Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUWItLAÐIÐ
Fimmtudagur 27. nóv. 1958
ÞAÐ mun óhætt að fullyrða, að
nú sé sá timi sem frímerkjasafn-
arar hafi hvað mestan áhuga á,
að hugsa um söfn sín, jafnvel
þótt komið sé nærri jóium, en
það er óneitanlega ákjósanlegur
tími, þegar dagur er stuttur að
sýsla við frímerkjasöfnun að
loknu dagsverki. Vitað er að
aldrei áður hefur verið eins mik-
111 áhugi ríkjandi í frímerkja-
söfnun hér á landi sem nú, og
má það m. a. þakka Félagi frí-
merkjasafnara, og er það ánægju
legt að vita hve margir unglingar
hafa byrjað söfnun frímerkja,
sem getur orðið þess valdandi,
að mörg ágætis söfn verði til hér
á landi áður en mörg ár líða.
XJngu safnarar! Verið vandvirkir
í byrjun og safnið aðeins hrein-
um og ógölluðum frimerkjum,
þá munu söfn ykkar verða verð-
mætari strax á byrjunarstigi.
ISl
Ný íslenzk frimerki. Innan
fárra daga eða eins og tilkynnt
hefur verið, verða gefin út 1.
desember, tvö frímerki með
mynd af íslenzka fánanum og
eru verðgildi þeirra kr. 3,50 og
kr. 50,00. — Litir þessara merkja
eru fagrir, þótt blái liturinn beri
merkin ofurliði en fáninn okkar
er fagur hvar sem er, enda eru
íslenzk frímerki með mynd af
fánanum ávallt mjög eftirsótt og
þykja fegúrst frímerkja okkar.
Það er ekki víst að öllum frí-
merkjasöfnurum finnist lögun 50
kr. merkisins smekkleg og einnig
hafa safnarar talað um hátt verð-
gildi núna rétt fyrir mesta út-
gjaldamánuð ársins, en 50 króna
frímerki eru nauðsynleg á ýmsar
póstsendingar, peningabréf, póst-
ávísanir, böggla og þung bréf
sem sendast eiga loftleiðis til út-
landa, vegna þess að póstburðar-
gjöld hafa hsekkað allverulega
hin siðari ár.
Þá verða gefin út tvö ný frí-
merki þann 9. des. nk., en verð-
gildi þeirra eru 2 og 4 krónur,
með mynd af gamla stjórnarráðs-
húsinu við Lækjartorg, því mik-
ið þarf af 2 krónu frímerkjum
m. a. á jólabréfin sem send verða
innan póstumdæmis Reykjavík-
ur. Frímerki þessi eru prentuð
hjá þekktu fyrirtæki í Sviss, sem
prentar frímerki fyrir fjölda ann
arra þjóða og er það í fyrsta
sinn, sem íslenzk frímerki eru
prentuð þar i landi, en Svisslend-
ingar eru þekktir fyrir hvers
konar vandaðar litprentanir og
þá m. a. á frímerkjum. Þessi
nýju 2 og 4 króna merki eru ein-
lit, 2 kr. merkið grænt og 4 kr.
merkið rauðbrúnt og hefur lita-
val þeirra tekist með ágætum og
merkin prentuð á vandaðan papp
ír. Það er því ánægjuefni að fá
tilbreytni í íslenzka frímerkjaút-
gáfu.
að bera saman verð það á ís
lenzkum merkjum sem nú er þar
skráð og verðið í síðustu útgáf-
um. MICHEL verðlistinn getur
um töluverðar verðhækkanir á
íslenzkum og erlendum frímerkj-
um og í flestum þeirra verðlista
er ég hefi lauslega litið yfir, hafa
eldri útgáfur af íslenzkum
merkjum hækkað töluvert.
Þá skal aðeins getið íslenzka
verðlistans „íslenzk frímerki",
sem út er gefin af ísafoldarprent-
smiðju, en þetta er í annað sinn
Sænska merkið útgefið 20.
þ. m. til minningar um
Selmu Lagerlöf.
sem hann kemur út. Söfnurum
ber ekki saman um verð það á
íslenzkum merkjum sem þar er
skráð og þótt ýmislegt hafi verið
lagfært frá fyrri útgáfu, þá vant-
ar mikið á, að verðlisti þessi sé
þannig úr garði gerður, að vel
Nýtt Canada-frímerki
megi við una fyrir íslenzka frí-
merkjasafnara. Ef t. d. borin er
saman verðskráning í listanum
(1959) á 25 kr. Alþingishússmerk
inu, sem út var gefið 1952, og
stimplað á útgáfudegi, þar sem
það er virt á 60 krónur og svo
þegar AFA skráir þetta sama
merki á 35 danskar krónur (marg
faldað með 3), þá renna á menn
tvær grimur, um eftir hverjum
þeirra skal farið ef um kaup
Sameinuðu þjóðirnar gefa
út snemma á næsta ári tvö
ný flugfrímerki og er þetta
mynd af öðru þeirra.
eða sölu á þessu fyrstadagsum-
slagi er að ræða.
Erlend frímerki. — Mikið af
nýjum frímerkjum hafa komið
út síðustu vikur en að þessu sinni
verður aðeins fárra þeirra getið
hér, en að vanda, birtast hér
myndir af nokkrum nýjum er-
lendum merkjum. Filippseyjar
gáfu nýlega út minningarfrí-
merki í tilefni 50 ára afmælis há-
skóla eyjanna. Svíþjóð gaf út frí-
merki til minningar um Selmu
Lagerlöf. Kanada og Bandaríki
N-Ameríku með mörg ný merki.
Og einnig skal þess getið hér, að
af útgáfum Brússel sýningar-
merkjanna, hafa Rúmeníu og
Vatikan merkin hækkað allveru-
lega undanfarnar vikur.
Það hefur átt sér stað, að fylgi-
bréf innlendra bögglapóstsend.
inga hafa látið lit á þann hátt, að
þegar frímerkin af þeim hafa
verið fjarlægð með þeim aðferð-
um sem safnarar nota, þ. e. að
bleyta þau upp í vatni, þá hefur
rauður litur komizt í frímerkin.
Þetta á þó ekki við allar tegundir
fylgibréfa, en stjórn Félags fri-
merkjasafnara átti nýlega tal við
póststjórnina um þetta mál og
var því vel tekið, að þetta skyldi
lagfært. Mörg önnur mál sem
varða frímerkjasafnara bíða úr-
launsar félagsins og væntir
stjórn þess, að áframhaldandi
samvinna geti orðið milli ís-
lenzku póststjórnarinnar og Fé-
lags frímerkjasafnara.
— J. Hallgr.
Ný frímerki frá Bandaríkjum Norður-Ameríku.
MED CATERPILLAR BATAVELUM
Það fer enginn tími til spillis í óþarfa vafstur við vélina,
sé CATKRPILLAR í bátnum. —
CATERPILLAR DIESEL BÁTAVÉLIN er örugg og spar-
neytin. Hún er teiknuð og framleidd með það fyrir augum að
færa bátinn heilan í höfn, og erfiða á fullri ferð í langan
tíma án þess að slá nokkurn tíma feilpúst. Hver olíudropi er
hreinsaður með olíufilterum, svo að allar olíuleiðslur eru á-
vallt hreinar og tryggja því betra aðrennsli.
Hvernig sem báturinn vaggar og veltur eru allir mikilvæg-
ir hlutar vélarinnar ávallt vel smurðir úr hreinsaðri olíu með
þrýstismurdælu. Engrar sérstakrar gæzlu er þörf meðan
verið er við veiðar, þannig að allir menn geta verið á dekki.
Vér aðstoðum og leiðbeinum yður við val réttrar teg-
undar í bátinn. — Leitið nánari upplýsinga.
ij<
Frímerkjaverðlistar. Um þá
nýju erlendu frímerkjaverðlista
(1959), sem *ú hafa flestir borizt
hingað er margt að segja og ekki
ber verðskráningu íslenzkra frí-
merkja í þeim saman, en hér skal
aðeins stiklað á stóru. T. d. eru
margar breytingar í AFA og
FACIT listunum og er fróðlegt
Annars var það mjög virðingar
vert framtak að ráðast í útgáfu
á íslenzkum frímerkjalista, en til
þess að hann nái útbreiðslu og
komi fyllilega að notum, þarf
gagnger endurskoðun að fara
fram á verðskráningu þeirri er
þar getur.
wnpmrasqaaanE?
JÍMMw
Háskólafrímerki Filippseyja,
AvmtM *
1*1111 ti’PIM N
Einkaumboðsmenn:
Heildverzlunin
Hekla h.f.
Hverfisgötu 103, sími 11275