrests eða af öðrum sökum, skulu þau sitja fyrir um lán úr sjóðnum. Lán úr sjóðnum má veita bæði sveitarfélögum, einstaklingum og félögum. Lán til hinna síðar- nefndu aðila verða þó eigi veitt, nema sveitarstjórn telji viðkom- andi framkvæmdir vera til at- vinnuaukningar i sveitarfélaginu. Heimilt skal sjóðsstjórninni að krefjast ábyrgðar sveit-arsjóðs, ef lántaki getur ekki sett viðunandi tryggingar fyrir láni úr jafnvæg- issjóði. Stofnfé og tekjur. Stofnfé sjóðsins sé: 75 millj. kr. framlag úr ríkis- sjóði, sem greiðist með jöfnum greiðslum á næstu 5 árum, í fyrsta sinn árið 1859. Fé það, sem við gildistöku þess ara laga er útistandandi af lán- um, er veitt hafa verið samkvæmt 20. og 20. gr. fjárlaga til þess að bæta úr atvmnuörðugleikum í landinu. Heimilt skal ríkisstjórninni að taka lán til greiðslu stofnfram- lagsins, ef hún telur eigi auðið að greiða það að fullu af árlegum tekjum ríkissjóðs. Tekjur sjóðsins séu: Vaxtatekjur og árlegt framlag úr ríkissjóði, eigi minna en 5 'millj. kr. á ári ,og skulu þær greiðslur hefjast árið eftir að stofnfjárgreiðslum lýkur. að Alþinfti kýs hlutfallskosningu á fyrsta þingi hvers kjörtímabils. Stjórnin velji sér sjálf formann. Ráðherra ákveði laun sjóðs- stjórnarmanna, og skulu launm og annar kostnaður við starfserm sjóðsins greiðast úr ríkissjóði Lánveitingar/ Lán úr jafnvægissjóði skulu að jafnaði veitt einu sinni á ári, nema einstök mál krefjist skjótr- ar úrlausnar á öðrum tímum árs. Stjórn jafnvægissjóðs skal, áð- ur en lán er veitt, kynna sér ræki lega atvinnuástand á viðkomandi stöðum og rannsaka, hvaða fram kvæmdir séu líklegastar til þess að bæta mest afkomu íbúanna. Stjórn jafnvægissjóðs geri jafn- framt, þegar ástæða þykir til, heildaryfirlit yfir atvinnuástand- ið í landinu og áætlun um æski- legar atvinnuframkvæmdir í sam vinnu við Framkvæmdabanka íslands. Skylt skal ríkisstofnunum og embættismönnum að veita stjórn jafnvægissjóðs sérfræðilega að- stoð og leiðbeiningar við atnug- un á atvinnuástandi og mat á gildi framkvæmda. Framkvæmdabanki íslands annist dagleg afgreiðslustörf og reikningshaid jafnvægissjóðs eft- ir fyrirmælum sjóðsstjornar gegn þóknun, s^m ráðherra ákveður. Endurskoðendur Framkvæmda bankans annist endurskoðun reikninga jafnvægissjóðs. Skulu reikningar sjóðsins birtir árlega í Stjórnartíðindum. Kerfisbundin uppbygging. í greinargerð segir svo: Með frumvarpi þessu er lagt til að setja fastar reglur um fram- kvæmd ráðstafana til atvinnu- aukningar. Er gert ráð fyrir 15 millj. kr. árlegu ríkisframlagi til jafnvægissjóðs næstu árin, en til þessa hefur aldrei verið hægt að vita með vissu, hvaða fé yrði til ráðstöfunar nema eitt ár í senn, og því ekki verið unnt að gera neinar áætlanir um kerfisbundna uppbyggingu atvinnulífs á ein- stökum stöðum, því að til þess hefði þurft að gera ráð fyiir lán- veitingum um tveggja eða þriggja ára skeið. Þótt lánveitingar af atvinnu- aukningarfé hafi á undanförnum árum víða komið að góðum not- um, er engum efa bundið, að með kerfisbundnum ráðstöfunum og skipulagi hefði féð nýtzt enn bet- ur. Var þetta vel Ijóst þeím mönnum, sem upphaflega beittu sér fyrir samþykkt þingsálykt- unar um ráðstafanir til þess að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins, og þeir Gísli Jónsson og Gisli Guðmundsson, sem voru af fyrr- verandi ríkisstjórn skipaðir til að rannska og gera tillögur um þetta efni, lögðu einmitt í sínu ýtar- lega og fróðlega nefndaráliti mikla áherzlu á, að unnið væri að þessum málum á kerfisbund- inn hátt. Reynslan ætti nú ótvírætt að hafa fært mönnum heim sanninn um það, að óviðunandi er að hafa lengur meira eða minna handa- I hófskennda úthlutun þess fjár, sem varið er til atvinnuaukning- ar. í trausti þess, að .sá skiln- ingur sé til staðar á Alþingi, er I þetta frv. flutt. Skrifstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofu- og afgreiðslustarfa. Krafizt er vélritunarkunnáttu og undirstöðukunnáttu í bók- færslu. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merktar: „Heild- verzlun — 7142“. HEFI KAUPANDA AÐ Skrifstofuhúsnœði 2—400 ferm. ÚtborgCín allt að einni milljón. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Einar Sigjurðsson Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. 2 stúlkur óskast stirax. Sunnubuðin Mávahlíð 2b Ný sending Þýzkar kvenhúfur GLUGGIIMIM Laugaveg 30. Mann vantar á smurstöðina Sætúni 4 og á Olíuhreins- unairstöðina. Sími 16227. Höfum fengið hin mairgeftirspurðu úlpupoplin í ekta litum. Mjög gott verð. Verzlunin Perlon Skólavörðustíg 5 — Sími 10225. Samkvæmiskjólaefni yfir 40 tegundir MARKAÐURINN Hafnarstræti 11. Vextir og lánstími. Vextir af lánum jafnvægissjóðs skulu vera 4% á ári, en lánstím- ann ákveður sjóðsstjórnin, og má hann vera mismunandi eftir að- ! stæðum og greiðslugetu. Heimilt skal sjóðsstjórn að lengja lánstímann frá því, sem upphaflega er ákveðið. Ennfrem- ur skal setja ákvæði í skuldabréf fyrir lánum sjóðsins þess efnis, að heimilt sé að stytta lánstímann, ef afkoma viðkomandi fyrirtæltis eða sveitarsjóðs leyfir það að dómi allra sjóðsstjórnarmanna. Ennfremur skal í skuldabréf- um fyrir lánum til kaupa á at- vinnutækjum taka fram, að lánið sé allt fallið í gjalddaga, ef at- vinnutæki er flutt burt úr hlut- aðeigandi sveitarfélagi, nema sjóðsstjórnin samþykki flutning- inn. Stjórn jafnvægissjóðs ákveði hvaða tryggingar séu viðundandi fyrir lánum sjóðsins. Heimilt skal stjórn jafnvægis- sjóðs við sérstakar aðstæður að veita fé úr sjóðnum sem óaftur- kræft framlag, ef óll stjóðsstjórn- in er því samþykk. Fimm manna stjórn. Stjórn jafnvægissjóðs skal skip uð fimm mönnum, sem samein- Öll fita hverfur á augabragði með freyð- andi VIM. Stráið örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfirferð og hinn óhreini vaskur er tandurhreinn. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu fiturendur í bað- kerum og vöskum hverfa. Pottar pönnur, flísar og málaðir hlutir verða tandur- hreinir. Gljáinn kemur fvrr með freyðandi VIivi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.