Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. nóv. 1958 MoncvNnrAÐití 15 M/S „SELFOSS", hið nýja 3500 tonna skip Eimskipafélags ís- lands fór réynsluför sína í Lima- firði í Danmörku í fyrradag, og var að henni lokinni afhent fé- laginu. Ganghraði í reynsluför reyndist 15.38 sjómílur. Skipt var um fána kl. 4 síðd., og hélt for- stjóri skipasmíðastöðvarinnar, Aalborg Værft, S. Krag ræðu um leið og hann afhenti skipið. Jón Guðbrandsson fyrrv. skrif- stofustjóri Eimskipafélagsins í Kaupmannahöfn flutti einnig ræðu, en hann tók við skipinu fyrir hönd félagsins. M.s. „Selfoss“ fer frá Álaborg Það hefur vakið athygli að í glugga Rammagerðarinnar í Hafnarstræti er komin jólaútstilling — jólasveinn, sem kinkar kolli glaðlegur á svip til vegfarenda og minnir þá á hve stutt sé til jólanna. Ljósmyndari Mbl. tók mynd af þessum fyrsta jólaglugga þessa árs. Við forvitnuð- umst síðan um, hver væri ástæðan til að svo snemma er gerð jólaútstilling og fengum það svar að nú væri tími til þess kominn fyrir fólk, sem ætlar að senda jólapakka til útlanda að gera innkaupin, og Rammagerðin hefur því viljað koma til móts við viðskiptavini sína í vali þeirra á slíkum gjöfum, og aðstæður með sendingar á slíkum pökkum um allan heim. Hugþekkt vísnasafn H J Á L M A R Þorsteinsson frá Hofi, bóndi að Jörfa á Kjalar- nesi, er löngu góðkunnur fyrir skáldskap sinn, og þá ekki sízt fyrir vísnagerð sína, enda hafa margar stökur hans orðið land- fleygar heima á ættjörðinni og sumar þeirra einnig borizt vestur yfir álana. Hann hefur einnig ort prýðisgóð lengri kvæði, svo sem sjá má af fyrri ljóðabókum hans. Hjálmar varð nýlega sjötugur, en liggur enn stuðlað mál létt á tungu, eins og nýjasta vísnasafn hans ber fagurt vitni, en það nefnist Munarósir og kom út Akranesi síðastliðið haust. Hef- ur lcverið inni að halda 100 stök- ur, og er hið smekklegasta að frágangi. Um stökurnar og til- orðningu þeirra fer höfundur annars þessum orðum í formála sínum: „Stökur þessar hafa fæðst á löngum tíma, því að sú elzta er á sextugs aldri, en sú yngsta svo að segja nokkurra klukkutíma gömul. Þær eru spegill af sálar- lífi mínu í örðugleikum og vel- gengni á langri æfi. Þær eiga undir flestum kringumstæðum að skýra sig sjálfar, þótt nokkrar séu teknar úr framhaldi. Þær eru margar til orðnar við hin ýmsu störf fjölskyldubóndans, út um haga og uppi á fjöllum og sumar á andvökunóttum, sem áhyggjur vilja skapa ómagamanni.“ Á sama streng slær höfundur í vísunni „Geislabrot", er hann segir: Ljóðin eru ljósaskipti úr lífi mínu. Gleðibros, sem glepur elja, geislabrot á milli élja. Hjálmar er ágætlega hagorður, enda hefur ferskeytlan verið og er honum sérstaklega tiltæk, þeg ar hann finnur tilfinningum sín- um og hugarhræringum framrás í Ijóði, t. d. í vísunni snjöllu, „Ullin mín“: Varð mér á að vefa lín, þó væri þráður brunninn, oft var bezta ullin mín illa kemd og spunnin. Og hún á almennt gildi, stakan þessi, því að hver er sá, sem kominn er á fullorðins ár, hvað þá efri ár, sem eigi geti með skáldinu játað þann sannleika um sjálfan sig, stingi hann hrein- skilnislega hendi í eigin barm? Hringhendan er Hjálmari þó sýnilega bezt að skapi, enda fer hún oft á kostum hjá honum. Fallega minnist hann margra vina sinna, lífs og liðinna, með þeim hætti, eins og í þessari stölsu til minningar um merkis- bóndann Magnús Þorláksson á Blikastöðum: Brustu fætur, föl er kinn, fjörs á rætur gengur; jörðin grætur soninn sinn, sá var mætur drengur. Ekki er hringhendan Hjálmari síður nærtæk, er hin ytri nátt- úra með blæbrigðum sínum legg- ur honum ljóð á vör, og er eftir- farandi kvöldvísa gott dæmi þess: Glitra öldur, glóey hlý grímu völdin tefur: rjóð á kvöldin rósir í rökkurtjöldin vefur. En lesi menn þetta vísnasafn í heild sinni, þá verður það deg inum ljósara, hve fylgispök stak an hefur verið skáldinu í blíðu og stríðu, og ekki sízt þegar syrt ir í álinn og vetur guðar glugga: Byljir þjaka ©g bylta grein, blómin nakin særa; hjá mér vakir aðeins ein eftir stakan kæra. Og hvað sem á gengur, skal henni trúnaður sýndur fram að leiðarlokum, en þetta er seinasta vísan í safninu: Út við sundin ægis blá — enn skal bundin staka, — fram að blundi ef eg á eina stund að vaka. Richard Beck. (Lögberg, fimmtudaginn 6. febrúar 1958) Sálmar og hugvekjur Hallgrsms Péturssonar í DÁG kemur út þriðja og síðasta bindi af verkum Hallgrims Pét- urssonar í útgáfu Tónlistarfélags- ins. Er útgáfunni þar með lokið. í þessu síðasta bindi eru Sálmar og hugvekjur skáldsins, og er það stærsta bindið. Séra Bjami Jóns- son vígslubiskup skrifar formála að bindinu, en Lárus Blöndal bókavörður eftirmála. Bókin er öll prentuð í tveimur litum eins og fyrri bindin. Hún er 241 blaðsíða í mjög stóru broti og hin smekklegasta að öllum frágangi. Þessar bækur Tónlistarfélags ins eru aðeins til sölu í Unuhúsi við Veghúsastíg og í Tónlistar skólanum. Enn verður reynt að eyða lyktinni frá Kletti Nýi „Selfoss" er 2339 tn og gengur 15,38 mílur 8. þ. m. og fermir vörur í Kaup- mannahöfn og Hamborg. Skipið er væntanlegt hingað ' il Reykja- víkur síðari hluta mánaðarins. Lengd skipsins er 334T0” eða 102.05 mtr. (álíka og m.s. „Trölla- foss“) en brúttó-tonnatala þess er 2339 tonn. Burðarmagn skips- ins er um 3500 tonn. Nánari lýsing á skipinu mun verða gefin eftir að skipið er komið hingað til Reykjavíkur. Skipstjóri á m.s. „Selfossi“ er Jónas Böðvarsson, I. stýrimaður er Magnús Þorsteinsson og L vélstjóri Jón Aðalsteinn Sveins- son. Á FUNDI í heilbrigðisnefnd bæjarins, er haldinn var fyrir nokkru, var rætt um síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna á Kletti. Var lagt fram á fundinum bréf frá verksmiðjustjórninni varð- andi athugun, er gerð hefur ver- ið á nýjum gerðum lykteyðingar- tækja, sem sett hafa verið upp í samskonar verksmiðjum er- lendis. Nefndin var sammála um og taldi sig geta fallizt á, að verk- smiðjunni verði veitt starfrækslu leyfi á meðan sett verði upp og reynd lykteyðingartæki þessi. Skal þegar hafizt handa um framkvæmdir og þeim lokið eigi síðar en 1. maí n.k. Heilbrigðis- nefnd taldi sig ekki geta mælt með, að lóðarsamningur verði framlengdur nerna því aðeins, að tekizt hafi að eyða lykt frá verk- smiðjunni á viðunandi hátt, að dómi nefndarinnar. Á þetta sjónarmið hefur bæj- arráð einnig fallizt. Öllum þeim, sem heiðruðu mig á 70 ára afmælisdegin- um með gjöfum, skeytum og heimsóknum, færi ég mitt innilegasta þakklæti. Sigurður Kristjánsson, Siglufirði. Þakka hjartanlega vinum og venzlamönnum, sem sýndu mér margs konar vinsemd á fimmtugsafmæli mínu 2. þ.m. Marino Jakobsson, Skáney. LOKAÐ í dag vegna jarðarfarar firá kl. 1—4 PÓLAR Ifl.F. Borgartúni 1 — Einholti 6 Sonur okkar og bróðir ÁRNI BJARNI HANNESSON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 7. þ.m. kl. 10,30 f.h. Hlíf Bjarnadóttir, Hannes Árnason og synir. Konan mín SIGURBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR sem andaðist 31. október, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 1,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðin. En þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á krabbameinsfélagið. Fyrir hönd vandamanna. Friðrik J. Ólafsson. Jarðarför móður okkar SOFFlU PÁLSDÓTTUR fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugard. 8. þ.m. kl. 1,30. Kveðjuathöfn verður í Laugarneskirkju kl. 10,30 sama dag og verður henni útvarpað. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna. Elías Sigurðsson. Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu INGIBJARGAR ÞORLÁKSDÓTTUR Við þökkum einnig öllum er önnuðust hana í veikind- um hennar. . Elínborg Jónsdóttir, Guðjón Benediktsson, Bjarni Jónsson, Fanney Ófeigsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Jóhannes Jónsson, Ásta Halldórsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föður okkar SAMÚELS GUÐMUNDSSONAR frá Hrafnabjörgum. Hildur Hjaltadóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.