Morgunblaðið - 06.11.1958, Page 3

Morgunblaðið - 06.11.1958, Page 3
Fimmtudagur 6. nóv. 1958 MORGTJIVBL 4 ÐIÐ 3 Ríkissijórnin hefur enn ekkert lán fengið tii togarakaupa holir illa að hevra skrif Þjóðviljans Lúðvik Jósefsson um málið Frá umrœðum á Alþingi í gœr FYRSTA mál á dagskrá samein- aðs þings í gær var fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar um togarakaup frá Magnúsi Jónssyni. Fyrirspurn Magnúsar er á þessa leið: Hvað líður smíði þeirra 15 togara, sem ríkisstjórn- inni var heimilað að láta smíða með lögum nr. 94, 1956? Hafa lán verið fengin til þessara skipakaupa og þá hve há og hvar? Magnús fylgdi fyrirspurninni úr hlaði. Gat hann þess í upphafi máls síns, að þegar núverandi rík isstjórn var mynduð, hafi eitl af helztu atriðum í málefnasamningi hennar verið að kaupa til lands- ins 15 nýja togara. í samræmi við þetta hefði ríkisstjórnin lagt fram á Alþingi 1956 frv. um heim ild fyrir ríkisstj. til skipakaupa, lántöku og sérstakra ráðstafana í útgerðarmálum til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þetta frv. hefði verið lögfest á Alþingi fyrir áramót 1956, og ríkisstj. heimiluð kaup á þessum 15 togurum. Gat Magnús þess, að . er frv. var til meðferðar á Al-1 þingi, hefði verið lögð áherzla á það af ríkisstj. að málinu væri hraðað. Fjáröflun á huldu Síðan þetta gerðist, eru liðin tvö ár, hélt Magnús áfram, og allt er mjög á huldu um það, sem í málinu hefur gerzt. Það, sem vit- að er um frá opinberri hálfu kom fram á Alþingi 11. nóv. í fyrra, er lögð var fram frá þm. N-ís. fyrirspurn þar sem spurzt var fyrir um þetta mál og fram- gang þess, og skýrði þá hæstv. sjútvmrh. frá því, að næstu daga eins og hann orðaði það, færi nefnd utan til að gera smíða- samninga um stóru togarana. Og ennfremur sagði hann, að þar sem nú hefði verið unninn allur nauð- synlegur undirbúningur að þess- um skipakaupum, hefði ríkisstj. ákveðið að hefja nú þegar samn- inga um smíði skipanna. Það kom að vísu í ljós í sambandi við þess ar umræður, að enn var mjög á huldu um fjáröflun í þessu sam- bandi, enda þótt að ráðherrann upplýsti, að ákveðið væri að hefj ast nú handa um smíði skipanna. En síðan gerðist það, að skýrt er frá því í Þjóðviljanum, blaði sjútmrh., 16. febr. 1958, að verið sé að semja um smíði á 15 stórum togurum, og í undirfyrirsögn er sagt: Verða smíðaðir í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi og er nefnd farin til þess að ganga frá samn- ingum. í sambandi við þessa frásögn Þjóðviljans, þá skýrði málgagn annars stjórnmálaflokks, Alþýðu- blaðið, frá þvíð að hér væri rangt með farið. Það væri að vísu rétt, að nefnd hefði farið utan, en hefði aðeins átt að semja um smíði á 8 togurum. En forsrh. gaf síðan yfirlýsingu um málið, sem að vísu var harla óljós, en í fram- haldi af þeirri yfirlýsingu, þá sagði Þjóðviljinn frá því, að það hefði verið ákveðið að hraða sér- staklega smíði á 8 þessara togara, þannig, að þeir geti komið til landsins eftir hálft annað ár, en hinir 7 verði afhentir eftir þann tíma. Þó er áformað, að allir 15 togararnir verði komnir til lands ins innan tveggja ára. Löng þögn um niðurstöður samninga Síðan frá þessu var sagt í stjórnarblöðum, þá hefur ekkert fregnazt opinberlega um niður- stöður af samningum þessirar nefndar, sem út var send, hvort sem hún hefur nú átt að semja um smíði á 8 togurum eða 15, sem virðist hafa farið nokkuð á milli mála í þessum frásögnum, ekkert verið birt um það opin- berlega, hver árangurinn hafi orðið af för nefndarinnar. Nú er liðinn svo langur tími að það hlýtur að vera auðið nú í dag, að gera grein fyrir því, hvað líður endanlegum ákvörðunum um smíði þeirra umræddu 15 togara, sem ég hefi að vikið og heim- ilað var að smíða með lögunum frá 1956, og jafnframt hlýtur að liggja fyrir, hvort lán hafi ver- ið fengin til þessara skipakaupa og þá hve há og hvar, en um þetta hefi ég leyft mér að flytja fyrirspurn. Þegar ákvörðunin var tekin um smíði togaranna þá er það eng- um efa bundið, að það vakti vonir víðs vegar úti um land, þar sem við atvinnuörðugleika hafði verið að stríða og sérstak- lega erfiðleika með hráefnaöfl- un til fiskiðjuvera, að úr íram- kvæmdum á þessu máli yrði, enda var því lýst yfir, eins og ég í upphafi sagði í sambandi við stofnun hæstv. núv. ríkisstj., að hún væri ákveðin í því að fram- kvæma þetta fyrirheit sitt. Ég vænti þess því að hæstv. ríkisstj., sjái sér fært að gera grein fyrir þessu máli hér og geti svarað þeim fsp., sem ég hefi leyft mér um það að bera fram á þskj. 34. Hermann gat ekki mætt Lúðvík Jósefsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnarinn- ar. Skýrði hann frá því í byrjun, að þar sem forsætisráðherra hefði ekki haft aðstöðu til að mæta á þingfundi, mundi hann veita þær upplýsingar, sem hægt væri að veita í þessu máli. — (Hermann Jónasson dvaldist i hliðarsölum Alþingis meðan á þingfundi stóð). Engin lán fengin Gat Lúðvík þess fyrst, að enn hefði ekki verið tekið lán til togarakaupanna. Þó væri unnið að lánsútvegun og hefði aðal- bankastjóri Seðlabankans fram- kvæmdir í málinu undir höndum og hefði m. a. unnið að því síð- ustu daga. — Þá rakti hann gang málsins frá byrjun og gat þess, að smíði hinna 12 minni tog skipa væri senn lokið. Yrði það fyrsta afhent 10. nóv., en það næsta 12. nóv. Vegna þeirra skipakaupa hefði verið gengið frá 50 millj. kr. erlendu láni. Þá vék Lúðvík að togurunum 15. Sagði hann, að á tíu fyrstu mánuðum eftir að heimild til kaupanna var veitt á Alþingi, hefði verið unnið að undirbún- ingi málsins, eins og fram hefði komið á Alþingi í nóv. í fyrra. Hefði stjórnin haft í hyggju, að láta skipasmíðastöðvarnar þar sem skipin yrðu smíðuð, beita sér fyrir lánsútvegun. í byrjun þessa árs hefðu legið fyrir nokk- ur lánstilboð og hefði þá verið ákveðið, að senda út samninga- nefnd til að festa kaup á átta skipum þá þegar. Þær vonir, sem tengdar hefðu verið við þessi lánstilboð, hefðu hins vegar brugðizt. Heimtar aðrar ráðstafanir Kvað ráðherrann lánsmögu- leika okkar í Bretlandi hafa far- ið út um þúfur vegna landhelgis- deilunnar, en hann vildi ekki segja neitt um, hvort lánstilboð í V-Þýzkalandi kynnu að reyn- ast þannig, að fært þætti að semja þar um smíði skipanna. Að lokum gat ráðherrann þess, að gefizt hefði kostur á að fá lán þar, sem lán var veitt til minni togskipanna. Hins vegar hefði verið svo mikið annríki í skipasmíðastöðvum þar um slóð- ir, að það hefði varla verið hægt að fá bæði togarana og minni skipin smíðuð þar samtímis. —. Lýsti Lúðvík að lokum yfir þeirri skoðun sinni, að við ætt- um að snúa okkur með togara- kaupin til þeirra aðila, sem við getum fengið lán hjá. Þá sagði hann, að ef lánstilraunir seðla- bankastjórans bæru ekki árang- ur næstu daga, mundi hann heimta að aðrar ráðstafanir yrðu gerðar. Magnús Jónsson tók aftur til máls og þakkaði sjútvmrh. fyrir upplýsingarnar. Hvað verður að ári? Eftir svörum hans að dæma virðist það ljóst, að allt stendur enn fast, varðandi þessi togara- kaup, sagði Magnús. Þegar fsp. var borin fram um þetta í fyrra, fyrir ári síðan, þá var nefnd á förum til útlanda til þess að semja um smíði togaranna, og nú þegar þessi fsp. er borin fram, þá á að afgera málið alveg nú á næstu dögum. Hvað verður svo að ári liðnu, skal ég ekki um segja. En hæstv. ráðh. upplýsti það hér, að enginn lán hefðu enn fengizt til smíði á togurunum og nú væri sett allt traust á það, að aðalbankastjóri seðlabankans gæti útvegað nægilega peninga til þess að smíða togarana. Hann upplýsti það jafnframt, að nefnd sú, sem send var utan eftir áramótin nú síðast, hafi ekki eins og Þjóðviljinn skýrði frá átt að semja um smíði á 15 nýjum togurum, heldur 8. Og virðist þá verða að draga nokk- uð úr því hóli, sem málgagn hæstv. ráðherra hafði um hann sjálfan, þegar það skýrði frá sendingu þessarar nefndar, því að þá var birt af honum mynd og jafnframt stóð undir mynd- inni; að þessi hæstv. ráðh. hefði nú þegar tryggt framkvæmd á fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um kaup á 15 stórum togurum, auk þess, sem 12 smærri skip komi til landsins á þessu ári. Vissu- lega er það góðra gjalda vert, að fá þessi 12 minni skip — ég skal ekki ■ ræða það nánar hér, því að fsp. er aðeins bundinn við 15 stærri togaranna, enda lagði hæstv. sjútvmrh. á það höfuðáherzlu, þegar frv. var úhl. fyrir Alþingi, hversu nauðsyn- legt væri að kaupa þá togara og skýrði jafnframt frá því, að nú væru síðustu forvöð að gera samninga um smíði þeirra vegna þess, hve skipasmíðastöðvar væru bundnar og mundu verða það á næstunni. Ummæli Þjóðviljans í sambandi við það, sem hæstv. ráðh. hér upplýsti, út af þessu máli og einkum lánamálinu, þá langar mig til að víkja hér að örfáum ummælum, sem birtust í blaði hæstv. ráðh., Þjóðviljanum, og væri þá mjög fróðlegt að heyra frá honum, hvort þar væri rétt frá skýrt eða á hverju slík ummæli mundu vera byggð. Vitnaði Magnús í ritstjórnar- grein Þjóðviljans 13. febr. 1958, þar sem Sjálfstæðismenn voru víttir fyrir „að gagnrýna stjórn- ina fyrir það, að of seint gangi hjá henni að kaupa 15 nýja tog- ara, vegna þess, að enn hafa ráðamenn Alþýðuflokks og Fram sóknar ekki fengizt til að taka hagstæð lán, sem bjóðast til þessara framkvæmda af einum saman pólitískum heybrókar- hætti.“ Ennfremur í ritstjórnar- grein 14. febr. 1958: „Þeir tveir ráðherrar, sem bera ábyrgð á þessum óafsakanlegu vinnubrögð um, eru Guðmundur í. Guð- mundsson utanríkisráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráðh." Og loks í ritstjórnargrein í Þjóð- viljanum 25. júlí í sumar: „Loks er svo ásökunin um, að fyrirheit- ið um togarakaupin hafi verið svikið. Ekki verður um það deilt, enda hefur sú skammsýna af- staða Framsóknar og Alþýðu- flokksins verið harðlega gagn- rýnd af Alþýðubandalaginu." Ilefur loforð ríkisstjórnarinnar verið svikið? Það er nú að vísu svo í þeim svörum, sem hæstv. sjátmrh. gaf hér við fyrirspurn, kom nú ekki fram nein sérstök gagnrýni af hálfu hans á þeim vinnubrögð- um, sem höfð hefðu verið í þessu máli, en vissulega gefa þessi um- mæli aðalmálgagns stærsta stjórnarflokksins tilefni til þess að spyrjast fyrir um það hjá hæstv. sjátvmrh., sem í senn er kunnugur meðferð málsins og mun enda eiga innangengt hjá þessu blaði, hvort það sé rétt, að boðizt hafi hagstæð lán til kaupa á þessum skipum og að það hafi strandað á einhverjum ákveðnum aðilum í ríkisstjórn, gegn mótmælum hans og ráð- herra Alþýðubandalagsins, að taka þessi lán. Og sé það raun- verulega svo eins og segir í þess- ari síðustu ritstjórnargrein Þjóð- viljans, sem ég vitnaði til, að það megi telja, að þetta loforð ríkisstjórnarinnar um 15 nýja togara hafi verið svikið. Þetta er vissulega fróðlegt að heyra, vegna þess, að ég tel, að þjóðin eigi heimtingu á að vita, hvað í þessu hefur gerzt, hvort það er raunverulega svo, að boðizt hafi hagstæð lán til þessara kaupa, en einhverjir sett þar fótinn fyr- ir. Því að það er rétt, sem hæstv. ráðherra sagði í lok síns máls, að það er engum efa bundið að það er mikils virði að efla okkar togaraflota, og það eru bundnar vonir við það, að þessi skip gætu leyst úr ýmsum vanda i þessu efni, auk þess sem það er vitan- lega ljóst, að það verður að stefna að því í sambandi við togaraflotnn að endurnýja hann á eðlilegan hátt. Það má að visu segja, eins og oft hefur áður ver- ið á minnzt, að það sé ekki heppilegt að gera það í svo stór- um stökkum eins og gert hefur verið, heldur ætti að kaupa þrjá til fjóra togara árlega. Það er önnur saga, sem ég skal ekki ræða nánar hér. En það er eng- um efa bundið, að menn fýsir mjög að heyra um það nánar frá hæstv. ráðherra heldur en hann hefur þegar upplýst, hvort þessi skrif, sem ég vitnaði til í aðalmálgagni hans, eru birt með hans vitund og hvort þar er rétt frá málum skýrt. Litið misjöfnum augum Lúðvík Jósefsson tók aftur til máls. Kvað hann það harla ein- kennilega háttu, að lesa upp á Alþingi, það sem hinir og þessir hefðu skrifað eða sagt. Þá fór hann nokkrum orðum um, að ýmsir þingmenn hefðu verið með skæting í sambandi við lántökur r tilteknum löndum og kvað alla mundu kannast við að það hefði um eitt skeið verið talin ósvinna að taka lán í Rússlandi. Þá kvað hann menn á Alþingi og innan ríkisstjórnarinnar líta á það mis- jöfnum augum, hvar rétt væri að taka lán til togarakaupanna. Þoldi ekki að heyra úr blaði sínu Sigurður Bjarnason tók næst- ur til máls. Gat hann þess, að sjávarútvegsmálaráðherra hefði talið það einstakt atferli hjá Magnúsi Jónssyni, að lesa upp úr blöðum. Virtust ummæli Þjóð- Framh. á bls. 14 STAKSTEIN/VR „Nei, nei, nei“ Kommúnistar hafa mörg ráb til að ánetja menn. Sumum telja þeir trú um, að þeir séu rithöf- undar. Aðrir eru gerðir banka- stjórar. Einn m. a. s. aðalbanka- stjóra yfir öllum hinum, af því að sérstaklega verðmætt þótti að flækja hann í netið. Þessa daga kemur glöggt í ljós, hvernig kommúnistar nota sér sinn margvíslega feng. Sá, sem látinn er halda, að hann sé rit- höfundur, er sendur upp á pall í Gamla bíói til að flytja þar þenn- an boðskap: „Hvað getum við gert á fs- landi? Við getum sent hermenn- ina burt héðan, allur heimurinn mundi frétta það að þessi litla þjóð vill ekki vera í helsprengju- samsærinu og við getum látið fulltrúa okkar á þingum þjóða, sem hafa jafnan rétt við hvern annan að tala, leggja friðsamleg- um málum ævinlega lið og at- kvæði og hverfa frá stefnu Foster Dullesar. Og við skulum svara ef við erum spurð hvort eigi að vera her á islandi með því að segja: NEI OG NEI OG NEI“. „Lán, lán, lán“ Með orðagjálfri nytsama sak- leysingjans á að sefa hina óánægðu í hópi kommúnista. Valdamennirnir hafa hins vegar allt annað í huga. Þeir vilja ekki með nokkru móti missa af völd- unum og öllu því, sem þeim fylg- ir. En til þess þarf peninga. Fjár- málaóreiðan vex dag frá degi og V-stjórnin fær ekki lifað stund- inni lengur, nema lán bætist við lán erlendis frá. Þá kemur aðal- bankastjórinn í góðar þarfir. Samtímis sem sálufélagi hans í kommúnistanetinu hrópar á bíó pallinum í Reykjavík: „NEI OG NEI OG NEI“ við stefnu Fosters Dullesar, ber aðalbankastjórinn að dyrum hjá hinum sama Fost- er Dulles i Washington og segir: „LÁN og LÁN OG LAN“. „Virðir lifandi fólk ekki sva(rs“ Þeir, sem aðalbankastjórann senda,, vita, að nauðsynin er brýn og peningaþörfin mikil. — Þess vegna láta kommar allófrið- lega einmitt sömu dagana og ver- ið er að ámálga lánið. Lætin eiga að sannfæra Foster Dulles um, að ekki sé von, að sá, sem svo illa lætur, friðist nema hann fái mikla peninga og umsvifa- laust. Þess vegna segir einn af framámönnum' kommúnista í Þjóðviljanum í gær: „Ef til vill hefur sú vinstri ríkisstjórn sem nú situr að völd- um á tslandi tíma til þess ein- hverja nóttina að anza þessu nafnlausa fólki, liðnu og óbornu, þó hún virði lifandi fólk ekki svars — ekki einu sinni sína „háttvirtu kjósendur“. Hefur þessi stjórn ekki lofað okkur þvi að framkvæma ályktun Alþingis frá 28. marz 1956? Eftir hverju er hún að bíða? Er hún að bíða cft- ir þriðju heimsstyrjöldinni? Er hún að bíða eftir rússnesku árás- inni? Eða var það frá upphafi ætlun hennar að svíkja? En þá spyr ég að lokum þann flokk sem frá öndverðu hcfur staðið fast og stundum einn í stríðinu gegn stríðsvæðingu ís- lands: hversu lengi ætlar hann að standa að slíkri ríkisstjórn og Iáta svik hennar brennimerkja sig?“ Hver efast um að peningarnir verði metnir meira en brenni- markið? “Út á stóru orðin fást miklir peningar. Þeim, sem nú tala í Gamla bió verður sagt að þegja, en aðalbankastjóranum leyft að skrafa um „ógnarlegt ástand", gegn því að vera viðbragðsfljót- ur í næstu bónbjargarferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.