Morgunblaðið - 13.11.1958, Side 8

Morgunblaðið - 13.11.1958, Side 8
8 M O R G F V R r 4 j) | Fimmtudagur 13. nóv. 1958 Kristmann Guðmundsson skrifar um VIRKA DAGA eftir HAGALÍN FRÁSAGNARGÁFAN er óum- ávallt hressileg og alloft gaman- deilanlega undirstaða allrar sagnalistar. Og einn af þeim, er bezt kunna að segja sögu á þessu landi, er vissulega Guðmundur G. Hagalín. Þegar honum tekst vel, komast aðeins örfáir til jafns við hann. Hann varð nýlega sextugur og naut þá maklegs heiðurs. I til- efni af afmælinu hefur Bókaút- gáfan Norðri gefið út að nýju Virka daga, sögu Sæmundar Sæ- mundssonar skipstjóra, er Haga- lín hefur skráð. Þetta er „heildar útgáfa með tímatali, nafnaskrá og frásögn höfundar af kynnum sínum við sögumanninn og af tildrögum þess, að sagan var skráð“. Halldór Pétursson hefur myndskreytt bókina smekklega. Virkir dagar hafa nú lengi verið ófáanlegir á bókamarkaði, en seldir háu verði hjá fornbók- sölum og fengust sjaldan. Bend- ir það til að almenningi hafi fallið bókin vel í geð, enda eng- in furða, því þetta er Islendinga- saga af þeirri gerð sem hlýtur að vekja áhuga sérhvers fullorð- ins manns á Fróni, sérhvers, sem lifað hefur þær miklu breytingar og byltingar, er gerzt hafa hér á vorri öld á öllum sviðum. — Það er tiltölulega stutt síðan að miklu öðru vísi var um að litast söm, þótt ekki sé dregið úr erfið- leikunum og alvörunni, þar sem það á við. Málið er kjarngott og ferskt, og tilsvör bera svip tímans, — eins og þegar fundið var að því við griðkur bæjarins, að rykast vildi í matinn, en þá svöruðu þær: „O, fleyttu ofan af með spæninum og gefðu hund- unum. Þeir þurfa líka að éta“. Ungu fólki nú á dögum mun finnast Látraheimilið býsna fram andi heimur. Fólkinu er frábær- lega vel lýst, einkum hjónunum, Jónasi bónda og Elíná konu hans. Hefur hann verið merkilegur mað Guðmundur G. Hagalín hér en nú er; við, sem erum & ur Qg nokkug sérlegur> jafnvel sjotta tugnum, munum fatækt munum land og snauða þjóð, sem átti svo fárra kosta völ, að börnum okkar gengur erfiðlega að skilja það. Nú eru hér einna bezt lífsskilyrði í allri Evrópu. Það er mikil breyt ing á hálfri öld og víst hefur eng- in þjóð farið í slíkum loftköstum á þróunarbrautinni sem íslend- ingar, er þeir stukku beint úr taðkláfnum upp í „skæmaster- inn“. — Unga fólkið þekkir síð- ari hluta sögunnar um þetta heljarstökk. Um fyrri hlutann er fjallað i sögu Sæmundar Sæ- mundssonar skipstjóra. Hann fæddist árið 1869. Faðir hans var þá gamall, og dó hann þegar drengurinn var þriggja ára að aldri, en móðirin, sem var miklu yngri, giftist aftur, fram- takslitlum manni, snauðum. Var alltaf mjög þröngt í búi hjá þeim og oftast sultur, og varð Sæmund j ur litli snemma að fara að bjarga sér sem bezt hann mátti. Átta ára gamall sat hann yfir áttatíu kvíaám um sumar og þótti vel takast. Fékk hann vel að borða þá mánuðina og var verið gott við hann, en fátæk börn höfðu þá ekki alls staðar gott atlæti. Hraktist hann svo milli manna og komst níu ára gamall að Látrum á Látraströnd, sem er alllangt frá bústað móður hans. Hefst sagan í rauninni þar sem hann stendur á Látrahlaði: „— ofurlítill ein- stæðingsdrenghnokki, fölur, mag- ur og kirtlaveikur, með kollhúfu- legan kaskeitisræfil á höfði, í snjáðum, sauðsvörtum vaðmáls- stakki og vaðmálsbuxum, ullar- sokkum, sem voru í fellingum um kálfa og leggi, með sauð- skinnsskó á fótum og hafandi í hendinni rauðan vasaklút með einum nærfötum í“. — Hann var ráðinn á bæ þennan sem smali og leizt húsbændum hans heldur óbjörgulega á hann til stórræð- anna, einkum matmóðurinni og var hún höst við hann lengi í á þeirri tíð, þegar menn voru í misjafnari mótum steyptir en nú gerist. Hann var greindur vel, skyggn og talinn forspár, „—hann var ákafamaður mikill, bæði dug legur og laginn við verk, sjó- maður tiltekinn og smiður góður á járn og tré. En hvorki var hann læs né skrifandi". — Hún var dugnaðarforkur hinn mesti, skapmikil en lundgóð allajafna; læs var hún og skrifandi og las reikninga alla fyrir bónda sinn. — Börn þeirra hjóna voru hin mannvænlegustu og synirnir varla einhamir að kröftum. Hið þyngsta erfiði var þeim sem leik- ur. Þótt stiklað sé á stóru og farið fljótt yfir sögu Látraheimilisins, skilur hún mikið eftir hjá les- andanum. Þarna er efni í langt skáldverk. Líf horfinna kynslóða blasir við, mynd eftir mynd bregð ur fyrir, glaðar stundir, erfiðir dagar, harmleikir sagðir í fáum línum: dauði unnustu Tryggva Jónassonar, drengurinn, sem datt í grautarpottinn. — Ef einhver vill halda því fram að Hagalín sé alltaf margorður, þá er rétt að sá hinn sami lesi lýsinguna á Látraheimilinu! Nú á tímum þurfa tíu ára gamlir snáðar ekki að smala kvíaám, en í kaflanum Smalinn á Látrum er þessari atvinnugrein skilmerkilega lýst. Það var ekk- ert spaug að vera lítill drengur í smalamennsku, þegar þoku- súld huldi allt útsýni og maður var bæði svangur, kaldur og dauð hræddur við sjóskrimsli, útilegu- menn og alls konar furðuverur. Þá hafði fullorðna fólkið það víða sér til gamans að hræða krakkana með draugasögum og þess háttar. Rammir draugar eins og t.d. Þorgeirsboli gengu ljós- um logum. Smalinn litli á Látr- um heyrði eitt sinn öskrin í hon- um á þokudegi og flýði undan þeim heim í bæ. Og enda þótt eftir að hann komst á fætur og batnaði þá kirtlaveikin, sem lengi hafði þjáð hann. Gerðist hann nú rjóður í kinnum og hress, en þrek hans og þraut- seigja uxu. — Þetta er átakan- legur kafli, því hann er raunveru lega saga þúsunda íslenzkra barna á undanförnum öldum. Allmörg þeirra hafa þó orðið verr úti en Sæmundur. Ungur hákarlamaður nefnist fjórði kafli bókarinnar. Nú er snáðinn kominn nokkuð á legg og lætur til sín taka; nýfermdur gerðist hann háseti á hákarla- skipi. Er ekki að spyrja að snilld Hagalíns, þegar hann lýsir svaðilförum á sjó og munu þar fáir eða engir hans líkar meðal íslenzkra rithöfunda. Hann fylg- ir nú sjómanninum unga frá ein- um sigri til annars á hafinu og er öll bókin úr því með meistara- handbragði, sem eitt myndi nægja til að halda uppi heiðri Hagalíns í íslenzkri bókmennta- sögu um ókomnar aldir. Fara þar saman hin snjalla frásögn, lifandi atburðalýsingar og persónumynd ir, afburða góð samtöl, — Haga- lín hefur lengi verið meistari í gerð orðaskipta, — og kjarngott íslenzkt mál, ferskt af vörum al- þýðunnar. Þá eru hinar ná- kvæmu aldarfarslýsingar menn- ingarsögulegt „dokúment'*, sem ekki má vanmeta. Með Virkum dögum, en fyrra bindi fyrri útgáfu þeirra kom út haustið 1936, hófst ný og stór- merkileg ævisagnaritun hér á landi. Bókin er þrekvirki og mun reynast óbrotgjarn minnisvarði þeirra beggja, höfundarins og Sæmundar skipstjóra, þess ágæta garps, sem nú er fyrir stuttu fall- inn í valinn í hárri elli. Þetta er hetjusaga, heilsteypt og sterk, gerð af frábærri kunnáttusemi. Aftan við bókina er „Sagan af Virkum dögum“, stutt og lag- góð, en skemmtileg. Endar höf- undur hana með svofelldum orð- um: „Vel væru okkur Sæmundi launaðir Virkir dagar, ef ljóm- inn af manndómi hans, skyldu- rækni og starfsgleði mætti örva til dáða unga lesendur". Mætti skáldinu verða að þeirri ósk sinni. Sigurður Sveinbjörnsson vélsmiðjueigandi 50 ára SIGURÐUR Sveinbjörnsson er fimmtugur í dag. Hann er þjóð- kunnur maður fyrir atorku og margháttuð störf á sviði véltækni og við uppbyggingu aðalatvinnu- vega okkar síðustu áratugina. Sigurður er sonur Sveinbjarnar Kristjánssonar, byggingarmeist- ara og Sigríðar Sigurðardóttur á Byggðarenda. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, ætt- stór í þess orðs beztu merkingu, því að meðal ættmenna hans eru þjóðkunnir menntamenn og harð- skeyttir sægarpar. Hugur Sigurðar beindist snemma að vélum og vélsmíðum. Ungur að árum lauk hann iðn- námi hér heima, síðar ieitaði hann framhaldsmenntunar er- lendis og vann hjá þekktum fyrir tækjum í Danmörku m.a. við dieselvélar sem þá voru mjög að ryðja sér til rúms sem einnþáttur hinnar nýju tækni 20. aldarinnar. Á þessum árum sá hann fljótt hvað framundan var og hve margt var ógert hér heima. Hann vildi því af bjartsýni og stórhug gerast virkur þátttakandi í at- // Blömandi kvistar 44 NÚ ER HANN kominn á níræðis- aldur norski rithöfundurmn og Ijóðskáldið Hans Hylen sem þýtt hefir svo mörg íslenzk Ijóð vel á norska tungu, þar á meðal þjóð- sönginn svo vel, að þýðing hans mun mega teljast sú bezta, sem um er að ræða á málum Norður- landaþjóðanna. Samt er Hans ekki dauður úr öllum æðum, fjarri því. Nýiega er komin út kvæðabók eftir hann, Blömande Kvistar, er það sjöunda kvæðabók höfundarins. í þessari bók eru eingöngu frum- ort kvæði, og auðvitað öll á norsku, en Hans Hylen er einn þeirra höfunda, er ganga svo hreint að verki að kalla ekki og viðurkenna ekki annað mál sem norsku, en landsmálið eða ný- norskuna sem við köllum. Óneit- anlega hafa þeir mikið til síns máls, því að „nýnorskan" svo- kallaða er auðvitað miklu eldri dansk-norskunni, það ættum við íslendingar bezt að skilja og vita. — Já, hann Hans er sannarlega málamaður af lífi og sál. Þeir fslendingar sem vilja kynnast ó- mengaðri norsku í ljóðagerð, og vera þó að mestu lausir við erfiðleika mállýzkuorða og orða- tiltækja ættu að lesa ljóð hans, þeir græða á því. fyrstu. En bóndanum gazt vel að l öskrin reyndust koma úr þoku- stráknum, þegar frá leið og urðu þeir samrýndir. Þetta forspil sögunnar er stutt en greinargott, en eftir að kemur til Látra fær- ist þó sagan í aukana, og er aldarfarslýsingin meistaralega gerð. Lesandinn kynnist einnig vel og vandlega umhverfi öllu, ásamt persónum þeim er um get- ur. Þarna er rekinn myndarbú- skapur til sjós og lands og tekst höfundinum að gera hvaðeina lifandi og ljóst fyrir lesanda. Hagalín nauðaþekkir þess háttar fólk, sem sagan fjallar um, og ber frásögnin þess vott. Er hún lúðri gufuskips, beið sál barn ungans tjón af hræðslunni við þau. Þessu er lýst með ágætum, eins og fleiru. En hnokkanum vex furðu skjótt fiskur um hrygg og hann verður mesta hörkutól. Þegar hann veikist alvarlega eitt sinn og ekki annað sýnna en að hann muni veslast upp, skreiðist hann út í skemmu og drekkur sjálf- runnið hákarlalýsi, sem er snöggt um verra á bragðið en laxerolía, en fullt af fjörefnum. Varð hon- um gott af því og hresstist hann skjótt, hélt þó uppteknum hætti í bókinni eru tvö kvæði er snerta ísland sérstaklega. Það er kvæðið Utanfor ísland. Lengi hafði Hans Hylen dreymt að komast til íslands, — „Eg lengta og dröymde i mange ár: — & sjá deg det vart mitt mál“. — Segir hann. Loks rættist draum urinn. Hefði betur fyrr verið, þá hefði hlutur skáldsins að kynna íslenzk ljóð í Noregi eflaust orð- ið ennþá meiri, okkur til gagns. En samt er hann mikill og þakkar verður. — Hitt kvæðið er Ijóð sem kom í Björgvinjar-blöð- unum sumarið 1957, daginn sem við komum til borgarinnar ís- lendingarnir sem fengum að feta í fótspor Egils Skallagrímssonar svo eftirminnilega. „Velkomen‘‘ heitir það. „Ver velkomen/fræge frendar / frá sogaöyi / til fedra- heimen, — “. ur í allri gerð. Hann er bjart- sýnn trúmaður, maður vors og blóma og æskunnar, þó að árin færist nú yfir hann. Honum seg- ist margt vel en vorkvæðin hans met ég mest. Um vorleysinguna kveður hann: Du store under nár váranden vaknar or vintersvevnen so langdryg og tung. Det dryp og dropplar, og frostbandi raknar, og jordi ligg atter naki og ung. Og bekkjene losner, vakne og ville og veks seg til elvar og briskar seg. Og sunnanvinden med varme og milde spreidande livsvon pá all sin veg. Dá vert det annigt i gardar og grender, nár moldi eimar og ságidni skjelv. Ein allvelding vilje voksterkraft sender med solskin og song under himmelkvelv. — Hans Hylen er þjóðlegur mað- Hér er ekki löng leiðin né torfarin yfir í íslenzkuna fyrir hvern þann sem vill temja sér að skilja norsku. Ekkert orð að hnjóta um nema ef það væri ságidni og þá er að fletta upp í ívari frá Ási. Það er orðabók sem því miður er í allt of fárra um höndum á voru landi íslandi. Oft er gagn og gaman að fletta upp í henni ekki aðeins vegna norsk- unnar, heldur einnig til saman- burðar við íslenzkt mál. — En það er nú önnur saga. Þið, sem viljið lesa norskar bækur vegna málsins og sem bókmenntir, fáið ykkur Kvistina hans Hans Hylen, hann á það skilið að ljóð hans séu lesin á íslandi og þau eru þess verð, bæði frumortu ljóðin og þýðing- arnar. Ljóðlæsum mönnum ís- lenzkum ætti að vera það ljúft metnaðarmál að lesa þýðingar hans á ljóðum íslenzkra skálda á gott og óþvingað norskt mál. Þar sem honum tekst bezt hafa ekki aðrir gert betur. Árni G. Eylands. hafnalífi og uppbyggingu hins nýja tíma. Með staðgóða þekk- ingu og ódrepandi áhuga réðst hann hvað eftir annað til atlögu gegn skilningsskorti og fátækt oftast til þess að framkvæma óskadraum sinn að koma á fót og starfrækja eigin vél- smiðju. Af frábærri elju- semi og dugnaði sigraði hann all- ar hindranir erfiðu áranna fyrir stríð og varð og er umsvifamikill atvinnurekandi í iðn sinni. Einn sterkasti eðliskostur Sig- urðar er bjartsýni og sönn hug- sjón góðs iðnaðarmanns að skapa vel og gerða hluti sem jafn- framt eru nytsamir og til efling- ar atvinnuvegum okkar. Draum- urinn hefur rætzt því að í dag stjórnar hann vélsmiðju sem bú- inn er fullkomnustu tækjum og sem leysir af hendi fjölþætt og vandasöm störf. Sigurður nýtur því trausts og virðingar allra þeirra sem átt hafa við hann skipti og þeir eru orðnir æði margir, þótt aldurinn sé ekki hár. Hann kann vel að meta þá starfsmenn, sem reynzt hafa hon um bezt og lætur þá fúslega njóta þess þakklætis sem til fell- ur fyrir vel unnin störf hjá fyrir tækinu. Sigurður er drengskaparmaður bóngóður svo af ber og minnist jafnan af hlýhug og þakklæti þeirra, sem réttu honum hjálpar- hönd og sýndu skilning þegar hart var í ári. Hann er því í fá- um orðum sagt táknræn mynd þeirra athafnasömu einstaklinga, sem á síðustu áratugum hafa brotizt áfram frá fátækt til bjarg álna og reynzt bænum okkar og þjóðfélagi í heild, hinar traust- ustu stoðir. Sigurður á því láni að fagna, að eiga ágætiskonu Ingibjörgu Ingimundardóttur. Hún hefur af miklum myndarskap búið honum indælt heimili, sem einkennist af samhug og stakri gestrisni. Sigurður hefur ávallt verið virkur þátttakandi í stéttarfélagi sínu, Meistarafélagi járniðnaðar manna og er nú formaður þess. Ég lýk þessum orðum mínum með einlægri ósk um það, að við megum lengi njóta atorku Sig- urðar og annarra góðra kosta. Það muriu margir senda honum góðar kveðjur í dag, með þakk- læti fyrir vel unnin störf, dreng- skap og hjálpsemi. Lifðu heill góði vinur! B. F. Þungavinnuvélat Sími 34-3-33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.