Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 20
20 MORCVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. nóv. 1958 „Það er ekki í góðu lagi“, sagði tuann. „Andlitslitur hans er ekki lengur góður og hann andar óró- lega. Getur þú létt þrýstingnum ú lungað?“ Súsanna dró fingurinn að sér og beið grafkyrr. Svæfingarlækn- irinn gaf meira súrefni, og hjart- að náði sér hægt og hægt og fór að slá reglulegar, andardráttur- inn varð aftur reglulegur og heil- brigður litur kom aftur á and- litið. Súsanna stóð grafkyrr og beint á móti henni beið Leif þess, að hættan liði hjá. Þegar hún leit á hann, hnei’gði hann höfuðið lítið eitt eins og til þess að hughreysta hana. Hann skildi eins vel og hún sjálf, hvað var í veði þessar mín- útur, vissi að þau voru algerlega vanmegnug þangað til svæfingar- læknirinn hafði gert það, sem hann gat. Við hlið þeirra beið skurðstofu- hjúkrunarkonan, án þess að gefa til kynna kvíða eða ofvæni með nokkurri hreyfingu eða hlj 'ði. „Nú er hann í lagi aftur, hald- ið áfram“. Það var hin rólega rödd svæfingarlæknisins og í sömu svipan hröðuðu þau Súsanna og Leif sér að taka aftur til starfa. Þau vissu bæði, að ekki var tími til að starfa hægt og gætilega. Það voru viðkvæm líffæri, sem þau voru að eiga við, og þar sem það nú hafði komið fyrir, að trufl an var á hjartslætti og andar- drætti, þá mátti búast við því, að það kæmi fyrir aftur. Eina ráðið var að framkvæma aðgerðina á evo skömmum tíma, sem unnt var, og þar sem Súsanna hafði þegar gengið úr skugga um, að sjúk- dómsgreiningin var rétt, hafði hún ekki annað að gera en að fara eftir þeirri áætlun, sem hún hafði gert fyrirfram. 1 hægri hönd sér tók hún nála- haldarann með grófa silkiþræðin- nm. Hún beindi stungunni í Iykkju kringum vísifingurinn, sem hún hafði stungið aftur inn í opið. Þegar það var búið og hún náði í háða þráðarendana, hnýtti hún hnút á hann og herti á, svo að þráðurinn herpti saman opið á veggnum milli framhólfanna. Því næst fór hún að sauma saman hið Ekjótasta skurðina, sem hún hafði gert. Leif vann fljótt og vel við byrgingslega brosið og stöðuga hárlokkinn niður á ennið. Hann hlið hennar. Einu hljóðin, sem heyrðust, voru stutt skipun við og við og lítilf jörlegt hringl í verk færum, ásamt hinu reglulega hljóði í svæfingartækinu. Súsanna leit ekki upp, ekki held ur þegar komið var að hinum langa skurði gegnum húðina. — Leif hjálpaði henni til að sauma, spor eftir spor í langri röð. Svæf- ingarlæknirinn fylgdist með gtarfi þeirra, jafnframt því sem hann hafði gætur á áhöldum sínum. Það var hans starf, að koma sjúklingn um aftur til meðvitundar og helzt sem fyrst. Þegar læknarnir fóru að loka sárinu, var hann þegar farinn að minnka gjöfina, og þeg- ar Súsanna og aðstoðarmaður hennar kinkuðu þreytulega til hans kolli, þökkuðu honum og fóru frá skurðarborðinu, var Tóm as að því kominn að vakna. „Pú!“ Súsanna fletti gúmmí- hönzkunum af sér, reif af sér munnbindið og lét kalt vatnið renna yfir hendur sínar. Hún fann til magnleysis í hnjánum eft ir hið andlega álag og erfiða verk því að hún hafði verið milli vonar og ótta, það var hún manna fyrst til að viðurkenna. Hún leit á klukkuna. Það var liðinn hálfur þriðji klukkutími síðan þau byrj- uðu. Þegar hún leit til baka, þá var eins og aðeins hefði verið um tíu mínútur að ræða, en um leið fannst henni, að þau hefðu staðið við skurðarborðið í tíu langar — óendanlega langar — klukkustund ir. —. Hún skolaði líka á sér andlitið og naut þess, að fá kalda vatnið, eftir hitann í skurðstofunni, og LeiE sem fór að dæmi hennar, sagði: „Það er eins og að hafa verið í gufubaði“. Hann leit í spegilinn. „Og skeggið hefur vaxið að minnsta kosti þrjá millimetra", bætti hann við í kvörtunarróm. „Það ættu að vera rakarastofur utan við skurðstofurnar“. „Og vel búið borð, og síðan djúp ur hægindastóll og góð bók“, sagði Súsanna. „En maður má vera ánægður, ef hægt er að komast upp í matstofuna og fá sér brauð bita, áður en hringt er aftur", „Það er ekki svo fráleitt“, sagði Leif hlæjandi. „Eigum við að skreppa upp og fá okkur eitthvað að borða, áður en nokkur kemst að því, að við erum búin hérna?" t ,„Tá, en ég verð samt að hringja til ungfrú Corell og segja henni, hvernig á að fara með drenginn fyrst um sinn“. Þegar hún gekk að símanum, sá hún að hjúkrunarkonurnar voru að enda við að leggja umbúðirnar á Tómas og svæfingarlæknirinn stóð upp til þess að sjá, þegar drengurinn vaknaði. Hún vissi, að það var þýðingarlaust, að reyna að tala við hann ennþá. Svo kom deildarhjúkrunarkon- an í símann og Súsanna sagði: „Viljið þér sjá um, að hann fái eitthvað róandi, ef hann hefur verki fyrstu klukkustundirnar. — Annars á hann aðeins að hafa næði, og þegar hann hressist, á hann að fara að hósta og ná upp úr sér. Þar að auki á að taka röntgenmyndir af lungum hans daglega fyrst um sinn og mæla blóðþrýstinginn. Ég lít inn til hans sjálf seinna í dag, þegar ég má vera að því. En gætið vel að honum“. Það sátu nokkrir kandidatar og aðstoðarlæknar í matstofunni og samræðurnar voru léttar og fjör- ugar, en Súsanna átti, aldrei þessu vant, dálítið erfitt með að samlagast þeim. Það var hvort tveggja, að hún var þreytt og þurfti að búast til starfa dagsins, — og svo hafði hún allt í einu farið að hugsa um Rolf Agréus. En hvað.hann ætti illa heima í þessum hóp, hugsaði hún ósjálf- rátt. Reyndar skorti hann ekki gamansemi, en hann lét sjaldan á henni bera, þegar hann var með ókunnugum. Það var í rauninni furða, að henni féll svo vel að vera með honum og að þau áttu svo mörg sameiginleg áhugamál, enda þótt þau lifðu í svo ólíku um- hverfi. Það kom nú reyndar oft fyrir, að hún þreyttist dálítið á því, að vera eingöngu með starfssystkin- um sínum, læknunum. Það var of tilbreytingarlaust og það var nærri eingöngu rætt um sjúklinga og aðgerðir. Henni fannst það in- dælt, að geta farið heim til sín á kvöldin, farið í hversdagsfötin, hlustað á tónlist eða verið með fólki, sem ekki var í sambandi við sjúkrahúsið — til dæmis Kurt. Súsanna brosti háðslega. Hvernig sem hún fór *.ð, þá kom hann fram í huga hennar með sjálf- var viðkunnanlegur og henni þótti mjög vænt um hann. Hann hressti hana með glaðlyndi sínu, kom henni til að hlæja hjartanlega, þegar hann var að draga dár að broddborgurum og skemmti henni með öllu því, sem fyrir hann hafði komið, þegar hann var úti að hafa tal af fólki, bæði kunnugum og ókunnugum. „Það er hægt að sjá það á Ijóm anum í augum hennar, að hana er að dreyma um ást“, sagði Leif skyndilega. Súsanna hrökk við og hin hlógu öll og væntu þess bersýnilega, að hún svaraði einhverju hnittilegu. En aldrei þessu vant brosti hún aðeins dálítið utan við sig, stóð upp og þakkaði fyrir þægilega samveru. „En þú heyrðir ekki orð af því, sem við hin sögðum“, andmælti Leif, þegar þau voru á leiðinni að lyftunni. „Þú getur þó líklega tal- að við gamlan kunningja í trún- aði“. Súsanna yppti öxlum. „Æ, ég var aðeins dálítið þreytt og annars hugar", sagði hún. — „Það var ekki neitt“. Þau skildu fyrir utan lyftuna, en Leif stóð kyrr og horfði á eftir henni. „Ekki neitt? Það er vani að segja það, þegar menn kæra sig ekki um að segja það sem þeir hugsa“, tautaði hann. Svo gekk hann hægt upp á kandidatagang- inn, Súsanna hét því með sjálfri sér, að hún skyldi aldrei framar sitja og láta hugann reika, þegar hún væri uppi í matstofunni. Hún fór skyndiferð til sjúklinganna á deildinni og ræddi um nokkur til- felli við deildarhjúkrunarkonuna. Tómas var farinn að ná sér lít- ið eitt, en var enn mjög máttfar- inn, eftir því sem ungfrú Corell sagði. Súsanna gekk ein inn til hans, talaði lágt við hann og hélt í höndina á honum dálitla Stund. Honum virtist verða gott af því. Hann sofnaði á meðan hún sat hjá honum og hún læddist gætilega út aftur. Um leið kom símakvaðning til hennar, og þótt hún vissi mæta vel, hver það væri, beið hún af ásettu ráði andartak, áður en hún svaraði. „Bergmann læknir? Það er Rolf Agréus. Ég átti að hringja um þetta leyti“. „Það gekk vel. Aðgerðinni er lokið“, svaraði Súsanna fljótt. „Nú verðum við aðeins að vona, að hann hressist eins fljótt. Hann var einmitt að sofna“. „Er nokkur hætta á fylgi-kvill- um?“ Það var mikil hræðsla í hinni djúpu rödd hans. „Það er alltaf hætta á því, og einkum eftir slíka aðgerð. En við skulum gera allt fyrir hann, sem við getum og hjúkra honum og hugsa um hann á bezta hátt“. „Það efast ég ekki um“. Það kom allt í einu einkennilegur aukahreimur í rödd málafærslu- BÓKAUPPBOÐ verður í Sjálfstæðishúsinu á morgun (föstudag) kl. 5. — Bækurnar eru til sýnis í litla salnum frá kl. 2—6 í dag og kl. 10—4 á morgun. Þeir, sem selja vilja málverb á síðasta Iistmunauppboði mínu fyrir jól, ættu að hafa tal af mér sem allra fyrir. Listmunaunnboð Sisrurðar Benediktssonar. Austurstræti 12. Sími 13715 œ t Ú ó STOP him/ ...HE SHOULD BE PUNISHED/ X GUES3 ANDV DID MORE THAN ANVONE, MONTE/ MARK, WE ARE GRATEFUL FOR WHAT VOU'VE PONE » FOR US...BIG WALKER^ ^ WAS AN EVIL I s—T INFLUENCE/ Æ> Monte CHEE AND MARK TRAIL HAVÍ FINALLV CONVINCEP THE NAVAHOS THAT BIG WALKER HAS KILLED THEIR SHEEP ( r WANT ■” TO GIVE VOU A SMALL TOKEN OF MY APPRECIATION, . MARK... . LET HIM ^ GO//...HE'S AN OLD MAN AND HE WON'T BULLV US AGAIN/ 1) Mohti og Markúsi hefur loks tekizt að sannfæra Indián- ana um, að Göngugarpur hafi drepið fé þeirra. „Stöðvið hann! Við skulum launa honum lambið gráa!“ „Látið hann eiga sig. Hann er gamall maður, og hann ónáðar okkur áreiðanlega ekki framar“. 2) „Við erum þér þakklát fyr- ir það, sem þú hefur gert fyrir okkur, Markús. Göngugarpur var mikill óþurftarmaður“. „Það er Andi, sem á allan heiðurinn af þessu“, segir Markús. 3) „Mig langar til að gefa þér ofurlítinn grip sem vott um þakklæti mitt, Markús“. mannsins og það var að heyra, eins og hann ætlaði að halda áfram, en í stað þess þagnaði hann stutta stund. „Hvenær má ég heimsækja hann?“ spurði hann síðan. „Já, í dag eigum við að láta hann vera algerlega í friði“, svar- aði Súsanna og hún gat heyrt það sjálf, hve ópersónuleg hún var í máh’ómnum, „«n lítið hingað inn seinni hluta dags á morgun, þá getið þér fengið að heilsa hon- um augnablik". „Þökk fyrir!“ J?ödd hans var nú mildari og hann flýtti sér að segja: „Þakka yður fyrir að þér hafið gert á honum aðgerðina“. „Þér megið trúa því, að ég er sjálf fegin því, að það gekk svona vel“, svaraði Súsanna. „Það var, eins og ég bjóst við, gat í hjart- anu — og það er að minnsta kosti ekki lengur“. „Nei, yður hefur áreiðanlega tekizt það ágætlega. Þökk fyrir aftur — og verið þér sælar“. Súsanna lagði heyrnartólið frá sér, undarlega rugluð. Hann virt- ist einkennilega breyttur og hún gat ekki gert sér grein fyrir því, hver ástæðan gæti verið. Hún var mjög þreytt, þegar hún þom heim um kvöldið. Hún fór í síðbuxur og treyju, bjó sér til léttan kvöldmat og settist við útvarpið. Hún hafði kaffibolla við hliðina á sér og vindling í hend- inni og hún ætlaði ekki að gera neitt, — nema að hlust-a á útvarp ið. En í sama bili var dyrabjöll- unni hringt. Hana langaði í fyrstu til að opna ekki, en svo stóð hún upp með illu geði. ,,Kurt?“ Hinn Vbetranlegi maður stóð og hallaði sér upp að dyrastafnum með súkkulaðiöskju í hendinni og horfði brosandi á hana. Hann sagði ekki neitt, en það var óvenju leg alvara í augnaráðinu, þegar hann horfði á hana. „Komdu þá inn fyrir", sagði hún og tók í handlegg hans, dró hann inn fyrir og lokaði dyrun- um. „Já, ef þú vilt fyrirgefa mér öll þau heimskupör, sem ég hef gert, auk þeirra, sem ég áreiðanlega á eftir að gera framvegis". SHUtvarpiö Fimmtudagur 27. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Á frívaktinni — sjq- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlustendur (Gyða Ragnarsdóttir). 10,50 Framburðarkennsla í frönsku. 19,05 Þingfréttir. — Tón leikar. 20,30 Erindi: Afbrotamál unglinga (Séra Jakob Jónsson). 20,55 Úr tónleikasal: Jussi Björ- ling syngur í Carnegie Hall í New York; Frederick Schauwecker leik ur undir á píanó (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Útnesjamenn"; XIV. (Séra Jón Thorarensen). 22,10 Kvöldsagan: „Föðurást“ eftir Selmu Lagerlöf; XVIII. — sögulok (Þórunn Elfa Magnúsdótt ir rithöfundur). 22,30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 23,00 — Dag- skrárlok. Föstudagur 28. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18,30 Barnatími: Merkar uppfinn ingar (Guðmundur Þorláksson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í spænsku. 19,05 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.), 20,35 Kvöldvaka: a) Er- indi: Með vesturflokk á Eyvindar staðaheiði (Hallgrímur Jónasson kennari). b) Islenzk tónlist: Is- lenzkir kvartett-a.r syngja (plöt- ur). c) Rímnaþáttur í umsjá Kjartans Hjálmarssonar og Valdimars Lárussonar. d) Upp- lestur: „Við sem byggðum þessa borg“, bókarkafli (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 22,10 Erindi frá Arabalöndum; I: Sýr- land (Guðni Þórðarson blaðamað- ur). 22,35 Dægurlög frá Italíu (plötur). 23,10 Dagskrárlok. VIKAI BLAOID YKKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.