Morgunblaðið - 09.12.1958, Qupperneq 23
Þriðjudagur 9. des. 1958
MÖRGTINfíLAÐIÐ
23
biskupsfrumvarps-
ins ráðin í dag
FUNDIR voru settir í báðum
deildum Alþingis á venjulegum
tíma í gær. Eitt mál var á dag-
skrá efri deildar, útflutningssjóð-
ur o. fl., frv. Var það til annarrar
umræðu og vísað til 3. umr. sam-
hljóða.
Á dagskrá neðri deildar var eitt
mál. Almannatryggingar, frv. —
Var það til 2. umr. og visað til 3.
umr. samhljóða. — Var fundi síð-
an slitið, en settur samstundis
aftur og leitaði forseti afbrigða
hvort málið fengist tekið til 3.
umr. og var það veitt. Umræður
urðu engar en frumvarpið var
samþykkt samhljóða og afgreitt
til efri deildar.
Ný þingskjöl
Fjórum nef-idarálitum var út-
býtt á Alþingi í gær. Frá meiri
Hraðkeppni
í körfuknattleik
á Akureyri
AKUREYRI, 8. des. — Síðari
hluti hraðkeppni í körfuknattleik
fór fram í íþróttahúsi Mennta-
skólans á Akureyri í gær. Úrslit
urðu sem hér segir:
B-lið KA vann A-lið ÍMA 22:21
stig, Þór vann A-lið ÍMA 41:36,
A-lið KA vann Þór 64:32, B-lið
KA vann ÍMA 36:26 og A-lið KA
vann B-lið ÍMA 63:26.
A-lið KA vann því mótið með
8 vinningum, sigraði alla mót-
herja og hlaut 256 stig gegn 122.
Annað varð B-lið KA, hlaut 6
vinninga og fékk 114 stig gegn
141. Þriðja varð Þór með 4 vinn-
inga, hlaut 141 stig gegn 165.
íþróttafélag MA sá um mótið,
sem fór hið bezta fram. — vig.
Vel heppnað
kynningarkvöld
Ferðafélags
Akurey
rar
AKUREYRI, 8. des. — í gær-
kvöldi efndi Ferðafélag Akureyr
ar til kynningarkvölds í sam-
komuhúsi bæjarins. Dr. Sigurður
Þórarinsson, jarðfræðingur, kom
hingað norður og sýndi skugga-
myndir og Heklukvikmynd
þeirra Steinþórs Sigurðssonar og
Árna Stefánssonar. Flutti hann
langar og ýtarlegar skýringar
með myndunum, og var erindi
hans bæði fróðlegt og skemmti-
legt. Því næst var sýnd Horn-
strandakvikmynd Ósvalds Knud-
sen með skýringum Kristjáns
Eldjárns, þjóðminjavarðar, en
þær eru á hljóðræmu á filmunni
sjálfri. Samkomuhúsið var þétt
setið og þótti kynningarkvöld
þetta takast ágætlega. Formaður
Ferðafélags Akureyrar, Kári
Sigurjónsson, kynnti atriði.
SKIPAUTGCRB RIKISINS
HERÐUBREIÐ
austur um land til Þórshafnar
hinn 13. þ.m. Tekið á móti flutn-
ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Borgarfjarðar, Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar og Þórshafnar í
dag og árdegis á morgun. Farseðl
ar seldir á föstudag. Æskilegt er
að fólk athugi, að þetta er síðasta
ferð Herðubreiðar til nefndra
hafna fyrir jól.
M.b. BALDUR
fer til Hvammsfjarðar og Gils-
fjarðarhafna á morgun. Vörumót
taka í dag
'og minni hluta allsherjarnefndar
efri deildar um frv. til laga um
breytingu á lögum um biskups-
kosningu. Leggur meiri hlutinn
(Friðjón Skarphéðinsson, Björn
Jónsson og Páll Zóphóníasson) til
að frv. verði fellt, en minni hlut-
inn (Friðjón Þórðarson og Jón
Kjartansson) leggur til að það
verði samþykkt. — Nefndarálit
um frv. um dýralækn-a og frv. um
almannatryggingar voru sam-
hljóða. —
1 dag verður frumvarpið um
breytingu á lögum um biskups-
kosningu tekið til 2. umr. í efri
deild og fæst þá væntanlega úr
því skorið hvort það verður fellt
eða samþykkt í deildinni.
Fyrstu tónleikar
Tónlistarfélags
Keflavíkur
KEFLAVÍK, 8. des. — Sl. föstu-
dag efndi Tónlistarfélag Kefla-
víkur til fyrstu tónleika sinna á
þessu starfsári. Voru þeir haldn-
ir í Bíóhöllinni og voru fyrir
styrktarmeðlimi félagsins og aðra
gesti. Listamaðurinn, sem kom
fram á þessum tónleikum var
hinn kunni píanóleikari Jón Nor-
dal. Vígði hann nýjan flygil, er
Tónlistarskóli Keflavíkur hefur
nýlega fest kaup á frá Þýzka-
landi. Flygill þessi er af gerðinni
Bliiter, og verður hann notaður
við kennslu í skólanum í vetur.
Á efnisskrá tónleilcanna voru
verk eftir Handel, Beethoven,
Chopin og Béla Bartók. Var lista-
manninum ákaft fagnað, og bár-
ust honum blóm.
f tónlistarskóla félagsins eru nú
63 nemendur, er skiptast í þrjár
deildir, barnadeild, blásturshljóð
færadeild og píanódeild. Skóla-
stjóri Tónlistarskólans er eins og
áður, Ragnar Björnsson, en frú
Vigdís Jakobsdóttir er formaður
Tónlistarfélagsins. Tónlistarskól-
inn er nú til húsa í kjallara Bíó-
hallarinnar, og eru skilyrði þar
hin beztu fyrir skólann.
— Ingvar.
Elínus á Galta-
hrygg látinn
ÞÚFUM, N.-ís., 5. des. — Hinn
3. þ. m. varð bráðkvaddur að
heimili sínu Elínus Jóhannesson
óðalsbóndi á Galtahrygg, fædd-
ur 12, jan. 1888, og því rúmlega
sjötugur að aldri.
Með Elínusi er fallinn í val-
inn dugandi bóndi, er um mjóg
langan aidur hefur búið m’klu
rausnar og myndarbúi, lengst af
í Heydal, því þar V'ar hánn upp-
alinn og var þar alian sinn aldux.
Elínus var mikill mannkostamað-
ur, greiðvikinn og gestrisinn
höfðingi heim að sækja, hélt jafn
an uppi sérstakri risnu á haim-
ili sínu, glaðsinna og góðviljaður,
vinsæll svo a' bar og laðaði alía
að sér. Með honvm er falli.m í
valinn einn ágætasti borgari sinn
ar sveitar.
E iv us var kvæntur Þóru Run-
ólfsdóttur Jónísunar, fyrrurn
bónda í Heydal, et. dáin er hin
fyrir mörgum irvm. Þeim varð 3
sona auðið og eru 2 þeirra á liíi,
Runólfur, verzlunarmaður í
Reykjavík, og Guðmundur, bíl-
stjóri, búsettur í Kópavogi, dug-
andi menn «»g vel metnir.
Fyrir nokkrum árum brá Elín
us búi í Heydal og seldi jörðina
öðrum á leigu, en hóf brátt bú-
skap aftur og tók þá eyðijörðina
Galtarhrygg, er hann átti, og hélt
þar áfram margskonar endurbót
um, bæði í húsabótum og rækt-
un, er allt miðaði að því, að gera
þar gott ábýli. Hann tók laug
rétt hjá bæ sínum og hitaði með
henni íbúðarhúsið, ásamt margs-
konar umbótum öðrum. Elínus ól
upp fósturson, Sverri Gíslason.
I. O. G. T.
St. Verðandi nr. 9.
Fundur í Rvöld kl. 8,30.
1. Inntaka nýliða.
2. Áfengisbölið í Grænlandi:
Þorst. J. Sigurðsson.
3. Spila- og kaffikvöld.
Allir velkomnir. _________
Spilakvöld Templara
í Hafnarfirði.
Síðasta kvöldið í 5 kvölda
keppninniverður miðvikud. 10.
des. Heildarverðlaun og kvöld
verðlaun. Byrjað verður á nýrri
keppni miðvikudaginn 7. janúar
1959. — Spilanefndin þakkar þátt
tökuna og óskar eftir framhaldi
ánægjulegra kvölda.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar.
JÓN SIGMUNDSSON
skartgripaverzlun.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar.
RAGNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður.
Innilegar þakkir færi ég læknum og starfsfólki á sjúkra
húsinu Hvítabandinu og á Sólvangi fyrir ágæta hjúkrun
konu minnar
KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR
og umönnun alla í hennar löngu sjúkdómslegu.
Guð blessi ykkur öll.
Tryggvi Á. Pálsson, Reykjavíkurvegi 31.
Minningarspjöld
Stofnendasjóðs Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar
eru afgreidd á skrifstofu Elliheimilisins og í Verzlun
Jóns Þórðarssonar.
Mitt innilegasta þakklæti færi ég hér með öllum þeim
mörgu vinum mínum, körlum og konum, er sýndu mér
ógleymanlega vináttu í sambandi við 70 ára afmæli mitt
með heiðurssamsætum, greinum, ljóðum, ræðum, bréf-
um, skeytum og gjöfum.
Hamingjan fylgi ykkur öllum.
Jón Pálmason,
Akri.
Faðir minn
ÁSMUNDUR BJARNASON
Minneapolis, Minnisota,
andaðist í sjúkrahúsi þar í borg, laugardaginn S. des.
1958.
Fyrir hönd vandamanna.
Ingólfur Ásmundsson.
Móðir okkar
GUÐRÚN GRlMSDÓTTIR
frá Ásgarði,
andaðist 6. þ.m. að heimili sínu Búrfelli í Grímsnesi.
Börnin.
Maðurinn minn og faðir okkar
ÓSKAR JÓNSSON
Ásvallagötu 31 Rvík.,
andaðist að Landsspítalanum aðfaranótt 8. desember.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Sigríðnr Stefánsdóttir og börn.
Útför móður okkar
RAGNHILDAR SIGURÐARDÓTTUR
Laugavegi 8,
fer fram Fossvogskirkju á morgun miðvikudaginn 10.
des. kl. *2 s.d. — Athöfninni verður útvarpað.
F.h. okkar systkinanna.
Ragnar Jónsson.
Jarðarför
MARGRÉTAR ÞORVARÐARDÓTTUR
fer fram miðvikudaginn 10. þ.m. og hefst með húskveðju
að heimili hennar, Týsgötu 8, kl. 13,15. Athöfnin í Dóm-
kirkjunni hefst kl. 14,00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Stofn-
endasjóð Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Rafn Júlíusson, Sigurrós Júlíusdóttir
Lára og Þorvarður Jón Júlíusson.
Fósturfaðir minn
BRYNJÓLFUR BJÖRGÚLFSSON
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
10. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Þeim,
sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Stefán Stefánsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
HERDlSAR STlGSDÓTTUR
Álfhólsveg 15, Kópavogi.
Einar Júliusson og f jölskylda.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og j£u~ð-
arför
KRISTJÖNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Kirkjubóli í Skutulsfirði.
Reykjavík, 8. desember 1958
Tryggvi Á. Pálsson, börn og tengdabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför mannsins míns
BJARNA JÓNSSONAR
Meiri-Tungu.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Þórdís Þórðardóttir.
Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu samúð og vinar-
hug, við andlát og útför föður míns
ÖLAFS HELGASONAR
Bergstaðastræti 8.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Guðríður Ólafsdóttir.