Morgunblaðið - 09.12.1958, Side 8
8
MORGVIS RL AÐIÐ
Þríðjudagur 9. des. 1958
Birkikrossviður
4 mm. B og 5 mm. BB fyrirliggjandi.
Sendum heim.
Harpa h.f.
Einholti 8.
■ K
Ondvegis-
svefnherbergishúsgögn
Á ÖNDVEGIS VERÐI:
Rúm og náttborð 4.200.00
Snyrti-kommóður 2.100.00
2 st. kollar, klæddir gærusk. 900,00
2 st. Visprigndínur 2.750,00
Samtalskr. 9.950,00
Öndvegis-greiðsluskilinálar.
Öndvegi hf.
Laugaveg 133
STEYPUJARN
16 m.m. Steypujárn.
H.F. AKUR
Hamarshúsinu (Vesturenda) Símar 13122 og 11299.
Ctlækð
Hárgreiðsludama
óskast strax.
Hárgreiðslustofan Lotus
Bankastræti 7 — Sími 11462.
Krisfmann Cuðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
1 dagsins önn.
Eftir Sigurð Sveinbjörnss.
Bókaforlag Odds Björnss.
Aldraður verkamaður kveður
sér hljóðs með þessari ljóðabók á
eftirtektarverðan hátt. Auðséð er
a* hann hefur verið góðri skáld-
gáfu gæddur, en litla möguleika
mun hann hafa haft til að þjálfa
hana og þrosk-a. Líklegt er að
hann sé að hugsa um sitt eigið
líf, er hann kveður svo — í ljóð-
inu: „Umhverfi og ættarfylgja":
„Hve margur hefur staðið einn á
strönd
og starað út á hafið breiða
og þráð að nem-a ný og fögur lönd
og nálgast þekking bjarta og
heiða?
En örlaganna þykki þokuskafl
fær þrána veikt með dómsins
orði.
Hve margur hefur teflt sitt
ævitafl
og tapað leik á hverju borði?“
Sigurður hefur ágæta rímgáfu,
en smekkurinn er ekki öruggur,
sem naumast er að búast við, og
alloft er notast við setningar, er
mörg skáld hafa notað áður. En
furðu oft lyftir skáldið sér upp
úr hversdagsleikanum og hefur
þá gott að bjóða:
„Rökkurkyrrðin gefur gullna
stund,
gl-aðan eld, sem rór og stilltur
brennur.
Blóðsins elfur hljótt um huglönd
rennur.
Hjartað leitar, þráir draumsins
fund“.
Beztur er ’iann í svona smá-
Ijóðum, lakari í stærri kvæðum,
þegar hann ætlar að taka mikið
á, eins og t.d.: „Á Gimli“, „Guð-
mundur á Sandi“, „Island talar“,
og fl. slík. Miklu athyglisverðari
eru ljóð eins og: „Sigling", „Ég
hlýddi á þína söngva“, „Tregi“,
„I Fagradal". Prýðilega gerð
kvæði eru: „Verkamaður," og
„Hinn hljóði gestur", en „I sval-
viðri haustsins" er perla, sem
m-argur vildi kveðið hafa. Þar og
í „Grásteini" fer hið aldna skáld
á kostum, sem gleðja jafnvel vand
fýsinn lesanda. „1 álagaviðjum"
er gott kvæði.
Margt er fallega hugsað í bók
þessari og lesandinn finnur að
fleira býr í barmi skáldsins en það
megnar að klæða orðum. Og
manni verður hlýtt til gamla
mannsins við lesturinn; kverið
skilur eitthvað eftir, sem gerir
mann ríkari, — og ekki gera all-
ar bækur það þótt listfengari geti
talist! — Loks skulu hér tilfærð
tvö erindi úr kvæðinu: „Nókkv-
inn“:
„Lengjast skuggar. Blása kann að
kveldi
kul um gamlan nökkva.
Brennur glóð. En frá þeim arin-
eldi
engir neistar hrökkva.
Veiku skipi verður margt að
grandi,
það velkist öðrum fremur.
En ef til vill mun nökkvinn ná
þar landi,
sem nóttin ekki kemur“.
Innan hælis og utan
Eftir Vilhjálm Jónsson frá
Fcrstiklu.
Forlag höfundar.
Vilhjálmur Jónsson er í öryggri
framför, þótt enn geti hann ekki
talist neitt stórskáld. En hann hef
ur skemmtilega frásagnargáfu,
það er líf í frásögn hans, sem fær
lesandann alloft til að gleyma
kunnáttuskorti í vinnubrögðum og
slælegum listatökum. Ekki er því
að leyna, að margir gallar eru á
þessari sögubók hans, en í henni
eru að minnsta kosti tvær sögur,
sem geta talist eftirtektarverður
skáldskapur: sú fyrsta og næst
síðasta: „Endui-minningin eilífa",
og „Sláttulúinn kirkjuþjónn". Hin
síðarnefnda er um engan minni
en séra Hallgrím Pétursson og
bregður upp all-ljósri mynd af
sá'maskáldinu og konu hans,
Tyrkja-Guddu. Þetta er það
bezta, sem Vilhjálmur hefur gert
fram að þessu, og á vdðurkenn-
ingu skilda. Lesandinn sér og
skynjar þau bæði, Hallgrím og
konu hans, og myndin af Hall-
grími er nýstárleg, skemmtilega
dregin og athyglisverð. — „End-
urminningin eilífa“ er skrambi
langdregin, en í henni er skáldleg
stemning, fínleg og falleg.
Vilhjálmur Jónsson þyrfti að
temja sér meiri strangleika í með
ferð efnis sins og vandaðri vinnu
brögð. Allvíða í sögum hans kenn-
ir óþarfa mælgi og gamburs og
hann er ekki nógu sparsamur á
ur enn ekki tamið hana til hliðni
við lögmál listarinnar.
Sjö skip og sin ögnin af
hverju.
Eftir SigurS Harulz.
IsafoIdarprentsmiSja.
Sjóferðaþættir Sigurðar Har-
alz eru góður c 'emmtilestur. Hann
segir hispurslaust frá og lendir
í óteljandi ævintýrum, allt frá því
aó hann er tekinn fastur fyrir að
sofa standandi í miðri umferðinni
í Sydney, og þar til hann kemur
með „Islandinu" upp til Vest-
mannaeyja á sjálfan lokadaginn
eitt vorið. En lesandinn, sem fylg-
ist með honum, hittir á þeirri leið
mikinn fjölda af hressilegum ná-
ungum, sem gaman er að kynn-
as;. Oft er óviðrasamt og allraka-
samt, bæði á sjó og 1-andi og ekki
nærri alltaf af náttúrunnar völd-
um. Höf. gerir mikið úr þorsta
sínum, það mikið, að lesandinn
hugsar sem svo: Sjóferðabókin
hans hefur líklega verið þokkaleg!
En viti menn: kemiur þá ekki ein-
mitt mynd af sjóferðabókar-
skömminni og þar stendur undir
„Report of character" hvorki
meira né minna en „very good“ í
hverri linu. Ekki er því að neita,
að sú einkunn veikir trú vora á
sannleiksgildi frásagnarinnar. —
En það gerir ekki svo mikið til,
því höf. kann vel þá list, að láta
lesandanum ekki leiðast; hann hef
ur ágæta frásagnargáfu.
F élagslíl
Knattspyrnufélagið Valur.
Skíðanefndin heldur skemmti-
fund í félagsheimilinu í kvöld kl.
8,30.
Dagskrá:
1. Eysteinn Þórðarson segir frá
skíðamótum erlendis.
2. Sýndar úrvals skíðakvik-
myndir.
Allir Valsmenn velkomnir.
Skíðanefndin.
Körfuknattleiksdeild K.R.
Piltar! Munið æfinguna í kvöld
kl. 9 í íþróttahúsi Háskólans.
Stjórnin.
Félag austfirzkra kvenna.
Fundur fimmtud. 11. des. í
Garðastræti 8. Hefst kl. 8,30
stundvíslega. Spiluð verður fé-
lagsvist.
Stjórnin.
MÁLFLUTNINGSSKRIFSEOFA
pAll s. pálsson
Bankaslræti 7. — Sími 24-200.
ISf6T l“*JS
ngissiSjjr giA uingaoj)
■j-« iinajHB ivn
^NnsKiaaHRU
Emi seni frrr e**
GUDRUN FRÁ LUNDI
vinsælasli ritliöl'iimliiriiiii.
rTu e.' siðasla liók liennar:
SVÍGUR SÁRT BRENNDUM
l»ví nær ii|>|»»el<l.
SlragiTfe ekki að kanpa bókina.