Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 3
Rmmtudagur 27. nóv. 1958 MORGVTSBLAÐIÐ 3 Svikin við forsetakjör spá ekki góðu um að treysta megi kommún- istum i verkalýðssamstarfi i Fráfarandi sambandsstjórn ASÍ gagn- rýnd harðlega á fundinum i gær I FYRRAKVÖLD stóð fundur Alþýðusambandsins yfir langt fram á nótt og það eina sem gerð ist var, að Hannibal Valdimars- son las í hartnær 3 klst. upp úr prentaðri skýrslu sem útbýtt hafði verið meðal fuiltrúanna. Fundargerð og reikningart. Fundur hófst aftur í KR-hús- inu kl. 2,15 síðdegis í gær með því að Árni Ágústsson las upp fundargerð frá deginum áður. Tók sá lestur langan tíma fyrir þá sök að endurtekin voru nöfn allra, sem fengið höfðu samþykkt kjörbréf. Þá skýrði Jón Þorsteinsson lög fræðingur ASÍ reikninga sam- bandsins fyrir 1956 og ’57, en þeim hafði verið útbýtt meðal fundarmanna. Kom í ljós, að árið 1956 höfðu tekjur numið 557 þúsund krónum en íekjuafgang- ur 20 þús. kr. Árið 1957 námu tekjur 474 þúsundum en tekju- afgangur varð 125 þús. kr. Raun verulegar eignir námu við árslok 1957 um 900 þúsund krónum. Ræða Jóns Sigurðssonar Þá hófust umræður, sem urðu í gær bæði harðar og langar. Fyrstur tók til máls Jón Sig- urðsson, fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann gerði svo- litla athugasemd við reikning- ana, bénti á að með svolitlum til- færslum hefði reikningunum fyr ir árið 1956 verið hagrætt svo að þeir sýndu 20 þús. kr. tekjuaf- gang. Þetta hefði verið gert með því, að tveir liðir, sem eiga heima í rekstrarreikningi höfðu verið færðir yfir á menningarsjóð sam bandsins, þ.e. móttaka erlendra sendinefnda er kostaði 27 þúsund krónur og kostnaður við afmæli og fund í Austurbæjarbíói, sem nam 11.000,00 krónum. Réttilega átti því að vera 18.000,00 króna halli á rekstursreikningnum, en hann er falinn. Svona tilfærslu er hægt að gera, en það er ekki rétt. Einnig gagnrýndi Jón Sigurðs son það, hve erindrekstur sam- bandsins hefði verið lítill. Kæmi það fram á reikningunum, þar sem kostnaður við hann á 2 árum næmi aðeins um 12.000,00 krón- um. Kvaðst Jón Sigurðsson hyggja, að félögin úti um land hefðu frekar viljað að reksturs- hagnaður væri minni en félög þeirra fengju meiri erindrekst- ur. Síðasta stórn ASÍ veik og skortir traust verkalýðsins Jón Sigurðsson minnti nú á síð asta sambandsþing, sem haldið var fyrir tveimur árum. Þá hefðu þeir Alþýðuflokksmenn komið með því hugarfari að reynt yrði að mynda sambandsstjórn á lík- um grundvelli og ríkisstjórnin. Úrslitin urðu, að hlutur okkar í Alþýðusambandinu ætti að vera allur annar en kommúnistanna. Það er að við ættum að fá aðeins 1 eða 2 fulltrúa af 9, hins vegar ef fjölgað yrði í 11 fulltrúa á sambandsstjórn, þá áttum við að fá 3. Samningar þeir, sem okkur var boðið upp á var að komm- únistar og Hannibal fengju 7 full trúa, við Alþýðuflokksmenn ætt- um að fá þrjá og svo yrði einn flokkslaus fulltrúi, Hermann Guðmundsson. Kvaðst Jón minn- ast þess að Björn Jónsson, einn af foringjum kommúnista, segði að þetta væri það rétta hlutfall, sem okkur bæri. En við atkvæða greiðslur á þinginu kom hins vegar í ljós, að Edvarð Sigurðs- son hlaut 164 atkvæði en Eggert G. Þorsteinsson fékk 153 atkvæði. Síðar kom í ljós, að munurinn í atkvæðagreiðslu var þetta 6—12 atkvæði. Þannig hindruðu komm únistar með ofbeldi sínu sam- starf um stjórn ASÍ. Næst vék Jón Sigurðsson að því, að sambandsstjórnin, sem kosin var hefði alls ekki notið trausts félaganna og víst væri að ef allsherjaratkvæðagreiðsla hefði farið fram um allt land, þá hefði hún beðið mikinn ósigur. 1 9 manna miðstjórn sátu aðeins 2 menn, sem höfðu nokkurt veru legt fylgi í verkalýðsfélögunum, þeir Edvarð Sigurðsson og Snorri Jónsson. Aðeins 2 fulltrúar, sem setið hafa í miðstjórn ASÍ síð- asta kjörtímabil, hafa nú hlotið það traust að vera kjörnir, sem fulltrúar á Alþýðusambandsþing. Það var þegar sýnt, að ekki samninga. Hún hefði ekki gert það fyrr en eftir að samningum hefði verið sagt upp og jafnvel eftir að sjómannafélögin voru búin að ákveða kröfur sínar. Komið hefði jafnvel fyrir, að hún hefði ekki rumskað fyrr en að Sjómannafélag Reykjavíkur hefði verið búið að kalla saman slíka ráðstefnu. Kvað Jón sjó- menn almennt vita um þetta að- gerðarleysi og þessa vanrækslu sambandsstjórnarinnar. Alvarlegustu vanrækslu sam- bandsstjórnarinnar kvað Jón það þó vera, að hún hefði ekki séð um að ríkisstjórnin hefði samráð við verkalýðsfélögin um Iausn efnahagsmálanna. Það var ein mitt grundvöllur ríkisstjórnar- innar að hún hefði samráð við verkalýðinn og til þess að tryggja þetta var Hannibal Valdimars- son gerður að ráðherra. Hann væri ekki ráðherra í dag, nema af því að hann gegndi valdastöðu hjá verkalýðshreyfingunni. Spáir ekki góðu Spurningin er; verður stjórn ASÍ áfram veik stjórn eins og hún hefur verið, eða verður hægt að ná samkomulagi um sterka faglega stjórn? Það sem gerðist hér í gær- kvöldi spáir ekki góðu um þetta. Það var orðið samkomu lag um kjör forseta og það vissu allir fulltrúar, en reynd- in varð sú að þetta samkomu- lag var ekki haldið. Við Al- þýðuflokksmenn verðum því mjög tortryggnir á að hægt sé að treysta nokkru sem komm únistar lofa, og munum ræða það nánar í okkar hóp. Verka- lýðssamtökunum er nú meiri vandi á höndum en nokkru sinni fyrr, og því meiri nauð- syn að kjósa þeim sterka stjórn, svo hún geti unnið störf sín betur en þessi stjórn hefur gert. Ræða Péturs Sigurðssonar Næstur tók til máls Pétur Sig' urðsson, sjómaður frá Reykjavík. Hann sagði, að nú þegar Alþýðu- sambandið ætti að fara að ræða um efnahagsmál, væri það frum skilyrðið að vinstri stjórnin reyndi að standa við eitt af sín- um gömlu loforðum um að út KfAKSTtíWIS Myndin sýnir háborðið á Alþýðusambandsþinginu, sem nú er haldið vestur í Kaplaskjóli. Talið frá vinstri: Jón Sigurðsson að ræða við forseta þingsins, Björn Jónsson, Óskar Hallgrímsson, 1. varaforseti, Kristinn B. Gíslason, 2. varaforseti, Sverrir Guðmundsson og Árni Ágústsson, ritarar. væri hægt að búast við miklu af slíkri stjórn, enda lögðu komm- únistar til, þegar þeir voru bún- ir að vinna þennan Pyrrhosar-sig ur, að stofnuð væri hin svo- nefnda 19-manna nefnd. Það var til að dreifa ábyrgðinni, því að í henni sátu 9 kommúnistar og 9 Alþýðuflokksmenn og Hermann Guðmundsson sá 19. Skýrsla forseta hlutdræg Jón Sigurðsson gagnrýndi harð lega skýrslu þá, sem Hannibal hafði samið og lesið upp kvöldið áður, og fannst hún bera tals- verðan keim af höfundi. Hún væri alls ekki hlutlæg og all- skrumkennd. Til dæmis um hlut- drægni er greint frá því í skýrsl- unni, hvernig atkvæði féllu í 1. maí nefndinni. En þegar sagt er frá 19-manna nefndinni, þá er ekkert minnzt á hvernig atkvæði féllu og er það þó nokkru mikil- vægara mál. Sannleikurinn er sá, að í 19-manna nefndinni voru þeir á móti tillögu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum, sem höfðu 85% verkalýðssamtakanna á bak við sig en þeir sem sögðu já, höfðu aðeins 15%. Þótt af- greiðsla fengizt samkvæmt höfða tölureglum í nefndinni, var þetta mjög hæpin afgriðsla á svo alvarlegu máli. Vanræksla sambandsstjórnar Jón Sigurðsson sagði, að það væri erfitt að gagnrýna sambands stjórnina fyrir það sem hún hefði gert, því' að það væri svo lítið sem hún hefði gert, stærstu ávít- urnar ætti hún skilið fyrir það sem hún hefði ekki gert. Sem dæmi um vanrækslu sambands- stjórnarinnar nefndi hann, hve stjórn ASÍ hefði dregið að halda sjómannaráðstefnur um kjara- Ekkert „samráð“ við verka- lýðinn En hvað gerðist? Þegar tillög- ur ríkisstjórnarinnar komu fyrir 19- manna nefndina, þá spurðu nefndarmenn: Er einhverju hægt að breyta? Svarið var: Nei, það er annað hvort að skrifa upp á víxilinn með ríkisstjórninni eða segja nei. Forseti Alþýðusambandsins og ríkisstjórnin hafa með þessu brugðist trausti fólksins. Þau hafa ekki leitað samráðs við vinnustéttirnar, því þetta er ekki að leita samráðs. Næst vék Jón Sigurðsson að því, að háværar raddir væru um það, að nú þyrfti að velja stjórn ASÍ eins stéttarlega sterka og hægt væri. Ýmis rök hnigu að því að stjórnin yrði ekki veru- lega sterk, nema í henni væru starfandi fulltrúar stærstu verka- lýðsfélaganna. Nú er það svo, að á Alþýðu- sambandsþingi eru starfandi hópar manna, sem aðhyllast ýmsa flokka, og hljóta allir full- trúarnir að vera jafn réttháir, hvaða flokki, sem þeir tilheyra. Þessar blokkir hafa svo komið sér saman um forystumenn og hefur verið rætt um það milli okkar í Alþýðuflokknum og for- ystumanna Alþýðubandaiagsins, að koma á slíkri faglegri stjórn, en árangurinn er enginn. Að vísu er ekki nóg að koma sér eingöngu saman um, hvaða menn eigi að sitja í stjórninni, heldur þarf einnig samkomulag um stærstu málefni. í þessu sam bandi benti ræðumaður á að sam komulag hefði náðst varðandi grundvallaratriði í skipulagsmál- um og ekki ætti heldur að bera svo mjög á milli í efnahagsmál- unum. tekt á þjóðarbúinu færi fram augsýn þjóðarinnar. Erlendir sér fræðingar hefðu komið og farið en skýrsla þeirra hefði aldrei verið birt, og ætti þjóðin þó heimtingu á að fá að vita hvað í henni hefði falizt. Pétur sagði, að þegar jólagöf ríkisstjórnarinnar kom fram 1956 hefði slegið óhug á þjóðina. Þeir sem lofað höfðu að engar nýjar álögur yrðu lagðar á almenning og engin gegnislækkun fram.' kvæmd, kölluðu þetta millifærslu leið. Þó hefur einn af hagfræð ingum kommúnista lýst því greinilega yfir, að þetta væri dulbúin gengislækkun og vitað er, að með þessum ráðstöfunum voru lagðir 300 milljón króna skattar á almenning. Kaupmáttur rýrnaði Ræðumaður benti á ýmsar mót sagnir, sem komið hafa fram í skýrslu miðstjórnarinnar, svo sem þegar þar segir á einum stað að ekki hafi verið tímabært að leggja til almennra samningsupp sagna að svo stöddu en á öðrum stað segir, að vísitala kaupmátt arins hafi verið lægri nú en 1956 og því bætt við, að í rauninni sé kaupmátturinn ennþá lægri vegna þess að hann sé miðaður við vísitöluvörurnar, en að á lögurnar hafi komið að minnst um hluta á þær. Þá er hvergi í skýrslunni minnzt á vísitölustig- in 6, sem tekin voru af launþeg- um. Þá benti ræðumaður einnig þá mótsögn, að í skýrslunni væri veitzt að Sjálfstæðisflokknum fyrir að hafa magnað til samn ingsuppsagna og verkfalla árið 1957. En síðar í skýrslunni sé hins vegar ekkert talað um, að neinir Framh. á bls. 22 Af litlu að státa Flestum mun hafa fundizt for. seti Alþýðusambands íslands hafa af litlu að státa, er hann rakti ,,a.frek“ vinstri stjórnarinn- ar og Alþýöusambandsstjórnar, er þing samtakanna var sett í fyrradag. Sannleikurinn er sá, að aldrei hefur nokkur maður af- hjúpað eins greinilega getuleysi sitt, yfirborðshátt og flumbru- skap og núverandi forseti ASÍ á sl. tveimur árum. Hann sagði verkalýðnum að hann ætti ný og varanleg úrræði til úrlausnar öll- um \anda án þess að nokkurra fórna þyrfti að krefjast af „al- þýðunni“. Fyrsta verk hans var að leggja 300 millj. kr. nýja skatta a hana og síðan 8—900 millj. kr. nýja skatta. Hann lét það verða sitt fyrsta verk í vinstri stjórninni haustið 1956 að taka af verka- lýðnum alla kauphækkunina, sem hann knúði fram vorið 1955. Önn- ur úræði átti hann ekki til. Þessi „árás á verkalýðinn“ var eina leiðin, sem hann eygði til bjarg- ar! Sjö spurningar — en ekkert svair Svo kemur þessi úrræðalausi en kokhrausti maður fram fyrir 26. þing verkalýðssamtakanna enn úrræðalausari og stefnu- lausari en nokkru sinni fyrr. Hann varpar fram að minnsta kosti 7 spurningum um leiðir, sem „ýmsir ræði um“. Hann spyr hvort verkamenn vilji gefa eftir 10—15 stig af kaupi sínu svo hægt sé að halda vísitölunni í 185 stigum, hvort bændur vilji gefa eftir líka, hvort ríkisvaldið geti ekki lækkað húsaleigu, hvort hægt sé að lækka heildsöluálagn- ingu, hvort hægt sé að lögbinda kaupgjald og verðlag, hvort hægt sé að afnema vísitölukerfið og hvort hægt sé að binda kaupgjald um einhvern óákveðinn tíma. Þetta sagði forseti Alþýðusam- bandsins að væru spurningar og leiðir, sem „ýmsir ræddu um“. En hann svaraði sínum eigin spurningum engu. Hann var ger- samlega úti á þekju um svör við þeim. Hálft þriðja ár í ríkisstjórn Þessi maður, sem spurði sjálf- an sig sjö spurninga og gat engri svarað, hefur setið hálft þriðja ár í ríkisstjórn og sagzt vera að vinna þar fyrir verkalýðinn. Hann sagði verkalýðnum að hann ætti ráð við öllum vanda fyrir rúmum tveimur árum. Hann lofaði upp á æru sína að fram- fylgja því „lágmarksskilyrði verkalýðssamtakanna" að leggja ekkj nýja álögur á alþýðuna“. Nú kemur þessi sami maður fram fyrir þing verkalýðssam- takanna og verður að játa að verðbólga og dýrtíð sé að eyði- leggja afkomugrundvöll fólksins. Hann verður líka að játa að hann kunni engin ráð við vandanum. Hann getur aðeins varpað fram spurningum, sem hann á engin svör við. Þannig hefur lífið sjálft, reynslan og raunveruleikinn sannað getuleysi hans til þess að að standa við stóru orðin. Allt er þetta mjög athyglisvert fyrir hið fjölmenna þing íslenzks verkalýðs, sem nú situr að störf- um. Fólkið í verkalýðssamtök- unum um iand allt veitir þessari staðreynd einnig athygli. Reynsl- an er ólygnasti dómarinn. Rétt- dæmi þess dómara er örugglega hægt að treysta. En þá verður líka allt skynsamt fólk að hafa manndóm og þroska til þess að taka afleiðingunum af dómi reynslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.