Morgunblaðið - 18.11.1958, Page 16

Morgunblaðið - 18.11.1958, Page 16
UUUUiUtllUUUJLjJliUu- VOU CAN'T GET AWAV WITH THIS, BIG WALKER/...VOUR PEOPLE WILL FIND OUT ANDV HELPEt? THEM BY hn KILLING THE LION/ kNPy, TOO WEAK TO FIGHT BACK, IS DRAGGED TO THE CANYON'S epge „Góðan d-ag-inii“, sagði hún. — ,,Hvað get ég gert fyrir yður?“ „Ég fékk allt í einu löngun til að kaupa mér hatt“, svaraði Sús- anna og brosti líka. Haldið þér að þér hafið nokkurn, sem fer mér vel ?“ „Já áreiðanlega!" Eöddin var djúp og hlýleg og hún talaði með annarlegum hreim svo að Súsönnu grunaði, að hún væri, frá allt öðru landi. „Viljið þér ekki fá yður sæti“, sagði forstöðukonan og setti stól- koll fyrir framan spegilinn, sem náði eftir öðrum veggnum endi- löngum. Súsanna tók af sér húf- una og renndi greiðunni gegnum hárið. „Nú skulum við sjá til“. For- Stöðukonan kom með lítinn, kringl óttan hatt með tveim mismun- andi bláum litum. Hún setti hann á hið kastaníubrúna hár Súsönnu. „Fyrirtak! Það er sýningarhatt- ur frá París. Að vísu er hann dýr, en mjög sérkennilegur. Hann fer yður óvenjulega vel“. Súsanna varð að kannast við, að hún hafði aldrei séð sjálfa sig með neitt svo skrautlegt á höfð- inu. En sýningarhattur! Hann gat hæglega kostað tvö til þrjú hundruð krónur. Það var eins og forstöðukonan gæti lesið hugsanir Súsönnu. Hún sagði: „Já, hann er dýr, en við höfum auðvitað aðra, sem líka eru fal- legir og kosta miklu minna“. „Ég vildi gjarna fá hatt, sem væri dálítið frábrugði* því venju lega“, sagði Súsanna, „hatt, sem ég get notað bæði við pils og treyju og sitt af hverju“ „Já, en þá höfum við fallega gerð hérna í brúnum lít. Það er ef til vill ekki yðar litur, en lagið fer yður ljómandi vel og hann getur átt við allt“. „Hann er reglulega fallegur", sagði Súsanna, og skoðaði sig í speglinum. „Við getum saumað hann úr sama efni með öðrum lit“, sagði forstöðukonan. „Nú skal ég sækja grænt efni, sem ég held að verði hið rétta“. Hún fór út brosandi! „Hérna er það“. Forstöðukonan kom aftur og bar tvö sýnishorn af grænu flaueli við hár Súsönnu. „Þetta eru mjög fallegir litir, og þeir munu fara yður alveg prýði- lega“. Súsanna vissi undir eins, að annað sýnishornið var hið rétta í nýja hattinn hennar. Hlýlegur, mosgrænn litur, sem gerði það, að meira bar á rauða litnum í hár- inu. „Já, þessi litur held ég að hæfi mér Ijómandi vel“, sagði hún hrifin. „Getið þér saumað hann nákvæmlega eins og sýningar- hattinn þarna?“ „Já, hæglega. En þér þurfið víst að máta einu sinni, svo að ég geti verið vis~ um, að hann verði nákvæmlega eins og hann á að vera. Er stærðin mátuleg?" „Hann mætti ef til vill vera ögn minni", svaraði Súsanna. — „Get ég fengið hann bráðum?“ „Eftir viku. Þér getið komið að máta á miðvikudaginn eða fimmtudaginn, og skal hann verða búinn á föstudaginn. Hent- ar yður það?“ „Já, ágætlega", sagði Súsanna og stóð upp. „Hvað mun hattur- inn kosta, svona hér um bil?“ spurði hún, meðan hún fór í hanzkana. Forstöðukonan hnyklaði brúnirn- ar og stóð hugsandi augnablik. Hún strauk mjóum fingrunum yfir flauelið. „Hann verður kring um 130 krónur". „Ágætt", sagði Súsanna. Hin unga forstöðukona fylgdi henni til dyra, gekk svo inn aft- ur og stóð fyrir framan spegilinn og lagaði lítið eitt á sér hárið. Þá rak ein af verzlunarstúlkunum inn höfuðið og sagði: „Frú Hemmel! Agréus mála- færslumaður er í símanum". „Þakka yður fyrir, ég skal koma undir eins“. Kathrine Hemmel brosti sigur viss við spegilmynd sinni, flýtti sér inn og tók heyrnartólið. Jólaeplin Delicious og Jonatan Koma eftir nokkra daga. — Tökum pantanir. CUlÍRUaltU, 4. KAFLI. Daglega lífið í sjúkrahúsinu. Það eru þúsund lág, sérstök hljóð, sem eru óleysanlega tengd stóru sjúkrahúsi. Hinir veiku dynkir í sveifluhurðunum, hiúng- ingar frá köllunartöflunum, veikt hringlið í verkfærunum, sem er ekið um á litlum borðum meðan á stofugangi stendur. Og svo er fótatakið úti á göngunum, þetta þúsundfalda fctatak, sem allt er hvað öðru ólíkt, en þó má skipta í sérstaka flokka. Það er hið létta og fjörlega fótatak ungu hjúkrun- arkvennanna og nemendanna, labb kandidatanna og hið festu- lega og ákveðna fótatak yfirlækn- isins. Dyravörðurinn Albin Karlsson hafði veð árunum lært að að- greina þau með óbrigðulli vissu. Þess vegna vissi hann, án þess að hann þyrfti að líta upp, hver nálgaðist litla glerskýlið hans. — Deildarhjúkrunarkonan, ungfrú Anna-Stína Corell gekk ávallt á lághæluðum og mjög skynsamleg- um skóm, sem marraði í við hvert fótmál. Hún gekk hratt og ákveð- ið, einkum þegar hún ætlaði á ákveðinn stað til að finna að ein- hverju. „Hún ætlar út“, hugsaði dyra- vörðurinn vongóður........„Nei, hún staðnæmist hérna“. Hann brosti rólegur, þegar ungfrú Cor- ell kom að litla afgreiðsluopinu. „Jæja, þér eigið annríkt eins og venjulega", sagði hann og kink aði kolli. „Alltaf að starfa og á fullri ferð. Hvernig ættum við að fara að, ef við hefðum ekki ung- frú Corell á B-9. Þér eruð reglu- leg Florence Nightingale hef ég alltaf sagt. Sólargeisli í myrkr- inu“. Hann þagnaði, þegar hann sá, að hún bandaði á móti honum með hendinni. „Eruð þér búinn að lesa sundur póstinn, Karlsson? Ég skil ekki, að þér megið úokkurn tíma vera að því, eins og þér talið mikið. En ég var samt svo bjartsýn að halda, að þér hlytuð nú að vera búinn“. „Pósturinn er lesinn sundur", svaraði Karlsson virðulega. „Það var aðeins eitt bréf til yðar“. Hann gáði að í bréfahrúgunni og tók upp umslag með firma- stimpli á. „Það er sjálfsagt ekki annað en auglýsing um eitthvað, sem á að ginna yður til að kaupa, ung- frú Corell. Þér skuluð ekki vera að lesa þess konai'". „Þakka fyrir aðvörunina", sagði hjúkrunarkonan þurrlega. „En eruð þér viss um, að ekki séu fleiri bréf til mín? Ég á von á mjög áríðandi bréfi. Þér ættuð helzt að gá að því aftur“. Hann hristi höfuðið. Hún var sjálfsagt í óvenjulega slæmu sk-api í dag. „Ég get fullvissað yður um, að það er ekki meira til yðar“, sagði hann með sínu blíðasta brosi. „Er nokkuð annað, sem ég get gert fyrir yður?“ „Já, ef það er ekki of mikil fyrirhöfn. Ég bað yður að sehda nokkur eyðublöð upp til mín, en ég hef ekki ■æð neitt af þeim ennþá. Ég verð að fá þau undir eins“. „Þá verð ég víst að sækja þau og fara með þau sjálfur". Karls- son stóð upp af stólnum og blés við og kallaði a ungan dreng, sem stóð og var að fægja auglýsinga- spjöldin úti í portinu. „Gættu hérna að fyrir mig augnablik, vin 1) „Farið með hundinn út að gjánni. Við skulum fórna hon- um, þar sem heilaga Ijónið var drepið". 2) Andi er of veikburða til að verja sig og er því dreginn frana á gjárbarminn. 3) „>ú kemst ekki upp með þetta, Göngugarpur. Fólkið þitt á eftir að komast að því að Andi gerði þeim greiða með því að drepa Ijónið." ur minn, því að ég þarf að fara yfir í skjalasafnið. Og verðu vígi mitt gegn di'ekum og óvinum". Þetta síðasta sagði hann lágt til vonar og vara, en ungfrú Coí> ell var þegar farin af stað til deildar sinnar. Þegar hann kom með bunka af eyðublöðum, mætti hann Súsönnu í ganginum. „Hverju eigum við að þakka þennan heiður, Karlsson?" spurði Súsanna brosandi og virti káta, litla dyravörðinn fyrir sér, með hendurnar í sloppvösunum. „Það er ekki oft, að við sjáum yður hérna uppi í deildinni". „Nei, því miður er mitt starf ekki af því tagi, Bergmann lækn- ir. En í dag hef ég orðið að gerast sendisveinn fyrir Hryssing okkar —■ ég bið afsökunar, ungfrú Corell". Hann stundi mæðilega g Súsanna gat varla varizt hlátri. „Gerið það fyrir mig, að hressa hana svolítið, Karlsson", sagði hún lágt. „Þér eruð víst sá eini, sem getur gert það“. Þau urðu samferða eftir gang- inum að skrifstofu deildarhjúkr- unarkonunnar. „Það er ekki krafizt svo lítils", tautaði dyravörðurinn, „en ég skal gera eins og ég get“. Þau mættu Leif Redell, sem gekk um eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur, og Karlsson horfði íhug- ull á eftir hinum hvítklædda manni. „Það er gott fyrir lækni að fá sér dálitla hreyfingu, einkum í vinnutímanum", tautaði hann. „Þeir fá sjaldan að hreyfa sig sem heitið geti. Annars lítur jt fyrir, að loftið hér í deild B-9 sé sérlega hollt. Hún spírar. Hún spírar!" „Hvað eigið þér við, Karlsson? Hvað i ósköpunum er það, sem spírar?" „Kærleikans rauða rós, læknir minn. Lítil Ijúf hjúkrunaikona, og þá springur hún út á auga- bragði". SHUtvarpiö Þriðjudagur 18. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: Ömmusögur. — 18,50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Þjóðfundarkosning Jóns Sigurðssonar; síðari hluti (Lúð- vík Kristjánsson rithöfundur). —- 21,00 Erindi með tónleikum: Baldur Andrésson talar um tón- skáldið Frederik Kuhlau. 21,30 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,45 Tónleikar: „Of Love and Death", þrjú lög eftir Jón Þórar- insson við ljóð eftir Christinu Rossette. — Aurelio Estanislao syngur með Peninsula hátíðar- hljómsveitinni; Thor Johnson stjórnar (segulband). — 22,10 Kvöldsagan: „Föðurást" eftir Selmu Lagerlöf; XIV. (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 22.30 íslenzkar danshljómsveitir: Svavar Gests og hljómsveit hans leika. 23,00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 19. nóvember. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna — tón- leikar af plötum. 18,30 Útvarps- saga barnanna: „Pabbi, mamma, börn og bíll“, eftir Önnu Vestly; VIII. (Stefán Sigurðsson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. -— Tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; IV. (Andrés Björnsson). 20,55 Islenzkir einleik arar: Einar Sveinbjörnsson leik- ur á fiðlu, Rögnvaldur Sigurjóns- son leikur undir á píanó. — 21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður Bene- diktsson). 21,45 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson kand. mag.). 22,10 Saga í leikformi: „Afsakið, skakkt númer“; IV. (Flosi ólafs- son o. fl.). 22,45 Lög unga fólk*- ins (Haukur Hauksson). — 23,40 Dagekrárlok. " MOKCVTUiL 4 Ð1B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.