Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. des. 1958
MORGUNBLAÐIÐ
3
Heildarútgáfa frumsam-
inna Ijóða Steingríms
Thorsteinssonar
Leiftur gefur einnig út œvisögu yoga
TVÆR nýjar bækur eru komnar
á markaðinn frá bókaforlaginu
Leiftri.Önnur þeirra eru ljóðmæli
Steingríms Thorsteinssonar, hin
nefnist „Hvað er bak við myrkur
lokaðra augna?“ eftir Param-
hansa Yogananda.
Ljóðmæli Steingríms Thor-
steinssonar eru heildarútgáfa
frumsaminna ljóða skáldsins. —
Ljóðin eru á 364 blaðsíðum og
má af því sjá, hve mikið þetta
safn hins ástsæla skálds er að
vöxtum. Fyrir aftan ljóðmælin er
erindi eftir Axel, son skáldsins,
Hin bókin, sem Leiftur hefur
gefið út Hvað er bak við mykr-
ur lokaðra augna, er ævisaga índ
versks yoga. Hann lýsir í smá-
atriðum andlegri fræðslu sinni og
útskýrir þau fastmótuðu lögmál,
sem yogar nota til kraftaverka'
og til að öðlast sjálfstjórn. Margt
merkra manna koma við sösu í
bókinni, þ. á. m. Ghandi, Tagore
og Theresa Neumann, svo nokk-
urra sé getið. — Bókin 150 bls.
á stærð, með mörgum myndum.
Ingibjörg Thorarensen heíur ís-
lenzkað hana.
Svo til frostlaus
Rökstuddar dagskrár felldar:
1. Dagskrártillaga minni hl.
allshn. Nd. (GíslG) á þskj.
63 um frv. á þskj. 16 (Bisk-
upskosning) (9. mál). —
Felld í Nd. 6/11. við 2. umr.
málsins.
Frá Alþingi
Sl. fimmtudagskvöld héldu vlnlr Jóns Pálmasonar alþingismanns frá Akri honum og konu hans
samsæti í Sjálfstæðishúsinu af tilefni sjötugsafmæli hans, er var 28. nóv. sl. — Samsætið sátu
nær 200 manns. Fjölmargar ræður og kvæði voru flutt undir borðum. Hylltu samkvæmisgestir
afmælisbarnið og fjölskyldu hans. — Myndin hér að ofan er tekin af Jóni Pálmasyni og frú
Jónínu Ólafsdóttur konu hans, er hann flutti þakkarræðu. Við hlið þeirra situr Páll S. Páls-
son hrl., er stjórnaði hófinu. — (Ljósm. Vignir).
FUNDIR voru settir í báðum
deildum Alþingis á venjulegum
tíma í gær. Eitt mál var á dagskrá
efri deildar, frumvarp til laga um
biskupskosningu. Var það til 1.
umræðu og vísað samhljóða til
2. umr. og allsherjarnefndar.
Tvö mál vöru á dagskrá neðri
deildar. Frv. til laga um dýrtíð-
arráðstafanir vegna atvinnuveg-
anna var til 1. umr. og samþykkt
samhljóða til 2. urnr. og fjárhags
nefndar, en frv. um verðjöfnun á
olíu og benzínj var tekið út af
dagskrá.
Steingrímur Thorsteinsson
þá eru nokkrar skýringar og loks
efnisyfirlit. AIls er bókm tæpar
400 síður á stærð.
Jónas Jónsson skrifar formála
fyrir bókinni og segir þar m. a.:
„Steingrímur varð einn af önd-
vegisskáldum rómantísku stefn-
unnar. Hann unni því, sem var
fagurt, og hafði óbeit á því, sem
var ljótt. Honum þótti ættjörðin,
tungan og sönglistin fögur og
þjóðin göfug. Um þessa fegurð
orti hann flest sín beztu kvæði.
Hann var auk þess við hlið Mat.t-
híasar mesta þýðingaskáld ís-
lendinga". —
Ekki þarf að kynna Steingrím
frekar í þessari frétt. Hann verð-
ur alltaf talinn eitt af mestu önd-
vegisskáldum þjóðarinnar og einn
eftirminnilegasta persónuRiki á
síðari árum. Að vísu hefur sxáld-
skapur hans legið í láginni um
skeið, en vonandi verður þetta
heildarsafr. til að glæða aftur ást
þjóðarinrsar á skáldi sínu, Ef bók-
in verður til þess, má telja hana
mikinn feng.
jörð í Bárðardal
HÚSAVÍK, 5. des. — Það þykir
í frásögur færandi ,að tíðarfarið
hefir verið með eindæmum gott
í haust og það, sem af er vetri
Heita má, að enn sé alveg snjó-
laust. Ofurlítið föl var á jörðu
hér í gær. Allt fram að þessu
hefir verið unnið að jarðrækt í
sveitum. Bóndi nokkur í Bárðar-
dal átti tal við fréttaritara blaðs-
ins og tjáði honum, að bændur
þeir, sem þar byggju nú, myndu
ekki svo góða tíð á þessum tíma
árs. Segja má, að jörð sé alveg
frostlaus í Bárðardal. Fé hefir
ekki verið tekið þar á gjöf. Hefir
lambám aðeins verið gefið lítil-
lega. Fé hefir því verið létt á
fóðrum, og bætir það nokkuð
fyrir erfiðleika þá, sem voru á
heyöflun í sumar. Ekki mun af
veita, því að fóður hér í hér-
aðinu var bæði fremur lítið að
magni og mjög lélegt, þar sem
hey voru mjög hrakin eftir ó-
þurrkana í sumar.
Forseti fslands og Bjarne Vilhelm Börde. — Myndin er tekin
á Bessastöðum í gær.
Hinn nýi sendiherra afhenti forseta
trúnabarbréf sitt i gær
HINN nýi sendiherra Noregs á
íslandi, Bjarne Vilhelm Börde,
afhenti í gær forseta íslands trún
aðarbréf sitt við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum að viðstödd-
um utanríkisráðherra. Að athöfn-
innni lokinni buðu forsetahjón-
in sendiherrahjónunum til há-
degisverðar ásamt utanríkisráð-
herra, frú hans og nokkrum gest-
um.
Bjarne Börde var fulltrúi í
norska utanríkisráðuneytinu
árunum 1934—38, en varð þá
sendiráðsritari í Kaupmanna
höfn. Á styrjaldarárunum var
Börde deildarstjóri í norska
birgðamálaráðuneytinu, en varð
árið 1945 ráðuneytisstjóri í utan-
ríkisráðuneytinu. í ársbyrjun
1946 varð hann forstjóri Norges
Exportraad. Síðan 1952 hefir
Börde verið aðalræðismaður
San Francisco.
Fjögur frumvörp á átta vikum
Skýrsla um störf Alb'mgis
í GÆR var útbýtt á Alþingi
skýrslu yfir störf þingsins fyrstu
átta vikur þessa 78. löggjafar-
þnigs. Hafa fjögur frumvörp
verið afgreidd sem lög á þessu
tímabili og samþykkt ein þings-
ályktunartillaga. Þrjár fyrir-
spurnir hafa verið bornar upp
og ræddar og ein rökstudd dag-
skrá felld. Fer skýrslan hér á
eftir:
Stjórnarfrumvörp samþykkt:
1. Þingsköp Alþingis (40. mál).
— Samþ. sem lög 13/11. Lög-
in samhlj. þskj. 65.
2. Bifreiðaskattur o. fl. (4 mál).
— Samþ. sem lög 27/11. Lög-
in samhlj. þskj. 4.
3. Tollskrá o. fl. (3. mál). —
Samþ. sem lög 28/11. Lögin
samhlj. þskj. 3.
Þingmannafrumvörp samþykkt:
1. Útflutningur hrossa (12.
mál). — Samþ. sem lög 17/11.
Lögin samhljóða þskj. 68.
Þingsályktunartillögur
samþykktar:
1. Launabætur til starfsmanna
ríkisins (58. mál). — Samþ.
sem ályktun AJþingis 27/11.
Ályktunin samhljóða þskj
101.
Fyrirspurnir bornar upp
og ræddar:
1. Hafnargerðir o. fl. (37. mál,
þskj. 61 tölul. II). — Rædd í
Sþ. 12/11.
2. Togarakaup (18. mál, þskj.
34). — Rædd í Sþ. 5/11. og
19/11.
3. Endurheimt handrita í Dan-
mörku (37. mál. þskj. 61
tölul. I). — Rædd í Sþ. 19/11.
STAKSTEIMAR
Ábyrgðartilfinning
Framsóknar
Forystugrein Tímans í gær um
fall vinstri stjórnarínnar lýkur
með þessum orðum:
„Jafnt vegna efnahagsmálanna
inn á við og landhelgismálsins
út á við skiptir nú sérstaklega
miklu, að stjórnmálaflokkarnir
láti ábyrgðartilfinningu og þjóð-
hollustu móta gerðir sínar, en
leggi yfiirboð og blekkingar til
hliðar. Nú sem hingað til mun
þetta sjónarmið marka afstöðu
Framsóknarfiokksins“.
Trúi hver sem trúa vill, að
„ábyrgðartilfinning og þjóðholl-
usta“ „marki afstöðu Framsókn-
arflokksins“ eða hafi gert það á
undanförnum árum!!
Samstao-fsflokkunum
að kenna
Hermann Jónasson lýsti því yfir,
er hann tilkynnti Alþingi fafl
vinstristjórnarinnar að ný verð-
bólgualda væri skollin yfir þjóð-
ina. Það er satt og rétt. En leið-
togar Framsóknar telja flokk
sinn enga ábyrgð bera á þeirri
staðreynd, þrátt fyrir hálfs
þriðja árs forystm þeirra í vinstri
stjórninni. Allt ólánið er „sam-
starfsflokknum að kenna“. Þeir
bera ábyrgðina á öngþveitinu.
Hermann og Eysteinn eru engil-
hreinir af því.
Kannast menn nokkuð við
þennan málflutning frá fyrri ár-
um?
Á að endurreisa
„Hræðslubandalagið?“
En hin gamla maddama eygir
Ijósglætu út við sjóndeildarhring-
inn, þrátt fyrir harmagrát henn-
ar yfir vonzku samstarfsflokk-
anna“. í forystugrein Tímans í
gær, er m. a. komizt að orði á
þessa leið:
„Frjálslyndir menn og vinstri
sinnaðir mega því ekki missa
móðinn þótt núverandi stjórn
falli. Það hefur hins vegar sann-
ast áþreifanlega að traust sam-
starf vinstri flokkanna kemst
ekki á laggirnar nema það geti
verið með öllu óháð hlutdeild
kommúnista“.
Það fer ekki á milli mála, að
sú gamla er þegar farin að hugsa
um endurreisn „Hræðslubanda-
lagsins“. Nú segir hún að kom-
múnistar hafi svikið sig og þá
sé ekki um annað að gera en
treysta á Alþýðuflokkinn einan.
En hamingjan hjálpi vesalings
Alþýðuflokknum, ef Framsókn
ætlar nú enn á ný að slá ást sinni
á hann.
Hljóð úr horni
„Þjóðviljans
Blað stærsta flokks vinstri
stjórnarinnar sálugu, „Þjóðvilj-
inn“, hcfur einnig ýmislegt að
segja í eftirmælagrein sinni um
stjórnina. Hann lýsir því, hvern-
ig hún hafi svikið öll stærstu
stefnumál sín, togarakaupin,
brottrekstur varnarliðsins, breyt-
ingar á kjördæmaskipuninni, lög-
gjöf um heildarstjórn á þjóðar-
búskapnum og jafnvel sjálft land
helgismálið. Um Framsókn
kemst Þjóðviljinn m. a. að orði á
þessa leið:
„Sú „þjóð“, sem Framsókn kýs
að að svíkja ekki, eiu aftur-
haldsklikunnar, sem hreiðra um
sig í Framsókn kringum Eystein
Jónsson og Vilhjálm Þór. Hvort
þeir Framsóknarmenn, sem urðu
að draga Eystein á drottningar-
eyrunum úr íhaldsfletinu 1956,
þakka honum þá ákvörðun nú, er
eftir að vita“.
Það er margt sem kemur upp
þegar hjúin deila. Það má nú
segja!