Morgunblaðið - 14.12.1958, Síða 8

Morgunblaðið - 14.12.1958, Síða 8
9 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. des. 1958. „Leyndardómar páskaeyjary/ Thor Heyerdahl: Akú-Akú. Leyndardómar Páskaeyjar. Jón Helgason íslenzkaði. — IÐUNN, Reykjavík. „EKKI er hollt að hafa ból, hefð- ar upp á jökultindi“. Síðan Thor Heyerdahl náði hátindi frægðar með Kon-Tiki leiðangrinum og bók sinni um þá svaðilför — en sú bók hefur komið út í fleiri eintökum en nokkur önnur bók í veröldinni síðustu áratugina — hefur staðið gustur um hann og oft andað köldu. Balsafleki hans skipar nú veglegan sess með vík- ingaskipum og „Fram“ Nansens á Bygdöy í Osló, en sumir vís- indamenn þola varla að heyra Heyerdahl nefndan á nafn. Svo virðist sem þessir skrifborðs vís- indamenn telji það einhvern ljóð á vísindamanni að hann er einnig fullhugi og ævintýramaður, sem orðinn er stórauðugur fyrir eigin dugnað. Undarlegt sjónarmið að tarna. Því skal þó ekki leynt, að í hópi þeirra, sem ekki taka Hey- erdahl mjög alvarlegasem vísinda mann, eru einnig vel metnir vís- indamenn, sem eru engir skrif- borðskarlar, t. d. hinn kunni forn- leifafræðingur Victor W. von Hagen, sérfræðingur um forn- menningu Indíána í Suður- og Mið-Ameríku. En því verður trauðla mótmælt, að Thor Hey- erdahl hefur fært sönnur á ýmis- legt, sem áður þótti með ólík- indum að rétt gæti verið. Hann sannaði það áþreifanlega, sem engir vildu áður trúa, að hægt væri að láta sig reka á fleka frá Suður-Ameríku til fjarlægra Suð urhafseyja. Hann hefur einnig sannað tilvist indíánskrar forn- menningar á Galapagoseyjum. Og þótt honum hætti til að afsanna það, sem hann hyggst sanna og grípa þá stundum til næsta vafa- samra raka, dregur hann stöðugt svo margt nýtt fram í dagsljósið að sá vísindamaður má vera sleg- inn ferlegum fordómum, sem tel- ur að ekki sé ástæða til að taka Heyerdahl alvarlega. Og svo er maðurinn ágætlega ritfær. Það sannar ekki hvað sízt bók hans um Páskaeyjuna, þessa dularfullu eyju, svo órafjarri Kátir krakkar á hestbaki er eftir þýzku skáldkonuna Ursulu Bruns. — Sagan gerist í Þýzkalandi og segir frá krökkum, sem eiga heima á búgarði þar í landi. Á þessum búgarði er mikið af hestum, sem krakkarnir hugsa um og eiga að vinum. Magt þessara hesta er héðan frá íslandi. Þeir hafa verið fluttir til Þýzkalands og orðið beztu vinir þýzku barnanna, en hestar og börn hafa löngum verið góðir vinir hér á landi. Er því ekki að efa, að öll íslenzk börn munu hafa gaman af að lesa þessa bók. Þessi bók Ursulu hefur náð miklum vinsældum, verið prýdd á mörg mál og auk þess verið kvikmynd- uð. Þegar kvikmyndin var gerð, var komið upp stóði á búgarði í Þýzkalandi fyrir myndatökuna og léku margir íslenzkir hestar í myndinni, sem væntanlega verður synd hér á landi áður en langt um líður. Öll börn, sem hafa verið í sveit að sumrinu, eða eiga heima í sveit, munu hafa sérstaka ánægju af að lesa um íslenzku hestana í Þýzkalandi. ,Milli manns og hests og hunds, hangir leyniþráður“. LEIFSÚTGÁFAN allri annarri mannabyggð, eyjuna með hinum furðulegu, síðeyrðu steinjötnum, sem þar rísa úr jörðu. Þær eru ekki fáar kenn- Thor Heyerdahl ingarnar, sem settar hafa verið fram til að skýra tilkomu þessara bergrisa. En það er Thor Heyer- dahl, sem gerir út leiðangur til hinnar einangruðu eyjar — og ræður gátuna, á þann einfalda máta, sem honum er laginn. Hann kann nefnilega flestum fremur þá kúnst að ganga beint til verks. Að Ijóstra hér upp ráðningu gát- unnar væri jafnilla gert gagnvart lesandanum og að ljóstra upp í rit dómi um bók eftir Agatha Christie, hver væri morðinginn. Væru ekki Ijósmyndir til stað- festingar myndu margir segja Heyerdahl ljúga, en nú stendur einn steinrisanna aftur á sínum stalli, storkandi þeim vantrúuðu, sem halda því fram að Heyerdahl sé húmbúgg. Þar með er ekki sagt að allt sé dagsatt, sem hann segir í sinni ævintýralegu bók. Og Heyerdahl gerði fjölmargt fleira meðan hann dvaldi á Páska ey en ráða gátu hinna síðeyrðu steinrisa.Hann finnur forna múra, sem eru svo snarlíkir hinum frægu múrum Inka í Perú, að ólík legt má teljast, að ekki sé þarna samband á milli. Hver sem er getur sannfært sig um það með því að bera saman myndir af sefkænum þeim (pora), sem Hey- erdahl sá eyjarskeggja gera, og myndir af sefkænum á Titica- vatni í Perú í ferðabókum þeirra Kjartans Ólafssonar og Vigfúsar Guðmundssonar, að hér er um furðu líka farkosti að ræða. Og meira en það, þessar kænur eru gerðar úr sömu tegund vatna- sefs, scirpus títóra, en sú vex við Titica, en einnig í gígvatni á Páskaey og hlýtur að hafa borizt þangað með mönnum. Erfitt mun og þeim, sem afneita sambandi milli Perú og Páskaeyjar, að skýra það, að þegar hvítir menn komu fyrst til Páskaeyjar var kartöflutegund ein mikilvægust matjurt þeirra eyjarskeggja og hét á þeirra máli kúmara, sama nefni og hún er nefnd meðal Indíána í Perú, heimkynni kart- öflunnar. En hvort sem Heyerdahl hefur rétt fyrir sér i aðalatriðum eða ekki, er bók hans ærið umhugs- unarefni bæði lærðum og leikum og bráðskemmtileg er hún af- lestrar. Jón Helgason hefur þýtt hana vandvirknislega og lipur- lega á go.tt mál. Nokkurs ósam- ræmis gætir í meðferð erlendra nafna, eru sum umskrifuð svo betur falli að íslenzkum fram- burði, en önnur ekki. Bókin er prýdd sömu ágætu litmyndun- um og erlendu útgáfurnar og frá- gangur um flest hinn ágætasti að undanteknu því afleita smekk- leysi að hafa svartan postillukjöl á þessari björtu bók. En svona vill fólkið hafa það, segja út- gefendurnir og halda víst að það séu frambærileg rök. ’Sá þarf ekki að láta sér leiðast um jólin, sem á ólesna bókina Akú-Akú. Sigurður Þórarinsson i ■■■ 5KÁK ‘ ! Fáein orð um Albin-gagnsókn .. ÞEGAR Friðrik Ólafsson fór að færa sig upp á skaftið og „slátra“ stórmeisturum á skákmótum er haldin hafa verið í Evrópu og Ameríku, jókst skákáhugi al- mennings gífurlega hér á landi. Algeng spurning hjá þeim sem eru að hefja skákferil sinn er: Hvernig á ég að máta A í sem fæstum leikjum? Getur þú ekki sýnt mér eitthvað bragð sem ég get beitt hann B? Þessum spurningum er auðvit- að erfitt að svara játandi, en þó reyni ég að gefa einhverja úr- lausn, svona til þess að geta hangið í áliti hjá spyrjanda. I þessum þætti vil ég gjarnan sýna þessum spyrjendum svokall aðann „Albin-gambit“, en inn- tak hans er í stórum dráttum þetta: ★ 1. d4 d5 2. c4 e5?! ABCDEFGH Staðan eftir 2. e5?! (Svartur fórnar peði til þess að hraða útkomu manna sinna, þvi hvítur tapar leik á meðan hann leikur). 3. dxe5! d4! (Á þessum peðsleik byggist upp- bygging svarts. Eins og við sjá- um hindrar d4 Rbl í því að fara á eðlilegan reit, sem sé c3 og svörtú mennirnir stilla sér upp til árásar í skjóli þess). 4. Rf3 (Ef andstæðingur ykkar er í hópi byrjenda leikur hann senni lega 4. e3? Bb4f 5. Bd2 dxe3! 6. Bxb4? exf2f 7. Ke2 (Ekki 7. Kxf2 vegna Dxdl). 7............ fxgl=Rf! og síðan Bg4f og vinn- ur Ddl. Ef hann skyldi nú sjá við 5.....dxe3! og leika þess í stað 6. Da4f þá leikið þið 6... Rc6 7. Bxb4 exf2f 8. Kxf2 Dh4f! 9. g3 Dd4f! og vinnur). 4 ......Rc6 5. Rbd2 (Bezt ásamt 5. a3. Aðrar leiðir eru lakari og gefa svörtum sókn- armöguleika. T.d. 5. g3 þá Bg4 6. Bg2 Dd7 7. 0-0 0-0-0 8. Rbd2 h5! með sókn fyrir svart. 5 ......Bg4 (Aðrar leiðir eru lakari, gefa hvítum tækifæri til þess að gefa aftur með góðri stöðu). 6. h3 (Eðlilegasti leikurinn, en hvítur á hér aðra leið, sem er betri, og að flestra áliti eina leiðin til þess að halda betri stöðu 6. g3 t.d. Dd7 7. Bg2 0-0-0 8. h3 Bf5 9. a3 f6 10. exf6 Rf6 11. b4 He* 12. Bb2! sbr. Bondarewzkí — Mikenas 18. skákmeistaramót U.S.S.R.). 6 .... Bxf3 (Góð leið er hér 8...Be6 7. gS Dd7 og hvítur lendir í erfiðleik- um við að 0-0). 7. Rxf3 Bb4f! 8. Bd2 De7! (Leikur bréfskákameistaran* Krenosz). 9. a3! Bxd2f 10. Dxd2 0-0-0 11. 0-0-0 (Ef 11. Df4 þá f6! 12. exf6 Rxf6 með betri stöðu) 11....Rxe5 12. Rxe5 Dxe5 13. e3 c5 og staðan er nokkuð jöfn. ABODEFGH Staðan eftir 13..... e5 Ég vil taka það fram, að ég hef stuðst við byrjunarbækur Dr. Euwe og L. Pachmann. Eins og bent var á í athugasemdum við 6. h3 þá getur hvítur haldið mun betra tafli, en það ætti ekki að hræða menn frá því að tefla þessa byrjun á svart í „léttum" skákum við kunningja. Að mín- um dómi er þó bezt að læra varnir af þessu tagi til þess að geta svarað þeim rétt, ef þeim er beitt af andstæðingi. — IRJóh. Jólahlað Æskunnar JÓLABLAÐ Æskunnar er komið út, og er að vanda fjölbreytt að efni og vandað að öllum frá- gangi. — Það hefst á jólahugleið- ingu eftir séra Gunnar Árnason, en af öðru efni má t. d. nefna: „Jól“, ljóð eftir Guðmund Böðv- arsson, söguna „Filippus litli“ eftir Leo Tolstoj og leikþáttinn í jólablaði Æskunnar er efnt til ritgerðasamkeppni um ís- lenzka hestinn. „Jól í Betlehem", sem Margrét Jónsdóttir hefur þýtt úr dönsku. — Auk þess eru ýmsir jólaleikir fyrir börnin, getraunir og marg- víslegir smáþættir. A miðopnu blaðsins er skýrt frá ritgerðasamkeppni, sem Æskan og Ferðaskrifstofa ríkis- ins efna til. Hafa allir lesendur Æskunnar undir 15 ára aldri rétt til þátttöku í samkeppni þessarú en verðlaunin eru mjög eftir- sóknarverð. Ritgerðarefnið er: „íslenzki hesturinn og ferðalög um byggðir og óbyggðir“. — Það er Ferðaskrifstofa ríkisins, sem gefur verðlaunin, en þau eru: 1. verðlaun, ferð með skipi til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur óg heim aftur. 2. verðlaun, vikuferð um Fjalla- baksveg á hestbaki, og 3. verð- laun verða farmiði fyrir nokk- urra daga ferð um verzlunar- mannahelgina næsta sumar. — Þeir, sem taka vilja þátt í sam- keppninni verða að senda rit- gerðir sínar til ritstjóra Æsk- unnar fyrir 1. apríl 1959. í jólablaði Æskunnar í fyrra var einnig efnt til slíkrar rit- gerðasamkeppni, en verðlaunin voru þá flugferð til Kaupmanna- hafnar og heim aftur, ásamt þriggja daga dvöl í Höfn. Flug- félag íslands veitti þessi verð- laun, en þau hlaut ung stúlka, að nafni Gerður Helgadóttir. — í hinu nýútkomna jólablaði Æsk- unnar segir hún frá þessari ferð sinni og dvölinni í Danmörku, og fylgja frásögninni margar skemmtilegar myndir. Forsíðumyndin ó þessu jóla- blaði Æskunnar er af málverki ítalska meistarans Botticelli — „Hin fyrsta jólanótt“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.