Morgunblaðið - 31.10.1958, Blaðsíða 19
Föstudagur 31. okt. 1958
MORCVHBF4ÐIÐ
19
Merkjasala til styrktar
vangefnum n.k. sunnudag
Mikill skortur á hælum, dagheimilum o. fl.
ins hefur félagsmálarráðherra nú
ákveðið, að helmingi af tekjum
sjóðsins fyrstu 6 mánuðina verði
varið til byggíngarframkvæmda
við Kópavogshælið, og bráða-
birgðalán verði veitt í sama skyni
út á væntanlega fjárveitingu til
hælisins úr ríkissjóði á næsta ári.
Hafa byggingarframkvæmdir við
Kópavogshælið tafizt mjög vegna
fjárskorts, en brýn nauðsyn
er á að fljótlega verði kom-
ið upp fleiri hælum fyrir
vangefna. Nú eru slík hæli
aðeins til í Kópavogi, fyrir 75
börn og fullorðna, í Skálatúni,
fyrir 28 börn, á Sólheimum í
Grímsnesi, en þar rekur Sesselja
Sigmundsdóttir einkahæli fýrir
um 20 börn, og á Stokkseyri, þar
sem Símon 'Sigmundsson, bróðir
Sesselju, er nú að koma upp
einkahæli. Ekki eru til neinar
skýrslur um tölu vangefinna á
íslandi, en ef gert er ráð fyrir
sömu hundraðstölu og á hinum
Norðurlöndunum, munu þeir
vera um 2000, þar af fjórðungur
algerir örvitar.
Undanfarið hefur stjórn Styrkt
arfélagsins aðallega beitt sér fyrir
því að komið verði á stofn dag-
heimili eða leikskóla fyrir van-
gefin börn í Reykjavík. Sam-
kvæmt ósk félagsins hefur fé-
lagsmálaráðherra farið þess á leit
við fjárveitinganefnd Alþingis, að
hún hlutist til um, að tekin verði
í fjárlög næsta árs 50 þús króna
styrkveiting til Sumargjafar, til
þess að reka dagheimili eða leik-
skóla fyrir vangefin börn. Einnig
hefur félagið í athugun stofnun
sumardvalarheimilis fyrir van
gefna. En að sjálfsögðu veltur
árangurinn af starfi Styrktarfé-
lagsins mjög á hversu tekst til
um fjáröflun, því flest eru vanda
málin, sem úrlausnar bíða, mjög
fjárfrek. Handbært fé félagsins
nemur nú ca. kr. 40.000.00. Þar
af nema áheit og gjafir kr
5.400,00.
í stjórn Styrktarfélags vangef-
inna eru Hjálmar Vilhjálmsson
formaður, Guðmundur Gíslason
Aðalsteinn Eiríksson, Sigríður
Ingimarsdóttir og Kristín Guð-
mundsdóttir.
Tillaga de Gaulles um
samstarf þrívelda
Seðlabankinn endur-
kaupi framleiðsluvíxla
iZnaðarins
NÆ’STKOMANDI sunnudag verð
ur fvrsti merkjasöludagur Styrkt
arfélags vangefinna, en sá félags-
skapur var stofnaður 23. marz
sl. Er markmið félagsins að
styrkja allt það sem getur orðið
vangefnum til aðst'^ar. Hefur
fjáröflunarnefnd undir forystu
Guðmundar Gíslasonar, múrara-
meistara, m. a. fengið leyfi til
merkjasölu fyrsta sunnudag i
nóvember ár hvert, og hafa merki
verið send á um 40 staði um
Iand allt. Aðrar fjáröflunarleiðir
eru sala minningarspjalda og
happdrætti um bifreið, sem vonir
standa til að komið verði á fót
bráðlega.
í gær skýrði Hjálmar Vil-
hjálmsson, formaður félagsins,
fréttamönnum frá því sem áunn-
izt hefur frá þvi félagið var stofn
að. Árangurinn af viðræðum
stjórnar félagsins við ýmsa al-
þingismenn og aðra forráða-
menn varð sá, að sett voru í maí
í vor lög um aðstoð við vangefið
fólk. Samkvæmt þeim eru Styrkt
arsjóði vangefinna tryggðar
tekjur næstu 5 árin, þar eð í
hann rennur 10 aura gjald af
hverri öl- og gosdrykkiaflösku,
sem seld er hér á landi. Er á-
ætlað að tekjur sjóðsins verði ca.
1,5 millj. krónur á ári. Samkvæmt
tillögum stjórnar Styrktarfélags-
— Frá Alþingi
Framhald af bls 6
anir sem stuðli að því að auka
þátttöku manna í sjávarútvegin-
um. Að sjálfsögðu er það ósk
allrar þjóðarinnar að unnt verði
á næstu árum að manna fiski-
skipin eigin sjómönnum. Frumv.
okkar flutningsmanna miðar að
því að það megi takast.
Ég treysti á fylgi hv. alþm.
við frv. og bið hæstv. forseta
að lokinni umræðu, að vísa því
til hv. sjávarútvegsmálanefndar
og til 2. umræðu.
Furðiileg athugasemd Skúla
Er Sigurður Ágústsson hafði
Iokið máli sínu, kvaddi Skúli
Guðmundsson sér hljóðs. Kvaðst
hann vilja gera athugasemd við
þau ummæli Sigurðar, að útgerð-
inni hefði hrakað eftir að lögin
um Útflutningssjóð o. fl. hefðu
gengið í gildi. Þá sagði hann, að
ef það væri álit útgerðarmanna,
að lögin um Útflutningssjóð hafi
orðið útgerðinni til tjóns, gæti
komið til mála að fella þessi lög
úr gildi! Þá lagði Skúli til að
mélinu yrði vísað til fjárhags-
nefndar.
Hefði átt að vita betur
Sigurður Ágústsson tók aftur
til máls. Sagði hann að þm.
Vestur-Húnvetninga vildi leggja
annan skilning í orð sín, en þar
væri að finna. Ætti honum þó að
vera kunnugt hið sanna í málinu.
Nú væru aðeins tveir mánuðir
til vertíðar og engin vissa fyrir
því, að einn einasti erlendur sjó-
maður fengist á fiskiskipin.
Hlyti því mikill fjöldi fiskiskipa
að liggja í höfn, sem útgerðar-
menn hefðu hug á að gera út.
Þetta væru áhrif „bjargráð-
anna“. Þessu vandamáli hefði
einnig verið hreyft er „bjargráð-
in“ voru til umræðu í þingdeild-
inni á sl. vori, og hefðu þá þegar
margir þingmenn verið uggandi
um einmitt þessar afleiðingar
55% yfirfærslugjaldsins. Þá vék
Sigurður að því, að hann hefði
lagt til að málinu yrði vísað til
sjávarútvegsmálanefndar vegna
þess, að hann vissi, að þar fengi
það afgreiðslu. Samkvæmt
reynslu frá síðasta þingi væri
hins vegar ekki hægt að treysta
því, að fjárhagsnefnd afgreiddi
málið.
Fleiri tóku ekki til máls og var
frumvarpinu vísað til 2. umr.
með 21 samhl. atkv. og til fjár-
hagsnefndar með 14 atkv. gegn 6.
PARÍS, 30. okt. — NTB-Reuter.
Eisenhower, forseti Bandaríkj-
anna, og Macmillan, forsætisráð-
herra Breta, hafa svarað tillögu,
sem de Gaulle bar nýlega fram
um aukið pólitískt samstarf
ríkja þeirra, Frakklands, Bret-
lands og Bandaríkjanna í mál-
efnum þeirra landa sem liggja
utan áhrifasvæðis Atlantshafs-
ríkjanna.
SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld
29. þ. m. gekkst Almenna bóka-
félagið fyrir kýnningu á verkum
Guðmundar G. Hagalíns á fsa-
firði. Var kynningin með sama
sniði og sú, sem haldin var I
hátíðasal Háskólans 12. okt. í til-
efni af sextugsafmæli rithöfund-
arins.
Próf. Alexander Jóhannesson
flutti ávarp, Andrés Björnsson
skrifstofustjóri flutti erindi um
Hagalín, en leikararnir Arndís
Björnsdóttir, Valur Gíslason og
Þorsteinn Ö. Stephensen lásu úr
verkum hans ásamt rithöfundin-
um sjálfum. Anna Á. Ragnar lék
einleik á píanó.
Húsfyllir var á kynningunni og
hrifning meðal áheyrenda.
Umboðsmaður Almenna bóka-
félagsins á fsafirði, Matthias
Bjarnason bóksali, sá um þessa
bókmenntakynningu, og róma
þeir, sem vestur fóru vegna
hennar, undirbúning hans og
móttökur.
Almenna bókafélagið hefur í
Nemii leggur nið-
ur fourstu Jafnað-
armannaflokksins
RÓMABORG, 30. okt. —Reuter-
NTB— Pietro Nenni, sem verið
hefur foringi vinstrisinnaða
Jafnaðarmannaflokksins ítalska,
sagði í dag af sér formennsku í
flokknum. Kom þetta eins og
reiðarslag yfir fylgismenn flokks-
ins.
Afsögn Nennis stafar af ósam-
komulagi við miðstjórn flokks-
ins, en miðstjórnin lýsti því yfir
að hún tæki lausnarbeiðni hans
ekki til greina.
Nokkrir aðrir nánustu fylgis-
menn Nennis sögðu sig einnig I
dag úr miðstjórn flokksins.
Franska utanríkisráðuneylið
gaf í dag út tilkynningu um
þetta og bar um leið til baka
fréttir, sem birzt hafa í blöðum
um að de Gaulle legði til að
stofnað yrði þríveldaráð innan
Atlantshafsbandalagsins. Tillög-
ur de Gaulles fjalla um samstarf
í málefnum sem snertu ekki sér-
staklega NATO-löndin, eins og
fyrr segir.
hyggju að efna til fleiri bók
menntakynninga úti um land
framtíðinni.
Halla Bachmann
kvödd í kvöld
HALLA BACHMANN, dóttir
Hallgríms ljósameistara Þjóð-
leikhússins, sem gerzt hefur
kristniboði suður á Fílabeins-
strönd Afríku, er nú á förum suð
ur þangað.
í kvöld verður hún kvödd á
samkomu sem KFUK og Samb.
kristniboðsfélaganna hér efna til
í húsi KFUM og K, klukkan 8,30.
Halla mun þar sjálf flytja á-
varp, en einnig tala þeir séra
Bjarni Jónsson vígslúbiskup og
Ólafur Ólafsson kristniboði.
Útgerðaríélag
’ \kurevrar ræður
1 *
nvian frainkv.stj.
Á FUNDI stjórnar Útgerðarfélags
Akureyrar h. f. s. 1. mánudag
samþykkti stjórnin að ráða
Andrés Pétursson sem fram-
kvæmdastjóra félagsins. Þar með
verða framkvæmdastjórar félags-
ins tveir, þar sem Gísli Konráðs-
son hefir áður verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri. Er Andrés þaul-
vanur slíkum störfum.
Leiðrétting
MEÐ grein í Morgunblaðinu
í gær misritaðist nafn höfundar,
Valdimars Kristinssonar, við-
skiptafræðings; var hann nefnd-
ur Kristjánsson.
F J ÖLMENNUR felagsfundur í
Félagi ísl. iðnrekenda vár hald-
inn í Leikhúskjallaranum laugar-
daginn 25. okt.
Eftirfarandi tillögur voru sam-
þykktar á fundinum:
Endurkaup framleiðsluvíxla
iðnaðarins
Almennur fundur í Félagi ísl.
iðnrkenda, haldinn 25. okt. 1958
skorar á ríkisstjórnina að verða
við einróma áskorun Alþingis um
að vinna að því, að iðnaðurinn
fái aukið rekstrarfé með þvi að
taka nú þegar upp samninga við
Seðlabankann um fyrirkomulag
á endurkaupum bankans á.fram-
leiðslu- og hráefnavíxlum iðnað-
arins.
Varahlutir til iðnaðarvéla
Fundur í Fél. ísl. iðnrekenda,
haldinn 25. okt. 1958 skorar á Al-
þingi að samþykkja framkomsa
þingsályktunartillögu um inn-
flutning varahluta í vélar land-
búnaðar og sjávarútvegs með
þeirri breytingu að tekin séu upp
i tillöguna tilsvarandi ákvæði um
innflutning varahluta til iðnaðar-
véla.
Jafnframt vekur fundurinn at-
hygli á því skilningsleysi á þjóð-
hagslegu gildi iðnaðarins, að á
Alþingi skuli koma fram tillög-
ur um fyrirgreiðslu á ákveðnum
efnum til landbúnaðar og sjáv-
arútvegs, en fjölmennasti atvinnu
vegur þjóðarinnar. iðnaðurinn
settur hjá um hliðstæð hlunnindi.
Heimild Iðnaðarbankans
til gjaldeyrisverzlunar.
Almennur fundur í Félagi ísl.
iðnrekenda, haldinn laugardaginn
25. okt. 1958, beinir eindreginnni
áskorun til stjórnar ’ Seðlabank-
ans að samþykkja beiðni Tðnaðar
banka fslands um heimild til
gjaldeyrisverzlunar, þar sem við
það mundu opnast möguleikar á
stórukinni þjónustu bankans við
iðnaðinn.
Söluskattur og útflutningssjóðs-
gjald
Fundur i Félagi ísl. iðnrekenda
haldinn 25. okt. 1958 skorar á
ríkisstjórnina að standa við gefin
fyrirheit um endurskoðun á sölu
skattsgreiðslum iðnfyrirtæka
vegna þess misréttis og öfugþró-
unar, sem innheimta skattsins
veldur á ýmsum sviðum og veld-
ur iðnfyrirtækjunum sífellt meiri
erfiðleikum.
Efling Iðnláuasjóðs
Fundur í Félagi ísl. iðnrekenda
þ. 25. okt. 1958 skorar á ríkis-
stjórn og Alþingi að efla Iðnlána-
sjóð með ríflegu framlagi og búa
jafnframt svo um hnútana, með
árlegri tekjuöflun til sjóðsins, að
Iðnlánasjóður geti leyst af hendi
það þýðingarmikla h'.utverk að
vera stofnlánasjóður iðnaðarins,
sem honum var ætlað í öndverðu.
Bendir fundurinn í þessu sam
bandi á frumvarp það, sem nú
liggur fyrir Alþingi um að helm-
ingur gjalds af innlendum toll-
vörutegundum renni til Iðnlána-
sjóðs. Fáist frumvarp þetta ekki
samþykkt, skorar fundurinn á AX-
þingi að leysa fjárþörf sjóðsms
á annan hátt.
U ngli nga
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Nýbýlaveg Háaleitisveg
Herskálakamp Baldursgötu
Nökkvavog
IHtdmjm í)íuí)iiji
Aðalstræti 6 — Sími 22480.
Móðir mín og systir okkar
Frú ANNA PÉTURSHÖTTIR
andaðist að Elliheimilinu Grund 30. þ.m.
Fyrir hönd fjarstaddra systkina.
Magnús Sigurjónsson,
Jónína Pétursdóttir, Pétur Pétursson.
Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
bróðir
GUÐMUNDUR V. EINARSSON
• stýrimaður,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni, Hafnarfirði laug-
ardaginn 1. nóv. kl. 2 e.h. Blóm og kransar vinsamlega
afþökkuð.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ingibjörg Magnúsdóttir.
Þakka af athug öllum þeim, sem sýndu mér samúð og
vinsemd við andlát mannsins míns
MAGNÚSAR ÞORKELSSONAR
bakara.
Sérstaklega þakka ég Sigurði Bergssyni, bakarameist-
ara og Bakarasveinafélagi íslands.
Margrét Kjartansdóttir
Kynníng á verkum
Hagalíns á ísafirði