Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 20
20 MORGUNnL4Ð1Ð Laugardagur 6. des. 1958 „Já, ég náði loksins í ráðskon- una, sem lofaði að segja honum l>að. Hann kemur áreiðanlega áð- ur en langt um líður“. Súsanna fór samt sem áður út og drakk kaffi, á meðan hún gekk fram og aftur á ganginum. Hún opnaði glugga, stóð við hann og andaði að sér hinu hreina, hlýja lofti. „Ég vildi óska, að Tómas hefði það af“, hugsaði hún, „svo að ég geti glatt föður hans með því, þegar hann kemur. Hvað á ég að segja honum að öðrum kosti? Hvernig á ég að geta mætt augnaráði hans og séð sorg hans“? Hún lokaði glugganum og gekk inn til Tómasar og leysti ungfrú Corell frá. Hún settist á stól- inn við rúmið, athugaði æð drengsins iðulega og hélt hinni litlu hendi í sinni hendi, til þess að hugga hann og róa. Stundirn- ar liðu og hún stóð stöku sinn- um upp til þess að teygja úr fót- unum. Úti var farið að birta. Að síðustu sá hún, að henni var óhætt að yfirgefa litla sjúkling- inn sinn. Hann andaði rólega, hafði fengið eðlilegan litarhátt í andlitið og leit yfirleitt miklu bet- lir út. Æðarslögin voru sterk og regluleg. í annað skipti hafði líf- ið sigrað í hinum litla líkama og Súsanna hét því með sjálfri sér, að gera allt sem í hennar valdi stæði, til að hjálpa honum til að komast á fætur og lifa athafna- sömu lífi. Hún opnaði hurðina hægt og kom undir eins auga á Rolf Agréus, sem sat á stól úti við giuggann. '&an leit fljótlega upp, þegar hann heyrði fótatak henn- ar, stóð upp og kom á móti henni, en hræðslan skein úr hinum dökku augum hans. Súsanna rétti honum hendina. „Nú getið þér verið alveg ró- legur“, sagði hún vingjarnlega. „Hættan er liðin hjá og hann hefir náð Sér vel. Ef ekkert ó- vænt kemur fyrir“. Hann tók hlýlega í hönd hennar og honum létti. „Þökk, þökk“, sagði hann hás- um rómi. „Þessir klukkutímar hafa verið hreinasta víti. En nú er það af staðið, guði sé lof, og ég er feginn, að það voruð þér, sem sátuð inni hjá honum, meðan allt var í óvissu“. „Yður finnst ef til vill, að ég hefði átt að koma fyrr út til yð- ar“, sagði Súsanna brosandi. „Ég gat ekki fengið það af mér, fyrr en ég gæti sagt yður, að honum liði betur“. „Nei, ég skil það, og nú skiptir það ekki heldur máli“. Ungfrú Corell kom gangandi á leið til þeirra eftir ganginum. Þau stóðu og héldust stöðugt í hendur og urðu hennar ekki vör, fyrr en hún var komin alveg að þeim. Þá dró Súsanna fljótlega að sér hendina. Deildarhjúkrunarkonan stóð með ólundarlegt bros á vörum. „Hættan er nú liðin hjá“, sagði Súsanna, „en það á að vera vörður inni hjá honum allan dag inn“. „Það var indælt, að það gekk svo vel“, sagði ungfrú Corell. „Við vorum vissulega mjög óró- leg í gærkvöldi, einkum af því að við gátum ekki náð í yður, Bergman læknir. Fenguð þér ekki skilaboðin frá mér?“ „Skilaboð?" spurði Súsanna óróleg. „Hvaða skilaboð? Ég kom undir eins og hringt var“. „Þegar ég hringdi til yðar í fyrsta skipti — skömmu fyrir klukkan ellefu — kom karlmaður í símann og hann sagði, að ég gæti ekki fengið að tala við yð- ur þá sem stæði! En hann lofaði, að skila því til yðar! Síðan reyndi ég einum tíu sinnum, en það var ekki svarað í síma yðar“. 9. KAFLI. Rolf verður óviðfeldinn. Deildarhjúkrunarkonan þramm ■aði áfram inn eftir gangimum. — Það var illur og sigurglaður svipur á andliti hennar, þegar hún sneri sér við og fór, og Sús- önnu var ljóst, að hún vissi full- vel, hvaða vandræði hún hafði komið henni í, og að hún hafði ánægju af vandræðum hennar. Hún bað Rolf að ganga með sér inn í litlu skrifstofuna sína, því han-a grunaði, að hann þyrfti að láta gremju sína í ljós. — En hvernig hún ætti að geta hlust- að á hann einmitt núna, það var meira en hún gat skilið. „Svo það var ekki hægt að ná tali af Bergmann lækni“, byrjaði hann í þeim róm, sem hún hafði aldrei áður heyrt hjá honum. Hann var háðslegur og gremju- legur, en lýsti því fyrst og fremst að hann var mjög særður. „Mér finnst það mjög einkenni legt, að þér takizt fyrst á hendur djarflega tilraun og eruð síðan hvergi nærri, þegar hinar óhjá- kvæmilegu afleiðingar koma í ljós. Það er spurningin, hvort ég ætti ekki að ræða málið við yfirmann yðar, Hákansson prófessor“. „Já, gjörið það fyrir hvern mun, hr. Agréus“, svaraði Sús- anna þreytulega. „Hann getur ef til vill skýrt það fynir yður, að jafnvel við læknarnir verðum að eiga rétt á því, að vera eims og við eigum að okkur nokkra tíma á sólarhring. En það þýðir auðvitað ekki það, að ég myndi ekki hafa komið þegar í stað, ef ég hefði fenigið þessi skilaboð frá sjúkra- húsinu. Því það var Tómas litli, sem um var að ræða, og ég — „Já, það var Tómas, sem um var að ræða“, tók hann fram í fyrir henni. „Eftir allt það, sem þér hafið sagt mér um hinn mikla áhuga yðar fyrir litla syni mín- um, furðar mig ekki lítið á því, að þér felið hina mikilvægu um- sjón eftir á öðrum á hendur“. „Mér virðist þér ekki eigið rétt á að segja það“, mótmælti Sús- anna. Hún fann að hinar órétt- mætu ásakanir hans særðu hana djúpt, en hún reyndi að gefa sjálfri sér þá skýringu, að fólk yrði oft þannig, þegar um væri að ræða líf eða dauða einhvers, sem þeim þætti vænt um. „Við höfum duglegar og vel menntaðar hjúkrunarkonur hér“, hélt hún áfram, „og við treystum þeim fyllilega, enda þótt við höf- um blátt áfram ekki tíma til að gæta að því, að fyrirmælum okk- ar sé fylgt í öllum smáatriðum. Skurðaðgerð mín heppnaðist, og fyrirmæli mín um meðferðina eft- ir á voru algerlega rétt. Ég hef gei't skyldu mína og meira en það, og það sem kom fyrir, er eitt af því, sem ómögulegt er að tryggja sig gegn fyrirfram. Þar að auki er hættan nú afstaðin og óg get ekki skilið, að við þurfum að vera að ræða það nú, hver beri sökina. Frá lögfræðilegu sjónarmiði ein- göngu er ek-ki hægt að kenna mér um neitt, — það munuð þér áreið- anlega játa sem málafærslumað- ur, og ekki heidur frá mannlegu sjónarmiði, —- en því hef ég bet- ur vit á. Enginn hefði get-að orð- ið hrelldari, já, blátt áfram ör- væntingarfyllri en ég, þegar ég heyrði áðan, að sjúkrahúsið hefði hringt án þess að geta náð sam- bandi við mig. En til allrar ham- ingju komst ég þó hingað í tæka tíð til þess að forða slysi. Tómas nær sér aftur“. „Það er sjálfsagt hreinasta til- viljun". Þetta var svo ósann- gjarnt og ruddalega mælt, að Sús- anna gat ekki lengur leynt sárs- auka sínum — og því síður varið sig. Henni vöknaði um augu og hún var svo þreytt, að hún gat varla setið upprétt. „Ég verð að biðja yður að fara, — nú, undir eins“, sagði hún lágt, og sér til hugsvölunar sá hún, að hann tók hatt sinn og hanzka og fór út úr skrifstofunni, án þess að mæla orð eða líta aftur. Súsanna stöðvaði ekki grát sinn. Það hlaut að vera þreytunni að kenna, hugsaði hún, því að svona hafði hún ekki grátið síð- an hún var lítil telpa. Hún hafði áður orðið að berjast við von- brigði og mótlæti, en hún hafði aldrei tekið það eins nærri sér eins og við þetta tækifæri. Hún hlaut að vera of þreytt, því ann- ars hefði hún ekki misst svona vald á sér. Hún hafði oft heyrt getið um önnum kafna stéttarbræður, sem gáfu sig svo mjög alla við starfi sínu, að þeir gáðu þess ekki, að taka eftir aivarlegum sjúkdóms- einkennum hjá sjálfum sér. Þann- ig var víst ástatt um hana sjálf-a nú, og hún þarfnaðist ákaflega reglulegrar hvíldar og næðis. Hún gat alls ekki sefað grátinn, en hún herti sig upp, þegar ein- hver kom og tók í hurðina. Eng- inn mátti sjá h-ana í þessu ástandi. Þegar hún sá, að það var Leif, slakaði hún þó á aftur. Það gerði ekkert til, þótt hann sæi, hve upp- gefin og angruð hún var, því henni fannst í svipinn, að hann væri hinn eini sanni vinur sinn. Hann myndi skilja hana og hafa samúð með henni. Svo virtist líka, að Leif skildi þegar í stað, hvern- ig í öll-u lá. Hann rétti henni vasa- klút sinn, fór síðan og vatt hand- klæði upp úr köldu vatni og bað- aði andlit hennar. Svo náði hann í dós af andlitsfarða og varaiit úr tösku hennar og brosti við henni, en sagði ekkert. Það var ekki annað, sem með þurfti, til þess að hún næði sér aftur. Hún var alveg róleg, þeg- ar hann hringdi og pantaði bifreið handa henni og hann ók henni heim. Þar bjó hann til sterkt kaffi og vafði hana svo innan í ábreiðu. Þau höfðu v-arla talazt orð við og Súsönnu fannst hún vera undarlega utan við sig. Hún sofnaði undir eins og Leif var farinn, og það seinasta', sem hún hiugsaði um, var Kurt. Hvernig stóð á því, að hann gat gert slíkt og þvílíkt? Hvernig hafði hann getað teflt lífi hennar í hættu, — því ' hennd virtist skyndilega málið vera svo mikil- vægt. Var hann í raun og veru svona hugsunarlaus —■ því það gat ómögulega verið, að hann hefði ætlað að gera henni tjón viljandi. Hve mikið þekkti hún til lyndiseinkunnar hans? Hve vel þckkti hún Kurt, eins og hann var í raun og veru? Hún stundi þungan og andar- taki síðar var hún steinsofnuð. Rolf Agréus sat í skrifstofu sinni og gat ekki tekið til við hin mörgu mái, sem lágu í skjala- hylikjunum fyrir framan hann. — Hann vissi mjög vel, að hann hafði hlaupið á sig við Bergmann lækni og það kvaldi hann. Hann var vissulega ekki vanur að missa þannig stjórn á sér. Hann vissi það mæta vel, að margir álitu hann harðan og óbilgjarnan, — þegar um starf hans var að ræða. En hann hafði samt ekki trúað sjálfum sér til þess að get-a orðið svo harðorður við konu, sem að vísu var læknir, en þó fyrst og fremst kona. Hann hafði ailtaf veikan grun um, að hún hefði sýnt vanrækslu, en með sjálfum sér viðurkenndi hann þó, að það hefði ekki verið henn-ar sök. Hver skyldi þessi mað ur hafa ver-ið, sem ekki hafði kom- ið til hennar hinum áríðandi skila boðum frá sjúkrahúsinu? Var það hinn ungi blaðamaður, sem hún var svo oft með? Ef svo var, þá var það hann, sem var hinn seki, því hún hafði komið sjálf undir ems og hún fékk boðin frá sjúkra húsinu, og hún hafði bjargað úr hættunni — að minnsta kosti fullyrti hún það sjáif. Hann myndi þó ekki vera alveg viss, fyrr en Tómas var kominn á fæt- ur aftur. Rolf var all-gramur við sjálfan sig. Hann sá alltaf fyrir sér hina fíngerðu andlitsdrætti. Sús- önnu Bergmanns, sem lýstu gremju og sársauka vegna hinna hörðu orða hans. Honum hafði annars fundizt, -að hann væri far- inn að kynnast henni svo vel, en nú fannst honum hann alls ekki þekkja hana. En hins vegar vissi haifn mæta vel, að hann hafði sjálfur hlaupií á sig. Súsanna Bergmann hlaut að vera hin sama og áður, en hann hafð alveg misst stjórn á sér og það var mjög óheppilegt fyrir mann í hans stöðu. Að hugsa sér, ef eitthvað þvílíkt kæmi fyrir í sambandi við starf hans. Ef til vill átti hann að tal-a við lækni. Hann þurfti sjálfsagt ein- göngu róandi meðul. Áhyggjurnar og órósemin síðustu vikurnar höfðu fengið á hann, en það var ekki næg afsökun fyrir framkoimu SHUtvarpiö Laugardagur 6. desember: HAFNARFJÖRÐUR Börn, unglinga eða fullorðna vanta»r nú þegar til blaðburðar í Tjarnarbraut. — Talið strax við afgreiðsluna, Álfaskeiði 40, sími 50930. SJÁLFSBJÖRG - SJÁLFSBJÖRG Jólabazar Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík heldur bazar laugardaginn 6. desember kl. 3 e.h. í Gróf- in 1. Mikið úrval af glæsilegum munum. Hjá okkur gerið þið góð kaup. Bazarnefndin. a r i u ó 1) „Ég er að senda Markús á stúfana, til að ná í frásögn af guilhringunum. Hafið þér lesið um þá?“ „Já, það er alveg af- bragðs efni“. „Já, heillandi við- fangsefni“. 2) „Jæja, ég þakka fyrir mat- inn. Nú verð ég að fara“. 3) „Þarna er tækifaeri fyrir mig, til að gera það sem mig hefur alltaf langað til, Arnaldur. Mig langar til að ná í þessa frá- sögn af öndunum sjálf“. „Ertu frá þér, Sússana? „Dagur kon- unnar“ ■kvennablað". Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurjónsdóttir). 14. Laugar- dagslögin. 16.30 Miðdegisfónninn. 17.15 Skákþáttur (Baldur Möll- er). 18.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna: „Ævin- týri Trítils“ eftir Dick Laan; I. (Hildur Kalman leikkona). 18.55 f kvöldrökkrinu; tónleikar af plötum: Lög eftir Victor Her- bert. 20.30 Frá „Viku léttrar tón- listar“ í Stuttgart í okt. sl. 21.05 Leikrit: „Grannkonan" eftir Dor othy Parker og Elmer Rice, í þýðingu Áslaugar Árnadóttur. — Leikstjóri: Indriði Waage. 22.10 Danslög (plötur). — 24.00 Dags- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.