Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1958, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐIP Fimmtudagur 27. nóv. 1958 ATÖKIN UM BERLÍN BERLIN er eins og eyja í hafi, umkringd af her- námssvæði Rússa og þeim löndum sem kommúnistar ráða austan járntjalds. Borginni er eins og kunnugt er skipt í tvennt, svæði, sem Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn réðu yfir eftir stríðið, voru sameinuð í Vestur- Berlín sem tilheyrir Vestur- Þýzkalandi en austurhlutinn er á hernámssvæði Rússa og tilheyr- ir járntjaldslöndunum, eins og það er kallað. Allar hernáms- þjóðirnar hafa vissum skyldum að gegna í borginni og hafa gert um það samning sín á milli og fer skipting borgarinnar eftir honum. k Nú bar svo við, að fyrir nokkru hélt Krúsjeff ræðu í Moskvu, þar sem hann lýsti því yfir, að tími | væri kominn til I þess að þær þjóð i ir, sem hefðu ' undirritað Pots- | dam-sáttmálann, | ættu að hætta | við allt hernám í Berlín. Sovét- > ríkin ætluðu sér að afhenda Aust ur-Þjóðverjum Krúsjeff Austur-Berlín að fullu og öllu og draga sig þaðan til baka. Sagði Krúsjeff að ef Vesturþjóðirnar vildu eitthvað við Austur-Þjóð- verja tala um Berlín, þá væri það þeirra mál, en við Rússa yrði þá ekki lengur hægt að ræða um stöðu Berlínar. Þetta var óðar skilið sem svo, að með þessu væru Rússar raun- verulega að afhenda Austur- Berlín í hendur Austur- Þjóðverjum og væru að koma því þannig fyrir, að Vesturþjóð- irnar yrðu neyddar til þess að ræða við austur-þýzku stjórnina en hún hefur aldrei verið við- urkennd af þeim. Með þessu skákbragði ætluðu Rússar sér að koma Austur-Þjóðverjum í tölu þeirra landa sem Vesturþjóðirn- ar yrðu neyddar til að ræða og semja við. Berlínarmálin hafa að visu Iengi verið á dagskrá og hafa alla tíð verið mjög „brennandi", eins og það var orðað, en síðan þessi atburður gerðist, hefur þó enn meiri hreyfing komið þar á. Nokkrum dögum áður en Krúsjeff hélt ræðu sína, lýsti Dulles utanríkisráðherra Banda- ríkjanna því yfir, að Bandaríkja- menn hefðu skuldbundið sig til þess að vernda frelsi Vestur- Berlínar og ef nauðsyn krefji, með hervaldi. í sambandi við hin nýju átök um Berlín hafa svip- aðar yfirlýsingar komið frá London og París og Bonnstjórnin hefur ekki farið dult með það, að Vestur-Þjóðverjar stæðu með íbúum Vestur-Berlínar gegnum þykkt og þunnt. Eins og áður var vikið að, er Berlínarborg eins og eyja og hef- ur líka mjög á það reynt, hvern- ig komið er fyrir henni. Fyrir nokkrum árum eða 1948 til 1949 gerði Stalín tilraun til þess að svelta Vestur-Berlín inni með því að banna allar samgöng- ur á landi til hennar. Var þá tekin upp hin svonefnda flug- brú, sem gerði það að verkum, að Rússar urðu að láta af fyrir- ætlun sinni. Var þá allt nauð- synlegt flutt til borgarinnar flug- leiðis um langan tíma. Nú hefur þýzka stjórnin og íbúar Vestur- Berlínar sett undir þennan leka og á undanförnum árum hefur óhemju miklu af alls konar nauð- synjavörum verið komið í geymslu til þess að unnt væri að grípa til þeirra, ef Rússar tækju aftur til sömu bragðanna. Borgarstjóri í Berlín er Willy Brandt, sem tók við af hinum fræga Ernst Reuter, sem mestan orðstír gat sér, þegar loftbrúin stóð yfir. ★ í sambandi við yfirlýsingu sína um að hann mundi afhenda Austur-Þjóðverjum hlutdeild Rússa í Berlín, lét Krúsjeff það færi ekki ganga sér úr greipum, að reyna að rægja Vesturþjóð- irnar og Þjóðverja. Sagði hann að Vestur-Þjóðverjar væru nú orðnir svo öflugir, fjárhags- lega og iðnaðarlega, að þeir væru orðnir hættulegir keppinautar fyrir Breta, Frakka og fleiri. Lagði hann mikla áherzlu á, að það væri sameiginlegt hagsmuna mál Rússa og annarra að halda Þjóðverjum á allan hátt sem mest niðri. Krúsjeff lét ennfremur í ljósi, að Þjóðverjar væru hvergi nærri öruggir bandamenn, því að um það væri að ræða fyrir þá að forðast kjarnorkustyrjöld og nýjar hörmungar, sem væru þjóðinni enn í fersku minni frá stríðsárunum, þá mundu þeir snúa sér til austurs frekar en vesturs og benti í því sambandi á samninginn, sem Hitler og Stalín höfðu gert. Þannig notaði Krúsjeff tækifærið til mikils á- róðurs gegn Vestur-Þjóðverjum og reyndi eftir mætti að spilla samstarfi annarra Vesturlanda við þá. Eftir að Krúsjeff hafði haldið ræðu sína, var á hverjum degi búizt við því, að hann mundi gera alvöru úr því, sem hann hafði boðað, en úr því varð ekki. Dagarnir hafa liðið án þess að Krúsjeff hafi afhent Austur-Þjóð verjum hinn rússneska hluta Berlínar, eins og hann kvaðst mundu gera. En Þjóðverjar í vestri og aðrir sjá, að það sem Krúsjeff boðaði blasir við og hafa Þjóðverjar mjög rætt um að kalla saman fund æðstu manna innan NATO til þess að ræða þetta alv- arlega mál. ★ Hvað fyrir Krúsjeff vakir í einstökum atriðum virðist ekki vera fullljóst, en talið er að með hinum nýju aðgerðum sé hann að styrkja aðstöðu Austur-Þjóð- verja, eins og bent hefur verið á hér á undan og að hann ætli sér að nota Berlín til þess að knýja Vesturlöndin til þess að gera nýtt samkomulag um borg- ina, þar sem Þjóðverjum verði boðið upp á eins konar samein- Grotewohl ingu, en þó þannig að austur- þýzka kommúnistastjórnin haldi öllu sínu. Hvernig þessu ætti svo nánar að vera komið í fram- kvæmd vita menn ekki. Vestur- Þjóðverjar og Vesturlönd hafa boðið Rússum að sameiningin færi fram á þann hátt, að frjáls- ar kosningar færu fram í öllu landinu en það veit Krúsjeff að mundi þýða algeran ósigur aust- ur-þýzku kommúnistastjórnar- innar. Þar með væri Grotewohl- stjórnin úr sögunni. Rússar hafa því aldrei viljað ljá máls á neinu í þá átt, en hvort Krúsjeff tekst nú að ná nýju samkomulagi við Vesturlönd, þar sem austur-þýzka ríkisstjórnin verði samþykkt, leiðir framtíðin í Ijós, en eins og nú standa sakir virðist ekki blása byrlega fyrir því, þar sem vestrænar þjóðir hafa lýst því yfir, hvað eftir annað, að þeir vilji ekkert við leppstjórn Rússa í Austur-Þýzkalandi tala. A¥ ♦ * BRIDGE ♦ * í SJÖTTU umferð sveitakeppni I. flokks hjá Tafl- og bridge- klúbbnum fóru leikar þannig: Zopus vann Harald ........ 44:29 Svavar vann Hörð.......... 82:24 Hákon vann Hafstein .... 44:38 Sigurleifur jafnt. Reynar . 43:41 Sveit Ingólfs er þá efst með 12 stig. — 7. umferð verður spiluð í kvöld. A ¥ ♦ * Hin árlega bridgekeppni starfs manna ríkisins stendur nú yfir. 10 sveitir taka þátt í keppninni að þessu sinni. Að loknum 5 um- ferðum er röð fjögurra efstu sveitanna þessi: Útvarps- og viðtækjaverzlun 9 stig, Brunabótafélag Islands 8 stig, Innflutnings- og verðlags- skrifstofan 7 stig, A-sveit stjórnarráðsins 6 stig. Sjötta umferð verður spiluð annað kvöld í Arnarhvoli. A ¥ ♦ * Úrslitin í sveitakeppni Bridge- félags Reykjavíkur eru nú hafin, taka fjórar sveitir þátt í þeirri keppni. Einni umferð er lokið og fóru leikar þannig, að Sigurhjört ur vann Hörð, en leikurinn milli sveita Stefáns og Ásbjarnar er óútkljáður. A ¥ ♦ * Spilið er hér fer á eftir kom fyrir í úrslitum sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur í leik milli sveita Stefáns Guðjohnsen og Ásbjarnar Jónssonar. Á öðru Tvœr nýjar Ijjáöabœkur Kristinn Pétursson hefur sent frá sér fjórðu ljóðabók sína. Nefnist hún „Teningum kastað“ og hefur að geyma 28 ljóð, meira eða minna bundin. Eru ljóðin mörg glettin og sum ádeilugjörn, en önnur stórpólitísk. Bókin er 64 bls. í stóru broti. Aðrar ljóðabækur Kristins Péturssonar eru „Suður með sjó“ (1942), „Sólgull í skýjum“ (1950) og „Turnar við torg“ (1954). Jón frá Pálmaholti hefur gefið út fyrstu ljóðabók sína hjá for- lagi Helgafells. Bókin nefnist „Ókunnir dagar“, og í henni eru 27 ljóð á 39 bls. Höfundurinn yrkir í frjálsu formi. Þrjú ljóð- anna eru þýdd af erlendum tung- um. borðinu sátu þeir Guðjón Tómas- son og Sigurður Helgason, N-S, og Guðlaugur Guðmundsson og Kristján Kristjánsson, A-V, og þar gengu sagnir bannig: s V N A 1 ¥ P 3 * P 3 ¥ P 4 G P 5 ♦ P 6 ¥ P P D Allir P A A K 7 V D 9 3 ♦ K G ♦ ÁD643 A D 9 2 A 10 5 4 3 N V 6 VK 10 8 2V A ♦ 10 9 8 7 ♦ Á 5 4 2 S 63 * 9 4» 10 5 2 A G 8 6 V Á G 7 5 4 ♦ D ♦ KG8T Suður fékk ekki nema 10 slagi og tapaði því 300. Segja má, að eftir opnun sé eðlilegt að Norður fari í slemmu, en þar sem spil Suðurs eru heldur léleg verður að telja opnun hæpna. Á hinu borðinu sátu þeir Stefán Guðjohnsen og Jóhann Jóhannsson, N-S, og Ásmundur Pálsson og Jóhann Jónsson, A-V. Þar gengu sagnir þannig: S V N A P P 1 G P 2 * P 2 G P 3 ¥ P 4 ¥ P 4 G P 5 ¥ P P P ður fékk hér, eins og á hinu borðinu, aðeins 10 slagi og tap- aði 50. Fékk því sveit Stefáns 250 fyrir spilið. Útsvarsskyldur í Reykja- vík en ekki í Sandgerði í HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í útsvarsmáli, en hér er um að ræða Svein Jónsson fram- kvæmdastjóra hf. Miðness í Sandgerði, en hreppsnefnd Mið- neshrepps höfðaði málið gegn Sveini. Hafði hreppsnefndin lagt á hann útsvar, en hann neitað að greiða það á þeim forsendum að skrifar úr dagieoq lífinu Aðsetursstaðir Fjalla- Eyvindar. Hraunbúi skrifar: „¥ sambandi við útvarpsþátt A Sveins Ásgeirssonar" Vogun vinnur, vogun tapar“, sunnudag- inn 9. þ. m., þar sem því var slegið föstu að Fjalla-Eyvindur hafi hafzt við í Hvannalindum, langar mig til að spyrja um hvort það sé nú almennt haft fyrir satt og hverjar rannsóknir hafi leitt til þeirrar niðurstöðu“. Það mun vera misskilningur hjá Hraunbúa að nokkru hafi verið slegið fóstu um þetta í spurningaþætti Sveins Ásgeirs- sonar. Spurningin var orðuð þannig: Nefnið 3 staði i óbyggð- um íslands, þar sem talið er að Fjalla-Eyvindur haíi haft aðset- ur? Þar sem þetta var 1. spurning í 1. áfanga, var hún viljandi höfð fremur létt. Sá, sem spurður var, Þórður Kárason, lögregluþjónn, nefndi þrjá staði, og voru Hvannalindir einn þeirra. Það var dæmt rétt, því sögur ganga um að Fjalla- Eyvindur hafi einhvern tíma hafzt þar við. Það mun þó ekki vera sannað, en líkur hafa verið að því leiddar. Talið er einnig, að Fjalla-Ey- vindur hafi hafzt við í Herðu- breiðarlindum, á Hveravöllum, í Arnarfelli og Eyvindarkofaveri, austur af Þjórsá. Það nægði því að nefna þrjá af þessum stöðum. Nú hefur hinn nýi spurninga- þáttur Sveins Ásgeirssonar verið þrisvar sinnum í útvarpinu, og méi virðist að hann ætli að verða bæði ánægjulegur og fróðlegur. Það er óneitanlega dálítið spenn- andi að vita hvort sá, sem spurð- ur er, getur svarað, áheyrendur bíða með eftirvæntingu. Sumir þykjast vita hið rétta svar og biða eftir staðfestingu á því. Það má kannski segja að þarna sé engan alhliða fróðleik að finna, en fróðleiksmolar eru það þó að minnsta kosti. Eftir bréfinu hér að ofan að dæma, veltir fólk fyrir sér spurningunum og ræðir um þær á eftir. Sumum finnst spurningasvið nokkurra þátttakenda fullþröngt, segja sem svo að þegar vinning- urinn er kr. 10.000 megi ætlast til þess að þátttakendur viti ein hver ósköp og það ekki aðeins um efni, sem hægt er að fara yfir og læra á skömmum tíma. Annað er það, að spurningar verða að vera þannig, að hægt sé að gefa við þeim eitt svar, en öll önnur svör séu röng. Það er að sjálf- sögðu erfitt að finna slíkar spurn- ingar, en þegar góður vinningur er í boði, verður að vanda allan undirbúning. Mér lízt sem sagt allvel á spurn ingaþáttinn sjálfan og sýnist hann líklegur til vinsælda. Aftur á móti held ég að leikurinn, sem notaður er til uppfyllingar, endist aldrei lengi. Það getur verið gam- an að svona gríni nokkrum sinn- um, en varla til lengdar. Leiðrétting á villum. PRENTVILLUPÚKINN hefur heldur bet-ur farið á stúfana og slætt hvorki meira né minna en 4 villum inn í bréf frá H. St., sem birtist í þessum dálkum um daginn. Þar sem þetta var bréf um íslenzkt mál, óskar bréfritari eftir að þetta verði leiðrétt: 1) Prentazt hefir Thorarensen fyrir Thorarenseni. 2) Washing- ton fyrir Washingtons (hvort- tveggja á síðari staðnum sem til- fært er), 3) Berlínarborg fyrir Berlínarborg, 4) villtir fyrir villir' hann væri ekki búsettur í Sand- gerði. Var Sveinn sýknaður i undir- rétti, og þann dóm staðfesti svo Hæstiréttur nú fyrir nokkrum dögum. í forsendum dómsins segir m. a. á þessa leið: Áfrýjandi gerir þær dómkröf- ur, að stefndi verði dæmdur til að greiða honum kr. 19.592,00 auk dráttarvaxta samkvæmt útsvars- lögum og málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefr.di krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti að mati dómsins. Leitt er í ljós, að stefndi á íbúð að Grenimel 1 í Reykjavík. Þar dvaldist fjölskylda hans og einnig hann sjálfur, þegar hann var í Reykjavík, á þeim tíma, er gjöld þau voru lögð á, sem um er deilt í máli þessu. Hins vegar hafði hann aðeins eitt herbergi til af- nota í húseign hf. Miðness í Sand- gerði, þegar hann dvaldist þar við störf sín í þágu félagsins. Samkvæmt þessu verður að telja, að heimilisfang hans han verið í Reykjavík. Gat hvorki dvöl hans í Sandgerði né störf hans i þjónustu hf. Miðness bakað hon- um útsvarsskyldu í Miðr.ess- hreppi og þá eigi heldur skyldu til greiðslu annarra þeirra gjalda, sem hann er krafinn um í máli þessu. Ber því íð staðfesta hinn afrýjaða dóm. Rétt þykir, að aðaláfrýjandi greiði stefnda málskostnað i Hæstarétti. PORT MORSEBY, Nýju Guineu, 25. nóv. — Skonnortu með 12 manns innanborðs, sem lagði upp frá Hong Kong áleiðis hingað fyrir einum mánuði, er saknað. Er óttazt að kínverskir sjóræn- ingjar eigi sök á hvarfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.