Morgunblaðið - 18.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.11.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 18. nóv. 1958 m o r n i n l 4 ð i b 9 AKUREYRARKIRKJA 18 ára Hinn 17. þ. m. eða í gær, var Akureyrarkirkja 18 ára gömul. 1 sumar og haust hefir verið unnið að ýmis konar lagfæringum í kringum kirkjuna, svo og hefir Eyrar- landsvegurinn verið lækkaður og breikkaður. Er að öllu þessu mikil prýði og auðveldar og bætir umferðina. Myndin sýnir nluta Eyrarlandsvegai- og svæðið norðan og vestan við kirkjuna. — (Ljósm. vig.) Hlustað á útvarp FOSTUDAGINN 7. þ. m. flutti dr. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur erindi er hann nefndi sitt af hverju um Kötlugos. Rakti hann sögu Kötlu frá fyrstu tíð, og eftir þeim heimildum, sem til eru, hefur Katla gosið 15 sinn- um svo menn viti og er tímabil milli gosa 40—60 ár eða þar um. Nú eru 40 ár síðan hún gaus og má því búast við að „hún komi“ hvenær sem er og það með litlum fyrirvara. Þó taldi dr. Sigurður að samkvæmt þeim frásögnum er prestar o. fl. hafa eftir sig látið komi ætíð jarðskjálftar í grennd eldfj-allsins nokkrum klukkutímum áður en jökulhlaup ið hefst og öskugosið. Dr. Sig- urður segist hafa fundið öskulag, gamalt, frá Kötlu hér í nágrenni Reykjavíkur, kvaðst hann hafa rakið þetta lag um Suðurlands- undirlendið. Svo miklu hefur Katla þá spúð frá sér af ösku yfir Rangárvalla- og Árnessýslur og víðar, að ekki kvað 'Sigurður neitt gras hafa komizt upp úr jörð það sumar og engir kúa- hagar verið. Þessu sama kvað hann fólk verða að búast við ef óhagstæð veðrátta verður næst er fjallið gýs, sem sagt, að helztu landbúnaðarhéruð okkar leggist í auðn um hríð. Slíkitr óvættur er Katla og er rétt að gera sér fulla grein fyrir því að einhvern tíma á næstu árum gýs hún, hvort það verður að sumri eða vetri veit enginn, heldur ekki í hvaða átt æskan berst. En sjálf- sagt virðist að bændur á Suður- landi safni nú heyfyrningum sem mest, til þess að vera við öllu búnir. ★ Gaman var að ferðasögu frú Sigríðar Björnsdóttur frá Mikla- bæ, er hún fór með Ceres frá Sauðárkróki til Reykjavíkur, haustið 1907. Ég var í Reykjavik þetta haust og man vel eftir sög- unni af hinu hræðilega veðri er skipið lenti í á Húnaflóa og vest- ur fyrir Horn. Sagði mér maður er var með skipinu, að er veðrinu loks slotaði og sá til lands, þá hefði skipið verið komið svo langt norðvestur í haf, að vatnað hefði upp í miðjar hlíðar vest- fjarðafjalla. Ef til vill hefur Ceres verið hætt komin er hún slapp fyrir Hornstrandir, en þetta fór nú allt vel að lokum. Frúin sagði vel frá og var þetta skemmti legur þáttur. ★ Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um framlengingu starfstíma herra Ásmundar Guð- mundssonar, biskups um allt að 5 ár, eða þar til hann verður 75 ára. Herra Ásmundur er maður á bezta aldri hvað heilsu og starfsþrek og starfsáhuga snertir. Af því að um þetta frumvarp hefur verið getið í útvarpsfrétt- um og það rækilega rakið, finn ég ástæðu til þess að geta þess hér. Flestir hafa mælt með því, að frumvarp þetta næði fram að ganga, nema nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins, hver sem ástæðan kann að vera. Það virð- ist alveg sjálfsagt, að lögin um starfstíma embættismanna og starfsmanna á opinberum skrif- stofum séu endurskoðuð. Öll skynsamleg rök mæla með því að sjötugir menn með fulla starfs- orku og starfslöngun fái að halda áfram í fimm ár með full- um launum ef heilsa og áhugi helzt. Hitt er jafnsjálfsagt og nauðsynlegt að menn fái að hætta með eftirlaunum er þeir hafa náð 65 ára aldri ef heilsa og þrek er bilað. Þessi lagabreyting mundi spara ríkinu mikið fé, því fjöldi embættismanna og starfs- manna vill og getur unnið fullt verk langt fram yfir sjötíu ára aldur. ★ Laugardagsleikritið Marty eftir P. Chafsky var skemmtilegt og vel samið útvarpsleikrit. Það er þýtt af Magnúsi Pálssyni, leik- stjóri var Helgi Skúlason. Nokk- uð spillti þó hávaðasöm músík sem oftast dundi á hlustendum og það oft svo að varlá eða ekki heyrðist það, er leikendurnir sögðu. Þessi eilífa músík með töluðu máli, jafnvel meðan verið er að lesa morgunbænir, er mér óskiljanleg. Á sunnudaginn hófust erindi (flokkur) um gríska menningú. Fyrsta erindið:Um leiklistí Aþenu flutti dr. Jón Gíslason, skólastj. Var það mjög fróðlegt og gott erindi. Tel ég víst að mörgum þyki gott að fá þennan fræðslu- flokk erinda um hámenningu Hellena og að þeir sem á hlusta fái þar mikinn og staögóðan fróð- leik, sem þeir geti búið að um langa hríð. TÍr Eins og ég bjóst við ætlar þáttur Sveins Ásgeirssonar Vog- un vjnnur og vogun tapar, að verða mjög vinsæll. Yfirhöfuð ma margt gott um þáttinn segja. Það verð ég þó að segja, að ekki finnst mér rétt að menn fái að halda áfram getraununum eftir að þeir hafa ekki getað svarað, eða hafa svarað rangt. Það verður að vera skilyrðislaus regla að þá séu menn úr leik og tapa fé því, er þeir kunna að hafa unnið. Undan- tekningar mega engar vera, því þær skapa fordæmi, sem ekki verður auðvelt að komast fram hjá. Strax á öðru kvöldi var til- kynnt, að maður einn fengi að halda áfram, þótt hann heíði ekki getað svarað öllum spurningun- um. Að vísu var spurningin erfið og maðurinn hafði staðið sig vel, rn það var ekki nægiiigt. Spurn- i.-garnar eiga að vera þungai. !\ d. ei „próf“ það, sem garðyrkju- maðurinn er að taká allt of létt. Mcigir vel menntaðii garðyrkju- ii'enn vita allt um girrækt, svið- ið eða efnið allt of þröngt og enginn vandi fyrir gáíaðan og menntaðan fagmann að svara rétt. Það væri eðlilegt, að flestir töpuðu, þeir er halda út til enda, en útlit er fyrir að flestir eigí að vinna. — Hinn liður þáttarins, að leita eins af þremur, er satt segir, hver hann er, er líka góður en óþarflega hrottalegur var eirn spyrjandinn á sunnudagskvöldið var. Hann fór út fyrir ramma sjálfsagðrar kurteisi. ★ Á mánnudaginn ílutti Helgi Tryggvason, kennari, ágæta hug- vekju um skóla og kristinsdóms- fræðslu. í stuttu máli verður efni ræðunnar ekki rakið. Þó vil ég geta þess, að hann kvað húsnæði það, er Kennaraskólinn hefur allt of lítið og þröngt. Páll Kolka, héraðslæknir, flutti ! skemmtilegt og fróðlegt erindi er hann nefndi Kandidat á vest- urvegum. Var það frásögn, eða öllu heldur, svipmyndir frá dvöl hans í New York á yngn árum. Vann þar í sjúkrahúsum og mun hafa verið fyrsti læknirinn er stundaði framhaldsnám þar í landi. Frásögn Páls læknis var Um 1780 tonn af karfa bárust í SÍÐUSTU viku lönduðu 6 tog- arar karfa af Nýfundnalandsmið- unum, alls rúmlega 1780 tonnum. Yfirleitt voru togarar þessir 14 daga í veiðiförinni, en slíkt má teljast mjög gott, og fullfermi eru þeir með eftir 3ja—5 daga veiðar. Hér á heimamiðum hefur aflinn verið tregur undanfarið og frátafir vegna storma á djúp- miðunum. Togararnir sen* lönduðu eru: Marz 321 tonn, Hallveig Fróða- dóttir 306, Jón forseti 326, Úran- us 297, Austfirðingur 260 og í gærdag var verið að losa um 270 tonn af karfa úr Fylki. Ekki er von á fleiri togurum af fjarlægum miðum fyrr en á mið- vikudaginn. Næsta löndun á ísfiski í Þýzka landi er á morgun, mánudag, en : þá landar þar togarinn Vöttur sem er með um 200 tonn af mjög sæmilegum fiski héðan af heima- 1 miðunum. fjörug og lifandi og eru slíkií útvarpsþættir vel þegnir og vin- sælir. Á föstudaginn var útvarpað bókmenntakynningu sr. Sigurðar Einarssonar. Gekkst Alm. bóka- félagið fyrir kynningu þessari 2. þ. m. og fór hún fram í hátíðasal Háskóla íslands. Sér; Siguiður er löngu þjóðkunnur rnaður, mjög snjall mælskumaöur, golt skáld og ætíð framarlega ' flokki, hvar sem hann tekur sér stöðu. Þar er enginn meðaimaður né lognþoka. Ræða Guðmundar skálds Daníelsson var röggsamleg og kröftug, líkti hann séra Sig- urði við spámennina Amos og Esajas og Pál postula. Minna mátti kannske gagn gera. Þó gæti ég vel trúað því um sr. Sigurð, að hann væri reiðubúinn -til að gerast pislarvottuT fyrir sína trú frekar en flestir aðrir menn. Svo er skap hans mikið og sannfær- ingarkraftur. Þorsteinn Jónsson. NÁUNGI nokkur í Hammerfest i Noregi var um daginn dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að stela 220 krónum. Maðurinn er gamall kunningi lögreglunnar, því að hann hefir oft áður brotið af sér. — Þegar dómurinn var lesinn upp yfir honum, breiddist gleðibros yfir andlit hans, og hann hrópaði: Beztu þakkir — ég bjóst við að fá ekki minna en tvö ár! KEPPNl eignast? 1. Rafmagnseldavél (PHILCO) frá O. J. & Kaaber hf. 2. Strauvél (BABY) frá Heklu hf. 3. Hrærivél (KENWOOD) frá Heklu hf. Innan skamms munum vér bjóða öllum landsmönnum þátt- töku í verðlaunakeppni. Vér munum aðeins leggja fyritr yður 6—10 mjög auðveldar spurningar sem þér eigið að svara — og senda öll svörin til vor að lokinni keppni. Nauðsynlegt er að skrifa greinilegt nafn og heimilisfang á spumarseðilinn. Verði mörg svör rétt, verður dregið um verðlaunin, og nöfn þeirra sem þau hljóta hirt að lokinni keppni. VERÐLAUNIN ERU: 1. PHIILCO rafmagnseldavél 2. BABY-strauvél 3. KENWOOD-hrærivél Vér munum birta spumingar í öllum daghlöðum bæjarins næstu fjóra sunnudaga (nema í Vísi á mánudögum) og er sama úr hvaða blaði þér klippið spurnarseðilinn- — Verðlaun verða afhent 3. janúar 1959. Svör verða að berast fyrir kl. 12 á hádegi 2* janúar n.k. Fyrsta spurningin verður birt 23- nóvember, og væntum vér þess að allir verði með. Tryggingamiðstöðin h.f. Aðalstræti 6 — Pósthólf 1412. VERfiLAUIIIA Langar yður til að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.