Morgunblaðið - 18.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1958, Blaðsíða 6
6 MORCT’lVnLAniÐ Þriðjudagur 18. nóv. 1958 „Annutio vobis goudium magnum; Habemus papam'4 (Ég boba yður mikinn fögnuð — Vér höfum fengið páfa) Feneyjar gefa kirkjunni annan páfa FJöRUTlU og átta klukkustund- um áður en Roncalli kardínáli var kjörinn eftirmaður Píusar páfa barst fréttin um að búið Fyrsta myndin, sem tekin var af páfanam eftir kjörið. væri að kjósa nýjan páfa út um heimsbyggðina, á öldum ljósvak- ans. Þessi frétt hafði við engin rök að styðjast og stafaði af mis- skilningi og mistökum við send- ingu reykjarmerkjanna frá ofn- inum í Sikstinsku kapellunni. Til þess að fyrirgirða frekari misskilning en orðinn var, kom reykurinn, eftir næstu neikvæðu atkvæðagreiðslur kardínálanna, í þykkum svörtum hnyklum og mátti aðallega þakka það sér- stöku reykaukandi efni, sem flugeldaverksmiðja ein í ná- grenni Rómar var svo hugulsöm að senda kardínálasamkundunni. Að áliðnum mánudegi fóru að berast fréttir um það að einn kardínálinn hefði veikzt hættu- lega. Jafnframt fylgdi það sög- unni að aðrir kardínálar hefðu óskað eftir því ao þeim yrðu send hlý og skjólgóð föt. Fullyrt var að sjúklingurinn væri enginn annar en Canali kardínáli, sá hinn sami sem birtist á svölum St. Péturskirkja síðdegis á þriðju dag og flutti heiminum þann boðskap, að páfi hefði verið kos- inn. Habemus Papam Þriðjudaginn 28. okt., hálfri klukkustund eftir að hvítur reyk- ur gaf til kynna að nýr páfi hefði loks verið kosinn í elleftu atkvæðagreiðslu kardínálasam- kundunnar, spurðust þau tíðindi að feneyskur kardínáli hefði sezt í páfastól í annað skipti á hálfri öld. Rúmlega 250,000 manns flykkt- ust til St. Péturstorgsins. Heim- ili, skrifstofur og verzlanir tæmd ust, þegar íbúar Rómar söfnuðust saman til þess að sjá nýja páf- ann, þegar hann kæmi opinber- lega fram í fyrsta skipti. Mannfjöldinn beið í djúpri órofa þögn og allra augu beind- ust að miðsvölum S. Péturskirkj- unnar. Flöktandi Ijósgeislar voru nú þegar farnir að sjást í gegn- um stóru dyrnar og gluggana. „Hvaða nafni óskir þér að nefnast?" spurði Tisserant kardí- náli hinn nýkjörna páfa, hvers nafn og persónuleiki heimurinn þekkti enn ekki. „Eg óska að þekkjast undir nafninu Jóhannes 23.“, svaraði hann. Því næst gekk hann til skrúð- hússins, til að skrýðast hvítu hempunni, en kardínálarnir fóru úr dumbrauða sorgarbúningnum og klæddust aftur hinum venju- legu ljósrauðu klæðum sínum. Nú yfirgaf Canali kardínáli (senior Deacon) Sixtinsku kap- elluna og gekk út á svalir St. Péturskirkj unnar. Mjög sterk kastljós böðuðu svalirnar í skærri birtu, þegar hann gekk fram, til að kunngera: „Annuntio vobis gaudium magn- um: habemus Papam. — Eg boða yður mikil gleðitíðindi: við höfum páfa“. Hin skyndilegu og áköfu fagn- aðaróp fjöldans töfðu í fyrstu fyrir því að nafn hins nýja páfa yrði tilkynnt. Svo hélt Canali kardínáli áfram: „Það er hinn göfugi og háærðuverðugi Angelo Giuseppi Roncalli, sem hefur tek- ið sér nafnið Giovanni (Jóhann- es) 23.“ Jafnskjótt gekk hinn Heilagi Faðir fram á svalirar í fylgd með Tisserant kardínála, forseta (Dean) kardínálasamkundunnar og Micara kardínála, Vicar í Róm. Á eftir þeim kom páfaleg- ur siðameistari og bar páfakross- inn. Þvi næst veitti Jóhannes páfi sína fyrstu páfalegu blessun, urbi et orbi, borginni og heim- inum. Þegar hinn nýkjörni páfi birt- ist á svölum kirkjunnar hljóm- uðu hrópin frá mannfjöldanum: — Viva il Papa. Viva il Papa“. Þetta hafði aldrei heyrzt hrópað á St. Péturstorginu síðan hinn látni Heilagi Faðir kom fram á svalir St. Péturskirkjunnar í síð- asta skipti, áður en hann fór til Castel Gandolfo, en þar andað- ist hann fáum vikum síðar.. Hinn nýi páfi biður fyrir friði Jóhannes páfi 23. hélt fyrstu ræðu sína eftir kosninguna frá hásætinu í Sixtínsku kapellunni, að lokinni hátíðlegri messu, sem var lokaþáttur páfakjörsins á miðvikudagsmorguninn. Hann sagði: „ Á þessari alvörustund, þegar hin þunga byrði páfastólsins, sem Guð hefur lagt á oss, samkvæmt sínum leyndu ákvörðunum, eftir fráfall fyrirrennara vors, Píusar páfa 12., ógnar oss og næstum yfirbugar sál vora, biðjum vér Guð að upplýsa anda vorn og styrkja vilja vorn“. Því næst vék hann talinu að kardínálunum, einkum „þeim, sem ekki eru hér viðstaddir, því að þjáningar þeirra koma mjög við hjarta vort“. — Mun þar sér- staklega átt við kardínálana Stepinac og Mindzsenty. „Lítið á fólkið, hlustið á radd- ir þess“, sagði nýi páfinn enn- fremur. — „Hvers biður það? Um hvað grátbænir það? Ekki um hryllileg vopn og hernaðar- tæki, heldur frið, réttlæti, kyrrð og samlyndi." Hann kvað heiminn þurfandi fyrir frjálsan frið, ekki þann frið, sem héldist í skjóli þræl- dóms og ánauðar. Hann beindi orðum sínum til þeirra, „sem halda örlögum þjóðanna í hönd- um sér“ og sagði: — „Hvers vegna er ekki bundinn endi á allt ósamræmi og sundurþykkju? — Hvers vegna miða allar tilraun- ir í þá átt að búa til skaðleg og hættusöm tæki, en ekki ann- að, sem til blessunar má verða?“ Páfinn vitnaði í þá St. August- ínus og St. Thomas og sagði: — „Milli friðar og þrældóms er mikið djúp staðfest. Friður er kyrrlátt frelsi". Þegar Jóhannes XXIII kom í fyrsta sinn fram á svalir Péturs- kirkjunnar og blessaði mannfjöldann. Jóhannes páfi ræðir við Wyszynski kardínála „Hugsanir vorar leita alveg sérstaklega til biskupanna, prestanna og hinna trúuðu, sem lifa þar sem hinn heilagi réttur kirkjunnar er fótum troðinn, þar sem prestarnir eru hindraðir svo mjög að þeir geta ekki rækt köll- unarverk sín. Vér tökum þátt í sorgum þeirra.“ Slíka skerðing á frelsi kirkj- unnar sagði páfinn algerlega gagnstæða frjálsum anda og sið- uðum þjóðum og hann bað þess, að guðleg fræðsla mætti ná svo tökum á sálum ofsækjendanna, að af því leiddi frelsi öllum til handa. Páfinn sagði, að hann minnt- ist einnig þeirra „sem vinna í víngarði Drottins, hvar sem væri í heiminum — allra presta og alveg sérstaklega trúboðanna, sem útbreiddu orð Guðs í öllum löndum, hversu miklar fórnir, sem það kynni að kosta þá sjálfa." Að lokum blessaði hann „öll börnin, sem við eigum í Kristi“. Heillaóskir frá drottningunni Meðal hinna mörgu hamingju- óska frá þjóðhöfðingjum og pre- látum, sem hfnum nýja páfa bár- ust hvaðanæva úr heiminum, voru skeyti frá hennar hátign Bretadrottningu og erkibiskupin- um af Westminster. Godfrey erkibiskup af West- minster sagði: „Til Hans Heilagleika, Jóhann- esar páfa 23. Votta auðmjúklega sonarlega hollustu og hamingjuóskir í nafni klerkastjórnar Englands og Wales, klerka og trúaðra. Bið postullegrar blessunar. — God- freý, erkibiskup af Westminst- er‘. Skýrsla frá erkibiskupnum af Westminster hljóðaði svö: — „Kardínálaráðið hefur kjörið til páfa preláta einn, sem víðfrægur er sakir frábærrar diplomatískr- ar þjónustu, sem postullegur er- indreki í Búlgaríu og Tyrklandi og nú síðast sem postullegur sendiherra í Frakklandi frá 1945 til 1953, eða þar til hann var skipaður patríark af Feneyjum. Hinn nýi páfi hefur öðlazt að- dáun, ást og virðingu allra, sem þekkja hann, ekki einungis vegna sinna prestlegu dyggða og hæfi- leika, heldur líka sökum hjarta- hlýju og ástúðlegs viðmóts. skrifar úr daglega lífinii Eg komst í náið samband við hann á þeim árum sem ég var postullegur erindreki í Stóra- Bretlandi og síðustu persónuleg- ar samræður mínar við hann fóru fram um það leyti, sem hann var skipaður sendiherra páfa í París. Hinir fjölmörgu vinir hans og öll kaþólska fjölskyldan í heild fagnar því að preláti, sem hefur bæði klerklega og stjórn- málalega reynslu að baki sér, skuli hafi sezt í páfastól“. De Gaulle Á þriðjudagskvöldið sendi de Gaulle hershöfðingi hinum nýkjörna páfa svohljóðandi skeyti: „Um leið og ég tek þátt í gleði allrar kristninnar, bið ég yðar Heilagleika að þiggja holl- ustu minnar sonarlegu virðing- ar“. — Það er gaman að minnast þess að þegar hinn nýi páfi var skipaður postullegur sendiherra í París þá afhenti hann skipun- arbréf sitt de Gaulle hershöfð- ingja. O’Hara, erkibiskup, postul- legur erindreki í Stóra- Bretlandi, skrifaði m. a.: v.... Við getum verið þess fúll- vissir, að hinn nýi páfi muni ávallt hafa sérstakt rúm í hjarta sínu fyrir hina auðmjúku og lítil- látu og þá, sem vinna í sveita síns andlits. Þeim mönnum, og fyrst og fremst þeim, mun Jó- hannes páfi 23. taka tveim hönd- um í Vatikaninu. ...” Andlegur faðir 500,000,000 Eins og síðasti feneyski patrí- arkinn, er hélt til páfakjörsins, Heiti á viðkomustaði strætisvagnanna VELVAKANDA hefur borizt eftirfarandi bréf frá „Mál- pípu“ um gamalkunnugt, en sí- gilt efni: Ég hefi veit bví athygli, að fátt virðist þér jafnhugleikið og tamt til nöldurs í dálkum þínum eins og það ómissandi fyrirtæki, „Strætisvagnar Reykjavíkur", vagnar þess og vagnstjórar. Er ekki nema gott eitt um það að segja, að fyrirtækjum, sem eiga að inna af hendi nauðsynlega þjónustu við almenning, se gefið olnbogaskot öðru hverju, ef þau vaka ekki á verðinum sem sltyldi. Ekki ætla ég þó að leggja þér lið við að skamma strætisvagnana, að þessu sinni a. m. k. — en vona, að þú úthýsir mér ekki, ef ég skyldi einhvern tíma síðar hafa þörf fyrir að ausa úr skálum reiði minnar á því sviði. Ég minnist þess, að á sínum tíma bar Velvakandi allmjög fyrir brjósti sérstakt mál í sam- bandi við strætisvagnanna. Braut hann þá oft heilann um það —- svo og ýmsir tilskrifendur hans — hvaða heiti ætti að velja við-hvernig mönnum lízt á þessa til- komustöðum vagnanna. Komu fram ýmsar tillögur, en ég minn- ist þess ekki, að nein þeirra hlyti verulegan byr. — Orðið „biðstöð“ mun nú allmikið notað um þetta fyrirbæri, en mér hefir skilizt, að menn óski eftir styttra og tungu- tamara orði. (Auk þess talar fjöldi fólks um „stoppistöð“, en það vil ég leyfa mér að nefna orðskrípi.) Nú langar mig til að biðja þig geta um eitt orð í þessu sam- bandi, sem ég mundi sætta mig allvel við sem heiti á viðkomu- stöðum strætisvagnanna. Ég vildi gjarna kalla þá „dokur“ — kven- kynsorð (nf. et. doka; sbr. sögn- ina að doka — að staldra við). Einnig mætti nota hvorugkyns- myndina dok (eins í nf. et. og flt.), þótt ég felli mig varla eins vel við hana. — Báðar þessar orðmyndir hafa þann kost, að þær- eru mjög stuttar og tungu- tamar og auðveldar í beygingu (beygjast nákvæmlega eins og orðin loka og lok, sem allir kann- ast við). Ég hefði gaman af að kanna, lögu mína, og þætti því vænt um, ef þú vildir „públisera“ þessa þanka. Bið ég þig svo lengi lifa og vel vaka. E Bænastund í skólunum INN af þekktari borgurum þessa bæjar, kom að máli við Velvakanda fyrir nokkrum dög- um og bað hann um að koma á framfæri þeirri hugmynd, að höfð yrði „andakt“ í skólunum á morgnana, áður en nemendur hæfu námið, og er það hér með gert. 0' Lífsframfæri öryrkja RYRKI einn leit inn til Vel vakanda og bar sig illa. Sagði hann að örorkustyrkurinn, sem ætlaður er til lífsframfæris þeim sem ekki geta séð um sig sjálfir, sé aðeins 750,00 kr. á mánuði. Ekki er þörf á að hafa um það mörg orð við fólk, sem daglega kaupir nauðsynjar, að sú upp- hæð dugir skammt. Við eru vissu lega orðin langt á eftir í þessum málum, ef hér er rétt með farið. sem kardínáli, en nom þaðan aft- ur sem Hans Heilagleiki Píus páfi 10., þannig er lika Angelo Giuseppi Roncalli kardínáli af fátækum kominn. Hann fæddist árið 1881, einn af tíu börnum landbúnaðarverka- manns, í þorpinu Sotto il Monte í Bergamo-biskupsdæmi, fjörutíu mílum fyrir austan Milano. Hann á eina systur og tvo bræður enn á lífi. Ættin hafði átt heima í þorp- inu í um það bil 500 ár, allt frá því er einn af forfeðrunum, Martino Roncalli, reisti sér þar fínt hús og málaði, — enda þótt hann væri ekki skráður sem að- alsmaður, — skjaldarmerki á Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.