Morgunblaðið - 29.11.1958, Qupperneq 8
8
MORGXJ'NTtl 4 ÐIÐ
Laugardagur 29. nóv. 1958
JMwgifttlrlfiritf ^
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benedíktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsíngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2248C
Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innaniands
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
BLINDUR ER BOKLAUS MAÐUR
UTAN tlR HEIMI ]
Mynd þessi er frá hinni fransk-þýzku ráðstefnu í Bad Kreuznach. Á myndinni sjást, talið frá
vinstri: Heinrich von Brentano, utanríkisráðherra V-Þýzkalands, Charles de Gauile, forsætisráð-
herra Frakklands, Adenauer, kanslari V-Þýzkalands, þýzki verzlunarmálaráðherrann, próf. Lud-
wig Erhard, og Antoine Pinay, f jármála- og verzlunarmálaráðherra Frakklands.
Fréttir frá Sameinuðu jbjóðunum:
Fiskaflinn / heiminum hefur
aukizt um nær 50°Jo frá 1938
Góðar uppskeruhorfur
LtM ÞESSAR mundir kem-
ur út mikill fjöldi bóka á
íslandi. Sú staðreynd að
bókaútgáfan skuli einmitt vera
mest fyrir jólin, er greinileg
sönnun þess, að bækur eru fs-
lendingum kærkomnar. Hvergi í
heiminum mun það eins algengt
og hér, að bækur séu almennt
notaðar til jólagjafa.
Þetta er vissulega engin til-
viljun. Á liðnum öldum hefur
þessi þjóð „unað við sögur og
ljóð“. Mitt í fátækt ófrelsistíma-
bilsins var unnið af kappi að
sagnritun og sköpun bókmennta í
landinu.
En áhugi og dugnaður fræði-
manna og sagnaritara hefðu samt
hrokkið skammt til þess að skapa
íslenzkar bókmenntir, ef sögurn-
ar hefðu ekki lifað á vörum al-
þýðunnar öld eftir öld áður en
tekið var að rita þær niður. Bók-
menntir þjóðarinnar hafa þannig
verið sameign hennar allrar.
★
Bókmennta- og lestraráhugi ís-
lenzku þjóðarinnar í dag stendur
þess vegna á traustum grundvelli
liðins tíma. Þrátt fyrir gerbylt-
ingu í íslenzku þjóðlífi hefur ekki
slaknað á tengslunum við for-
tíðina að þessu leyti. Þjóðm hef-
ur aðeins tekið tæknina í þágu
bóka- og blaðaútgáfu sinnar. Vél-
ar og tækni hafa skapað mögu-
leika á stórfelldari bókaútgáfu
en nokkru sinni fyrr. íslendingar
hafa hagnýtt sér þessa möguleika.
Þess vegna eru í dag gefnar hér
út fleiri bækur að tiltölu á ári
hverju en í nokkru öðru landi.
Þess vegna eru hér hlutfallslega
fleiri bókaverzlanir en í nokkru
öðru landi í heiminum.
Ofurvald hraðans
Mörgum verður tíðrætt um of-
Urvald hraðans yfir nútímamann-
inum. Sætir það vissulega engri
HAGFRÆÐINGUR Alþýðu-
sambands íslands ræðir
m.a. um hinar miklu lán-
tökur, sem átt hafa sér stað
undanfarið, í álitsgerð, sem lögð
hefur verið fyrir þing verka-
lýðssamtakanna. Kemst hann
þar m.a. að orði á þá leið, að það
sé „augljóst mál, að þetta lán-
tökuskeið er senn runnið á enda
Og við blasir tímabil, þar sem
þjóðin, í stað þess að hafa til
ráðstöfunar allt verðmæti sinn-
ar eigin framleiðslu og að auki
5—10% af erlendu fé, aðeins
hefur til umráða eigin fram-
leiðslu að frádregnum vöxtum og
afborgunum hinna erlendu lána.
Samkvæmt áætlun, sem gerð
var í árslok 1957 nema vextir og
afborganir erlendra lána, ef mið-
að er við þau lán, sem þá var
að fullu gengið frá, um og yfir
160 milljónum króna á ári hverju
næstu ár. Hér er miðað við nú-
verandi gengi og yfirfærslugjöld.
Séu meðtalin þau lán, sem síðar
hafa verið tekin og eru í undir-
búningi, eykst skuldagreiðslu-
byrðin að sjálfsögðu enn meir“.
Stórfelld skuldasöfnun
vinstri stjórnarinnar
Flestir íslendingar munu sam-
furðu. Enda þótt tæknin, sem
hefur skapað hraðann, hafi bætt
aðstöðu mannkynsins á marga
lund í lífsbaráttu þess, hefur hún
þó einnig leitt yfir það vissar
hættur. Er sú hættan stærst að
manneskjan glati sálarró sinni og
andlegu jafnvægi. Góðar bók-
menntir og almennur lestur góðra
bóka, er öruggasta tryggingin
gegn þessari hættu. Sál þjóðanna
lifir í bókmenntum þeirra.
★
Tæknin hefur skapað þjóðum
heimsins glæsilega möguleika til
sameignar á því bezta, sem hugs-
að hefur verið og ritað á tungum
allra þjóða. Bókmenntirnar eru
þess vegna ekki aðeins mikils
virði í dag sem þjóðlegur menn-
ingararfur einstakra þjóða, held-
ur sem alþjóðleg sameign allra
menningarþjóða heimsins.
Andleg íþrótt
Tii þess er vissulega rík ástæða
að fagna hinni miklu bókaút-
gáfu á íslandi. Hún er sönnun
þess, að bóklestur er islenzku
þjóðinni enn í dag mikið
hugðarefni. Hún er ennfremur
tákn þess, að hraðinn hefur ekki
ært fólkið og spillt mati þess á
fornum og nýjum menningarverð
mætum. Bókakaup fslendinga og
hinar fjölmörgu bókaverzlanir
um land allt, eru vottur þess að
þeir eru gömul menningarþjóð,
sem unna hinni andlegu íþrótt,
sem er grundvöllur góðra bók-
mennta í öllum löndum.
Gamalt, íslenzkt máltæki
segir, að „blindur sé bóklaus
maður“. Annað máltæki segir,
að „betra sé berfættur en bók-
arlaus að vera“. f þessmm
fornu máltækjum kemur af-
staða íslendinga til bókarinn-
ar ef til vill betur í ljós en
í nokkru öðru.
mála um það, að nauðsynlegt hafi
verið að taka lán til ýmissa þjóð-
þrifaframkvæmda, sem hafizt
hafi verið handa um á síðustu
áratugum. Ræðir þar t.d. um Á-
burðarverksmiðju, Sementsverk-
smiðju og raforkuframkvæmdir.
En fram hjá því verður ekki
komizt, að núverandi ríkisstjórn
hefur notað stóran hluta hins er-
lenda lánsfjár, sem hún hefur
fengið til ráðstöfunar, sem hrein-
an eyðslueyri. Slíkar lántökur
fela að sjálfsögðu í sér mikla
hættu. Þær eru fyrst og fremst
sönnun þess, að þjóðin lifir um
efni fram.
★
Það er vissulega illa farið að
svo skuli komið, eins og hagfræð
ingur Alþýðusambandsins bendir
á, að núverandi ríkisstjórn hefur
skert stórlega möguleika þjóðar-
innar til þess að taka á næstu ár-
um erlend lán til nauðsynlegra
stórframkvæmda, er átt gætu
ríkan þátt í að treysta afkomu-
grundvöll þjóðarinnar.
Þannig er sama hvert er
litið. Vinstri stjórnin hefur
alls staðar orðið þjóðinni til
stórkostlegs tjóns með skamm
sýni sinni og ábyrgðarleysi.
ÁRIÐ 1957 nam fiskaflinn í öll-
um heiminum 29,960,000 smálest-
um. Er það nærri 50% meiri afli
en 1938. Þá nam heildarfiskafli
heimsins samtals 20,500,000 smá-
lestum.
Síðan 1947 hefir fiskveiðin í
heiminum aukizt jafnt, og þétt,
eða til jafnaðar um 3% á ári
hverju.
Mest hefir aukningin orðið í
Afríku. Þar var landað 520,000
smálestum af fiski 1938, en
1.860.000 árið 1957. Næstmest
hefir aukningin orðið í Asíu
(9.360.000 árið 1938, en 12.880.000
í fyrra). Þá kemur Evrópa með
5,590,000 smálestir 1938, en
7,640,000 1957. Loks eru talin
Sovétríkin, en þar nam aflinn
1.550,000 árið 1938 en 1957 reynd-
ist hann vera 2,540,000.
Japanir eru mesta fisk-
veiðiþjóðin
Japanir eru mesta fiskveiði-
þjóð í heimi, og bilið milli þeirra
og Bandaríkjamanna, sem næstir
þeim standa á þessu sviði, verð-
ur æ stærra.
Árið 1957 veiddu Japanir 18%
af öllum þeim fiski er dreginn
var úr sjó og vötnum i heimin-
um ,eða samtals 5.399.000 smá-
lestir. Afli Bandaríkjamanna
sama ár nam 2.740,000 smálest-
um. Þriðja mesta fiskveiðiríki
heimsins eru Sovétríkin.
Japanir dreifa fiskiskipum sín-
um frá Suðurheimsskautshafi til
stranda Alaska í Norður-Kyrra-
hafi. Þeir hafa víða fiskveiðihags
muna að gæta utan síns heima-
lands, t. d. í Argentínu, Chile,
Brasilíu og öðrum Suður-Amer-
íkuríkjum, einnig á Ceylon og í
fleiri Asíuríkjum.
Aukin niðursuða og frysting
Hagskýrslur FAO um fisk-
veiðar og nýtingu fiskaflans eru
hinar ýtarlegustu og hafa margs
konar fróðleik að geyma um fisk
veiðar um allan heim.
I árbókinni má lesa, að
niðursuða og frysting á fiski hef-
ir aukizt gífurlega hin síðari ár.
Árið 1948 voru t. d. samtals 553
þús. smál. af fiski í 30 fiskveiði-
löndum frystar, en níu árum síð-
ar, eða 1957, voru frystar 1.415,
000 smál. af fiski í þessum sömu
löndum.
Þessar sömu 30 þjóðir fram-
leiddu árið 1948 samtals 664,000
smálestir af niðursoðnum fiski,
aðallega síld, sardínur og ansjós-
ur. 1957 nam niðursuðan 1,057,
000 smálestum. Mest hefir aukn-
ingin á þessu sviði orðið í Sovét-
ríkjunum.
Danir slá öll fyrri met sín í
fiskveiðum. — öfluðu rúm-
lega Vi milljón smál. 1957.
Danir auka sífellt fiskveiðar
sínar og á síðasta ári 1957, varð
aflinn meiri en nokkru sinni fyrr.
Frá þessu er skýrt í „Yearbook
of Fishery Statisiics“, sem Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO) gef-
ur út. Samkvæmt þessum heim-
ildum, nam fiskafli Dana sl. ár
rúmlega % milljón smálesta eða
nánar tiltekið 533,300 smálest-
um á móti 463,000 árið 1956. Til
samanburðar má geta þess, að
fyrir 20 árum, 1938, nam fisk-
afli Dana 97,100 smálestum. —
1948 var ársaflinn kominn upp
í 225,000 smálestir. 1953 var til-
svarandi tala 323,900 og 1955
425,300 smálestir. Er fiskafli
Dana þannig rúmlega fimm sinn-
um meiri nú en fyrir 20 árum.
Útlit fyrir góða uppskeru
1958—1959
Uppskeran í heiminum upp-
skeruhaustið 1958—1959 ætti að
verða með betra móti og mun
betri en í fyrra, segja landbún-
aðarsérfræðingar FAO.
Framkvæmdaráð Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna, en í því eiga sæti
24 fulltrúar, kom nýlega saman
á fund í Rómaborg, þar sem þessi
mál voru meðal annars rædd.
Á fundinum ríkti almenn bjart-
sýni um uppskeruhorfur, þar sem
veður hefir verið hagstætt. Eink-
um er búizt við mikilli korn-
uppskeru í ár.
Fregnir frá stærstu kornrækt-
arlöndum heimsins, Bandaríkj-
unum, Sovétríkjunum og Kína
(meginlandi) herma, 'að upp-
skeran verði mikil í ár, komi
ekki neitt óvænt fyrir. Afleiðing
þessa verður vafalaust ,að enn
bætist við kornfyrningar í heim-
inum, sem voru álitlegar fyrir.
Kaffiuppskeran ætti einnig að
reynast góð í ár og í Evrópu er
reiknað með aukinni kjötfram-
leiðslu og mjólkurafurðum, svo
og eggja-, blóma- og ávaxtafram-
leiðslu.
Aukin fjárframlög til flótta-
mannahjálpar
Tuttugu og sex þjóðir hafa til-
kynnt, að þær muni styðja flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóð-
annna með auknum fjárframlög-
um.
Alls mun þá skrifstofa flótta-
mannafulltrúa Sameinuðu þjóð-
anna hafa til umráða upphæð,
sem nemur 3,127,000 dollurum.
Tvær Norðurlandaþjóðir, Dan-
ir og Svíar, eru í þessum hópi.
Danir hafa hækkað framlag sitt
um 72,3 þús. dollara og Svíar
115,9 þús. dollara.
LAFÐI Mary Scott Hardwicke,
kona hins fræga, brezka leikara,
sir Cedric Hardwicke, var sett í
„steininn“ sl. mánudag vegna ölv
unar við akstur, en var látin laus
eftir níu klst. gegn 263 dollara
tryggingu. — Lögreglumenn
höfðu þau orð um Lafði Hard-
wicke, að hún hefði verið „of-
stopafull, klúryrt og móðgandi"
og harðneitaði að gangast undir
blóðrannsókn.
„LANTÖKUSKEIÐIÐ" SENN A ENDA