Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. nóv. 1958 jnnMafrih Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanxands í lausasölu kr. 2.00 eintakið. ÞYÐINGARMIKIÐ ÞING ALÞYÐU- SAMBANDSINS UTAN UR HEIMI Á myndinni hér að ofan sést Simone Jurgens, kona þýzka kvikmyndaleikarans Curd Jurgens, hneigja sig fyrir Elízabetu Englandsdrottningu. Fyrir niiðri myndinni er Curd, og verður ekki betur séð en hann sé mjög ánægður yfir því að fá tækifæri til að kynna hina ungu konu sína fyrir drottningu. Tilefnið var, að frumsýnd var í Lundúnum kvikmynd Júrgens, „Ég og ofurst- inn“. Danny Kaye og Curd Júrgens léku titilhlutverkin, en Nicole Maurey (lengst til vinstri á myndinni) leikur stúlkuna, sem báðir vilja eignast. Nicole Maurey hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í þessari mynd. Þýzkur leikari kynntur fyrir brezkum þjóðhöfðingja í fyrsta sinn undanfarin 26 ár r ÍDAG verður 26. þing Al- þýðusambands fslands sett hér í Reykjavík. Ver§ur það fjölmennasta þing þessara heildarsamtaka verkalýðsins í landinu. Munu sitja það um 340 fulltrúar úr öllum landshlutum. í Alþýðusambandinu munu nú vera nær 160 félög. Þessi samtök standa á mjög breiðum grundvelli. Innan þeirra eru samtök verkarnanna og sjó- manna, iðnverkafólks, bifreiða- stjóra, afgreiðslufólks og fjölda annarra starfshópa. Má því segja að á þessu þingi mætist fulltrú- ar flestra starfshópa vinnandi fólks í landinu. Það sætir vissulega engri furðu þótt þessi fjölmenni fulltrúahóp- ur sé sundurleitur í afstöðu sinni til stjórnmála og félagsmála. Á undanförnum árum hafa verka- lýðssamtökin illu heilli verið dregin inn í hin pólitísku átök 1 landinu. Mun óhætt að full- yrða ,að mikill fjöldi fulltrúanna á því þingi A.S.Í., sem sett verð- ur í dag telji þá misnotkun sam- takanna í þágu einstakra flokka vítaverða og ekki til þess fallna að styrkja aðstöðu samtakann. Stór hópur fulltrúanna mun því telja skynsamlegast að hefja Alþýðusambandið upp yfir hina pólitísku togstreytu og Ieggja meiri áherzlu á fag- lega einingu þess og starfsemi í þágu launþeganna. Vanefndir vinstri stjórnarinnar Nú verandi ríkisstjórn hefur mjög haft það á orði og lýst þvi yfir í málefnasamningi sínum að hún vildi hafa „náin samráð“ við verkalýðssamtökin um hin þýð- ingarmestu mál, og þá fyrst og fremst lausn efnahagsvandamál- anna. En auðsætt er nú orðið að þessar yfirlýsingar hafa reynst yfirborðshjal eitt. Vinstri stjórn- in hefur í raun og veru haft skoðanir og yfirlýsingar síðasta Alþýðusambandsþings að engu Sést það greinilegast á því, að það þing lýsti því yfir, sem „lágmarksskilyrði verkalýðshreyf ingarinnar" að ekki yrðu lagðar „nýjar álögur á alþýðu manna“. Þetta var kjarni þeirrar álykt- unar, sem Alþýðusambandsþing- ið samþykkti haustið 1956, rétt eftir að vinstri stjórnin tók við völdum í landinu. Hvernig framfylgdi svo stjórn- in þessu „lágmarksskilyrði"? Þannig, að fyrir jólin 1956 lagði hún á almenning 300 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum. Vorið 1958 hélt vinstri stjórn- in svo áfram að traðka á sam- þykkt Alþýðusambandsins. Þá lagði hún 800 millj. kr. í nýjum tollum og sköttum á „alþýðu manna“ og framkvæmdi í leið- inni dulbúna gengislækkun. Þannig hefur þá núverandi rikisstjórn hagað „samráðum" sínum við verkalýðshreyfinguna! í haust hafa leiðtogar stjórn- arinnar látið svo, sem þeir vildu engar ákvarðanir taka um nýjar ráðstafanir í efnahagsmálunum nema í „samráði" við verkalýðs- samtökin. En allt bendir til þess að þessar yfirlýsingar séu ’fals eitt og blekking. Stjórnin dregur sennilega að sýna þjóðinni fram- an í „nýjar ráðstafanir“ þangað til þingi Alþýðusambandsins er lokið. Þá gerir hún það sem hún þarf til þess að geta haldið sukki sínu áfram. Að sinni skal engu spáð um það, hver þau úrræði kunni að verða, sem vinstri stjórnin grípiur til þess að fram- lengja valdadaga sína enn um skeið. En auðsætt er að þar verður ekki um nein „varan- leg úrræði“ að ræða. Þar verður aðeins tjaldað til einn- ar nætur. Verðbólgan mun halda áfram að vaxa og öll aðstaða verkalýðsins í land- inu að versna. Stctrfelld líf sk j araskerðing Mikil og fjölþætt vandamál blasa við verkalýð landsins í þann mund sem Alþýðusambands þing kemur nú saman. Á und- anförnum mánuðum hefur verð- bólga og dýrtíð magnast gífur- lega í landinu. Framfærsluvísi- talan hefur hækkað um nær 30 stig. Um næstu mánaðamót á kaupgjaldsvísitalan að hækka um 17 stig. Stórfellt kapphlaup stendur yfir milli verðlags og kaupgjalds og gengi íslenzkrar krónu fer hríðlækkandi. Af þessari þróun hefur leitt mikla rýrnun á kaupmætti launa og þar með stórfellda lífskjara- skerðingu fyrir allan almenning í landinu. Er það vissulega ugg- vænleg staðreynd, sem hlýtur að valda fulltrúum verkalýðsins á Alþýðusambandsþingi miklum á- hyggjum. Allt bendir til þess að enn muni síga mjög á ógæfuhlið- ina í þessum efnum. Verðbólgu- skrúfan er í fullum gangi og rík- isstjórnin hefur misst öll tök á stjórn efnahagsmálanna. Ömurleg viðhorf Þannig eru viðhorfin þegar 340 fulltrúar verkalýðssamtaka úr öllum landshlutum mætast á þingi heildarsamtaka sinna. Til þess ber vissulega brýna nauðsyn að þessi öflugu samtök íslenzkra launþega líti nú á málin af raunsæi og ábyrgðartilfinn- ingu. Það er lítið gagn í því að treysta í blindni á loforð rík- isstjórnarinnar um „samráð við verkalýðssamtökin". Reynslan hefur sýnt hvað upp úr slíku trausti hefst. Heildarsamtök verkalýðsins geta ekki til lengd- ar litið á sig sem pólitískt verk- færi einstakra flokka eða klíkna. Þau verða að byggja starf sitt og stefnu á traustari grundvelli og frjálslyndari sjónarmiðum. Það er frumskilyrði þess að þau geti orðið launþegum landsins, hvar í flokki eða starfshóp sem þeir standa, að því gagni í lífsbaráttu þeirra, sem á að vera höfuð markmið þeirra. Þýzki kvikmyndaleikarinn Curd Júrgens var fyrir nokkru kynntur fyrir Elízabetu Englandsdrottn- ingu, og er það í fyrsta sinn und- anfarin 26 ár, sem þýzkur kvik- myndaleikari er kynntur fyrir brezkum þjóðhöfðingja. Þýzki kominn upp milli Sikileyjar og Rómaborgar. Eyjarskeggjar hafa jafnan þótt vera uppreisnargjarn- ir, en nú þykir keyra úr hófi. Forsætisráðherrann í stjórn eyj- arinnar var íyrir skömmu rekxnn úr embætti af ítalska stjórnar- flokknum, Kristilegum demókröt um, en hann hefur virt að vett- ugi þessa fyrirskipun fi xkksstjórn arinnar og Fanfanis forsætisráð- herra. Gamla sjálfstæðishreyf- ingin á eynni hefur nú vaknað til lífsins að nýju. Sl. sunnudag var haldinn útifundur í Catania, og mannfjöldinn hrópaði: „Niður með Rómaborg. Lengi iifi hin frjálsa Sikiley“. Aðalhlutverkið í þessu athygl- isverða ítalska „drama“ leikur stjórnmálamaður úr flokki Kristi legra demókrata, Silvio Milazzo. Með því að bjóða Rómaborg byrginn hefur hann orðið eins konar þjóðhetja á Sikiley. Mil- azzo er hægrisinnaður og ka- þólskur. Hann er einn af auðug- ustu jarðeigendunum á eynni og er kominn af einhverri elztu ætt- inni þar. Milazzo hebxr tekið að sér for- ustu sikileyskrar stjórnar, sem leikarinn Conrad Veidt var eftir frumsýningu á kvikmynd árið 193'2 kynntur fyrir Georg V Bretakonungi og Mary drottn- ingu. Júrgens er sagður líta á þetta atvik í Odeonleikhúsinu í Lundúnum sem merkasta við- svo að segja allir stjórnmála- flokkar á eynni eiga sæti í — allt frá fasistum og konungssinnum lengst til hægri að vinstrisinn- uðum jafnaðarmönnum og komm únistum lengst til vinstri. Mil- azzo fékk skipun um það fráRóma borg að láta af embætti sem stjórnarforseti. Hann þverne'taði að hlýðnast þessari skipun, og engu varð um þokað jafnvel þó að sjálfur Fanfani léti málið til sín taka. burðinn á kvikmyndaferli sínum. Einu sinni eða tvisvar á ári er frumsýnd í Lundúnum kvik- mynd, sem Elísabet drottning hefir sjálf valið. Að frumsýning- unni lokinni er haldið samkvæmi, og boðið þangað kvikmyndaleik- urum, sem síðan eru kynntir fyrir drottningu. Allur ágóðinn af frumsýningunni rennur til góð- gerðarstarfsemi drottningar í Lundúnum. Skírskotar Milazzo til þess, að Sikiley er — samkvæmt stjórn- skipunarlögum þeim, sem sam- þykkt voru eftir síðari heims- styrjöldina — óháð hérað með eigin stjórn og þing og hefir tölu- vert sjálfsforræði á fjárhagsleg- um og þjóðfélagslegum sviðum. Reiði eyjarskeggja í garð ítölsku stjórnarinnar á rætur sínar í því, að þeir telja, að ítalska stjórnin hafi vanrækt eyjuna. Þar að auki hafa eyjarskeggjar horft upp á það með vaxandi kvíða, að Kristi legir demókratar í Rómaborg hafa reynt að ná miklum ítökum innan þessa flokks á Sikiley. Hafa þeir reynt að koma mönnum „frá meginlandinu" í æðstu stöðum í flokknum á kostnað Kristilegra demókrata á Sikiley. ★ SjálfstæSishreyfingin á Sikiley getur orðið ítölsku stjórninni þung í skauti ekki sízt, þar sem erfiðir tímar kunna að vera fram undan fyrir stjórnina vegna deil- anna um, hvort staðsetja eigi eld- flaugastöðvar á Ítalíu eða ekki. Forustuna í andstöðunni gegn eldflaugastöðvunum hafa Nenni- sósíalistar og kommúnistar. Ef sikileysku fulltrúarnir, sem sæti eiga í ítalska þinginu fylgja Mil- azzo í andstöðu hans gegn stjórn- inni, getur svo farið, að stjórn Fanfanis verði í minnihluta Eyjarskeggjar á Sikiley rísa gegn ítölsku stjórninni „Niður með Rómaborg. Lengi lifi Sikiley frjáls og óháð!44 hrópaði mannfjöldinn HÆTTULEGUR ágreiningur er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.