Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. nóv. 1958 MORCVNBL ÁÐ1Ð 19 Trípólíbíó Ofboðslegur eliingaleikur — Brown, Van Anders og Jan eru þýzkir striðsgiæpamenn, sem hafa komizt undan á flótta, þegar Þýzkaland beið ósigur í heims- styrjöldinni síðari, via Spánn og Portúgal og höfnuðu loks í frum- skógum Mexikó og byggðu sér þar hús — eftir því sem stendur í prógramminu — sem vart hefur kostað minna en 1—2 íslenzk þjóðleikhús, og verður slíkt fyrir sig að teljast gagnmerkt afrek af þremur flóttamönnum. — Kona ein heitir Kathy Connors og starfar við hið út- breidda tímarit „Light“. líefur hún samkvæmt eigin ósk verið send til Mexikó, til þess að fá efni í blaðagrein um rithöfund- inn Mike Latimer, sem hvarf með dularfullum hætti — til Mexikó. Kathy tekst að ná í Mike Latim er, en Mike á sér litla flugvél, sem hann flýgur með Kathy áleið is til New York. En hann hefði betur sent hana í bíl á næsta flug- völl, því hann virtist lítt kunn- ugur í háloftunum, og rak enda að því, að hann varð benzínlaus, en það var mjög bagalegt, þar sem undir var óslitinn frumskóg- ur — og þó: þarna var þá rjóður, ef rjóður skyldi kalla- Ekki hafði flugvélin fyrr stungizt á nefið i kjarrið en Brown, Van Anders, Jan og nokkrir óðir hundar koma á harða spretti, og er það eins konar stef, sem síðasti þáttur byggist á. Upphefst nú óhugnan- leg spenna, sem stöðugt eykst, en atburðirnir verða stundum með nokkrum ólíkindum. Kvikmynd þessi er að mörgu leyti vel gerð, prýðilega tekin (í „SuperScope") og vel leikin — einkum af karlmönnum. Þjóð- verjana leika þeir Trevor How- ard (sem er dæmigerður Breti), Peter van Eyck (sem er dæmi- gerður Ameríkani) og Carlos Henning (sem er Veyndar eins og ég hafði hugsað mér þýzkan stríðsglæpamann). Richard Wid- mark leíkur hinn sérvitra en ráð- snjalla Mike af mikilli hörku, en Jane fer þokkalega með hlutverk Kathy Connors. Ego. — Urbancic um bæ, er að sjálfsögðu leitað til dr. Páls ísólfssonar. Vitanlega var hann bér aðalkrafturinn, stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni og kórnum. Hann lætur ekki á sjá þó hann sé nú á síðari hluta sjöunda tugarins. öllum sem Pál þekkja mun verða það áfram sama ráðgátan hvernig hann kemur því í verk, sem honum er ætlað að vinna. Stjórn hans á kór- og hljómsveitarverkum dr. Urbancic var með miklum ágæt- um. Sama er að sjálfsögðu að segja um leik Björns Ólafssonar og Jórunnar Viðar í fiðlusónöt- unni. Það sem þó vakti ekki sízt athygli var meðferð þeirra Þuríðar og Jórunnar á sönglög- unum og ekki hvað sízt leikur Jórunnar í sónatínu fyrir píanó og Caprices mignons. Það væri sannarlega tími til kominn að þessar miklu listakonur fengju tækifæri til að sýna snilli sína utan landsteinanna. Þeir Vil- hjálmur Guðjónsson, Sveinn Ól- afsson og Þorv. Steingrímsson léku á saxofóna í konsert fyrir 3 saxofóna og strengjasveit og leystu hlutverk sín af hendi með sóma. K. J. Karlakórinn Þrymur 25 ára HÚSAVÍK, 24. nóv. — Karlakór- inn Þrymur á Húsavík er 25 ára á þessu hausti. Stofnendur kórs- ins voru 16, og fyrsti formaður kórsins var Friðþjófur Pálsson. Séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur var söngstjóri kórsins fyrstu 17 árin, en þá tók Sig- urður Sigurjónsson við söng- stjórn. Kórinn hefir jafnan starf- að af miklu fjöri og sungið á þriðja hundrað lög á þessum ár- um, m. a. mörg lög, sem ekki hafa verið sungin áður af kórum hérlendis. Kórinn minntist afmælisins með þremur samsöngvum á Húsa vík, Akureyri og að Laugum. — Söngstjórar á þessum samsöngv- um voru þeir séra Friðrik A. Friðriksson og Sigurður Sigur- jónsson. Kristinn Hallsson var einsöngvari og séra örn Friðriks- son undirleikari. Á öllum þessúm samsöngvum var húsfyllir, kórn- um mjög vel tekið og fagnað með blómum og lófaklappi. í kórnum eru nú 40 menn, og er formaður hans Eysteinn Sig- urjónsson. Túbals sýnir í Keflavík KEFLAVÍK, 24. nóv. —- Það er ekki oft sem við Suðurnesja- menn eigum því láni að fagna að listmálarar þjóðarinnar heim- sæki okkur með verk sín. Það má því teljast til stórviðburða hér í bæ, þegar annar eins ágætis listamaður og Ólafur Tú- bals listmálari er, opnar hér mál verkasýningu með um 60 mynd- um, sem hann málaði flestar á liðnu sumri. Er sýning Ólafs í Tjarnarlundi og eru allar mynd irnar vatnslitamyndir. — Er ánægjulegt nú í skammdeginu að ganga um sýningu Ólafs, því úr hverri mynd skín birta og sól- skin. Flestar eru myndirnar landslagsmyndir frá ýmsum stöðum á landinu, einkum þó frá Suðvesturlandinu. Eru þær frá- bærlega vel gerðar, enda svipar þeim í mörgu til verka lærimeist arans, Ásgríms Jónssonar, en Ól- afur var sem kunnugt er nem- andi Ásgríms heitins. Þegar hafa nokkrar myndir selzt. Sýningin er opin þessa viku. í maí sl. hélt Ólafur sýningu í Reykjavík og seldust þá allar myndir hans. Ég vildi leyfa mér að hvetja Kefl- víkinga og aðra Suðumesjamenn er hér koma þessa dagana að skoða sýningu Ólafs því á þann hátt verður þessum ágæta lista- manni bezt þakkað þáð erfiði er hann hefur lagt á sig við að koma upp þessari stórglæsilegu sýn- ingu hjá okkur. — Ingvar. Vann 21 V& skák HAFNARFIRÐI. — Ingi R. Jó- hannsson skákmeistari, tefldi hér fjöltefli á sunnudaginn við 24 menn. Hlaut hann 21 % v., tapaði 1 skák fyrir Pétri Krist- bergssyni, og gerði þrjú jafn- tefli. — Mikill skákáhugi er nú hér í bænum og hefir margt ungra manna gengið í félagið. Formaður Skákfélags Hafnar- fjarðar er Árni Gretar Finnsson, stud. jur. — G.E. VW-umboðið hér hlýtur gullverðlaun VOLKSWAGEN-umboðið hér á landi, hefur borizt tilkynning um það, að yfirstjórn þessara risastóru bílaverksmiðja hafi á- kveðið að veita VW-umboðinu hér á landi gullverðlaunum fyr- ir frábæran árangur við sölu ibíla og góða þjónustu. Hér á landi eru nú í eigu ís lendinga um 600 VW, og hafa verið fluttir inn á þessu ári 150 bílar. Ámi Bjarnaso* fulttrúi hjá umboðin hér, sem þeir Sigfús Bjarnason og Óli M. ísaksson stjórna, er nú á förum til aðal- stöðva VW-verksmiðjanna í Wolfsburg, til þess að veita gull- verðlaununum móttöku fyrir hönd umboðsins hér. Það mun vera einsdæmi að bifreiðaumboð hér á landi hljóti slíka viðurkenn ingu sem VW-umboðinu hefur hér hlotnast. Yfirmenn VW-verksmiðjanna hafa til þessa veitt aðeins sára fáum umboðum erlendis gull- verðlauna-viðurkenningu. — íþróttir Chelsea 18 8 1 9 39:48 17 Burnley 18 6 4 8 28:30 16 Tottenham 18 6 4 8 37:44 16 Birmingham 18 6 4 8 26:34 16 Manchester City 18 5 5 8 31:43 15 Leeds Utd 18 4 7 7 21:30 15 Everton 18 6 3 9 34:49 15 Leicester City .... 18 5 4 9 35:49 14 Aston Villa 2. 19 5 deild: 3 11 30:50 13 Fulham 18 12 4 2 47:25 28 Sheffield Wedn. 18 12 3 3 55:23 27 Bristol City 18 10 2 6 40:28 22 Liverpool 18 10 2 6 37:28 22 Stoke City 19 10 2 7 34:31 22 Charlton 18 8 5 5 43:38 21 Sheffield Utd 18 8 4 6 28:19 20 Bristol Rovers 18 8 4 6 38:31 20 Huddersfield 18 7 5 6 32:21 19 Cardiff City 17 8 2 7 31:28 18 Barnsley 18 7 4 7 31:34 18 Ipswich Town .... 18 7 3 8 29:32 17 Middlesbrough 18 6 4 8 40:29 16 Swansea Town .... 17 5 5 7 34:34 15 Leyton Orient .... 18 5 5 8 28:35 15 Grimsby Town .... 18 5 5 8 33:44 15 Derby County 19 5 5 9 24:40 15 Scunthorpe 18 4 6 8 25:40 14 Sunderland 18 5 4 9 25:41 14 Brighton 18 3 8 7 27:47 14 Lincoln City .... 18 4 4 10 33:41 12 Rotherham 18 4 4 10 22:47 12 Ég þakka af hjarta ykkur öllum skyldum og vanda- lausum, allt það mikla veglyndi er þið sýnduð mér með stórgjöfum, blómum, bókum og peningum á 90 ára afmæli mínu þann 20. nóvember. Drottinn blessi ykkur öll. Eyjólfur Stefánsson frá Dröngum. Vegno jarðoriarar Ingimars Kr. Þorsteinssonar, járnsmíðameistara, verða prentsmiðjur vorar lokaðar frá kl. 12 á hádegi. Prentsmiðja Guðmundar Jóhannssonar, Offsetprentsmiðjan Litbrá. Móðir okkar HANSlNA MABlA SENSTIUSS lézt að Elliheimilinu Grund 24. þ.m. Börn hinnar látnu. Faðir okkar EYSTEINN GUNNAKSSON lézt að heimili dóttur sinnar, Kársnesbraut 8, sunnudag- inn 23. þ.m. Börnin. Eiginkona mín og móðir okkar LILJA BJÖBNSDÓTTIB Hveragerði, andaðist 21. nóvember. Helgi Árnason og bðrn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar OKTÖ ÞOBGRlMSSON lézt í Bæjarsjúkrahúsinu 23. nóvember. Guðrún Guðbrandsdóttir og börn. Systir mín INGIBJÖBG INGVELDUB SIGUBÐARDÖTTTB Öldugötu 51, andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu 23. þ.m. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Helgi Sigurðsson. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar GUÐMUNDUB ÁBNASON sem lézt 18. þ.m., verður jarðsunginn fimmtudaginn 27. nóv. og hefst með húskveðju á heimili hans, Hjarðarholti í Sandgerði kl. 1 e.h. Sigríður Pétursdóttir og böm. Jarðarför móður minnar og ömmu BAGNHEBE)AR J. STBAUMFJÖBÐ fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 1,30 e.h. Guðrún J. Straumfjörð, Jón Þ. Ólafsson. INGVELDUR EINARSDÓTTIB frá Suður-Reykjum, Mosfellssveit, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 27. þ.m. Athöfnin hefst kl. 2. Ásta Jónsdóttir. Faðir okkar FINNBJÖRN ÞORBEBGSSON frá Miðvík í Aðalvík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 27. nóv. kl. 1 e.h. Blóm og kransar vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknar- stofnanir. Friðgorður Finnbjarnard., Mikkalína Finnbjarnard., Þórunn Finnbjarnardóttir, Kristján Finnbjarnarson. Systir mín STEINUNN JAKOBSDÓTTIR forstöðukona á sjúkrahúsinu Sólheimar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26.11. kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin. Fyrir hönd aðstandenda. Svava Jakobsdóttir Minningarathöfn verður haldin um manninn minn SMÁBA SIGURJÖNSSON Rakara, sem fórst af slysförum 31. maí síðastliðinn. Athöfnin hefst kl. 2 miðvikudaginn 26. nóv. í þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði. Kolbrún Hoffritz. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför .mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa MAGNUSAR magnCssonab verkstjóra. Ragnheiður Jónasdóttir, dætur, tengdasynir og barabörn. 1,1 ■' 1 I Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGBÖÍAB Iitlu VALSDÓTTUR Einnig þökkum við alla þá vináttu, er okkur var sýnd í veikindum hennar. Björg Hermannsdóttir, Valur Jóhannsson, Bagnheiður Jónsdóttir, Jóhann Pálsson, Ingeborg Hjartarson, Hermann Hjartarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.