Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNfíL4ÐIÐ í»ri8judagur 25. nóv. 1958 Hreppamenn vígja veglegasta félagsheimili Suðurlands á ÞAÐ var sannkölluð héraðshátíð, sem Hreppamenn héldu á Flúðum á sunnitlaginn. Þangað komu allir þeir Hreppamenn, sem á annað borð áttu undir nokkrum kringumstæðum heimangengt. Á þessum regnþunga degi vígðu Hreppamenn félagsheimili sveitar sinnar að Flúðum. Er það veg- legast allra félagsheimila í sveit- um austan Falls. Hafa Hreppa- menn sjálfir lagt til meira í reiðu fé og vinnu, en dæmi mun til um nokkurt annað félagsheimili, sem enn er risið í sveitum lands- Lns. Þegar blaðamaður frá Mbl. og ljósm^ndari þess Ól. K. M. óku í hlað að Flúðum á sunnudag- inn, vakti það að sjálfsögðu fyrst athygli þeirra hve vegleg bygging félagsheimilið er. Á hlaðinu var krökkt af bílum héraðsmanna, og á grasflöt fyrir framan húsið blöktu fánar við hún. í hinu bjarta anddyri hússins voru hundruð skóhlífa, og yfirha'na. Vígsluhátíðin var rétt nýbyijuð og innan úr salnum barst að eyr- um tal ræðumanns. Salurinn sem rúma mun í sæti yfir 300 manns var þéttskipaður prúðbúnum vígsluhátíðargestum, sem voru á öllum aldri. Það leyndi sér ekki af svip fólksins, að það taldi þenn an dag mjög merkilegan í sögu sinnar fögru sveitar. Innan um virðulegar bústýrur á peysuföt- um, með snilldarlega falleg herða sjöl, og dugnaðarlega bændur á kostajörðum í Hrunamanna- hreppi, sat unga fólkið. f ræðustólnum var séra Svein- björn Sveinbjörnsson prestur í Hruna að halda vígsluræðuna. Allir hlustuðu með athygli á prestinn, er hann ræddi um þær miklu vonir er Hreppamenn tengja við fé- lagsheimilið, um hinn menningar- lega tilgang þeirra með því að reisa svo veg- ý , legt heimili. Séra Sveinbjörn brýndi það fyrir áheyrendum, að eins og fólkið, sem í heimilið kemur, eins muni allt félagslíf og skemmtanahald verða. Sr. Sveinbjörn kvaðst treysta æsku þessarar sveitar til að vera til prýði í þessum ijýju salarkynnum. Síðan bað sr. Svein Séð yfir nokkurn hluta vígsluhátíðargesta í hinum bjarta og rúmgóða samkomusal. björn Guð að blessa félagsheimil- ið og starfið sem þar verður unn- ið. Söng | lk úr Hruna- og Hóla- sókn, sem stóð aftan við ræðustól inn á leiksviði félagsheimilisins, söng „Faðir andanna", undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingaholti. Samkomusalur Flúðaheimilis- ins er stór og bjartur, þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Sand- blásin tréklæðning er á veggjum upp í axlarhæð, en veggirnir eru Þetta er byggingarnefnd félagsheimilisins að Flúðum, talið frá vinstri: Arni ögmundsson, Galta- felli, Helgi Kjartansson, Hvammi, Magnús Ögmundsson, Galtafelli, frú Sigríður Haraldsdóttir á Hrafnkelsstöðum, formaður kvenfélagsins, Sigmundur Sigurðsson, oddviti, Syðra-Langholti, Guðmundur Sigurdórsson, Akurgerði, og Jóhannes Helgason frá Hvammi. "É‘ Punktur milli áfanga. Kristín skrifar: ■<G las í dálkum yðar fyrir I skömmu tillögu um nýtt heiti á viðkomustöðum strætisvagna. Ég er ekki hrifinn að nafnorðinu doka. Ég held að það verði aldrei almenningi munntamt. Nú vil ég gera tilraun til að reka rembi- hnútinn á allar nafngiftir á við- komustöðum með því einfaldlega að kalla þá „punkta“, strætis- vagnapunkta, hvern kenndan við sitt götuheiti, t. d. Grenimels- punktur. Það fer vel á að hafa punkt á milli setninga, því ekki eins á milli áfanga? Um leið vil ég nota tækifærið og geta þess, að bæði ég og flestir þeir, sem ég hefi heyrt minnast á breytinguna á brottfarartíma Hagavagnsins, eru mjög óánægð- ir með þá ráðstöfun, vegna þess að þá er alltaf hálftími á milli ferða fyrir fólk, sem þarf að komast í sunnanverðan Vestur- bæinn, því V°"*urbæjar- og Austurbæjarv: ^ninn fara þá á alveg samt tíma. Báðir þessir vagnar eru á óheppiiegum tíma að morgni fyrir skólafóik, sem stundar nám í Miðbætmm. Þvi að til þess að geta örugglega mætt í fyrstu kennslustur.d, þarf að fara með strætisvagni, sem fer af endastöð eða miðpunkti kl. 7.30. Af því leiðir að nemendur þurfá að vakna kl. 7 í síðasta lagi. Með þessu móti sparar strætisvagninn ekki tíma. En meðan Hagavagn fór kl. 7,45, var hægt að treysta því, að komast í tæka tíð t. d. bæði í Mennta- skólann, Landsprófsdeild við Vonarstræti, Kvennaskólann og Verzlunarskólann“. Því ekki allt merkjakerfið? ÞETTA var fyrrihluti bréfs Kristínar. Ég verð að viður- kenna að mér finnst nafnið doka betra en punktur, sem heiti á viðkomustöðum strætisvagnanna. Þó er punktur ekki svo fráleitt. En því þá ekki bara að nota allt merkjakerfið og fá meiri fjöl- breytni í málið? Við getum þá hugsað okkur að aðalviðkomustaðirnir heiti punkt ar, nú og millistöðvarnar komm- ur. Þá skiptum við strætisvagna- leiðunum í áfanga. Setjum svo út- fellingarmerki á gamla viðkomu- staði, sem ekki eru í notkun leng- ur, og gæsalappir — nei, nú er Velvakandi kominn út á hálan ís, punktur hefur það fram yfir doku, að hann hefur allt merkja- kerfið að baki, tilbúið til not- kunar ef ofurlitlu hugmyndaflugi er beitt. Jarðarfarartilkynningar nálægt fréttum. En Kristínu liggur meira á hjarta. Hér fer á eftir síðari hluti bréfs hennar: Éc G vil mælast til að jarðar- farartilkynningar verði lesn ar næst á undan eða strax á eftir kvöldfréttum. Nú eru þær í liðn- um Auglýsingar og tónleikar, en hvort atriði fyrir sig er mjög mislangt. Það fer eftir því hve miklar auglýsingar eru. Flestir eða allir vilja gjarnan sýna látnum vinum sínu)/i þá virð ingu að minnast þeirra á einhvern hátt við andlát og jarðarför. Þyk ir manni þá leitt ef tilkynningar um lát þeirra hafa farið fram hjá manni, en það mun síður verða, ef þær eru lesnar á álveðinni stundu nálægt fréttum, enda muna flestir að opna útvarp sitt rétt áður en fréttir byrja. Mörg- um finnst þar að auki leiðinlegt að hlusta á allan auglýsingalest urinn, ekki sízt ef pyngjan er tóm. Aftur á móti er of stuttur tími frá dánartilkynningum og fram að fréttum til að það taki því að loka fyrir iitvarpið“. Þannig hljóðar bréf Kristínar. En skyldu auglýsendur verða nokkuð áfjáðir í að borga of fjár fyrir auglýsingar ef gengið væri þannig frá dagskránni að enginn hlustaði nema hann ætlaði sér beinlínis að heyra auglýsingar til að geta farið út og eytt peningum sínum? að öðru leyti mjög daufbláir að lit. Parket er á gólfinu og raflýs- ing er mjög skemmtileg. Loftið yfir salnum er einnig að nokkru klætt sandblásnu tré. Er kirkjukórarnir höfðu sungið, gekk í ræðustólinn Sigmundur Sigurðsson oddviti í Syðra-Lang- holti. Sigmundur er einn þeirra mörgu manna, sem frá upphafi hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf við að koma félagsheimilinu upp. í upphafi ræðu sinnar minntist Signjundur Ágústs heit- ins Steingrímssonar arkitekts, Fór Sigmundur viðurkenningar- orðum um störf Ágústs, en hann teiknaði félagsheimilið og lagði á ráðin um margt varðandi fyrir- komulag þess o. fl. Bað oddvitúin vígslugesti að rísa úr sætum í virðingarskyni við minningu hins látna. Þessu næst rakti Sigmundur oddviti aðdraganda þess að félags heimilið var byg£t og sögu þess. Verulegur skriður komst ekki á það fyrr en 1950. Þá voru ráðagerðir uppi um það að byggja við gamla þinghúsið, sem nú er orðið gamalt, eða byggja nýtt hús. Byggingarnefnd var þá sett á laggirnar og fóru fram fundarhöld milli hennar og hreppsnefndarinnar um málið. Vorið 1952 er haldinn fundur og þangað boðið fulltrúum frá kven félaginu og ungmennafélaginu, sem tóku þá sæti í byggingar- nefndinni. Þá hafði ekki enn ver- ið til lykta leitt innap sveitar- innar, hvort heldur byggja ætti nýtt félagsheimili eða byggja við hið gamla samkomuhús sveitar- innar. Það stendur kippkorn frá hinu nývígða félagsheimili. í miðjum heyskaparönnum árs- ins 1952 var svo boðað til almenns fundar innan héraðsins um málið. Þar ræddu menn málið af einurð og festu, því sumir voru þá á móti byggingu nýs félagsheimilis. Það kom fram á þessum fundi að þeir voru í miklum meirihluta sem töldu að Hreppamönnum bæri að sýna stórhug og djörfung og byggja veglegt félagsheimili. I þeim umræðum var á það bent, að með tilkomu fullkomins félags héimilis væri stigið stórt spor í þá átt að sporna við því að unga fólkið í sveitinni leitaði ann- að til skemmtanahalds. Hruna- mannahreppur ætti ekki sömu sögu að segja og svo margar aðr- ar sveitir landsins, um flótta æsk unnar. Víst væri að einmitt félags heimili þar sem hægt er að halda uppi alhliða félagslífi, væri það sem einna mest aðkallandi væri fyrir æskuna í hreppnum. Á þessum fundi var samþykkt að byggja skyldi veglegt félags- heimili að Flúðum. Á þeim fundi var kjörin byggingarnefnd og áttu í henni sæti: Sigmundur Sig- urðsson oddviti, Árni Ögmunds- son Galtafelli, Helgi Kjartans- son Hruna, frá Ungmennafélag- inu þeir Guðmundur Sigurdórs- son Akurgerði og Magnús Ög- mundsson Galtafelli og frá kven- félaginu, formaður kvenfélagsins, frú Sigríður Haraldsdóttir á Hrafnkelsstöðum. Hinn 1. ágúst 1952 hafði félags- heimilið á Flúðum verið staðsett skammt fyrir norðan skógræktar girðingu Ungmennafélagsins. — Sunnudaginn 3. ágúst komu marg ir bjartsýnismenn úr sveitinni og hófu að grafa fyrir grunni húss- ins. Sigmundur oddviti gerði einnig grein fyrir byggingarkostnaði hússins, fyrir margvíslegum fram lögum Hreppamanna, og stuðn- ingi þeirra. Gat hann þess að eins og félagsheimilið stæði nú vígt til starfs, kostaði það alls um 2 milljónir króna. Væri kostnaður- inn á hvern rúmmetra hússins tæplega 600 krónur, en allt fram á síðasta dag hefur verið unnið við smíði hússins Oddvitinn gat þess að þegar byrjað var á smíði hússins, hafi engir sjóðir verið til, en hér hafi Hreppamenn brugð- ið skjótt við. Skýrði ræðumaður m. a. frá því að geíin vinnuUun næmu 140.000 krónum, hús- Frh. á bls. 18. Ungu stúlkurnar gengu um beina og buðu frábært ,,bakkelsi“ og brauð. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.