Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 16
MORCVHBLAÐÍB
F&studagur 31. okt. 1958
1(
dökka sandi sem fyrir örstuttri I
stundu hafði veríð yfirflotinn ár- I
botn. Þegar sólin hafði haðað
krossbitana á yfirbyggingn brii-
arinnar í birtu sinni, hvarf hún
sem snöggvast á b-ak við brúar-
pailinn, en reis svo aftur upp yf-
ir hann og varpaði fyrir fram-
an hann risavöxnum skugga af
þessu tákni mannlegs hugvits og
hæfileika. Hann teygði sig þvert
yfir malbornu landræmuna, af-
skræmdist í vatninu, þar sem
hann hlykkjaðist og snei'ist í
óteljandi bugðum og beygjum og
dofnaði loks og máðist út í hæð-
unum hinum megin vi.ð fljótið.
Hitinn þurrkaði og herti skurðina
á særðum höndunum og sárin á
líkama hans sviðu óbærilega í
greipum mislitra herdeilda
maura. En Hkamlegi sársaukinn
truflaði samt ekki hugsanir hans.
Hann var einungis kveljandi und-
irspil við þá hugmynd sem hann
hafði verið að velta f/rir sér
nokkrar síðustu mínúturnar.
Nýr, óblandinn ótti h-afði heltek
ið hann, þegar hann var að reyna
að gera sér í hugarlund hvaða
Stefnu rás viðburðanna myndi
taka, ef áformi hans yrði raskað
með einu sérstöku móti — ef jap-
anskur hermaður slangraði leti-
lega meðfram fljótinu og næmi
staðar til þess að skoða malarfjör
una, sem myndazt hafði um ótt-
ina. Hann yrði sem þrumulostinn
er hann sæi vírinn. Hann myndi
stanza, lúta niður til að þukla á
honum og standa hreyfingarlaus
eitt andartak. Það var þá sem
hann, Joyce, myndi verða að sker-
ast í leikinn. Það var honum mjög
mikilvægt að sjá fyrir sínar eig-
in athafnir og hugsa um þær áð-
ur en stund framkvæmdanna
rynni upp.....Það var eins og
Shears hafði sagt, hann hugsaði
of mikið.
Tilhugsunin ein nægði til að
hleypa taugum hans i harða
hnúta og Iama hvern aflvöðva lík-
amans. Hann gat ekki að því
gert. Hann hafði ósjálfrátt innra
hugboð um það að þetta verk væri
nauðsynlegt, að það hefði verið
fyri.skipað fyrir löngu, að það
væri eðlilegur endir atburða sem
leiddi óhjákvæmilega til þessarar
endanlegu prófraunar á hæfileik-
um hans. Þetta var hræðilegasta
og hataðasta prófraunin sem til
var.
Hann minntist spurningarinnar
sem foringi hans hafði einu sinni
lagt fyrir hann: — „Munduð þér
geta notað þetta vopn með köldu
blóði, ef til þess kæmi?“. — Hann
hafði verið óiðr og uggandi
vegna hinna ósjálfráðu viðragða
sinna og viljakrafts. Á því andar
taki sem þeir ýttu flekanum út á
fljótið, hafði hann verið fullkom-
lega ákveðinn, nú var hann ekki
viss um neitt. Hann leit á vopnið
sem lá á grasinu við hlið hans.
Þetta var hárbeittur, blaðlang-
ur hnífur með stuttu skafti úr
járni, rétt nægilega löngu fyrir
styrka hönd að grípa um það. —
Hann hafði lært alveg sérstaklega
að beita þessu vopni. Það var
hreint ekki nóg að kreppa greip-
ina utan um skaftið og „slá“ í
blindni. SMkt var of auðvelt —
það gat hver maður gert. Kenn-
ararnir höfðu kennt honum tvær
aðferðir við notkun hans. Þegar
verjast þurfti manni sem kom æð-
andi beint áfram, þá var ráðlagt
að halda hnífnum fyrir framan
sig þannig að oddurinn vísaði ör-
lítið upp á við, en bakkinn á blað
inu niður og þrýsta honum svo
upp og fram, eins og þegar skepna
er kviðrist. Hreyfingin sjálf var
honum ekki um megn. Hann hefði
getað framkvæmt hana blindandi
og ósjálfrátt. En í þetta skipti
var ekki um slíkt að ræða. Eng-
inn óvinur myndi koma æðandi
beint á móti honum. Hann myndi
ekki þurfa að verjast. Við þá
framkvæmd, sem hann átti í
vændum að vinna, myndi hann
þurfa að beita hinni aðferðinni.
Hún krafðist varla nokkurs afls,
en þó nokkurrar lægni og algers
miskunnarleysis. Það var sú að-
ferð sem þeim var kennd alveg sér
staklega, til að kála varðmanni í
myrkri, án þess að gefa honum
tíma eða tækifæri til að gera að-
vart. Hún gerði manni það óhjá-
kvæmilegt að ráðast framan að
óvininum ekki aftan að honum
það hefði Iíka verið of auðvelt).
Maðurvarð að skera hann á háls-
inn.
Hnífnum átti að halda þannig
að lófinn sneri niður, fingurnir
lægju undir egginni, nema þumal
fingurinn sem varð að hvíla fram
Pollux Baby
strauvélarnar
með fótstýringu, fyrirliggjandi
— Verð kr.: 3.850,00 —
með árs ábyrgð.
Mekla
Austurstræti 14. Sími 11687.
á bakkann, svo að takið yrði ör-
uggt. Hnífurinn sjálfur skyldi
vera láréttur og stefna hornrétt
á líkama fórnardýrSins. Lagið
skyldi koma frá hægri til vinstri,
þétt-fast, en þó ekki svo að því
geigaði frá réttri stefnu. Hnífs-
oddinum átti að beina á vissan
stað, á að gizka einum þumlungi
fyrir neðan eyrað. Þennan stað og
engan annan varð að miða á og
hitta, til þess að hindra það að
maðurinn gæti rekið upp hljóð.
Þannig var aðferðin í aðalatr.,
enda þótt hún gerði ráð fyrir
nokkrum öðrum auka-hreyfingum,
sem voru engu síður þýðingarmikl
ar og gera varð strax eftir fyrstu
hnífsstunguna. En þeim ráðlegg-
ingum, ser kennararnir í Calcutta
gáfu með svo miklu tilfinninga-
leysi, þorði Joyce naumast að
hvísla að sjálfum sér.
Hann gat ekki máð úr huga sér
! myndina af því sem næst kæmi.
Þess vegna neyddi hann sig til að
I rannsaka hana nánar, fullgera
hana í huganum, hvert smá atriði
í hinum hryllilega svip hennar og
lögun — í þeirri brjáluðu von að
hann myndi með því venjast
henni. Hann breytti myndinni tólf
sinnum, tuttugu sinnum og tókst
smátt og smátt að skapa, ekki
vofu, jafnvel ekki óljósan skugga,
heldur mannlega veru, raunveru-
legan holdi og blóði gæddan jap-
anskan hermann, standandi í
malarf jörunni, einkennisbúinn,
með skringilegu húfuna og eyrun
standandi út í loftið fyrir neðan
hana og þar fyrir neðan litla
brúna hörundsblettinn, sem hann
miðaði á um leið og hann lyfti
framréttum handleggnum. Hann
neyddi sjálfan sig til að gera sér
í hugarlund þá mótstöðu er hníf-
urinn mætti, sjá blóðið er spýttist
og líkamann kippast til í dauða-
teygjunum þegar hnífurinn gengi
á hol. Hann kvaldi sjálfan sig
með þeim ofboðslegasta hryllingi
er hann gat hugsað sér, klukku-
stundum saman. Hann beitti sig
svo hörðu við að venja líkama sinn
á að verða aðeins sálarlaus, hlýð-
in vél, að hann fann til örmagna
þreytu í hverjum vöðva.
Samt var hann enn ekki örugg-
ur um sjálfan sig. Hann sá það
sér til skelfingar að þessi aðferð
til að undirbúa sig var ekki árang-
ursrík. Óttinn við mistök ógnaði
honum eins miskunnarlaust og
v'tneskjan um skyldu hans. Hann
varð að velja eitt af tvennu. Að
renna af hólmi og þjást um alla
eilífð af smán og samvizkubiti,
eða líða í nokkrar sekúndur djöf-
ullegan hrylling hins viðbjóðslega
verknaðar. Honum skildist að
hann myndi aldrei geta með köldu
blóði og fullri sjálfsstjórn fram-
kvæmt það sem hann útmálaði fyr-
ir sjálfum sér. Hann fann á hinn
bóginn að hann varð að flæma
þessa mynd úr huga sér og finna
í hennar stað einhverja hvatningu
eða huggun, sem beindi hugsun
hans í aðra átt. Hann þarfnaðist
meiri hjálpar en hann gat hlotið
frá hinum mátteyðandi hugsunum
um hið skelfilega skyldus;arf.
Ytri hjálp? Hann leit örvænt-
ingarfullur í kringum sig. Hann
var einn og yfirgefinn í ókunnu
’ landi, í felum inni í kjarrinu eins
| og villidýr, umkringdur af hvers
| kyns óvinum. Eina vopnið hans
j var þessi hræðilegi rýtingur sem
var að brenna gat á lófa hans. —
| Hann leitaði árangurslaust að ein-
hverjum styrk í hverjum drætti
þess landslags er hafði tendrað
■ ímyndunarafl hans. Allt virtist
HAFNARFJÖRÐUR
Böm, unglinga, eða eldra fólk vantar nú
þegar til blaðburðar í:
SUÐURGÖTU (I hluti)
og BREKKUGÖTU
Talið sítrax við afgreiðsluna, Álfaskeið 40.
Sfmi 50930.
fHorgatnlifftfeifr
Old English’’ DBI-BBITE
(frb. dræ-bræt)
Fljótandi gljávax
Sparar dúkinn!
Léttír störfin!
Er mjög drjúgt:
Inniheldur undraefnið „Silicones",
sem bæði hreinsar, gljáir og sparar
— tíma, erfiði, dúk og gólf.
FÆST ALLS STAÐAR
Badly hurt by
THE long fall,
ANPY IS SAVED
FROM DEATH BY
LANDING ON TOP
OFTHE LION
1) Andi hefur lent ofan á
Ijóninu og sleppur þvi frá bráð-
um bana, en hann er illa meidd-
ur eftir þetta mikla fall.
2) Fjarhirðirinn snýst á hæl
og hleypur af stað í áttina til kofa
Göngugarps.
3) En á meðan dregst Andi
með erfiðismunum í burtu írá
dauða fjárbananum.
nú fjandsamlegt og óvinveitt í
Kwai-dalnum. Skugginn af brúnni
var nú ekkert nema lífvana, ónýt
smíði. Hvergi var neinnar hjálpar
von. Hann átti ekkert meira að
drekka, ekkert að borða. Það hefði
getað verið nokkur stundarfróun
að gleypa einhvern matarbita í
sig, alveg sama hvaða tegund mat
ar, bara eitthvað.
Hann gat ekki vænzt neinnar
ytri hjálpar. Hann var algerlega
einn og yfirgefinn. Þetta var það
sem hann hafði viljað. Þessu hafði
hann fagnað heils hugar. Hann
hafði verið hreykinn og bjartsýnn.
Kraftar hans höfðu virzt ósigr-
andi. Vissulega gátu þeir ekki
horfið skyndilega í burtu og skilið
hann eftir strandaðan eins og
skip með bílaða vél. Hann lokaði
augunum fyrir þeim heimi sem
umlukti hann og beindi sjónum
inn á við, að sjálfum sér. Væri
nokkurs staðar hjálpar von, þá
var hún þar, en ekki á þessari
jörðu, undir þessum himni. Sá
eini vonarneisti sem hann gat
eygt í núverandi bágindum sínum
og þrengingum, var hinn sefjandi
logi þeirra andlegu mynda sem
stafa fi'á ofsjónum. ímyndunarafl
hans var eina athvarf hans og
vernd. Shears hafði verið áhyggju
fullur út af því. Warden hafði ver-
ið nógu vitur til að láta ósagt,
hvort það væri heldur dygo eða
löstur.
Skyndilega trufaðist Joyce í
hugsunum sínum við það að hann
sá nokkra japanska hermenn
koma gangandi yfir Kwai-brúna.
23.
Shears sá líka til ferða japönsku
hermannanna og' aftur varð hann
að þola hina hræðilegu martröð.
Einnig honum virtist tíminn
mjakast óbærilega hægt áfram.
Eftir fyrstu skelfinguna sem
gagntók hann við tilhugsunina nm
hleðslurnar, sem nú voru ofan-
vatns, hafði hann aftur jafnað sig
nokkurn veginn. Hann hafði skil-
ið Síamana eftir í varðstöðu og
klifrað sjálfur litlu hærra upp í
hlíðina. Hann hafði stanzað þar
sem hann gat séð brúna og allt
fljótið. Hann hafði tekið eftir litlu
öldunum umhverfis stólpana og
athugað þær með ýtrustu ná-
kvæmni í sjónaukanum sínum. —
Hann hélt sig geta greint lítinn
aitltvarpiö
Föstudagur 31. október
Fastir liðir eins og venjulega:
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
18.30 Barnatími (Guðm. Þorláks-
son). — 18.55 Framburðarkennsla
í spænsku. — 19.05 Þingfréttir og
tónleikar. — 20.30 Dagskrá um
Einar Benediktsson skáld. Ávörp
og erindi flytja: Alexander Jó-
hannesson prófessor, Bjarni
Benediktsson ritstjóri, Magnús
Víglundsson ræðismaður og séra
Sigurður Einarsson í Holti. —•
Upplestur: Sigurður Skúlason
magister. — Tónleikar: Lög við
ljóð Einars Benediktssonar. Út-
gáfufélagið Bragi sér um dag-
skrána. — 22.10 Kvöldsagan: Föð-
urást, — eftir \ Selmu Lagerlöf
VIII. — (Þórunn Elfa Magnús-
dóttir rith.). — 22.30 Létt lög
(Haukur Hauksson). — 23.15 Dag
skrárlok.
Laugardagur 1. nóvember
Fastir liðir eins og venjulega:
12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsdóttir). — 14.00
íþróttafræðsla (Benedikt Jakobs
son). — 14.15—16.30 Laugardags-
lögin — 16.30 Tónleikar. — 17.15
Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson). — 18.00 Tómstunda-
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). — 18.30 Útvarpssaga
barnanna: Pabbi, mamma, börn
og bíll, eftir önnu C. Vestly, —
III. (Stefán Sigurðsson kennari).
— 18.55 f kvöldrökkrinu, •— tón-
leikar af plötum. — 20.30 Leik-
rit: Drottningin og uppreisnar-
mennimir eftir Ugo Betti, i þýð-
ingu Áslaugar Árnadóttur. Leik-
stjóri: Ævar Kvaran. — 22.10
Danslög (pl.). — 24.00 Dagskrár-
lok.