Morgunblaðið - 13.11.1958, Síða 19

Morgunblaðið - 13.11.1958, Síða 19
Fimmtudagur 13. nóv. 1958 MOnfíVNfíT4Ð1Ð 19 Á myndinni sést Pablo Casals leika meff aðstoð pólska píanó- leikarans Mieczyslaw Horszowski og Boston-sinfóníuhljóm- sveitarinnar undir stjórn Charles Mnnch. Casals er fæddnr í Barcelona á Spáni, en hefur búið utan heimalands síns undan- farin 20 ár. Hann er nú 81 árs gamall og býr í Puerto Rico. Hljómleikar í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna Matmillan ósveigjan- legur í Kýpurmálinu Bréf: Hver gutoði? VEGNAmisskilnings ogmissagna sem fram hafa komið í sambandi við þátttöku mína í útvarpsþætti Sveins Ásgeirssonar, „Vogun vinnur, vogun tapar“, langar mig til að skýra mólið frá mínu sjón- armiði. Sl. sunnudag kom ég fram í þættinum í annað sinn og voru lagðar fyrir mig tvær spurning- ar. Þeirri fyrri var ég álitinn svara rétt, og gafst mér því kost- ur á þeirri síðari. Þeirri spurn- ingu álitu dómendur mig ekki svara rétt, og var ég því dæmd- ur úr keppninni. Við þessi mála- lok vildi ég ekki sætta mig, þar sem ég þóttist hafa rétt fyrir mér. Máli mínu til stuðnings, bar ég fram skjöl, sem sýndu, að ég hafði á réttu að standa. Ólaf- ur Hansson, dómari þáttarins, viðurkenndi þegar mistökin, sem orðið höfðu og lagði til, að þá þegar yrði málið leiðrétt, en Sveinn Ásgeirsson var því mót- fallinn og neitaði því afdráttar- laust. Hins vegar kvaðst hann mundu leiðrétta málið í útvarp- inu þá um kvöldið og viður- kenndi rétt minn til áframhald- andi þátttöku í keppninni. En þegar Ieiðréttingin kom, mátti skilja hana þannig, að ver- ið væri að gera mér einhvern greiða og gefa mér tækifæri, sem ég í raun réttri ætti ekki skilið. Að vonum gramdist mér þessi framkoma og má öllum vera ljóst að ég hef litla löngun til að halda áfram keppninni eftir þetta. Einnig þykja mér leið skrif þau, sem fram hafa komið í einu dagblaðanna, þar sem fullyrt er, að ég hafi alls ekki svarað spurn- ingunum rétt. Að sjálfsögðu geta menn sjálfir um það dæmt, en ég tel mig hafa svarað á fullnægj- andi hátt, vafasömum og ógreini- legum spurningum. Reykjavík, 12. nóv. 1958. Sveinbjörn Guðbjarnarson. BEZTU KVIKMYNDIR í HEIMI Á heimssýningunni í Briissel í sumar var sérstök kvikmynda- deild. í sambandi við hana völdu 117 kvikmyndafróðir menn frá 26 löndum, úr þær 12 kvikmynd- ir, er þeir telja beztu myndirnar sem framleiddar hafa verið í ver- öldinni frá því byrjað var að kvikmynda. Margar af myndum þeim, sem fyrir valinu urðu, hafa verið sýndar hér á landi, í kvik- myndahúsum eða í Filmíu. Þess ar 12 úrvalsmyndir eru: Potemkin, gerð af Rússanum Eisenstein árið 1925, Gullæðið, sem Chaphn tók 1925, Reiðhjóla- þjófurinn, mynd ítalans De Sica frá 1949, Heilög Jóhanna, sem Daninn Carl Dreyer tók árið 1928, Tálmyndin mikla, sem Frakkinn Jean Renoir gerði 1937, Ágirnd, gérð af Erich von Stroheim 1924, Umburðarleysi, sem Bandaríkjamaðurinn Griff- ith tók árið 1918, Móðirin eftir Rússann Pudovkin frá 1926, Citi- zen Kane sem Bandaríkjamað- urinn Orson Welles stórnaði og lék í árið 1940, Jörð, sem Rúss- inn Dovshenko tók árið 1930, Sá síðasti, eftir Þjóðverjann Murn- au frá 1925 og loks Ráðuneyti dr. Calligaris, eftir Þjóðverjann Wiene frá 1923. Það er eftirtektarvert hve all- ar þessar afburðamyndir eru gamiar. Bendir það sannarlega ekki til þess að kvikmyndalistin sé í framför. Þessum tólf myndum munu svo 7 kvikmyndastjórar af yngri ! kynslóðinni raða upp eftir gæð- um. Var því ekki lokið síðast , þegar fréttist. * í KVÖLD kl. 22.30, útvarpar Ríkisútvarpið hljómleikum þeim, sem haldnir voru í tilefni 13 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna, hinn 24. október sl. Hljómleikarnir hófust með því, að hinn heimsfrægi spænski selló leikari, Pablo Casais, lék sónötu eftir Bach í sal allsherjarþingsins í aðalbækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Síðan lék Bostonsinfóníuhljómsveitin sin- fóníur eftir Honegger og Brahms. í París léku Bandaríkjamaður- inn Yehudi Menuhin og Rússinn David Oistrakh fiðludúet eftir Bach. Því næst lék Indverjinn Ravi Shankar á sítar (strengja- hljóðfæri), og loks Iék Orch- estre Suisse de la Romande í Genf hluta úr niunda sinfóníu Beethovens með kór og einsöngv- urum frá Englandi. Hljómleikum þessum var útvarpað í 74 lönd- um. Áður en hljómleikarnir hófust beindi Casals nokkrum orðum til samstarfsmanna sinna og hvatti þá til þess að helga starfskrafta sína aukinnj vináttu meðal þjóð- anna. „Tónlistin, þetta undur- samlega alþjóðamál, sem allir skilja, hvar sem er í heiminum, ætti að vera uppspretta betri og nánari kynna meðal manna," sagði hann. Þá flutti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, Dag Hammarskjöld stutt ávarp og lagði áherzlu á hið ár- angursríka starf Sameinuðu þjóð anna í þágu friðar og framfara í heiminum og framtíðarhlutverk þessarar alþjóðastofnunar, sem einungis gæti aukizt og vaxið, ef einlægur vilji og skilningur manna væri fyrir hendi. Yfirgangsstefnan og afleiðingar hennar NEW YORK, 12. nóv. — Zorin, aðstoðarutanríkisráðherra Ráð- stjórnarinnar, sagði á fundi stjórnmálanefndar Allsherjar- þingsins í dag, að hættan á kjarn- orkustyrjöld yrði alltaf fyrir hendi þangað til náðst hefði sam- komulag um algert kjarnorku- bann. Deildi hann jafnframt á Bandaríkjamenn fyrir að hafa herstöðvar víðs vegar umhverfis Ráðstjórnarríkin. Lodge fulltrúi Bandaríkjanna svaraði og sagði, að Bandaríkjamenn mundu ekki geta hætt kjamorkurannsóknum sínum á meðan Rússar héldu yfir gangsstefnu sinni. Herstöðvar Bandaríkjamanna erlendis væru starfræktar með samkomulagi við viðkomandi ríki og herstöðv- arsamningunum gætu báðir aðil- ar sagt upp hvenær sem væri. LONDON, 12. nóvember. — Mac- millan lét svo um mælt á fundi neðri deildar þingsins í dag, að stjórnin mundi halda stefnu sinni í Kýpurmálinu og ekki sýna neina linkind. Markmiðið væri að binda endi á ógnaröldina og kvaðst forsætisráðherrann ekki trúa því að óreyndu, að Grikkir höfnuðu endalaust að setjast að samningaborðinu. Sagði hann, að Bretar mundu ekki láta hótanir og hryðjuverk skjóta sér skelk í brigu. Þeir mundu aldrei gefast upp — og tími væri kominn til að morðum og hryðjuverkum linnti. Lét hann þess getið,-að stjómin bæri fullt traust til Foot landsstjóra, en þrálátur orðrómur hefur ver- ið á kreiki um að í ráði væri að Iáta annan leysa hann af hólmi vegna þess að Fott hefði dugað illa. Þá hefur verið tilkynnt, að flutningar á brezku æskufólki, Enginn árangur GENF, 12. nóv. — í dag sátu full- trúar þríveldanna sjöunda fund- inn um stöðvun kjarnorkutil- rauna. Ekki var tilkynnt um ár- angur frekar en að afloknum hin- um fundunum sex. Cunnar Jónsson Lögntaður við undirrétti O' hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259 sem boðizt hefur til starfa f stöðvum flughersins á Kýpur, muni hefjast þegar í stað. Aðalfundur Bændafélags Þingeyinga LAUGARDAGINN 1. nóv. S.l. var aðalfundur Bændafélags Þingeyinga haldinn að Hólma- vaði. Formaður félagsstjórnar, Jón Sigurðsson Felli, setti fund- inn og ræddi ýmis mál, er félag- ið hefur haft með höndum og urnið að. Baldur Balvinsson var kosinn fundarstjóri og nefndi hann þá Kristján í Norðurhlíð og Harald á Jaðri til að skrifa fundargerð. í byrjun fundar minntist form. látins félaga, Jóns Haraldssonar, er frá upphafi hafði átt sæti í stjórn félagsins og unnið því ágætt starf. Risu fundarmenn úr sætum til að votta minningu hans virðingu ög þökk. Síðan var gengið til dagskrár og mörg mál rædd og gerðar í þeim samþykktir. í stjórn Bændafélagsins voru kosnir eftirtaldir 5 menn til eins árs: Þrándur Indriðason Aðal- bóli, Jón Sigurðsson Yztafelli, Baldur Baldvinsson Ófeigsstöð- um, Finnur Kristjánsson Húsa- vík, Haraldur Jónsson Jaðri, og til vara Ketill Indriðason Ytra- Fjalli, Kristján Jónatansson Norð urhlíð og Sigfús Jónsson Einars- stöðum. Hjartans þakkir til allra þeirra f jær og nær er minnt- ust mín á sjötugsafmælinu 8. nóv. 1958 og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Gísli H. Sigurðsson, Hringbraut 97. Öllum þeim mörgu nær og f jær sem sýndu mér vinsemd á sextugsafmæli mínu með heiðursgjöfum, heimsóknum og heillaskeytum, þakka ég hjartanlega. Páll Björgvinsson, Efra-Hvoli. Innilega þakka ég öllum þeim sem heimsóttu mig og glöddu á áttræðisafmæli mínu. Jóhann Bjarnason frá Patreksfirði. öllum vinum og vandamönnum, sem sýndu mér vin- semd á 60 ára afmæli mínu 2. nóvember sendi ég beztu kveðjur. Guðmundur Kr. Guðmundsson. Herjólfsgötu 14, Hafnarfirði. Innilegar þakkir færum við öllum vinum og venzlafólki fjær og nær, sem glöddu okkur með blómum, skeytum og gjöfum á 25 ára hjúskaparafmæli okkar 5. nóv. sl. og hjálpuðu til að gera okkur daginn ógleymanlegan. Þorbjörg Sigurðardóttir, Andrés Finnbogason. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐBJÖBN GUÐLAUGSSON frá Sogni. andaðist að heimili sínu Njálsgötu 41 að morgni hins 12. þ.m. Jóna O. Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn EINAB SVEINSSON Lækjarbrekku, lézt 4. þ.m. Jarðarförin fer fram laugardaginn 15. þ.m. að Stóra-Núpi. Hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 12,30. Sesselja I.oftsdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir guðeUn NIKULASDÓTTIB er andaðist 5. þessa mánaðar verður jarðsett frá Frí- kirkjunni föstudaginn 14. nóvember kl. 1,30. Kirkjuat- höfninni verður útvarpað. Kristján Lýðsson, Þorbjörg Lýðsdóttir, Kristján Benónýsson, Margrét Lýðsdóttir, Guðni Jónsson. Eiginkona mín og móðir okkar SYLVlA JÓNSDÖTTIB verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. þ.m. kl. 3 s.d. Helgi Stefánsson og dætur Háteigsvegi 11. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför HALLDÓBS ÞÓBÐABSONAB húsasmíðameistara. Vandamenn. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar, tengda- móðir og ömmu ÖNNU EINABSDÓTTUB Gísli Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.