Morgunblaðið - 06.12.1958, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. des. 1958
Mannerheimsstræti — aðalgata Helsingfors
barðist í 104 daga einn gegn ofur
efli liðs, sem var tvöfalt fjöl-
mennara. Þetta stríð er gott
dæmi um, hverju lítil þjóð getur
áorkað ef hún er samhuga og
berst fyrir lífi sínu og frelsi. Frið
urinn stóð ekki lengi, og sumarið
1941 stóðu Finnar enn með vopn
í hendi og börðust fyrir land sitt.
Hvernig fór, er okkur öllum
kunnugt. í Finnlandi tala hvítu
krossarnir í kirkjugörðunum
sínu máli. Finnar urðu að láta
af hendi stór svæði af fóstur-
jörð sinni og greiða miklar stríðs
skaðabætur, En Finnar héldu
frelsinu.
Ekkert getur brotið á bak aft-
ur þjóð, sem er samhuga í orði
og verki. Ekkert getur komið
þeirri þjóð á kné, sem tileinkað
hefur sér þann hugsunarhátt,
sem felst í orðum, sem rist eru
á stein við fornan kastala
skammt frá Helsingfors: „Eftir-
komendur, standið á eigin fótum
og treystið eigi á erlenda hjálp“.
Kai Saaruila.
Jólafagnaður Hringsins
Samhengið í sögu Finna
1 DAG er þjóðhátíðardagur
Finna. Af þvi tilefni birtir
blaðið grein þá, sem hér fer
«'i eftir:
★
Fimm dögum eftir að fslandi
var veitt ný stjórnarskrá árið
1918, eða 6. desember, minntust
Finnar fyrsta afmælisdags
finnska lýðveldisins. Áður en ís-
land hafði náð þessu marki, hafði
það orðið að berjast fyrir frelsi
sínu meira en sex hundruð ár.
Áður en Finnland varð sjálfstætt
ríki, varð það til að þola kúgun
Svía í sex hundruð ár og síðan
undirokun Rússa í eina öld. Þó
að landfræðilega sé fjarlægðin
mest milli íslendinga og Finna af
hinum norrænu þjóðum, eiga
þær þetta sameiginlegt: um aldir
hafa þær báðar verið beittar á-
móta kúgun.
Þegar íngólfur og aðrir íslenzk-
ir landnámsmenn byggðu ísland,
hafði finnska þjóðin fyrir löngu
yfirgefið ættjörð sína sunnan
Eystrasalts og haldið til landsins,
sem nú er kallað Finnland. Þá var
landið óbyggt, að undanteknum
Löppunum, sem fslendingar
þekkja úr íslendingasögunum
undir nafninu Finnar, sem voru
búsettir í norður hluta landsins
og smöluðu þar hreindýrum sín-
um.
Samtök finnskumælandi manna
— því að enn er ekki hægt að
tala um finnska þjóð — risu á
12. öld sem einn maður gegn á-
gangi erlendra manna, en biðu
ósigur. Með sverð í hendi út-
breiddu Svíar kristni í Finnlandi,
samt blótuðu menn enn hin
gömlu goð, þeirra æðst var goð-
ið Ukko. Menning Svía gat þó
ekki orðið mjög áhrifamikil;
finnskan er svo ólík sænskunni
og þar að auki höfðu Finnar
ekki áhuga á menningu hinnar
erlendu þjóðar. Þetta er skýring-
in á því, að kristindómurinn gat
ekki útrýmt heiðnum siðum:
kvæðagerð, galdralög og þjóð-
sögur lifðu eftir sem áður með
Finnum. Þegar erlend áhrif voru
mest, geymdist mál Finna ein-
mitt í gömlum kvæðum og þjóð-
sögum. Ennfremur voru til á
þessum tíma einstaklingar, eins
og bóndinn í Karelíu, sem risti
stafrófið í tré, svo að það glat-
aðist ekki. Á þessum erfiðu tím-
um, voru líka uppi fróðir*menn.
Einn þeirra er Michael Agri-
cola, sem vann fyrir Finna sama
verk og Guðbrandur biskup fyr-
ir íslendinga, og varð biblían á
finnsku þýðingarmikið rit. Hann
var lík:. manna fyrstur til að
skilja, að við hlið sænskrar
menningar átti að standa inn-
lend, finnsk menning. Hámarki
sinu náði þjóðleg menning með
Kalevalakvæðum, sem fslend-
ingar hafa nú tækifæri til að
lesa á sínu máli.
Áður en sænska kúgunin á
öllum sviðum þjóðlífsins hafði
of afdrifaríkar afleiðingar, varð
breyting á. f ófriði, sem stóð tæpt
eitt ár og lauk 1809, beið sænska
konungsríkið ósigur. Raunar var
þar svo, að sænska konungsríkið
lét finnsku þjóðina berjast aleina
fyrir allt sænska ríkið gegn Rúss
um. Þetta var ójafn leikur og
styrjöldin er saga' mikilla svika.
Þá varð Finnland hluti Rúss-
lands. En Finnar minnast líka
þessa stríðs með stolti, af því að
mesta skáld Finna, Johann Lud-
vig Runeberg, hefir kveðið beztu
ljóð sín um það. Sum þessara
ljóða hafa einníg verið þýdd á
íslenzku.
Aðalatriðið er þó, að á þessum
tíma hefst nýtt skeið í sögu
Finnlands. Þetta er langerfiðasta
tímabilið í sögu þjóðarinnar, en
jafnframt þokast hún áleiðis að
settu marki. Nú voru sænsk á-
hrif ekki lengur hættuleg, en í
stað þess vofir það yfir, að Finn-
land verði rússneskt. í frelsis-
baráttu sinni eignast Finnar þjóð
hetjur, er stóðu í broddi fylking-
ar, menn eins og þann, sem komst
svo að orði: „Við eru ekki Svíar,
Rússar viljum við ekki verða,
þess vegna skulum við vera
Finnar!" — Finnska menningin
jókst og dafnaði; í háskólanum
var byrjað að kenna á finnsku.
Finnsk málavísindi vöktu at-
hygli manna. Finnskar bækur,
tímarit og blöð voru gefin út í æ
ríkara mæli. Frá þessum tíma
er eitt mesta skáldverk, sem til
er á finnskri tungu, Sjö bræður,
eftir Aleksis Kivi.
Menningarlífið fékk þó ekki
að þróast í friði. Stjórn rúss-
neska keisaradæmisins reyndi að
bæla frelsisþrá þjóðarinnar nið-
ur með hörku. En það tókst ekki,
þjóðin reis gegn kúguninni. Enn
þá var ekki rétti tíminn kom-
inn til að grípa til vopna, en
tilraunir voru gerðar til að reka
hinn erlenda her í burtu og
gera ríkið sjálfstætt. Þess vegna
fór fjöldi ungra manna til Þýzka
lands, á meðan á heimsstyrjöld-
inni fyrri stóð, til þess að læra
hermennsku. Gerðist þetta í
laumi, og var mjög hættulegt.
Hermennirnir höfðu ekki verið
nema tæp tvö ár við nám í Þýzka
landi, þegar föðurlandið þurfti
þeirra með. Finnska þingið hafði
af eigin hvötum sett þjóðinni
stjórnarskrá 6. desember 1917 og
lýst því yfir, að Finnland væri
sjálfstætt lýðveldi. Þá vildi sósia-
lístastjórn Rússlands reyna að ná
landinu undir sína stjórn. Af
þessu tilefni hófst svo vorið 1918
versta stríðið í sögu Finna, borg-
arastyrjöldin. Þjóðin skiptist í
tvær fylkingar þegar finnska rík
isstjórnin vildi afvopna rúss-
neska menn, er þá voru í landinu.
Sumir komu rússnesku hermönn
unum til aðstoðar, þó að flestir
væru á móti þeim. Nú hafði land-
ið gagn af finnsku hermönnun-
um, er komu frá Þýzkalandi.
Þeir stofnuðu hersveit, og I maí
mánuði gat hershöfðinginn Mann
erheim, æðsti maður hvíta hers-
ins, haldið inn í Helsingfors, eftir
að borgin hafði verið frelsuð úr
höndum rauða hersins. Þetta
urðu lok styrjaldarinnar. Loks-
ins höfðu Finnar öðlazt fullt
sjálfstæði.
Frelsi landsins var þó enn í
hættu. Samkomulag Finna og ná
granna þeirra í austri var erfitt,
og nágrannarígurinn varð að
styrjöld, sem brautst út í lok
nóvember 1939. Finnski herinn
HRINGURINN eftir til kaffisölu,
jólabazars, leikfangahappdrættis,
o. fi. í Sjálfstæðishúsinu á sunnu-
daginn kemur kl. 2, til ágóða fyr-
ir Barnaspítalasjóðinn.
Eins og undanfarandi ár heíur
kvenfélagið Hringurinn fengið
innflutningsleyfi fyrir dálitlu
magni af jólavarningi til að
skreyta með jólaborðið og heim-
ilið, t. d. jólatré, jólagreinar, engl-
ar, kertastjakar, skeieður og box
til að setja í smágjafir.
Kaffisalan verður með sérstök-
um jólasvip, kökuborðið verður
eins og jólaborð á að vera ,og um
leið er ætlunin að selja þennan
jólavarning og ýmislegt jólagóð-
gæti, sem félagskonur hafa bakað,
þar á meðal laufabrauð, kökuís,
piparhnetur og smákökur, inn-
pakkað I cellofanpoka eða öskjur.
Sömuleiðis verður stofnað til
leikfangahappdrættis Barnaspítal
ans með 25 leikföngum og fer
dráttur fram kl. 7 á sunnudags-
kvöld. Dregið verður aðeins úr
seldum miðum og kosta þeir 5 kr.
í sambandi við kaffisölu Hirngs
ins í fyrra, var það til nýlundu,
að spákona tók á móti gestum
og spáði fyrir þeim í lófa, bolla
og spil. Undruðust margir spá-
sagnir hennar of varð af því mikil
aðsókn. Sama kona, sem ekki
hirðir um að láta nafns síns getið
og kemur fram í æði torkennilegu
gerfi, hefur nú aftur lofað að
koma og spá, og rennur spágjald-
ið að sjálfsögðu einnig til Barna
spítalasjóðsins.
Fjársöfnun til Barnaspítalans
hefur alltaf gengið mjög vel og
hafa undirtekir almennings verið
mjög góðar. Nú hefur Hringurinn
látið prenta heillaóskakort, sem
hægt er að senda vinum af ýmsu
tiiefni og eru kortin jafnframt
kvittun fyrir framlagi í Barna-
spítalasjóðinn. Á kortunum er
merki Barnaspítalans og yndisleg
vatnslitamynd af ungu barni eftir
frú Barböru Árnason, og verða
þau til sölu í fyrsta sinn á sunnu
daginn kemur í Sjálfstæðishús-
inu.
Er ekki að efa að bæjarbúar
taki þessari fjáröflun til Barna-
spítalans vel eins og jafnan áður.
Nýtt verndarsvæði
út af Hvalbak
í DAG voru 5 brezkir togarar að
ólöglegum veiðum hér við land,
allir út af Austurlandi á vernd-
arsvæðinu við Seyðisfjörð.
I gær voru 15 brezkir togarar
þarna að ólöglegum veiðum og í
morgun 5. Síðdegis í dag voru
þó aðeins 3 togarar fyrir innan
fiskveiðitakmörkin á þessum
slóðum.
Togaraskipstjórarnir kvörtuðu
undan aflaleysi á svæðinu í gær-
kvöldi. Fengu sum skipin ekki
nema 2—3 körfur af fiski eftir
2Vz klukkustunda tog. Hafa her-
skipin nú opnað nýtt verndar-
svæði út af og umhverfis Hvals-
bak, en ekki er kunnugt um afla-
brögð þar. Eru þá verndarsvæð-
in orðin tvö fyrir Austurlandi.
Þarna eru nú 3 brezk herskip.
Eitt þeirra er freigátan Paladin,
en freigátan hefur ekki áður
verndað togara við ólöglegar
veiðar hér við land.
(5. des. frá Landhelgisgæzlunni).
i Wml WSBWwmmM II ■
ísland mætir Danmörku, Svíþjóð
og Noregi í landsleik
í handknattleik
SENN er nú fullgengið frá samn-
ingum um 3 landsleiki í hand-
knattleik kárla. Fara þeir fram
í febrúarmánuði, og fer islenzka
landsliðið utan og leikur alla
leikina í sömu ferð, gegn Dönum,
Svíum og Norðmönnum. Hand-
þá Hannes Sigurðsson og Frí-
mann Gunnlaugsson, sem jafn-
framt er þjálfari. Þeir hafa valið
14 menn til æfinga strax og eru
það þessir. Frá KR: Guðjón
Ólafsson, Hörður Felixson, Reyn-
ir Ólafsson, Karl Jóhannsson og
knattleikssambandið hefir valið Heinz Steinmann. Frá FH: Birg-
landsliðsnefnd, sem þegar hefir ir Björnsson, Ragnar Jónsson,
valið hluta af liðinu, og eru æf-; Einar Sigurðsson, Hjalti Einars-
ingar og annar undirbúningur að son og Kristófer Magnússon. —
hefjast. Frá lR: Gunnlaugur Hjálmars-
son, Hermann Samúelsson, Pétur
Forsajfa málsins Sigurðsson. Frá Fram; Karl
Handknattleikur hefir verið Benediktsson.
hér í mikilli framför, og er ís-1 Landsliðsnefndin hefir áskilið
lenzka landsliðið tók með góðum sér rétt til að bæta við mönnum
árangri þátt í heimsmeistara- j til æfinganna í næstu viku, eftir
keppninni í fyrra, vöknuðu strax að Fram hefir farið í hraðkeppn-
vonir forráðamanna íþróttarinn-
ar að takast mætti að opna sam-
I ismót, sem HSÍ gengst fyrir
Keppa þar öll meistaraflokkslið
bönd varðandi landsleiki í fram-
tíðinni. Samböndunum á Norður-
löndum var skrifað, og sam-
kvæmt skeytafrétt frá þeim, hafa
þau samþykkt að leika landsleik
við ísland, en enn er eftir að
ganga frá samningum til fulln-
ustu varðandi leikdaga og fleira.
— HSÍ skipaði landsliðsnefnd,
a Suð-Vesturlandi, Reykjavíkur-
liðin öll auk Akraness, Aftureld-
ingar, FH og Keflavík. Verður
þetta stærsta mót, sinnar teg-
undar, sem fram hefír farið í
handknattleik.
MikiII kostnaður
Förin, sem fyrirhuguð er, er
að sjálfsögðu kostnaðarsöm. ís-
lenzka liðið greiðir ferðalögin til
Norðurlanda og heim aftur, en
fær ókeypis uppihald auk ferða
innan Norðurlanda. Leikmönnum
jafnt sem forystumönnum er
ljóst að KSÍ getur ekki staðið
undir öllum kostnaði og lendir
því svo og svo mikill hluti hans
á hverjum þátttakenda í förinni.
Til þess að létta hann hefir verið
efnt til happdrættis og selja
þátttakendur fararinnar miðana.
Vinningurinn er farmiði fram og
aftur til New York.
Þá hefir HSÍ ákveðið að stofna
til nokkurra leikkvölda til að
safna í ferðasjóðinn, og var hið
fyrsta pressuleikurinn á dögun-
um, og hið næsta verður hrað-
keppnin mikla í næstu viku.
Það má segja að HSÍ ráðist
ekki á garðinn, þar sem hann er
lægstur, því að Svíar urðu heims
meistarar í handknattleik á
heimsmeistarakeppninni í fyrra.
Danir eru einnig í fremstu röð
handknattleiksþjóða. Veikastir
eru Norðmenn, en eiga þó lið í
framför ,og í nýafstöðnum lands-
leik Dana og Norðmanna, sigr-
uðu Danir aðeins með þriggja
marka mun, 19:16.
Það bíður því erfitt verkefni
íslenzkra handknattleiksmanna,
en þeir eru ákveðnir og einhuga
í að sækja á brattann.