Morgunblaðið - 07.11.1958, Síða 19
Tðstudagur 7. nóv, 1958
MORGUMtT4 Ð1Ð
19
— Ríkisstjórnin
Frh. af bls. 3
hvar unnt væri aS fá stað fyrir
loftvarnarbyrgi. í sambandi við
þetta hefur verið framleitt nokk-
uð af járnbentum, steinsteyptum
bitum af sérstakri gerð til þess
að byrgja fyrir glugga og annað
því líkt. Þá hefur loftvarnar-
nefnd gert ráðstafanir í sambandi
við birgðageymslur og í sam-
bandi við hjálparsveitir og skipu
lag þeirra, ef til þyrfti að taka.
Hefur hún skipt bæjarlandinu í
umdæmi og umdæmunum í
hverfi, sem hver hjálparsveit fær
til umsjónar og aðstoðar. Hins
vegar hefur nefndin ekki talið
rétt né vænlegt til árangurs,
að kveðja almenning nú þegar
til starfa í þágu loftvama, en
hitt er undirbúið að kveðja megi
fyrirvaralítið all marga til slíkra
starfa, auk þeirra, sem stöðu
sinnar vegna, sjálfkrafa taka
þátt í þeim, svo sem ýmsir opin-
berir starfsmenn.
>á hafa verið gerðar áætlanir
um möguleika til brottflutnings
fólks skyndilega ef til loftárása
kæmi og hefur loftvarnarnefnd
gert ýtarlega grein fyrir því.
Hér er aðeins drepið á fátt eitt
af þvi, sem loftvarnarnefnd hef-
ur aðhafzt, því rúmsins vegna er
útilokað að gera fulla grein fyrir
því hér, eias og borgarstjóri rakti
það.
þær væru ekki og landið væri I horfa. Venjulega aðferðin hefði
hlutlaust, þá væri heldur ekki | verið sú, að gera fyrst griðasátt-
Á opinberum vettvangi
Borgarstjóri kvaðst hingað til
ekki hafa talið ástæðu til þess
að gera þessi mál að opinberu
umræðuefni, því vonir hefðu
staðið til þess, í lengstu lög, að
rikisstjórnin mundi sjá sig um
hönd og ekki sýna það ábyrgðar-
leysi að skerast ein úr leik af
öllum rikisstjórnum á Vestur-
löndum um varnir almennra
borgara. En fyrst af einn af
stuðningsmönnum ríkisstjórnar-
innar Alfreð Gíslason hefði gert
þá tillögu sem hér lægi fyrir,
væri málið þar með orðið opin-
bert og væri því sjálfsagt að
skýra frá því. Borgarstjóri sagði,
að hljótt hefði verið um þessi
mál um hrið en þegar gögnin
væru lögð á borðið og almenningi
væri Ijóst, hvaða aðferð ríkis-
stjórnin viðhefði hér, þar sem
hún samþykkti hervarnir vegna
ófriðarhættu og ískyggilegs heims
ástands, en skeytti jafnframt
ekkert um almennar varnir borg-
aranna, þá mundi fólk fara að
hrökkva við og átta sig á því, að
hér væri mikið ósamræmi og
hættulegt ábyrgðarleysi á ferð-
lonL
Að lokum bar borgarstjóri
fram þá tillögu, að áður en til-
laga Alfreðs Gíslasonar um nið-
urlangingu loftvarnarnefndar
yrði afgreidd, þá óskaði bæjar-
stjórn eftir greinargerð frá rík-
isstjórninni um stefnu hennar og
afstöðu varðandi öryggi fyrir al-
menning, ef til ófriðar kæmi.
Alfreð Gíslason (K) endurtók
þann gamla áróður kommúnista
og annarra, sem svipað eru sinn
aðir, að minni hætta væri hér ef
ekki væri varnarlið. Endurtók
hann að loftvarnarnefnd starfaði
ekkert og bæri að leggja hana
niður. Kvaðst Alfreð ekki hafa
á móti tillögunni um að fá grein-
argerð ríkisstjórnarinnar.
Borgarstjóri sagði að svo virt-
ist sem Alfreð Gíslason væri
ekki algerlega á sömu skoðun
og kommúnistar, og ríkisstjórn-
in í þessum málum, þar sem hann
þó viðurkenndi nauðsyn á ýmsum
öryggisráðstöfunum, þó að þær
væru ekki í sama formi og aðal-
sérfræðingur Atlantshafsbanda-
lagsins og aðrir reyndir menn í
þeim efnum teldu þörf á. Þar
teldi læknirinn sig þessum sér-
fræðingum vitrari sem sjálfir
hefðu staðið þá eldraim af sér í
stríði að sjá um öryggisráðstaf-
anir fyrir almenna borgara.
Guðmundur Vigfússon bftr.
(K) flutti stutta ræðu og endur-
tók þau ummæli Alfreðs Gísla-
sonar að öll hættan stafaði af
því að hér væru hervarnir. Ef
um neina hættu að ræða,
en hins vegar vildi hann ekki
telja að neitt bæri að gera til þess
að vernda almenning fyrir þeirri
hættu,
Borgarstj. kvaðst vilja minna
G.V. á það, að annar ráðherra
Alþýðiubandalagsins, Hannibal
Valdimarsson hefði á sinum tíma
samþykkt að bandariskt herlið
kæmi hér til landsins, svo að
ekki gæti nú flokkurinn talist
alveg ábyrgðarlaus af því, en í
ræðu sinni hafði G.V. viljað
skella ábyrgðinni fyrst og fremst
á borgarstjóra og flokk hans.
Annars sagði borgarstjóri, að allt
þetta hjal um að í hlutleysi fæl-
ist trygging gegn hernaðarárás
væri tómir staðlausir stafir, eins
og reynslan hefði sýnt. Benti
borgarstjórinn á, að Eystrasalts-
löndin hefðu verið lítil, híutlaus
lönd, en þó hefðu Rússar teygt
ekki gæti nú flokkurinn talizt
hramm sinn yfir þau og við-
haft þar einhverjar svívirði-
ustu aðfarir, sem mannkynssag-
an þekkir. Ennfremur sagði borg
arstjóri að ekki hefði verið kunn-
ugt, að Finnland hefði verið i
neinu hernaðarbandalagi og
hefðu Rússar þó ráðist á það, svo
sem alkunnugt væri. Sama aðferð
in hefði verið hjá kommúnistum
og nazistum að gleypa hvert land
ið á fætur öðru, sem var hlut-
laust eða varnarlaust og hefði
Adolf Hitler, samstarfsmaður
Stalins á þessum árum, gengið
þar rösklega fram og sýnt Rúss-
um góða fyrirmynd. Væru um
það dæmin á hin hlutlausu
lönd, Danmörku og Noreg.
Borgarstjóri kvað það ljóst,
að kommúistar vildu að ísland
væri óvarið til þess að fé-
lagsbræður þeirra gætu á
sem auðveldastan hátt hremmt
ísland, ef þeim biði svq við að
mála við landið, til þess að svæfa
fólkið og telja því trú um, að það
væri úr allri hættu, en ráðast svo
á það á eftir. En ofan á þessi
landráð, sem borgarstjóri sagði að
þetta bæri að kalla, vildu svo
þessir sömu menn engar sérstak-
ar ráðstafanir gera til öryggis
fyrir borgarana, hvorki eldvarnir
né ráðstafanir til að hlynn að
sjúklingum og særðum, en shkt
væri meira ábyrgðarleysi cn
menn gætu jafnvel látið sér detta
i hug af forhertum Moskvutrúar-
mönnum.
Nokkrir fleiri tóku til máls,
svo sem bæjarfulltrúarnir Val-
borg Bentsdóttir, Geir Hallgrims
son og Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson og Björgvin Frederik
sen, en að loknum unmræðum
var tillaga borgarstjóra um að
óska eftir greinargerð ríkisstjórn
arinnar og fresta afgreiðslu tillög
unnar á meðan, samþykkt af bæj-
arstjórn.
Ennfremur var samþykkt að
fá umsögn loftvarnanefndar.
Þessar atkvæðagreiðslur urðu
dálítið sögulegar, því að Alþýðu-
bandalagið klofnaði. Tillagan um
að fá umsögn ríkisstjórnarinnar
var samþykkt með tólf atkvæð-
um (10 Sjálfstæðism., Magn
Ástm. og Alfreð) gegn tveimur
(Guðm. Vigf. og Guðm. J,
Guðm.), en tillagan um að fá um-
sögn loftvarnarnefndar var sam-
þykkt með 15 samhlj. atkv. Skaut
þá borgarstjóri því fram, að loft-
varnarnefnd virðist hafa meira
fylgi en ríkisstjórnin!
RÓM, 6. nóv. — Fanfani, for-
sætisráðherra ítala, hefur mót-
mælt háðulegum ummælum
Montgomery um framgöngu
ítalska hersins — í endurminn-
ingum herforingjans.
NEW YORK, 6. nóv. — Allmargir
bandarískir vísindamenn og að-
stoðarmenn hafa nú einangrazt á
ísspöng á Norður-íshafinu. Menn
irnir eru 21 talsins. Vísindamenn
hafa haft bækistöðvar á þessari
spöng síðan í fyrra og til þess
að auðvelda aðdrætti ruddu þeir
flugbraut á spönginni skammt
frá bækisíöðvunum. Stórar flug-
vélar hafa oft lent þar.
En í ofviðri, sem nú geisar á
?essum slóðum, brotnaði ísspöng-
Uppreisnarmenn náðu
2 flugvélum
HAVANA, 6. nóv. — DC-3 far-
þegaflugvél með 28 manns innan
borðs hvarf aðfaranótt fimmtu-
dags á flugi milli Manzanillo og
Holguini á Kúbu. Var strax talið,
að uppreisnarmenn hefðu neytt
flugvélina til þess að lenda ein-
hvers staðar, en sem kunnugt er
neyddu þeir kúbanska farþega-
flugvél að lenda á sandströnd
fyrir nokkrum dögum. Þá tókst
svo illa til, að allir, sem innan-
borðs voru, fórust — 17 manns.
1 morgun var mjög tekið að
óttast að örlög flugvélarinnar
hefðu orðið þau sömu, en um há-
degisbilið barst loftskeyti frá
flugvélinni, sem hafði verið
neydd til að lenda á litlum flug-
velli uppreisnarmanna í Oriente-
héraðinu. Var það tilkynnt að
allir væru heilir húfi, uppreisn-
Hussein úr landi
AMMAN, 6. nóv. — Það er á
allra vitorði, að Hussein kon-
ungur hyggist fara úr landi eftir
helgina, sennilega á mánudag. —
Talið er, að hann muni ætla með
þessu að sannprófa hve völd
hans standa traustum fótum —
og er m. a. vitað, að hann mun
ekki skilja neinn meðlim kon-
ungsfjölskyldunnar eftir í land-
inu. Hann ferðast í eigin flug-
véi og stjórnar henni sjálfur. I*á
hefur verið upplýst, að hann
muni dveljast með fjölskyldu
sinni á meginlandi Evrópu hinn
14. nóv. n. k., en þá verður hann
23 ára.
Geislavirkt ryk
OSLO, 6. nóv. — t haust hefur
geislavirkt ryk mælzt í sívax-
andi mæli í Noregi, sem annars
staðar á Norðurlöndum — og er
höfuðástæðan talin sú, að Rússar
sprengdu í haust margar kjarn-
orkusprengjur á Norðurheim-
skautssvæðinu.
armenn mundu skila farþegunum
25, en áhöfninni yrði haldið eftir.
í dag var svo tilkynnt
Havana, að hinn 23. október
hefðu uppreisnarmenn neytt kú-
banska farþegaflugvél til þess að
lenda í héraði, sem þeir höfðu á
valdi sínu. Voru 8 farþegar með
flugvélinni. Þeim var skilað, en
3 manna áhöfn haldið eftir.
Virðast uppreisnarmenn ætla
að koma sér upp flugvélaflota á
ódýran hátt.
Skotland og
N-írland 2*2
í LANDSLEIK í knattspyrnu,
sem fram fór á Hampden Park
vellinum í Glasgow á miðviku
dag gerðu Skotar og N-írar jafn
tefli í skemmtilegum leik. Ungur
leikmaður, David Herd frá Ar
senal, sem er fremur smávaxinn,
vakti mikla athygli í þessum leik
fyrir mikla leikni og dugnað —
Slaðan var 0-0 í hléinu, en á 50
mín. skoruðu Skotar og var hinn
spræki Herd var að verki. Mín-
útu síðar skoraði Bobby Collins
(Everton) annað mark fyrxr
Skota. Þegar 17 mín. voru til leiks
loka gerði vinstri bakvörður
Skota, Eric C aldow (Rangers)
sjálfsmark, sem var svo „vel'
gert, að írsku framherjarnir
hefðu mátt vera hreyknir af að
skora þvílíkt mark. Þetta var
einmitt markið, sem írarnir þörfn
uðust, því nú fyrst var framlína
þeirra Skotum hættuleg. írar
gerðu hvert áhlaupið af öðru og
áttu skot innan í stöng, sem
hrökk í fangið á Brown (Dundee)
markverði Skotanna og annað
í slána. Er 10 mín. voru eftir jafn-
aði Jimmy Mcllroy (Burnley)
fyrir íra. Skotar gerðu virðingar-
verðar tilraunir til að vinna og
er þrjár mínútur voru til loka
bjargaði Uprichard (Portsmouth)
að því er virtist upplagt mark,
með því að kasta sér fyrir fætur
Herds og ná knettinum.
21 á reki á íssþöng
in í tvennt - og flugbrautin sigldi
hraðbyri frá vísindamönnunum.
Er nú tveggja km. úfið haf milli
ísskaranna og ekki viðlit að kom
ast á milli. Bandaríksi flugherinn
í Alaska hyggst gera björgunar-
tilraunir strax og veðrinu slotar.
Annað hvort verða vísindamenn-
irnir þá að fara á báti milli ís-
spanganna, eða flugherinn verður
að ílytja þyrilvængjur norður á
flugbrautarspöngina og selflytja
síðan mennina þangað.
Öllum þeim, sem heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu
þann 31 okt. sl. með heimsókn, gjöfum og skeytum,
sendi ég mínar innilegustu þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Sigurðsson, Reyðarvatni.
Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér
ógleymanlega vináttu á fimmtugsafmæli mínu 17. októ-
ber síðastliðinn.
Vilborg Guðnadóttír.
Hjartanlega þakka ég alla vinsemd, gjafir, blóm og
heillaóskir á 80 ára afmæli mínu 30. okt. sL Sömuleiðis
þakka ég læknishjálp og hjúkrun á Hafnarf jarðarspítala.
ÖUu þessu fólki bið ég guðsblessunar á ókomnum ár-
um.
Guðlaug Bergþórsdóttír,
Jófríðastaðavegi 12, Hafnarfirði.
Innilegt þakklæti sendi ég starfsfólki landbúnaðarins
og öllum þeim sem með heimsóknum og gjöfum gerðu
mér sjötugsafmæli mitt 31. okt. sl. ógleymanlegt.
Ólöf Andrésdóttír, Langagerði 24.
Móðir okkar og tengdamóðir
GUÐRÚN NIKULÁSDÖTTIR
andaðist að heimili sínu Holtsgötu 14 5. nóvember.
Börn og tengdasynir.
Eiginkona mín og móðir okkar
SYLVlA JÓNSDÓTTIR
andaðist 5. þessa mánaðar í Landsspítalanum.
Helgi Stefánsson og dætur.
Móðir mín
MJRlÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Ytra-Lóni
andaðist að heimili mínu Bugðulæk 18, Rvík þ. 6. þ.m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir hönd vandamanna.
Þorsteinn Jóhannesson frá Vatnsfirði.
Móðir okkar og tengdamóðir
GUÐFINNA GfSLADÓTTIR
Eiríksgötu 17, lézt á Elliheimilinu Grund, fimmtud. 6.
nóvember.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Ósk Kristjánsdóttir, Marino Erlendsson,
Sigþrúður Jónasdóttir, Þórður Erlendsson.
Útför móður okkar
ÓLAFAR EINARSDÓTTUR
Hverfisgötu 71, fer fram mánudaginn 10 þ.m. kl. 1,30
frá Fossvogskirkju. Athöfninni í kirkjunni verður út-
varpað. — Fyrir hönd systkinanna.
Grímheiður Jónasdóttir.
Jarðarför mannsins míns
HALLDÓRS ÞÓRÐARSONAR
húsasmíðameistara, sem andaðist 31. október, fer fram
frá heimili hans Hringbraut 91, Keflavík, laugard. 8.
nóvember kl. 1,30 e.h. Blóm og kranzar vinsamlega af-
þakkað. ■— Fyrir mína hönd og barnanna.
Aðalheiður S. Jóhannesdóttir.