Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. des. 1958
MORGVNrtL 4 Ðlh
15
inga, til þess að tryggja lífshags-
muni sína varðandi fiskveiðar
við strendur lands síns.
Hér hefir verið drepið lítil-
lega á landhelgismálin í ljósi
þeirrar þróunar, sem átt hefir
sér stað í stjórnmálum heimsins,
einkum undanfarinn hálfan ann-
an áratug, og er þá komið að
því að athuga síðustu atburði í
þróun málsins hér og ástandið í
dag.
Skal þá fyrst leitast við að
svara þeirri spurningu, hvað það
er, sem liggur til grundvallar
þeim aðgerðum, sem íslending-
ar hafa gert undanfarin rúm 10
ár.
Ekki gerist þess þörf hér svo
oft sem það hefir verið gert ut-
anlands og innan að lýsa því ýt-
arlega hvernig lífshagsmunir ís-
lendinga eru nátengdir fiskveið-
unum. Eðli málsins samkvæmt á
þetta við fyrst og fremst um
fiskveiðarnar á miðunum um-
hverfis ísland.
ísland er þannig í sveit sett,
að það liggur fjarri öðrum lönd-
um og landgrunn þess er skýrt
afmarkað frá landgrunnum ná-
grannalandanna. Raunverulega
liggur landið á norðurmörkum
hins byggilega heims, en með
Golfstraumnum hefir náttúran
komið því þannig fyrir, eins og
til að bæta upp fátækt lands-
ins sjálfs að náttúrugæðum, að
í sjónum umhverfis landið eru
hin ákjósanlegustu skilyrði fyrir
auðugt líf, sem eru undirstaða
hinna miklu fiskiauðæfa á þess-
um slóðum.
En þessi auðlind er ekki ótæm-
andi. Reynsla okkar á því tíma-
bili ,sem hófst með sókn erlendra
botnvörpuskipa á íslandsmið fyr-
ir meir en 60 árum, hefir kennt
okkur, að gengdarlaus ásókn á
fiskistofnana getur aðeins leitt
til eyðingar þeirra, en þar með
væri kippt grundvellinum undan
fiskveiðum við ísland.
Þess gerist heldur ekki þörf að
rekja hér þá þróun, sem átt hefir
sér stað í þessum efnum, en
árangur hennar hefir verið ljós
hverjum þeim, sem vildi sjá og
skilja. Gengdarlaus rányrkja er-
lendra togara áratugum saman,
svo að segja upp í landsteina
leiddi til þess ,að þýðingarmikl-
ir fiskistofnar voru ofurseldir
tortímingunni, ef ekki hefði ver-
ið gripið í taumana áður en það
var um seinan, en afli fór þá sí-
fellt minnkandi á fiskimiðunum
umhverfið landið.
íslendingar hafa í rauninni hin
ák j ósanlegustu skilyrði til að
byggja afkomu sína á fiskveið-
um. Með réttu má segja, að frá
náttúrunnar hendi hafi engin
þjóð við norðanvert Atlantshaf
önnur eins. Það er ekki aðeins,
að fiskimiðin umhverfis landið
séu af náttúrunni vel úr garði
gerð, heldur er og einnig lega
landsins þannig, að ef öll fiski-
miðin í Norður-Atlantshafi, frá
Nýfundnalandi í vestri til Bar-1
entshafs í austri, eru tekin sem'
heild, þá er styttra að sækja á
þau öll frá íslandi, en frá nokkru
öðru íandi á þessu svæði.
Við lifum í heimi, þar sem
verkaskipting milli þjóðanna fer
sífellt vaxandi. Hin aukna verka-
skipting er einmitt megin undir-
staðan undir þeirri miklu vel-
megun, sem fjölmargar þjóðir,
þar á meðal íslendingar lifa nú
við.
Það grundvallaratriði, sem
þessi verkaskipting milli þjóð-
anna byggist á er, að hver þjóð
stundi þá framleiðslu, sem nátt-
úran veitir henni bezt skilyrði
til.
Þegar á þetta er litið er von að
spurt sé: Áttu íslendingar að
horfa á það aðgerðalausir, að
sá grundvöllur, sem þeir byggja
líf sitt á í þessu landi væri eyði-
lagður? Og í öðru lagi má
spyrja: Er það í samræmi við
eðlilega verkaskiptingu milli
þjóðanna, að fjarlæg ríki með
fjölskrúðugan iðnað og þörf fyrir
fiskmeti til að auka fjölbreytni
og bæta fæðu þegna sinna sendi
fiskimenn sína um langa vegu
til veiða á íslandsmið til eyð-
ingar þeim fiskistofnum^ sem ís-
lendingar byggja afkomu sína
á? —
Báðum þessum spurningum
verður að svara afdráttarlaust
neitandi.
Auk þeirra raka, sem byggð
eru á hinni efnahagslegu nauð-
syn eru svo söguleg rök, sem
einnig eiga fullan rétt á sér. Áð-
ur en samningurinn um þriggja
mílna landhelgina var gerður ár-
ið 1901 hafði ísland öldum sam-
an haft miklu víðari landhelgi,
lengst af 15 sjómílur. Nýlendu-
staða íslands undir danskri stjórn
gerði það hins vegar að verk-
um, án þess að íslendingar fengju
þar að gert, að breytingar urðu
hér á til hins verra, sem að lok-
um leiddu til samningsins 1901.
Þeim samningi var lögformlega
sagt upp árið 1949 og eftir að
hann gekk úr gildi tveim árum
síðar var ísland ekki lengur
bundið af neinum samningum og
gat að dómi íslendinga ákveðið
landhelgi sína sjálft, innan þeirra
takmarka, sem alþjóðalög heim-
iluðu.
Rök andstæðinga okkar eru
þau aðallega ,að í fyrsta lagi sé
okkur óheimilt að ákveða vít-
áttu fiskveiðilandhelginnar ein-
hliða, slíkt verði aðeins gert með
sanmingum, og í öðru lagi, að
12 mílna fiskveiðilandhelgi sé
óheimil að alþjóðalögum.
Þessu er því til að svara, að
í langflestum tilfellum hefir land
helgi verið ákveðin einhliða.
Stundum hefir slíkt framkallað
mótmæli annara ríkja, en í
framkvæmd hefir slík einhliða
ákvörðun verið viðurkennd, og
aldrei hefir það skeð fyrr en
nú, að beitt hafi verið valdi til
að framfylgja mótmælunum.
Því verður heldur ekki haldið
fram með réttu, að ísland hafi
ekki sýnt fullan vilja á samvinnu
á alþjóðavettvangi til að finna
lausn á landhelgismálunum al-
mennt og um fiskifriðunarmál.
Þvert á móti má benda á að
fyrir frumkvæði íslands hafa
þessi mál verið til meðferðar
innan Sameinuðu þjóðanna nú
um nær 10 ára skeið og ísland
hefir tekið þátt í öllum aðgerð-
um til verndar fiskistofnunum í
Norður-Atlantshafi. Það verður
hins vegar að viðurkenna, að
árangurifin af öllu þessu starfi
hefir ekki orðið mikill, en þar
er ekki ísland um að saka.
Sannleikurinn er hins vegar
sá, að reynsl&n hefir leitt í Ijós
viljaskort af hálfu þeirra þjóða,
sem telja sig hafa hér mestra
hagsmuna að gæta, til að viður-
kenna hina algeru sérstöðu ís-
lands. Kom þetta ef til vill hvað
gleggst fram á ráðstefnunni i
Genf.
Fyrir Islendinga var því eng-
in önnur leið fær en sú ein, að
framkvæma nauðsynlegar að-
gerðir einhliða ,enda telja ís-
lendingar það í öllu samrímast
alþjóðalögum og venjum.
Af íslands hálfu var þetta
sjónarmið sett fram skýrt og af-
dráttarlaust í ræðu þeirri, sem
formaður íslenzku sendinefndar-
innar á ráðstefnunni í Genf, Hans
G. Andersen, sendiherra, hélt
undir lok ráðstefnunnar, þegar
séð varð, að engin niðurstaða
fengist, að því er snerti víðáttu
fiskveiðilandhelginnar. 1 þeirri
ræðu tók hann meðal annars
fram, að ísland hefði nú beðið
svo lengi með nauðsynlegar að-
gerðir í sambandi við fiskveiði-
landhelgi sína, að ekki væri með
sanngirni unnt að ætlast til, að
sú bið yrði lengri.
Um hitt atriðið, lögmæti 12
mílna fiskveiðilandhelgi get ég
verið fáorður.
Alþjóðalaganefndin hafði haft
þetta mál sérstaklega til með
ferðar um 7 ára skeið án þess
að komast að endanlegri niður-
stöðu. Samþykkti nefndin loks
árið 1956 að vísa málinu til Alls-
herjarþings Sameinuðu þjóð-
anna, en þingið ákvað aftur að
vísa því til ráðstefnunnar í Genf.
í lokaskýrslu þeirri um málið,
sem lögð var fyrir ráðstefnuna í
Genf var nefndin hins vegar sam-
mála um það,
1) að reglur um víðáttu land-
helgi væru mismunandi,
2) að alþjóðalög leyfa ekki
meiri víðáttu en 12 sjómíl-
ur,
3) að nefndin, án þess að taka
ákvörðun um víðáttu land-
helginnar að því marki, við-
urkennir annars vegar, að
mörg ríki hafa ákveðið víð-
áttu landhelgi sinnar meiri
en 3 sjómílur og hins vegar,
að mörg ríki viðurkenna
ekki meiri víðáttu landhelg-
innar en þau sjálf hafa á-
kveðið fyrir eigin landhelgi.
Þessar niðurstöður nefndarinn-
ar sýna svo ótvírætt, að eigi
verður um villst að hún lítur svo
á, að engin viðurkennd alþjóða-
regla er til una víðáttu landhelg-
innar.
í raun og sannleika má segja,
að með því að setja málið þann-
ig fram hafi nefndin viljað segja
eitthvað á þessa leið: Ýms ríki
hafa þegar ákveðið landhelgi sína
allt að 12 sjómílum og þar verður
engu um breytt, enda þótt sum
ríki hafi ekki viljað viðurkenna
það, en það brýtur hins vegar
ekki í bág við alþjóðalög að á-
kveða víðáttu landhelginnar 12
sjómílur. «
Andstæðingar okkar telja
þessa túlkun á niðurstöðum
nefndarinnar of frjálslega og
raunar ranga. Maður verður hins
vegar að gera ráð fyrir því, að
nefndin hafi viljað viðurkenna
hið raunverulega ástand, þótt
það væri að vísu orðað fremur
óljóst ög að ekki væri unnt að
byggja alþjóðalög á því að banna
sumum ríkjum að ákveða land-
helgi sína 12 mílur, sem öðrum
ríkjum hafði haldizt uppi allt að
því hálfa öld, eða meira, enda
þótt því hafi verið mótmælt form
lega af sumum.
Nefndin sýndi það ljóslega, að
því er varðaði önnur atriði þjóð-
arréttarins, að hún vildi taka
fullt tillit til raunveruleikans og
var því ekki ástæða til að ætla,
að í þessu sambandi viki hún frá
þeirri meginstefnu.
Til viðbótar þessu .verður svo
að geta þess, sem ekki hefir hvað
minnsta þýðingu, að á ráðstefn-
unni í Genf skeði þrennt, sem
hlaut að hafa gagngera þýðingu
í þessu sambandi.
1 fyrsta lagi var þriggja mílna
-cglunni svokölluðu hafnað af
yfirgnæfandi meiri hluta hinna
86 þjóða, sem þar áttu fulltrúa.
Meira að segja þær þjóðir, þ. á
m. Bretar, sem fram að því höfðu
litið á þessa reglu. sem eins kon-
ar heilaga reglu lýstu sig reiðu-
búna til að yfirgefa hana og fall-
ast á 6mílna landhelgi, ef sam-
komulag yrði þar um.
Á hinn bóginn naut 12 mílna
fiskveiðilandhelgi þar meiri
stuðnings en nokkur önnur til-
laga, sem fram kom um víðáttu
landhelginnar, enda þótt hún
næði ekki hinu tilskilda atkvæða
magni, sem fundarsköp ráðstefn-
unnar mæltu fyrir um að þyrfti
til þess að tillaga teldist sam-
þykkt.
í þriðja lagi fékkst svo loks
einfaldur meirihluti til fylgis
við það sjónarmið, sem sett var
fram í tillögu íslands um viður-
kenningu á sérstöðu þeirra ríkja,
sem byggja afkomu sína að yfir-
gnæfandi leyti á fiskveiðum.
Þegar á allt þetta er litið verð-
ur ekki fram hjá því komizt að
viðurkenna, að réttur Islendinga
í þessu máli er byggður á traust-
um grunni.
Þeim mun furðulegra er að
skoða hernaðaraðgerðir Breta
gegn íslendingum í ljósi þessara
staðreynda.
Allar aðrar þjóðir, sem senda
skip sín til veiða á íslandsmið
hafa valið þann kost, enda þótt
sumar þeirra hafi að vísu sent
formlega mótmæli, að vara skip
sín við að fara til veiða innan
hinnar nýju 12 mílna fiskveiði-
landhelgi. Því skal ekki haldið
fram, að þetta jafngildi því, að
svo stöddu, að um viðurkenningu
á okkar aðgerðum sé að ræða af
hálfu þessara þjóða. Það sýnir
aðeins, að þær taka fullt tillit
til staðreynda lífsins, jafnvel þó
staðreyndirnar séu þeim óþægi-
legar í bili.
Framferði Breta sýnir hins
vegar hið gagnstæða. Árum og
áratugum saman hafa þeir horft
upp á, að þjóðir hafi ákveðið
einhliða víðáttu landhelgi sinn-
ar, ekki aðeins fiskveiðilandhelg-
innar, allt að tólf mílur. Þessu
hefir að vísu verið mótmælt af
hálfu Breta, en að nokkru sinni
hafi til þess komið, að þeim mót-
mælum væri fylgt eftir með
hernaðaraðgerðum er fráleitt,
enda hefði slíkt vafalítið leitt
til styrjaldar.
Hér var hins vegar talið óhætt
að beita vopnavaldi án þess að
hætta væri á slíkum eftirköst-
um, því að mótaðilinn. íslend-
ingar, hefir lýst því yfir, að
hann muni ekki mæta vopnuðu
ofbeldi með vopnum, enda vopn-
laus þjóð. Þetta mun þó endast
Bretum til ævarandi vanvirðu.
T,Ieð þessu framferði sínu hafa
þeir brotið allar reglur velsæmis
í samskiptum lýðræðisþjóða og
fyrir það ber okkur að sækja
þá til saka á hverjum þeim vett-
vangi, þar sem talizt getur væn-
legt, að sá árangur verði af, að
þeir láti af ofbeldi sínu.
í þessari baráttu við óvæginn
andstæðing er okkur það mikils
virði að vera þess fullvissir, að
við höfum réttinn okkar megin,
enda er það einasta vörn smá-
þjóðar að víkja aldrei af vegi
réttarins.
Við Islendingar finnum mátt-
inn, sem með okkur býr vegna
öruggrar. sannfæringar um; að
við höfum á réttu að standa. Við
fögnum því, að þessi réttur er
á hraðri leið til fullrar viður-
kenningar en við neitum því ekki
í dag, að þrátt fyrir það grúfa
yfir okkur ógnþrungin ský,
vegna þeirrar hættu, sem hern-
aðaraðgerðir Breta við strendur
íslands hafa fært yfir íslenzka
sjómenn, bæði þá, sem með mik-
illi hugprýði og óbilandi þraut-
seigju halda uppi gæzlu land-
helginnar og aðra ,sem stunda
störf sín við að færa björg í bú
fyrir þá sem í landi dvelja.
íslenzkir stúdentar, á þessum
fjörutíu ára fullveldisdegi þjóð-
ar okkar heitum við því að fella
ekki vopnin fyrr en réttur þjóð-
arinnar hefir verið viðurkennd-
ur og líf íslenzka sjómannsins
verður ekki lengur ofurselt öðr-
um og meiri hættum en þeim,
sem hann ævinlega hefir orðið og
mun verða að glíma við vegna
skammdegismyrkurs, æðandi
storma og öldu úthafsins.
Eftir Frédérique Hébrard
Hún er listmálari, gift glæsilegum skáld-
sagnahöfundi. Þau eru ung, ástfangin
og hamingjusöm. En skyndilega dregur
ský fyrir sólu. Hann tekur að sér að
þýða sögur frægar og stórglæsilegrar
ítalskrar kvikmyndastjörnu, og þegar
kvikmyndastjarnan birtist sjálf á svið-
inu, þykist kona hans sjá grunsamleg
teikn á lofti. En voru þau sek eða ekki?
Franska skáldkonan Frédériuque Hé-
brard, fjallar í þessari bók um framan-
greint efni á nýstárlegan hátt, og verð-
ur óvænt niðurstaða. Öll frásögnin er
ur sjaldgæflega þokkafull.
BÓKAFORLAG
ODDS BJÖRNSSONAR
Lesið þessa hugljúfu bók
í snilldarþýðingu
Gísla Jónssonar,
menntaskólakennara.
Bókin er 164 bls.
Verð kr. 98,00.
Fyrir þessa bók hlaut
höfundur bókmennta-
verðlaunin 1957.
mmm
MUÐÖR