Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. des. 1958
MORCVNBLAÐIÐ
9
Dómur Hœstaréttar í s tóreignaskattsmálinu:
Ekki alveg fullnœgjandi ástœða
til að telja sfóreignaskattslögin i
heild stjórnarskrárbrot
Matsreglur laganna á
hlufahréfum stjórnar-
skrárbrot
SVO sem kunnugt er af fregnum
hefur Hæstiréttur kveóið upp
dóm í hinu fyrsta máli sem höfð-
að hefur verið út af álagningu
skatts. Hér á eftir fer dómur
Hæstaréttar í heild. Málsaðilar
eru Guðmundur Guðmundsson og
Trésmiðjan Víðir hf. hér í bæ og
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis
sjóðs. Um dóminn, sem hér fer
á eftir, er þess að geta, að með
breyttu letri, eru nokkur atriði
sem miklu máli skipta og hefur
blaðið gert þær leturbreytingar.
Loks er svo sératkvæði tveggja
dómenda varðandi forsenduatriði
málsins.
Aðaláfrýendur hafa skotið
máli þessu til Hæstaréttar með
stefnu 16. ágúst 1958. Þeir gera
þersar dómkröfur:
Aðalkrafa: Að niður verði felld
ur skattur, er þeim hefur venð
gert að greiða samkvæmt lögum
nr. 44/1957 um skatt á stóreignir,
samtals að fjárhæð kr. 704.348,00,
þar af vegna hlutafjáreignar aðal
áfrýjanda Guðmundar Guðmnuds
sonar í Trésmiðjunni Víði hf. kr.
129.900,00.
Varakrafa: Að greind hlutafjár
eign verði við ákvörðun skatts
samkvæmt nefndum lögum metin
aðaláfrýjanda Guðmundi Guð-
mundssyni til eignar á nafnverði,
kr. 52.000,00, sbr. e-lið 19. gr. laga
nr. 46/1954, og skattfjárhæð lækk
uð samkvæmt þvi.
Þrautavarakrafa: Að staðfest
verði ákvæði héraðsdóms um
ógúdi skattálagningar vegna
són.u hlutaijáreignar og uni
sryidu skattstjórnarvalda til
ákvörðunar skatts af henni af
n/ju, miðað við sanavirði hluta-
i. éftnna.
Loks krefjast aðaláfrýjendur
málskostnaðar í héraði og fyrir
Hæstarétti úr hendi gagnáfrýj-
anda eftir mati dómsins.
Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað
málinu af sinni hendi með stefau
18. ágúst þ. á. Hann krefst sýknu
og málskostnaðar í héraði og fyr-
ir Hæstarétti af aðaláfrýjendum
eftir mati Hæstaréttar.
í héraði kröfðust aðaláfrýjend-
ur niðurfellingar skattfjárhæðar,
er nam kr. 656.505,00. Hér fyrir
dómi verður að miða við þá fjár-
hæð.
Þótt ríkisskattanefnd hafi ekki
enn fjallað um skattkæru aðal-
áfrýjenda, þykja ákvæði 10 gr.
1. málsgr. laga nr. 44/1957, sbr.
23. gr. reglugerðar nr. 95/1957
ekki vera málssókn þessari til
fyrirstöðu, enda er í máli þessu
eingöngu fjallað um skattskyldu
aðaláfrýjanda og mat á tilteknum
skattaandlögum.
1. Um aðalkröfuna
Með 12. gr. laga nr. 22/1950
var lögfestur sérstakur eigna-
skattur. Skattur þessi skyldi gold
inn á 20 árum, og er leitt í Ijós,
að um það bil þriðjungur hans
er nú goldinn, en um tveir þriðju
hlutar ógoldnir, og á þetta m. a.
við aðaláfrýjendur, sem einnig
voru gjaldendur stóreignaskatts
samkvæt lögum nr. 22/1950.
Með lögum nr. 44/1957 um
skatt á stóreignir er lagður á
svipaður eignaskattur, þar sem
mismunandi reglur gilda um mat
á verðmætum þeim, sem sæta
skattinum samkvæmt þessum
tvennum lögum, er örðugt að bera
skattstigana saman. Hins vegar er
leitt í Ijós, að skátturinn sam-
kvæmt lögum nr. 22/1950 muni
hafa numið um 48 millj. kr.
Álagður skattur samkv. lögum nr.
44/1957 mun hafa numið röskum
136 millj. kr., en gagnáfrýjandi
hefur skýrt svo frá, að eftir af-
greiðslu skattstjóra á kærum út
af skattinum hafi hann iækkað
niður í röskar 125 millj. kr.
Lög nr. 44/1957 eru sérstæð og
óvenjuleg skattlög, m. a. að því
leyti að þau leggja á sérstakan
eignarskatt til viðbótar við hinn
almenna eignarskatt samkv. lög-
um nr. 46/1954. Skattgjaldendur
eru heldur ekki hinir sömu og
þeir, sem eru skattaðiljar sam-
kvæmt hinum almennu eignar-
skattslögum, þar sem skýra verð-
ur lögin svo, eins og síðar verður
rakið nánar, að einstaklingar, en
ekki félög, séu skattgjaidendur.
Þá gilda og sérstakar reglur um
skattmat verðmæta svo og um
greiðslu skattsins og ábyrgð á
greiðslu hans. Eru reglur þessar
svipaðar þeim, sem greinir í 12.
gr. laga nr. 22/1950. Þess er að
geta, að gjaldandi nýtur að flestu
leyti lakari kjara um greiðslu
skattsins samkvæmt lögum nr.
44/1957 en samkvæmt lögum nr.
22/1950. Er ástæða til að benda
á það sérstaklega, að samkvæmt
lögum nr. 59/1950 var gjaldanda
stóreignaskatts heimilt, að af-
henda fasteignir til greiðslu
skattsins með því matsverði, sem
ákveðið var í lögum rir. 22/1950.
Slikt ákvæði er ekki í lögum nr.
44/1957, en hins vegar getur hiut-
hafi, sem hlutafélag krefur um
greiðslu á skatti, er það hefur
þurft að svara til samkvæmt 7.
gr. laga nr. 44/1957, afhent hluta-
bréf sín til greiðslu þessarar á
því verði, sem hlutabréfin eru
metin til skatts.
Ákvæði laga nr. 22/1950 um
stóreignaskatt voru að nokkru
leyti reist á þeirri röskun á efna-
hagskerfi íslenzks þjóðfélags, sem
varð á styrjaldarárunum. Að
nokkru leyti átti skatturinn rót
sína að rekja til gengislækkunar
þeirrar, sem framkvæmd var með
þeim lögum, en þá var gengi ís-
lenzkrar krónu fellt um 42,6%.
Atvik að setningu laga nr. 44/1957
og hagrænar forsendur þeirra eru
að ýmsu leyti aðrar en laga nr.
22/1950, en þessum atriðum svo
og tengslum laga nr. 44/1957 við
aðra löggjöf um efnahagsmal et’
lýst rækilega i héraðsdómi.
Af hálfu aðaláfrýjenda er því
haldið fram, að skattastefna laga
nr. 44/1957 sé með þeim hætti, að
lögin gangi i frumatriðum og í
heild sinni í berhögg við 67. gr.
stjórnarskrárinnar og þann jafn-
réttisgrundvöll, sem markaður sé
með því ákvæði. Beri því að virða
lögin að vettugi og fella niður
skatta aðaláfrýjenda. Hafa aðal-
áfrýjendur síðan sérgreint það,
hvaða atriði í lögunum þeir telji
einkum varða því, að lögin séu
andstæð stjórnarskrá, og eru þau
sjónarmið flest og andsvör gagn-
áfrýjanda reifuð skilmerkilega í
héraðsdomi. Samt sem áður þykir
rétt að fara nokkrum orðum um
hvert pessara atriða, og taka af-
stöðu til þeirra hvers út af fyrir
sig og allra saman.
1. Mismunun félagsforma.
Samkvæmt 4. gr. 1. málsgr. laga
nr. 44/1957 skal skipta hreinum
eignum félaga, reiknuðum sam-
kvæmt ákvæðum laganna, niður
á „eigendur félaganna", í réttu
hlutfalli við hlutafjár- og stofn-
fjáreign þeirra hvers um sig, og
teljast þær eignir með öðrum
eignum einstaklinga við skatt-
álagningu. Sá iyrirvari er þó gerð
ur í 4. gr. 2. málsgr., að ekki skuli
telja með eign félags sameignar-
sjóði, sem samkvæmt landslög-
um er óheimilt að skipta milli
íélagsmanna við félagsslit, og er
um það eftii vísað til laga nr. 46/
1937 um sarrivinnufélög. Fallast
verður á þá skoðun aðaláfrýj-
anda, að með þessari tilhögun séu
varasjóðir og aðrir óskiptilegir
sameignarsjóðir samvinnufélaga
algerlega þegnir undan skatti
samkvæmt lögum nr. 44/1957, en
ljóst er, að hinn almenni eignar-
skattur samkvæmt lögum nr. 46/
1954 er lagður á slíka sjóði. Sam-
kvæmt gögnum málsins eiga
hlutafélög eftir lögum nr. 44/1957
að svara til skatts, sem nemur
röskum 81 millj. kr., en samvinnu
félög skulu standa skil á sköttum,
sem nema 312.000 kr. Ekki hefur
verið leitt í ljós hverju óskipti-
legir sameignarsjóðir samvir.nu-
félaga hafi numið miðað við 31.
desember 1956. Með ákvæði 4. gr.
2. málsgr. laga nr. 44/1957 er að
vísu vikið frá þeim grundvelli,
sem eignarskatturinn almenni er
reistur á, og verður því ekki neit-
að, að þessum félagsformum er
gert mishátt undir höfði með þess
um skattháttum. Allt að einu er
ekki unnt að telja lög nr. 44/1957
ógilda réttarheimild af þeim sök-
um, enda ber, svo sem greint verð
ur í 2 hér á eftir, að skýra 4. gr.
þeirra laga svo, að eign félags-
manns í hlutafélagi sé miðuð við
sannvirði hlutabréfs hans.
2. ákvæði 3. gr. laga nr. 44/1957
Samkvæmt þessari grein eru
innstæður þær í lánastofnunum,
er greinir í 3. kafla nr. 46/1954,
undanþegnar stóreignaskatti. Auk
þess eru ríkisskuldabréf og
skuldabréf með ríkisábyrgð und-
anþegin skattinum eftir sömu
reglum. Er fjallað nánar um
þessa skattundanþágu í 55. gr.
reglugerðar nr. 147/1955 og 7. gr.
reglugerðar nr. 95/1957. Ákvæði
þetta getur leitt til mismunar
milli skattgjaldenda, og gerir það
hlut þess manns betri. sem á t. d.
ríkisskuldabréf, en hins, sem á
skuldabréf óveðtryggt, tryggt
með veði í fasteign án ríkis-
ábyrgðar. Allt að einu þykir ekki
unnt að hnekkja lögunum í heild
sinni vegna þessa ákvæðis.
3. Verðmætismat við skattákvörð
un samkvæmt lögum nr. 44/1957
Svo sem rakið er í héraðsdómi,
er því haldið fram af hendi aðal-
áfrýjanda, að skatturinn sé að
ýmsu leyti ekki lagður á raun-
verulegar eignir skattgjaldenda,
enda sé mat skattandalaga handa-
hófskennd. Auk þess sé skatt-
gjaldendum mismunað, með því
að sumar skattskyldar eignir eru
ekki taldar við ákvörðun skatts-
ins með fullu matsverði.
Þess er fyrt getið, að í reglum
laga nr. 44/1957 er hvikað í veiga
miklum atriðum frá verðmætis-
reglum hinna almennu eignar-
skattslaga og nýjar reglur settar
að stofni til. Um skattmat á hluta
bréfum verður fjallað sérstaklega
í2 hér á eftir, en að mati á nokkr-
um öðrum verðmætum verður
vikið hér á eftir.
Samkvæmt 2. gr. 1. tölulið laga
nr. 44/1957 skal landsnefnd sú,
sem starfaði samkvæmt lögum
nr. 33/1955, endurskoða mat á
lóðum og hækka það, ef henni
lízt svo, en við þá hækkun á siðan
að bæta 20% álagi samkvæmt 3.
málsgr. 1. töluliðs 2. gr. Endur-
skoðunarstarf landsnefndar er
hér einskorðað við eina tegund
eigna, lóðir. Þá er það ákvæði 2.
gr. 1. tölulið, að draga skuli 20%
frá fasteignamatsverði frystihúsa,
sláturhúsa „og annarra húseigna,
sem notaðar eru fyrir vir.nslu-
stöðvar sjávarafurða og landbún-
aðaiafurða“, en bæta síðan 200%
álagi á það verð, sem þannig er
fundið. Samkvæmt 2. gr. 2. tölulið
skulu fiskiskip og flugvélar telj-
ast til skatts með vátryggingar-
verði, að frádregnum 40%, en
önnur skip en fiskiskip skulu tal-
in á vátryggingarverði, að frá-
dregnum 25%.
Um lóðarmatið er þess að geta,
að ekki hafa verið lögð fram gögn
um framkvæmd þess, og er því
ekki unnt að taka tillit til þessa
atriðis að svo vöxnu máli. Um
hin atriðin er það sýnilegt, að
með ákvæðum 2. gr. er verið að
koma í veg fyrir, að skatturinn
lendi með fullum þunga sínum
á tilteknum eignum, sem notuð
eru við atvinnustarfsemi, sem (
ríkisvaldið vill hlynna að. Með I
þessu ákvæði er verið að gera
skattgjaldendum mishátt undir
höfði. Því hefur ekki verið
hnekkt, að ákvæði þetta hvíli á
málefnislegu löggjafarmati, og er
ekki unnt að telja lögin ógilda
réttarheimild vegna þessarar til-
högunar á ákvörðun verðmæta,
sem sæta sköttum. Þessar al-
mennu athugasemdir girða hins
vegar ekki fyrir, að unnt sé að
bera undir dómstóla skattmat á
einstökum verðmætum, sem skatt
ur er á lagður og um er fjallað
í 2. gr. lagnna.
4. Skatthæð og fjöldi skattgreið-
enda. Tengsl laga nr. 22/1950 og
laga nr. 44/1957
Samkvæmt 5 gr. laga nr. 44/
1957 greiðist skattur sá, sem lögin
mæla um, af hreinni eign gjald-
anda, svo sem hún er talin eftir
lögunum, umfram 1 millj. kr.
Nemur skatturinn 15% af eign
sem er umfram 1 millj. kr. allt að
IV2 millj. kr. Af 1%—3 millj. kr.
eign greiðist 75 þús. kr. af 1%
millj. kr. og 20% af afgangi. Af 3
millj. kr. eign og þar yfir greiðist
og 5 erlend hlutafélög, en alls
verða 674 hlutafélög að svara til
skattsins og 20 samvinnufélög.
Af hálfu aðaláfrýjenda hefuf
því verið haldið fram, að skattur
samkvæmt lögum nr. 14/1957
lendi á svo fáum skattaðiljum,
að við hann væri ekki hlítandi
fyrir þá sök vegna á'ivæða. 67. gr.
stjórnarskrárinnar, með því að
I hér væri í raun og veru um eign-
arnám eða eignarupptöku að tefla.
Væri þetta enn ljósara, þegar
virt væri, hve skammt væri milli
þessara tveggja stóreignaskatts-
laga, sem hér hefur verið vikið
að, enda ættu aðaláfrýjendur enn
ógoldin um það bil tvo þriðju
hluta skatts samkvæmt lögum nr.
22/1950, svo sem áður greinir.
Þótt skattgjald samkvæmt lög-
um nr. 44/1957 sé allhátt í sjálfu
sér, verður að fallast á þá skoðun
héraðsdómara, að rök bresti til
þess að hrinda lögunum sam-
kvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar
af þeim sökum, enda er skatt-
gjaldið ekki svo hátt, að lagt
verði á borð við upptöku fjár.
Með því að leggja háa eignar-
skatta á eignir manna með stuttu
árabili er hins vegar að sjálf-
sögðu unnt að fara á svig við
greint ákvæði stjórnarskrárinnar.
Eins og hér stendur á, þykja aðal-
áfrýjendur samt ekki hafa sýnt
fram á, að skattur samkvæmt lög-
um nr. 44/1957 feli i sér slíka
eignartöku, sem 67. gr. stjórnar-
skrárinnar tekur til, þótt fyrri
stóreignaskattur sé ógoldinn.
5. Ákvæði 9. gr. Iaga nr. 44/1957
í þessu ákvæði segir svo, að
skatti, sem innheimtist sam-
kvæmt lögunum skuli skipt þann-
ig, að þriðjungur renni til veð-
deildar Búnaðarbanka íslands, en
tveir þriðju hlutar til byggingar-
sjóðs ríkisins. Af hendi aðal-
áfrýjenda er því haldið fram, að
í ákvæði þessu felist það, að ekki
sé verið að afla ríkissjóði tekna
með framlögum gjaldenda sam-
kvæmt 1. nr. 44/1957 heldur sjóð-
um með sjálfstæðu verksviði, og
helgist eignartaka í þarfir sjóða
þessara ekki af almennum regl-
um um heimild til skattlagning-
ar. Eigi þetta að leiða til ógildis
laga nr. 44/1957 samkvæmt 67. gr.
st j órnarskr árinnar.
Af ákvæði 6. gr. 2. málsgreinar
laga nr. 44/1957 er það þegar
sýnt, að ríkissjóður er skattkrefj-
andi. Verður að skýra ákvæði 9.
gr. laganna svo, að með því sé
löggjafinn að ráðstafa fyrirfram
sjcatttekjum ríkissjóðs samkvæmt
lögum þessum. Ákvæði 9. gr. laga
nr. 44/1957 varða því ekki ógildi
laganna.
Svo sem greint er hér að fram
af afgangi. Hámarksskattur nem-
ur því 25% af eign.
Samkvæmt skýrslu löggilts end
urskoðanda, sem er meðal gagna
málsins og er óvefengd að þessu
leyti, hefur stóreignaskattur
samkvæmt lögum nr. 44/1957
verið lagður á 604 einstaklinga
an, fela ýmsar reglur laga nr.
44/1957 það í sér, að þeim skatt-
aðiljum, sem greindir eru í hinni
almennu eignarskattslöggjöf, ein-
staklingum og félögum, er gert
mishátt undir höfði, og auk þess
er hér um sérstaka skattlagningu
að ræða á eignum, sem fram-
Framhald á bls. 16.
Tökum á móti pöntunum á
Svefnsófum og sófasettum með
gamla verðinu
til afgreiðslu eftir áramót
aðeins næstu viku
5 ára ábyrgð — hagkvæmór greiðsluskilmálar
HaR^Ar PET(jr5S0maB
LAUGA VEG 58 (Bak við Drangey) Sfmi13896