Morgunblaðið - 13.11.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 13.11.1958, Síða 13
Fimmtudagur 13. nóv. 1958 MORGUNBl4ÐIÐ 13 Guðjón Sigurjónsson sjötugur ÞAR SEM ég af vissum ástæðum gat ekki heimsótt minn góða vin, Guðjón Sigurjónsson frá Grund á Kjalarnesi, þegar hann átti 70 ára aldursafmæli þann 14. sept. síðastliðinn, þá ætla ég nú loksins að bæta lítið eitt fyrir þau mistök með því að minnast hans með nokkrum orðum á opinber- um vettvangi og rifja upp nokkr- ar kærar endurminningar. Guðjón Sigurjónsson er fædd- ur í Kjalarneshreppi og dvaldi öll sín æsku- og fullorðinsár þar til ársins 1952, er hann flutti til Reykjavíkur. Hann dvaldi nær óslitið í Salt- vík til ársins 1932, er hann flyt- ur að Grund hér í sveit. Á Grund bjuggu þau Helga Finnsdóttir og Guðjón um 20 ár og veittu hverjum, sem þar bar að garði — Um Vestfirði Framh. af bls. 11. tæki er á Suðureyri, en það er fiíkvinnslustöð Páls Friðberts- sonar útgerðarmanns og kaup- manns. Er þar um að ræða bæði skreiðarvinnslu og saltfiskverk- un. Þar var síðastliðið haust um allmikla síldarsöltun að ræða og unnu þá um 35—45 manns er mest var. 6 til 7 reknetjabátar lögðu þar upp afla sinn og voru saltaðar milli 8 og 9 þúsund tunnur. — Einnig er á staðnum lítið frysti- hús, sem annast frystingu og geymslu kjöts. Verzlanir eru tvær á Suður- eyri, aðra rekur Páll Friðberts- son en hina kaupfélagið. Allgóðar tekjur manna. Nú búa á Suðureyri um 415 manns en á undanförnum árum hefur fólksfjöldi verið um 400. Fólk flytur ekki frá staðnum svo neinu nemi, enda eru tekjur all- sæmilegar. Almennt eru þær frá 50—80 þúsund krónur á ári. Byggingarframkvæmdir hafa sem fyrr segir verið talsverðar, þótt nú á þessu ári hafi ekki ver- ið mikið um byggingar íbúðar- húsa, nema hvað byrjað er á bygg ingu prestsbústaðar að Stað í Staðardal og lækmsbústaðar á Suðureyri. Búizt er við að hafizt verði handa um byggingu nokk- urra húsa á næsta ári. góðan beina, og var þar oft margt manna daglega í ýmsum erindum. Vil ég nú sérstaklega minnast þess og þakka góðar viðtökur, mikla greiðasemi, óvenjulega lipurð og vinsemd, sem allir nutu hjá þeim mætu húsbændum á Grund. Guðjón vann sér almennings- traust og vináttu hér í sveit og öðrum sveitum. Hann var ætíð reiðubúinn til að rétta hjálpar- hönd og það brást aldrei, að það sem hann hafði lofað, var vel og vandlega efnt. Guðjóni voru falin ýmisleg trúnaðarstörf fyrir hreppsfélagið og má nefna, skólanefndarstarf, gjaldkerastarf sjúkrasamlagsins og um skeið í hreppsnefnd. Þau Guðjón og Helga fluttu til Reykja víkur sem áður er sagt og mun sá búferlaflutningur hafa verið þeim erfiði, að flytja úr sinni kæru sveit í annað umhverfi. Það voru daprir dagar, og veikindi steðjuðu að þeim, en hjálpin var á næsta leiti, góð læknishjálp, ákveðnar regl- ur og umönnun, svo nú er mjög breytt til batnaðar. Helga hefur fengið góðan bata og Guðjón er sem ungur aftur, kátur og hress í anda. Nú er Guðjón kominn á Alþing. Ekki er hann uppbótarþingmað- ur, enda veit ég ekki hversu Ólafi Thors alþingismanni myndi líka það, og eru þeir þó miklir vinir, en ýmsu má venjast. Guðjón er einn af starfsmönn- um á Alþingi. Sem starfsmaður á Alþingi mun hann áreiðanlega vera mikils rnetinn fyrir reglu- semi, áreiðanlegheit og vinsemd. Þá dregur enginn í efa karl- mennsku hans og stillingu. Þessi fáu orð mín eru sérstak- lega að því leyti góð, að meðan ég er að skrifa þau þá rifja ég upp góðan kunningsskap og ánægjuleg samskipti við traustan vin. Bið svo Guðjóni og vinum hans allrar blessunar á þessu hans aldursári, og óska, að næsti tugur ára verði honum ánægjulegur og gleðiríkur. — Ó. B. Skrifstofumaður Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða mann til skrifstofustarfa. Kunnátta í meðferð skrifstofu- véla nauðsynleg. Tilboð merkt: „Skrifstofa — 7257“ sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. iVælonpífu - gluggatjaldaefni Gardínubúðin Laugaveg 28. lóley Laugaveg 33. i\lýtt frá Erla Þorsteinsdóttir DK1469 ÍTALSKUR CALYPSO (Calypso Italiano) HVERS VEGNA (Sigfús Halldórsson) DK1470 OKKAR EINA NÓTT (Dors mon amour) LITLI STÚFUR (Tag mig med til drömmelandet) DK1471 Á GÓÐRI STUND (Jóhannes Jóhannesson) K V E Ð J A (Jóhannes Jóhannesson) DK1472 LITLI TÓNLISTARMAÐURINN (Tólfti September) Erla og Haukur Morthens DK1472 ÞREK OG TÁR (Sjung) (Viltu með mér vaka er blómin sofa?) C, Sendum í póstkröfu — Fálkinn hi. hljómplötudeild. Mýtt frá Jgl QDEOM Kaupa mjó<k að. Sem fyrr segir eru Súgfirðingar ekki sjálfum sér nógir í fram- leiðslu mjólkurafurða. Þeir þurfa því að kaupa mjólk frá Önundar- firði og ísatirði og ýmsar mjólk- urafurðir norðan frá Akureyx-i. Áður fyrr gegndi þetta nokkuð öðru máli. Þá áttu Suðureyrar- búar um 20 kýr, en nú engar. Einnig hefur sauðfjáreign kaup- túnsbúa mjög minnkað og mun þetta stafa af því, að hin síðustu ár hefur atvinna aukizt og orðið stöðugri, Þetta veldur því, að menn hafa minni tíma til að sinna skepnum. Súgfirðingar eru sjálf- um sér nógir hvað snertir kjöt- framleiðslu, nema nokkur undan- farin ár sem velflest lömb hafa verið seld til lífs á niðurskurð- arsvæði, víða um landið. Hvar sem ég fór um Vestfirði bar landhelgisdeiluna á góma síðast og fyrst. Harma þeir Vestfirðingar mjög framkomu Bretanna. Það er tekið að rökkva, er ég hef lokið erindi mínu á Suöur- eyri. Framundan eru Botnsheiði og Breiðdalsheiði, því ferðinni er heitið til Flateyrar í Önundar- firði, og færðin talin slæm. —vig. T elpnanœlonkjólarnir komnir Tilkynning frá Innflutningsskrifsfofunni Veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa er lokið á yfir- standandi ári, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi, enda gildistími leyfa bundinn við áramót. Umsóknum, sem berast fyrir n.k. áramót, verður því ýmist synjað eða frestað til næsta árs. Reykjavík, 10. nóvember 1958. INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN. Borðstofuhúsgögn úr teaki, eik, birki og mahogny koma fram í búðina í dag. Athugið okkar góðu greiðsluskilmála. Húsgagnaverzlun GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR Laugaveg 166. Van Heusen skyrtan fer best Sendisveinn óskast Duglegur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Skrifstofa Ríkisspítalanna 1 Van Heusen vörumerkib trygg/r gaebin Framleitt 1 Englandl. Hotel Kongen ai Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 Herbergi mtð morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00. I /mðborginni — rétt. við hófnina. w 15-0-14 Mol BILASALAN Aðaísiræti 16 15*0*14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.