Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1958, Blaðsíða 1
20 siður 45. árgangur. 270. tbl. — Þriðjudagur 25. nóvember 1958 Prentsmiðja Morganblaðsin* De Gaulle fær ítrekað traust frönsku þjóöarirmar En kommúnistar stórtapa ötkvæðum PARÍS, 24. nóv. (NTB-Reuter) — Úrslit frönsku þingkosninganna á sunnudaginn urðu fyrst og fremst glæsilegur sigur fyrir de Gaulle. Að vísu hafði hershöfðinginn ekki lýst blessun sinni yfir einum flokki öðrum fremur, en flokkur sá sem Soustelle stjórnar var þó talinn hreinræktaðastur Gaullista-flokkur og vann hann mikinn sigur. — Hins vegar töpuðu þeir flokkar stórlega, sem opinberlega voru andstæðir de Gaulle, svo sem Kommúnistaflokkurinn og and- gaullistabandalag það sem Mendés-France veitti forustu. Var flokk- ur Mendés-France grátt leikinn og náði það hámarki er Mendés- Franee sjálfur féll í sínu gamla kjördæmi, Eure í Normandy, sem hann hefur verið þingmaður fyrir síðan 1932. armannaflokkur Mollets með 15,5%, íhaldsflokkur Pinayes með 13,7% atkvæða og hinn Kaþólski flokkur Bidaults með 9,1%. Næsta sunnudag verður svo önnur atrenna kosningannaT Á þá að kjósa heima í Frakklandi 423 Kjósa skal 465 þingmenn til franska þjóðþingsins. 1 fyrstu atrennu kosninganna, sem fram fór í gær náðu af 3000 fram- bjóðendum aðeins 42 kosningu, þ. e. fengu hreinan meiíihluta í sínu kjördæmi. Þessi 42 þingsæti skiptast þannig: íhaldsflokkur .......... 17 Gaullistar Soustelles .... 9 Kaþólski flokkurinn .... 9 Radikalir ............... 3 Jafnaðarmenn ............ 2 Kommúnistar ............. 1 Aðrir .................. 1 Kommúnistar eru enn stærsti flokkur Frakklands, en misstu stórlega fylgi frá síðustu kosn- ingum. í síðustu kosningum fyrir tveimur árum höfðu þeir 25% heildaratkvæða en nú aðeins 18,9%. Þýðir þetta fylgistap sem nemur 1% milljón atkvæða. Næststærsti flokkurinn reynd- ist Gaullistaflokkur Soustelles, sem hlaut 17,6% heildaratkvæða. Næstir honum koma svo Jafnað- þingmenn til viðbótar og mun frambjóðendum nú fækka veru- lega, því að í flestum kjördæm- um munu aðeins verða tveir frambjóðendur, einn kommúnisti og einn borgaraflokksmaður. — Mun því hagað svo í flestum til- fellum, að sá maður verður í kjöri, sem flest atkvæði hlaut í kosningunum í gær. Borgaraflokkarnir eru nú að skipuleggja herferðina gegn kommúnistum og munu þeir sameinast gegn þeim í langflest- um kjördæmum landsins, svo að búast má við gð þingfylgi komm- únista hraki mjög þegar þjóð- þing Frakka kemur næst saman. Á föstudaginn hefjast þing- kosningar í Alsír og eiga að Ungur stúdent vildi selja hernaðarleyndarmál Osló, 24. nóv. — UNGUR norskur stúdent hefur gerzt sekur um til- raun til njósna. Mál hans þykir eitt stærsta hneykslis- mál, sem upp hefur komið í Noregi. Upp um það komst þó aðeins af tilviljun, vegna þess að hinn tvítugi stúdent, Karsten Magnus Gunne- stad skaut norskan lögreglu mann niður með skamm- byssu á götu í Oslo. Hafði lögreglumaðurinn komið að honum, þar sem hann var að brjótast inn í bíl. Þegar lögreglan fór að rann- saka mál stúdentsins fann hún í herbergi hans mikinn hlaða af leyniskjölum frá norska hern- um. Hafði Gunnestad verið starf- andi sem dulmálslesari hjá norska hernum, er hann gegndi herskyldu sinni og þá notað tæki færið til að taka afrit af miklum fjölda leyniskjala. Hefur komið í ljós við þessa rannsókn, að ör- yggisreglum hjá norska hernum er mjög ábótavant. Fékk Gunne- stad margsinnis tækifæri til að vera einn inni í dulmálslykla- deild norska hersins að nætur- lagi. Gunnestad og félagi hans Thor Ivaas gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að selja útlendum sendi- ráðum þessi skjöl. Er vitað að þeir höfðu samband við þrjú aust ræn sendiráð og tvo hernaðar- sendifulltrúa. Ekki vildu þeir kaupa skjölin, en vel má vera að þeir hafi notað tækifærið, er þeir fengu þau til athugunar og ljós- myndað þau. Það sem vekur einna mest hneyksli meðal fólks er hve ör- yggisreglur norska hersins eru í algerum molum. Kemur í ljós, að ungum og óreyndum mönnum hafa verið falin ábyrgðarmikil störf við notkun dulmálslykla og að litlar hömlur eða eftirlit hef- ur verið með þeim. Hefur nú þeg- ar verið ákveðið að herða á ör- yggismálum hersins. standa fram á helgi. Þar á að kjósa 67 þingmenn á þjóðþing Frakklands. % hlutar fulltrú- anna verða að vera Serkir. Auk Mendés-France féll í kosn ingunum í gær Joseph Laniel, sem fyrir nokkru var forsætis- ráðherra Frakklands. Og ýmsir aðrir kunnir stjórnmálamenn eru í hættu, þótt vera megi að þeir bjargist í kosningunum næsta sunnudag. Þeir sem hætt eru komnir eru m. á. Edgar Faure, Maurice Bourgés-Maun- oury, Eduard Daladier og Paul Ramadier, sem allir hafa verið forsætisráðherrar á síðustu ár- um. Einnig er Christian Pineau í hættu, en hann gegndi löngum embætti utanríkisróðherra síð- ustu ár. Jacques Soustelles, foringi Gaullistaflokksins, sem varð annar stærsti flokkur Frakklands í þingkosningun- um ; gær. Ráðizt yfir marka- línuna í Berlín íruk lýsir yfir 12 mílna land- helgi BAGDAD (skv. Times í London). — Stjórn Iraks hefur lýst yfi* 12 mílna landhelgi en hefur til- kynnt um leið að hún sé reiðo- búin að ræða allan réttarágrein- ing við nágrannaríki sin og leysa hann á friðsamlegan hátt. Landhelgi Iraks nær aðeins y( ir botn Persaflóa, en vel má vera að ágreiningur rísi upp um land- helgismörk milli íraks annars vegar en Kuwait og Persíu hins vegar. Ákvörðun íraks um víkkun land helginnar sýnir að sérstök á- herzia verður lögð á að koma upp stórri olíu-útskipunarhöfn suður af Bazra. Eroi áætlanir þegar til- búnar um gerð þessarar hafnar. Végna þess að grynningar eru miklar á þessum slóðum var hin áætlaða höfn fyrir utan hina gömlu landhelgi íraks og var því nauðsynlegt að lýsa yfir stærri landhelgi áður en framkvæmdir gætu hafizt. Berlín, 24. nóv. (Reuter). BANDARÍSKA herstjórnin í Berlín sendi rússnesku her- stjórninni í Austur-Berlín í dag mótmæli vegna árásar austur- þýzkrar lögreglu vestur fyrir tak markalínu þá, sem skilur á milli eystri og vestari borgarhlutans. Atvik urðu sem hér segir: Þýzkur IjósmyndatÖkumaður, Ernst Lechner að nafni, 37 ára, stóð á Potsdamer-torginu. Yfir torg þetta liggur markalínan. Stóð ljósmyndarinn í Vestur- Berlín, en var að taka ljósmynd af varðstöð austur-þýzku lög- reglunnar, hinumegin á torginu. Myndir þessar var hann að taka fyrir bandarísku sjónvarpsstöð- ina Columbia Broadcasting Syst- em. Allt í einu þustu austur þýzk- ir lögreglumenn yfir torgið og skipuðu Lechner að koma með þeim inn á rússneska hernáms- svæðið. Lechner neitaði því. HARGEISA, Somalilandi, 22.nóv. — Hertoginn og hertogaynjan af Gloucester eru á ferð um Somaliland sem sérlegir sendi- boðar Elisabetar drottningar. — Hertoginn hélt í dag þrumandi ræðu yfir skátadrengjum í Har- geisa, en hertogaynjan lagði á meðan hornstein að fyrsta kvennaklúbbnum á staðnum. Tóku lögreglumennirnir þá frá honum ljósmyndavélina og hlupu aftur inn í Austur-Berlín. Austur-þýzka fréttastofan ADN gefur aðra lýsingu á atburðin- um. Hún segir að tveir merín hafi komið með ljósmyndavél á þrí- fæti og farið austur yfir marka- línuna. Þegar lögreglumenn komu aðvífandi flúðu þeir aft- ur vestur á bóginn og skildu ljós myndavélina eftir. Hneyksli við jarðarior læs HOLLYWOOD. — Jarðarför k|rikmyndaleikarans Tyrone Powers fór fram á laugardag- inn frá kapellu í kirkjugarði borgarinnar. Hefur framkoma almennings við jarðarförina Framhald á bls. 2 Aksel Larsen boðið til heilsubótar til Rússlands En hann vill fremur stofna nýjan flokk Stóru flokkarnir vinna á Bonn, 24. nóv. (Reuter). JAFNAÐARMENN unnu sigur í Hessen, en Kristilegi lýðræðis- flokkurinn í Bæjarnlandi í hér- aðsstjórnarkosningum þeim sem fram íóru um helgina. Verður því engin veruleg breyting á stjórn þessara héraða. Báðir þess- ir flokkar unnu nokkuð á og varð sigur þeirra á kostnað litlu flokkanna. Jafnaðarmenn höfðu meiri- liluta á héraðsþingi Hessens. Héldu Kristilegir, að þeim mætti nú auðnast að ná þessu Itéraði á sitt vald, en svo varð þó ekki. í kosningunum nú fengu Jafnaðarmenn 46,9% af greiddum atkvæðum, en Kristilegi flokkurinn 32%. — Munu Jafnaðannenn fá 48 af 96 þingsætum á héraðsþingi og væntanlega hafa stjórnar- samstarf við Flóttamanna- flokkinn. Kristilegi flokkurinn í Bæj- aralandi fékk 45,6% greiddra atkvæða og 110 af 204 þing- sætum. Jafnaðarmenn fengu 30,9% atkvæða og 64 þing- sæti. Flóttamannaflokkurinn hlaut 17 þingsæti. Bajern- flokkurinn 14 þingsæti og Frjálslyndi flokkurinn 8 þing sæti. Talið er líklegast að Kristilegi flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn myndi stjórn saman. í ár hafa farið fram kosningar í fjórum héruðum (Lander) Þýzkalands, Westfalen, Slésvík- Holstein, Hessen og Bæjaralandi. Virðist stefna í sömu átt í öllum þessum kosningum, stóru flokk- arnir tveir, Kristilegir og Jafn- aðarmenn auka stöðugt fylgi sitt, en litlu flokkarnir tapa. Kaupmannahöfn, 24. nóv. (Einkaskeyti frá Páli Jóns- syni, fréttaritara Mbl.). AKSEL LARSEN hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun nýs stjórnmálaflokks, að hann fái 14.355 undirskriftir og áskoran- ir þar að lútandi. Telur danska blaðið Information víst, að hann fái nægilega margar undirskrift- ir. Mun hinn nýi flokkur nefnast Sósíalíski þjóðflokkurinn. Á fundi sem fylgismenn Aks- els Larsens héldu í Kristjáns- borgarhöll voru saman komnir 76 gamlir fylgismenn og foringj- ar úr kommúnistaflokknum. —- Leggja þeir fast að Larsen að mynda nýján flokk. Flestir þess- ir fulltrúar gegna ábyrgðarstöð- fundur í Berlín ? BONN OG WASHINGTON, 24. nóv. — (NTB). — Mjög er nú rætt um það meðal stjórnmála- manna í Bonn, að vestur-þýzka stjórnin muni æskja þess að hald inn verði annað hvort ráðherra- fundur Atlantshafsbandalagsins, eða að fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir að lands *g Vestur-Þýzkalands verði haldinn í Vestur-Berlín. Þó eru líkurnar á slíkum fundi taldar heldur minni, eftir að John Frh. af bls. 2. um í dönsku verkalýðshreyfing- unni. Það verður eitt fyrsta og erfið- asta verkefni hins nýja flokks að fá fjármagn til flokksstarfsemi, einkum þó til útgáu á dagblaði. í gær flutti Larsen ræðu á fundi fylgismanna sinna í Ála- borg. Var hann fjölmennur, enda þótt hinn nýkjörni formaður Kommúnistaflokksins, Knud Jes- persen sé frá Álaborg. Fundar- menn komust að því að Aksel Larsen var ekki geðveikur, eins og Moskvu-mennirnir hafa reynt að telja flokksmönnum trú um að hann væri. Larsen skýrði m.*. frá því í ræðu sinni, að skömmu áður en hann var rekinn úr flokknum hafi honum verið boðið í heilsu- bótarferð austur til Rússlands. — En ég vissi ekki til þess að heilsu minni væri neitt ábóta- vant, sagði hann. Efni blaðsins er m.a. : Bls. 3 Vegurinn til Keflavíkur og Sandgerðis verði . steyptur (Tillaga á Alþingi). — 6 Félagsheimili Hreppamanna á Flúðum vígt. — 8 Minnzt Elísar Ó. Guðmunds- sonar fulltrúa. — 10 Forystugreinin: Þýðingarmikið þing Alþýðusambandsins. Þýzkur leikari hjá Elizabetu drottningu. (Utan úr heimi). Frá Sikiley. (Utan úr heimi). — 11 Skiptar skoðanir um landhelg- ráðstefnu í laganefnd S. Þ. — 18 íþróttir. 'k-... — -----— ■ Hr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.