Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. nóv. 1958 og skyldur eftir Maud Ekeberg Tómas hló og veifaði, þegar Súsanna og Katarina HemmeJ £óru út. „Var ekki lofað full miklu, Bergmann læknir?“ spurði Katar- ina, þeg-ar þær voru komnar út á ganginn. „Það held ég ekki, frú Hemmel. Skurðaðgerðin er nákvæmlega undirbúin, en ekki framkvæmd upp á von og óv»n“. „Nei ég efast vissulega ekki heldur um, að þér gerið það, sem yður er unnt, þér eruð líka svo ung og metnaðargjörn, Bergmann læknir. En, — já, ég ætti víst fyrst að skýra yður frá því, að faðir Tómasar og ég — að Tómas verður áreiðanlega einhvern tíma Hka drengurinn minn, og þess vegna......Það hefur líka frétzt um skurðaðgerðir, sem ekki báru æskilegan árangur, er ekki svo?“ „Jú. Fyrir aðeins nokkrum ár- »m síðan var skurðaðgerð af þessu tagi mjög áhættusöm, það er ég fús á að játa. En í dag höf- um við alveg nýja tækni og mjög endurbætt hjálpartæki. Ég veit ekki, hvort hr. Agréus hefur sragt yður ....“ „Jú, auðvitað! Við berum bæði eameiginlega ábyrgð á Tómasi litla, er mér víst óhætt að segja. Að minnsta kosti finnst mér það, og þér getið verið viss um, að hann hefur trúað mér fyrir öllu....“ Var það ímyndun, eða var ein- liver hálfvegis ógnun að baki orða hinnar skrautbúnu og kurteisu Katarinu? Súsanna fann til lítils háttar óróieika. Katarina sagði, »'j Agréus hefði trúað sér fyrir öllu. Hafði hann líka sagt henni frá því, að þau höfðu farið út og borðað miðdegisverð saman? Og hve mikið hafði hann þá sagt? Nú, það var sjálfsagt ekki þörf á að vera kvíðinn þess vegna. Rolf Agréus hafði varla minnzt á ann- að en að þau hefðu rætt um veik- indi Tómasar og aðgerðina, sem var fyrir höndum. Það var ekki nema eðlilegt, ef hún, eins og hún gaf í skyn, var konuefnið hans. Katarina Hemmel hélt ekki áfram eftir ganginum að stigan- um. Hún nam staðar við skrif- stofu deildarhjúkrunarkonunnar og brosti blítt við ungfxú Corell, sem var þurr á m-anninn. „Það hlýtur að vera skemmti- legt að stjórna annati eins deild og þessari", sagði hún. „Allt virð- ist svo rólegt og í röð og reglu. Og Bergmann læknir er í raun og veru ljómandi manneskj-a, enda þótt hún sé ung og auðvitað mjög metnaðargjörn. Mér virðist hún vera mjög dugleg — og það er hún líklega líka við að fram- kvæma skurðaðgerðir til dæmis“. „Það er vinna eins og allt ann- að; sem verður >að framkvæma á slíkx-i sj úkrahússdeild", svaraði ungfrú Corell lítið eitt mildari í skapi. „Það er auðvitað alltaf gott, þegar sjúklingunum batnar. En við sjáum líka mikið af eymd ár og dag í gegn og ekki er allt eins og það ætti að vera — en hvar er það líka?“ flýtti hún sér að bæta við, eins og hún hefði sagt of mikið. „Hvað eigið þér við, ungfrú Corell? Það hlýtur þó til dæmis að vera indælt að vinna undir stjórn Bergmanns læknis. Hún er svo ung og------“ „Já, það er einmitt það. ,Ég hef haft saman við marga lækna að sælda, eftir því sem árin líða, og það er mín ákveðna skoðun, að það þurfi ákveðinn aldur og ákveð inn þroska til þess að leysa störf- in réttilega af hendi. Það er mér ráðgáta, að Hákansson pró- fessor------“ i>Já?“ „Ég á við, að hann þorir að láta Bergmann lœkni eina um að fram kvæma skurðaðgerð, þegar um svo erfiða aðgei-ð er að ræða eins og hjartaaðgerðina á Tómasi litla Agréus. Bergmann læknir er að- SKREYTINGAR eins þrjátíu og tveggja ára. En ég hef heyrt það sagt, að faðir hennar og Hákansson prófessor hafi verið mjög nánir vinir í æsku. Það gerist alltaf ýmislegt bak við tjöldin, frú Hemmel. Og það getur oft verið erfitt að horfa á, án þess að geta aðhafzt neitt, einkuní er manni finnst, að það eigi að nota lítil börn fyrir til- raunadýr. — .— Já, ég vona að þetba fari ekki lengx-a en okkar á milli, frú Hemmel. Það var alls ekki tilgangur minn að segja neitt illt um Bergmann lækni. Hún er álitin mjög duglegur skurðlæknir, og, eins og þér sögðuð, mjög metn aðargjörn. Það verður áreiðan- lega eitthvað úr henni.......“ „Og hvað álítur þú svo um Berg mann lækni?“ Það var Katarina Hemmel, sem spurði Rolf Agréus þessarar spurningar, þegar hún kom til hans í skrifstofu hans, tveim dögum síðar. „Það ættir þú að vita, kæra Katarina. Hún er óvenjulega dug- legur og framgjarn ungur læknir, aem-------“ „Það var skrítið", tók Katar- ina fram í fyrir honum, ,,en það var einmitt það, sem ég heyrði | um hana í fyrradag. — — Ung | og mjög metnaðargjörn. Já, ég ' ætti ef til vill ekki að gera þig órólegan, kæri Rolf, en það er samt dálítið, sem ég verð að segja þér. Ég var úti í sjúkrahúsi í fyrradag, eins og þú veizt, og Tómas litli varð innilega glaður yfir að fá bíl, sem ég var með, en hann mátti auðvitað ekki fá að leika sér að.-----Jæja, ég talaði við Bergmann lækni um leið og ég gekk hjá, og auðvitað er hún hrífandi. En finnst þér ekki augnaráð hennar vera eitthvað ódjarft og hvikandi? Hún þurfti að minnsta kosti skyndilega að fara að sinna öðru, einmitt þeg- ar við vorum að tala um Tómas, svo að það kom mjög illa við mig, að hún sleit þannig viðtalinu. — Þegar ég því næst var á leiðinni út úr deildinni, hitti ég af tilvilj- un persónu í yfirboðarastöðu. Ég varð að lofa því að serja ekki frá neinu af því, sem þessi per- sóna trúði mér fyrir, en ég komst þó að ýmsu, sem ég álít skyldu mína að segja þér“. „Persónu í yfirboðai-astöðu?“ ,Já, einmitt. En því miður lof- aði ég því, að segja ekki, hver það væri. Eins og þú skilur, þá er margt talað í sjúkrahúsinu, og ef það kæmi í Ijós að einhver væri að gagnrýna kollega sinn, þá —“ „Var það Hákansson prófessor, sem þú talaðir við?“ „Nei, það var ekki hann. En það vildi svo einkennilega til, að við töluðum einmitt um prófessorinn. Talsmaður minn gaf mér sem sé í skyn, að Bergmann læknir noti Tómas fyrir þrep í stiga sínum upp á við, til frama, að það sé með fullu samþykki Hákanssons prófessors". „Er þér ljóst, hvað þú ert að segja?" sagði Rolf æstur“. „Já, og mér þykir mjög leitt að verða að segja þér þetta allt, en það væri líka hræðilegt, ef það væri satt, það verður þú að játa. Það var persóna, sem óhætt er að trúa, sem ég gat um, en ég vona auðvitað að henni hafi skjátlazt. Það er óhugsandi, að okkar — að litli drengurinn þinn eigi að vera hafður fyrir tilraunadýr, aðeins vegna þess að Hákansson prófess- or og faðir Bergmanns læknis voru skólabræður á sínum tíma“. Rolf Agréus var orðinn fölur og hann sagði hörkulega: „Get ég treyst því, að það sé rétt, sem þú ert að segja, Katar- ina? Ég veit mjög vel, að ég ætti ekki að spyrja þig slíkrar spurn- ingar, en þér er sjálfsagt ljóst, hvað það gildir fyrir mig, ef eitt- hvað er til í þessu þvaðri". Katarina gekk til hans og horfði á hann með svip þess, sem saklaus er móðgaður. „Kæri Rolf“, sagði hún, „hvern ig getur þú efazt um orð mín? Þegar ég segi þér, að ég hafi tal- að við persónu í yfirboðarastöðu í sjúkrahúsinu, þá finnst mér ég eiga heimtingu á því, að þú trúir mér, enda þótt ég hafi lagt við drengskap minn að nefna ekki nafn þess, sem í hlut á. Þú mátt ekki gleyma því, að þij hefur sjálf ur verið uggandi og óttazt, að Bergmann læknir væri ekki verk- efninu vaxin. Það sagðir þú mér að minnsta kosti, en þú hefur ef til vill skipt um skoðun úr því að 'þið borðuðuð miðdegisverð saman á svo viðkunnanlegum stað, í vik- unni sem Leið. „Já, við hittumst og ræddum um aðgerðina, það er alveg rétt. En hvar hefur þú annars frétt það?“ „Ó, það var lítill fugl, sem söng mér það í eyra, kæri Rolf. En þú mátt ekki halda, að ég hafi neitt á móti því. Þannig er ég ekki og það veizt þú mjög vel. Jæja, ég verð að fara aftur í verzlunina. Þú mátt nú ekki gera of mikið að því, að brjóta heilann um þetta. Fólk talar svo margt". „Brjóta ekki heilann um það, það er hægara sagt en gert“, taut aði Rolf, þegar hún var farin, og studdi hönd undir kinn. Hann hafði enga ástæðu til að efast um, að Katarina segði satt, því hún hafði aldrei gefið honum tilefni til þess. Hins vegar gat hann ekki gleymt því, hve mikið traust Sús- anna Bergmann hafði vakið hjá honum. Hvernig gat hann efazt um hana, þar sem hún hafði sýnt það svo greinilega, að hún hafði meiri mætur á Tómasi en öðrum sjúklingum. Hins vegar mátti ekki gleyma því, að hún mat sinn eig- in frama og framtíð sína senni- lega meira en allt annað. — Það var ekki nema mannlegt og skilj- anlegt. Til þess að verða dugleg- ur læknir varð að sýna nokkra hörku í samkeppninni, og þau sjónarmið, sem voru eingöngu mannleg, komu því næst til greina. „Gat ung kona litið þannig á málið í raun og veru?“ hugsaði Rolf, en hann vissi ekki, hverju svara skyldi. Hann tók mynd af konunni sinni sálugu, sem alltaf stóð á skrifborði hans, og reyndi að finna svar í hinum óvenjulega, dula svip hennar. En h-ann sá ekki annað en ljós og skugga ljós- ' 4 IF THESE LEAVES ARE HARMLESS, BIS WALKER, THEN YOU WON'T OBJECT IF I < FEED THEM TO YOUR J tX HORSE / / , STOP/ DON'T FEED THEM TO MV HORSE/...HB HA3 BEEN í FED/ When monte CHEE CALLS BIG WALKER'S BLUFF, THE NAVAHOS BEGIN TO MUTTER AMONG THEMSELVES y* YOU LIE, BIG WALKER ...YOU KNOW THESE LEAVES WILL KiLL HIM/ f V> „Úr því að þessi laufblöð eru *lveg skaðlaus, þá er þér vafa- laust sama þó ég gefi hestinum þinum þau, Gcngugarpur," segir Monti. „Hættu þessu, gefðu herl- inum mínum þau ekki. Uana pr búinn að íá fylli sína." 2) „Þú lýgur, Göngugarpur. Þú veizt að þessi laufblöð drepa hann.“ 3) Þegar Monti kallar Göngu- garp svikara, byrja Navahoir.dí- ánarnir að muldra sín á milli. myndarinnar. Hún var sjálf horf- in fyrir fullt og allt og gat ekki gefið honum ráð, ekki komið hon- um til hjálpar í þessum alvarlega árekstri, er varðaði litla drenginn, sem hún sjálf hafði ekki fengið að sjá, meðan hann óx upp-------. 6. KAFLL Skurðaðgerðin. Súsanna var snemma á fótum daginn þann. Loftið var gott og hress-andi og hún gekk hröðum skrefum til sjúkrahússins. Klukk- an var ekki orðin átta, þegar hún opnaði aðra stóru hurðina inn í anddyrið og tók litlu þrepin í tveim skrefum. Hún var orðin rjóð í kinnum eftir morgungönguna og hún staðnæmdist við dyravarðar- skýlið, því að hún var í skapi til að spjalla lítið eitt við hinn við- kunnanlega dyravörð, Karlsson. „Má ég óska yður til hamingju með nýju rósirnár á vöngum yð- ar, Bergmann læknir?“, sagði Karlsson og horfði á hana með velþóknun. „Hafið þér gefið yður sjálfri vítamínssprautu eða er það háfjallasólinni að þakka?“ „Hvorugt", sagði Súsanna hlæj andi. „Viljið þér fá lyfseðilinn?" Karlsson skildi undir eins, hvað hún átti við. „Já, og ég skal geyma hann eins og mikið leyndar mál“, sagði hann hýr á svipinn. „Ég hef tekið mér göngu í meira en tuttugu minútur". Þau hlógu bæði innilega og dyra vörðurinn sagði: „Það er í raun og veru indælt, þegar það vill til stöku sinnum, að ung og hress og lagleg kona gengur fram hjá. Það er, þrátt fyrir allt, það bezta, sem er til hér á jörðinni. Það er eins og ágætt skáld sagði einu sinni: Hvað er fegurð himinsala, hvað er rós og blóminn dala móti björtu meyjarauga, mátt er allan sigrað fær?“ „Þú lest of mikið skáldskap, Karlsson", sagði Súsanna og hristi höfuðið áhyggjufull, „ég verð líklega bráðum að leggja yð- ur inn á geðveikradeildina". „Leggja mig inn? Nei, því meg- ið þér trúa“. Karlsson lét sem sér yrði mikið um. „Ég vil ekki hafa. neitt af því að segja, að verða sjúklingur í spítala. Ég hef feng- ið nóg af því, að vera hérna í búr- inú‘. SHlltvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Barnatími: Ömmusögur. 18.50 Framburðarkennsla í esper- anto. 19,05 Þingfréttir. — Tónleik ar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Þjóðfundurinn og séra Ólafur á Stað; fyrri hluti (Lúð- vik Kristjánsson rithöfundur). 21,05 Erindi með tónleikum: — Baldur Andrésson talar um danska tónskáldið Berggren. 21,35 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21.50 Tónleikar (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Föðurást" eftir Selmu Lagerlög; XVII. (Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur). 22.30 Islenzkar danshljómsveitir: Björn R. Einarsson og hljómsveit hans leika. 23,00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. nóvember. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna — tón- leikar af plötum. 18,30 Útvarps- saga barnanna: „Pabbi, niamma, börn og bíll“ eftir Önnu Gath- Vestly; X. (Stefán Sigurðsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. Tónleikar. 20,30 Lestur fornrita: Mágus-saga jarls; V. (Andrés Björnsson). 20,55 Islenzk tónlist- arkynning: Verk eftir Steingrím Sigfússon. Dr. Páll Isólfsson leik- ur á orgel, Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson syngja; Fritz Weisshappel leikur undir einsöngnum og hýr þennan dag- skrárlið til flutnings. 21,25 Viðtal vikunnar (Sigurður Benedikts- son). 21,45 fslenzkt mál (Dr. Jak- ob Ilenediktsson). 22,10 Saga í leikformi: „Afsakið, skakkt núm- er“; V. — sögulok (Flosi Ólafs- son o. fl.). 22,45 Lög unga fólks- ina (Haukur Hauksson). 23,40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.