Morgunblaðið - 07.11.1958, Page 16
!f
MORCVNBL 4 nifí
Föstudagur 7. nóv. 1958
V
og skyldur
Maud Ekeberg
1. K A F L I.
Nýi sjú*klingurinn.
Það var fyrsti reglulegi suniar-
dagurinn. Trén í stóra trjágarð-
inum umhverfis sjúkrahúsið
breiddu Ijósgræn blöð sín móti
bláum, heiðskírum himnlnum og
loftið var kristaltært.
Súsanna Bergmann vatt rúðuna
niður í litla skemmtivagninum sín
um, um leið og hún beygði inn
um stóra grindahliðið, inn í húsa-
garð sjúkrahússins. Sumar! hugs-
aði hún og dró djúpt að sér and-
ann nokkrum sinnum. Það var sá
árstími, sem henni þótti vænzt
um, og þetta sumar gaf henni ein-
mitt svo góð fyrirheit í læknis-
•tarfi og vísindarannsóknum.
Þegar hún fór út úr bílnum,
gat hún ekki að sér gert, að líta
á hina stóru, grágulu, virðulegu
húsasamstæðu, og eins og jafnan
áður fann hún, að hún var í ein-
kennilegu sambandi og nánum
tengslum við þennan stað, þar
sem svo mikið var um mannlegar
þjáningar en einnig svo mikla von
og hughreystingu. Þegar hún var
mjög ungur kandidat, var hún þeg
ar farin að unna þeim sérstaka
brag, sem er á sérhverju stóru
sjúkrahúsi. Hér gleymdi hún al-
veg sínum persónulegu áhyggjum,
hér beindi allt að því, að einbeita
sér fyllilega og hér vai*ð hún að
neyta allrar þekkingar sinnar og
allra krafta sinna og leggja sig
alla fram við starf sitt.
Hún gekk hröðum og ákveðnum
skrefum gegn um hliðið og nam
staðar að venju framan við litla
g.erskýlið dyravarðarins. Það
heyrðist dálítill smellur um leið
og dyravörðurinn, Albin Karlsson,
skaut hleranum til hliðar, og stórt
bros færðist á hið vingjarnlega
andlit hans.
„Góðan daginn, góðan daginn,
Tingfrú læknir. Dásamlegt vorveð-
ur“.
„Já, þér hafið rétt fyrir yður i
því“, sagði Súsanna hlæjandi.
„Eru nokkur bréf til mín?“
„Ég skal gá að því. .. Nei, að-
dáendur yðar hafa bersýnilega al-
veg brugðizt yður í dag“.
„En þér bregðizt mér að minnsta
kosti ekki, Karlsson", sagði Sús-
anna bros-andi og hélt áfram inn
gegnum anddyrið.
Dyravörðurinn horfði viðurkenn
ingaraugum á eftir hinni grann-
vöxnu konu, sem sómdi sér vel í
hinum grænu, þröngu léreftsföt-
um. Það sópaði að Súsönnu Berg-
mann. Einauða hárið fór glæsi-
lega við hinn bjarta hörundslit.
Það leyndist ávallt bros í hinum
fallegu, gráu augum og það jók
enn meira á þokka hennar, að hún
var vingjarnleg og eðlileg í við-
móti.
Karlsson dyravörður varp önd-
inni þunglega og fór að rita hina
daglegu skrá sína. Hann átti oft
erfitt með að hafa hugann við
vinnuna, því hann var heimspek-
ingur í aðra röndina og í rauninni
merkilega fróður. Hann hafði
komið ýmsum stærilátum, ungum
kandidötum á óvart með því að
hafa skyndilega á takteinum vel
valdar tilvitnanir í Shakespeare.
Hann leit á heiminn fyrir utan
litla glerskýlið sitt eins og stórt
hringsvið, og ein af þeim persón-
um, sem hann helzt vildi sjá á
þessu sviði, var einmitt Bergmann
læknir, sem algjörlega hafði náð
hylli hans. Hún var ekki aðeins
vingjarnleg og hefluð í framkomu
heldur var hún einn af uppáhalds
nemendum Hákanssons prófessors
og mundi áreiðanlega komast
mjög langt á sínu sérstaka sviði.
Óskandi, að ekki færi svo að ein-
hver karlmaðurinn næði tangar-
haldi á henni og kæmi í veg fyrir
frama hennar með því að gjöra
of miklar kröfur til hennar. Ósjálf
rátt datt Karlsson í hug ungi
blaðamaðurinn, sem kom við og
við og spurði um Bergmar.n lækni.
Var hann ekki einmitt einn þeirra,
sem eru konum hættulegir? Kæru-
laus heimsmaður, sem að skoðun
Karlssons ekki var mannsefni
handa Bergmann læknir. Hún átti
að eignast þroskaðan m.-,nn, sem
hafði vit á að meta sjálfstæði
hennar og metnað.
Hugsanir Súsönnu höfðu þegar
beinzt að því starfi, sem beið henn
ar, og hún samlagaðist sjúkrahús-|
inu algjörlega meðan hún gekk
eftir hinum löngu göngum til
deildar sinnar. Allt, sem gerðist
utan sjúkrahússins virtist henni
allt í einu óverulegt og fjarlægt.
Nú var það starfið, sem tók hug
hennar, og hugsunin um sjúkling-
ana á deildinni hennar, B-9, fyllti
hana einkennilegri gleði. Þeir
þurftu hennar með, þeir bjuggust
við henni og hún átti fullan trún-
að þeirra.
Góðan daginn, Bergmann lækn-
ir!
Það var litla ungfrú Sjögren,
sem kom og ók tómum sjúkrabör-
um. Súsanna nam staðar og mælti
nokkur orð við yngstu hjúkrunar-
konu deildarinnar. Hún mat mik-
ils hina glaðlegu og eðlilegu fram-
komu hennar.
„Höfum við fengið nýjan
sjúkling?" spurði hún undi-gndi
og leit á börurnar.
„Já, en það er víst réttara, að
þér talið við ungfrú Corell um
það. Hún hefur þegar tekið til
óspilltra málanna".
Unga hjúkrunarkonan leit
íbyggin á Súsönnu og hélt áfram
og Súsanna hló lágt. Hin ráðríka
deildarhjúkrunarkona, Anna Stína
Corell, var öllum á B-9 að vissu
leyti ráðgáta og það olli ekki sízt
erfiðleikum hinum ungu hjúkr-
unarkonum, sem byrjuðu starf
sitt á hennar deild.
Hún gekk inn í búningsherberg-
ið sitt og fór úr treyjunni. Svo
hélt hún áfram inn í baðherberg-
ið, þar sem hinn hreini, hvíti slopp
ur hékk. „Of stór, eins og vant
er“, hugsaði hún um leið og hún
fór í hann. Hún leit snöggvast í
spegilinn og fullvissaði sig um, að
ekki var of mikið borið í fegrun-
ina, og dró greiðuna nokkrum
sinnum gegn um hárið. Þegar hún
kom aftur í búningsherbergið,
kom hún auga á bréf, sem hafði
verið smeygt undir hurðina, og!
hún brosti vandræðalega. Það var
auðvitað frá Leifi. Var hann nú
orðinn ástfanginn á ný?
„Kæra skriftamóðir, — þannig
byrjaði bréfið — ég hef uppgötv-
að það, mér til takmarkalausrar
ánægju, að þú hefur fengið nýja,
óvenju hrífandi hjúkrunarkonu á
deildina þína. Þar sem ég nú í
mörg ár hef þjáðst af hjartveiki,
þegar ég er með fallegum, ung-
um konum, þá er víst mál til kom
ið, að þú takir mig til meðferðar,
hæztvirti kollega. Ég þarfnast.
mjög viðtals í kvöld kl. 9, og mér
myndi sjálfsagt batna mikið, ef
hjúkrunarkonan, ungfrú Ingrid
Sjögren, legði sína svölu, litlu
hönd á hið brennheita enni mitt.
Þinn ótryggur Leifur“.
Súsanna lagði bréfið hlæjandi
frá sér. Hvenær skyldi hann verða
fullorðinn?
Leif Redell hafði hún hitt í
fyrsta. skipti á læknanámsskeiði
fyrir nokkrum árum. Hann varð
ákaflega ástfanginn af henni, en
henni hafði fljótlega tekizt að
deyfa þá tilfinningu hans, og síð-
ar. höfðu þau verið beztu vinir.
Leifur trúði Súsönnu ávailt fyrir
leyndarmálum sínum, en það voru
nærri eingöngu hin breytilegu
ástamál hans, sem hún varð að
sýna áhuga. Hinn ljóshærði, ungi
læknir, sem um þessar mundir var
kandidat á deild hennar, átti sér-
staka töfra, sem stúlkurnar, eink-
um hinar yngstu, gátu alls ekki
staðizt. Sjálfur fullyrti hann, að
ennþá hefði hann aldrei hitt þá
alveg réttu, en hann vann að
minnsta kosti að því með kost-
gæfni, að finna þessa hugsjón
sína.
Súsanna lét sér eins annt um
! hann og væri hann yngri bróðir
hennar, en jafnframt gátu þau
gjört að gamni sínu og skemmt sér
saman eins og góðir félagar. Hún
myndi í rauninni sakna þess, ef
hann einn góðan veðurdag hætti
að trúa henni fyrir öllum sínum
smávægilegu sorgum og áhyggj-
um í ástamálum.
Hún stakk bréfi Leifs í vasann*
og flýtti sér í deild B-9. 1 fjar-
lægð kom hún auga á ungfrú
Corell, þar sem hún sat og ritaði
dagbækur sínar. Deildarhjúkrun-
arkonan sat bein og hreyfingar-
lítil í sínum hvíta búningi, en
minnsta brot eða hrukka á hon-
um hefði hún talið hreinustu
helgispjöll. Allt ytra fas hennar
og útlit benti til þess, að hún væri
dul og kaldlynd að eðlisf-ari, og að
eina gleði hennar i lífinu væri að
framkvæma verk sitt svo fullkom-
lega sem unnt væri — og heimta
auðvitað ekki minna af öðrum.
Súsanna hafði séð það, þegar frá
byrjun, að það myndi reynast
ókleift að mýkja skap ungfrú
Corell, sem hins vegar aldrei hafði
dregið dul á, að hún áleit hinn
unga fyrsta aðstoðarlæknir of
„grænan" og óreyndan.
„Góðan daginn. Hefur verið
nokkuð sérstakt um að ræða?“
Ungfrú Corell leit upp og Sús-
anna furðaði sig einu sinni-enn á
því, hve lítil hlýja fólst í augna-
ráði hjúkrunarkonunnar. Hún
h-afði þó sjálf valið þessa starfs-
grein, sem krafðist svo mikils
skilnings og mannkærleika, en
hún virtist alltaf óánægð og tilbú-
in til aðfinnslu. Súsanna hafði að
vísu ekki ennþá orðið beinlínis fyr-
ir vanþóknun hennar, en hún
fann á sér, að bráðum myndi eitt-
hvað gerast, sem yrði þess vald-
andi, að sambúð þeirra yrði stirð-
ari. Sjálf h-afði hún þó sett sér að
vera vingjarnleg og blátt áfram
á meðan þess væri kostur.
Hjúkrunarkonan lagði sjúkra-
dagbækurnar frá sér og tók upp
skrán-a yfir sjúklinga deildarinn-
ar.
„Já, við höfum fengið nýjan
sjúkling“, sagði hún á starfs-
manna vísu, „Thomas Agréus, 6
ára, sem er lagður inn af Larsson
lækni. Hefur vernð, óregluleg
hjartastarfsemi, bláleitar varir,
almenn veiklun. Barnið virðist
vera taugaveiklað ,og magnþrota.
Lagður inn á stofu 14“.
„Þá tökum við hann fyrst",
K"
hrærivélar
ENNFREMUK
lausar skálar
berjapressur og
kvarnir —
Tfekla
Austurstræti 14
sími 116*,,r
r
L
p
u
ó
WHIL.E mark and his
FRIENDS SLEEP, THEIR CAMP
IS CLOSELV WATCHED BY
SEVERAL NAVAHO MEN
NOW MY W
PEOPLE WILL
NOT DOUBT
MY POWER,
AND THEY WILL
FORCE MARK
TRAIL TO LEAD
US TO THE
DOG/ ^
MEANWHILE, BIS WALKER HAS
SNEAKED BACK INTO CAMR
AND IS SPREADING SUCCULENT
LEAVES IN THE SHEEP PENS
1) Mefian Markús og vinir
bans aofa, vaka nokkrir Navaho-
áiMÍíáuar yfir tjaldbúðum þeirra.
2) En Göngugarpur hefur læðzt
aftur heim í þorpið og dreifir
gómsætu laufi í fjárgirðinguna.
3) „Hér eftir mun fólk mitt
ekki efast um vald mitt, og það
mun neyða Markús til að vísa
okkur til hundsins.
sagði Súsanna. „Hvernig er blóð-
sökkið?“
„45, — og hitinn var 38,6 fyrir
einni klukkustund. Að því er ég
fæ séð, er sjálfsagt, að prófessor
Hákansson fá þennan sjúkling í
hendur".
Síðustu orðin voru sögð með
nokkurri áheralu.
„Ég ætla að rannsaka hann
fyrst sjálf“, sagði Súsanna ró-
lega. „Er það nokkuð fleira?“
„Já, Strömberg á stofu 2 hefur
liðið illa í nótt, en hann fékk tvær
róandi pillur um þrjú-ieytið.
Edgren kvartar stöðugt um míkla
verki í holinu",
Deildarhjúkrunarkona* talaði
aftur í hinum venjulega róm, þeg
•ar skýrt er frá staðreyndum og
virtist ekki hafa tekið eftir hinni
litlu aðfinnslu læknisins. Hún
stóð upp og bjóst til að fara með
Súsönnu á stofugöngu og þær
urðu samferða út á ganginn. Sú»-
anna gat ekki leynt því algjör-
lega, að hún var oft ergileg, þeg-
ar hún var í návist ungfrú Corell,
en jafnframt reyndi hún að sann-
færa sig um, að það hlytu að vera
góðar og gildar ástæður til þeirr-
ar öfundar, sem kom fram hjá
hjúkrunarkonunni gagnvart öllu
yngra fólki. Að baki hinnar galla-
lausu framkvæmdasemi hennar
var eitthvað, sem benti á, að hún
væri mjög óánægð með lífið og í
mesta máta óhamingjusöm í raun
og veru.
„Ég hitti Redell lækni fyrir
skömrnu", sagði hún. „Hann spurði
um Bergmann lækni. .. Er það
svo að skilja, að hann eigi að vera
hér á handlækningadeildinni?“
Röddin var vingjarnlegri en
annars og það kom Súsönnu til
þess að fara að gruna margt o*
vera á verði.
„Það veit ég í raun og veru
ekki“, svaraði hún, því hana langr-
aði alls ekki til að ræða um Leif
Redell við deildarhjúkrunarkon-
una.
Nú voru þær komnar að stofu
14 og ungfrú Corell opnaði fyrir
Súsönnu.
Tvö alvarleg, blá augu horfðu
á Súsönnu, sem var í hvítum
slopp. Litli drengurinn reyndi,
með óstyrkri hreyfingu að strjúka
til hliðar ijósa lokkinn, sem féll
niður yfir ennið. Kinnar hans
voru mjög fölar, og hann dró and-
ann hratt og með erfiðismunum.
Augljóst var, að hann var tauga-
óstyrkur og hræddur. Súsanna
ákvað að gefa sér tóm til að
ávinna sér trúnað litla sjúklings-
ins.
ailltvarpiö
Föstudagur 7. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Barnatími: Merkar uppfinn-
ingar (Guðmundur Þorláksson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í spænsku. 19,05 Þing-
fréttir og tónleikar. 20,30 Kvöld-
vaka: a) Erindi: Sitt af hverju
um Kötlugos (dr. Sigurður Þórar-
insson).b) Upplestur: Sigursteinn
Magnússon skólastjóri í Ölafsfirði
flytur frumort 1 jóð. c) Islenzk
tónlist. d) Gömul ferðasaga: Með
Ceres til Reykjavíkur 1907 (frú
Sigríður Björnsdóttir). — 22,10
Kvöldsagan: Föðui-ást, eftir
Selmu Lagerlöf, X. Þórunn Elfa
Magnúsdóttir rith.). 22,30 Frá
danslagakeppni S.K.T. 23,30 Dag-
skrárlok.
Laugardagur 8. nóvember:
F-astir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). — 14,00—16,15
Laugardagslögin. 16,15 Danslaga-
keppni S.K.T. (endui-tekið). 17,15
Skákþáttur (Baldur Möller). —
18,00 Tómstundaþáttur baina og
unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út-
varpssaga bai-nanna: Pabbi,
mamma_ börn og bíll eftir Önnu
C. Vestly, — V. (Stefán Sigurðs-
son kennari). 18,55 í kvöldrökkr-
inu, tónleikar af plötum. 20,30 Tón
leikar: Harry Hermann og hljóm-
sveit leika létt lög (plötur). 20,55
Leikrit: Marty eftir P. Chafsky.
Magnús Páisson þýddi. — Leik-
stjóri: Helgi Skúlason. 22,10
Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár
lok. —