Morgunblaðið - 14.12.1958, Page 12

Morgunblaðið - 14.12.1958, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. des. 1958. Skreiðarframleiðslan Útdráttur úr skýrslu Óskars Jónssonar flutt á aðalfundi Samlags skreiðar- framleiðenda ÉG VIL BYRJA með því að bjóða ykkur alla velkomna til þessa 7. aðalfundar Samlags skriðar- framleiðenda. Ég get að þessu sinni verið fáorðari í skýrslu minni en undanfarið, þar sem um nokkrar endurtekningar yrði eí til vill að ræða. 1 Framleiðslan 1957: Ég mun fyrst ræða um fram- leiðslu skreiðar á árinu 1957. Það ár var heildarupphenging á öllu landinu sem hér segir: 34,5 þús. lestir og til samanburðar við fyrri ár eru teknar hér upp tilsvarandi tölur sl. 4 ár: 1956 47,7 þús. lestir 1955 53,3 — — 1954 79,0 — — 1953 14,7 — — og i ár mun upphenging verða nokkru meiri. 31. ágúst sl. var upphengt magn 39,3 þús. lestir, en sé miðað við sömu upphengingu síðustu 4 mán. ársins, má gera ráð fyrir heildar- upphengingu 1958, ca. 43 þús. lestir, eða nálægt 7 þús. lestum af þurri skreið. Þar af ætti hlut- ur Samlagsins að verða nálægt 5 þúsund lestum. * Veðrátta 1957 var að mínu viti á aðalframleiðslusvæðinu, ein- hver sú hagstæðasta, sem við þekkjum. Sumir töldu þó að of- skarpur þurrkur hér sunnanlands um tíma vorið 1957, hefði myndað harða skel á fiskinn, sem hefði seinkað fyrir þurrki fisksins yf- irleitt. Meira var nú hengt upp af netjafiski en áður og minna af línufiski. Er það útaf fyrir sig eðlilegt eftir þeirri þróun, sem nú er að verða í veiðiháttum okk- ar. Línuveiði hér syðra og jafnvel víðar á landinu er stunduð fram- anaf vertíð og þá er tími óhent- ugur til hengingar. Seinni hluta vertíðar, stunda bátar aftur netjaveiðar, fer þá oft mjög mik- ið af þeim fiski á rá, og eins og kunnugt er, er venjulega nokkur munur á línufiski og netjafiski, hvað vörugæði snertir. Og þróun þessi fer því miður ört í þá átt að línufiskur minnkar, en netja- veiði eykst. Við þetta verður ekki ráðið, en þetta þýðir lakara hrá- efni og þar af leiðandi lakari skreið. Og þegar saman fer ekki góður fiskur og léleg veðrátta, þá er alltaf hætta á að illa tak- ist með verkun þess fisks. En síðastliðin tvö ár, hefir tíðin ver- ið einstaklega hagstæð og bjarg- að oft lélegu hráefni frá því að falla í lægsta flokk. Einnig tíðk- ast það mjög að þeir framleið- endur, sem bæði framleiða freð- fisk, saltfisk og skreið, láta af eðlilegum orsökum hið lélegasta í skreiðina eða þá í salt, í von um að varan verði í öllu falli Afríku- vara eða hæf til sölu í Suður- Ameríku, sem harðþurrkaður salt fiskur. Þarna stöndum við tals- vert höllum fæti í samkeppni við Norðmenn, sem hillast ávallt til að láta það bezta af hráefn- inu í skreið. Þá er það stærð fisksins, sem upp er hengdur á íslandi, sem gerir okkur erfitt fyrir í sam- keppninni við Norðmenn, einkan- lega á Afríkumarkaðinum. Þeir eiga miklu meira magn af smærri fiski en við. Við eigum langmest af þorskstærðinni 50/70 og nokk- uð af 70/—, en lítið af smærri tegundum. Skiptingin á stærðar- hlutföllum sl. ár hafa nánast ver- ið þessi miðað við þorsk: 5% 20/40 cm 25% 30/50 — 70% 50/70 — og 70/ og yxir. Nú er það svo að í Nigeríu eru það tveir landshiutar, sem fisk- [ urinn er fluttur til. Til hafnar- borgarinnar Lagos í vesturhluta landsins fer aðeins smár fiskur, þorskur 20/40, en sára lítið af 30/50 og ekkert af 50/70. Þeim er illa við keilu, sem er stærri en 20/40 cm. Hins vegar höfum við afsett mest af okkar fiski í austurhluta landsins, en þar er hafnarborgin Port Harcourt, sem fiskurinn fer um. Hefir þangað farið stóri fisk urinn. En nú í ár hafa komið líka þaðan óskir um smærri fisk, jafn vel 20/40. Þetta veldur okkur oft miklum erfiðleikum, sem þó til þessa hefir tekizt að leysa. En ef austurhluti Nigeriu fer að auka kröfur um smærri fisk, veld ur það auknum erfiðleikum og gerir okkur veikari þar í sam- keppninni við Norðmennina. Ég tel að nauðsynlegt sé fyrir þá, sem hafa jöfnum höndum freðfisks- og skreiðarframleiðslu að láta smáa fiskinn fara á hjall- inn, enda miku ódýrari vinna, en við frystinguna. Ég veit að sumir framleiðendur hafa gert þetta og tel ég það vel farið. Eins og ég hefi áður bent á á aðalfundum eigum við nokkuð tryggan markað fyrir ráskertan þorsk í Finnlandi. Eitt árið höfð- um við þar samning um 400 lestir af ráskertum þorski og ufsa fyrir tiltölulega hagstætt verð. En framleiðsla á þessari tegund hefir gengið mikið saman og voru að- eins flutt til Finnlands og Sví- þjóðar 1947 tæpar 170 lestir, og hefir það enn minnkað þannig að í ár seldum við ekkert til Sví- þjóðar og til Finnlands aðeins 50 smálestir. Sé góð tíð í apríl og maí tel ég hagstætt að ráskera hinn stærri þorsk með Finnlandsmark- að í huga. Talsvert magn var til af óaf- skipaðri skreið í ársbyrjun 1957 frá árinu 1956, en henni var að mestu afskipað fyrri hluta árs- ins 1957, en smáslattar voru þó að fara allt fram á haustið 1957. Útflutningurinn 1957 var sem hér segir: Afríkuskreið . 3911 lestir ítalíuskreið . 239 — . 118 Svíþjóð 50 — 4318 lestir Afskipun á framleiðslu 1957 byrjaði í september og var mikið flutt út 3 síðustu mánuði ársins 1957. Norðmenn fluttu þá mán- uði út það mesta magn, sem þeir í mörg ár hafa flutt út á einum ársfjórðungi. Truflaði þetta mark aðinn í Nigeriu og féll hann gífur lega í janúar byrjun 1958 og fór fyrst að rétta við í marz 1958. Skreiðarbirgðir Norðmanna voru minni í ársbyrjun 1958 en nokkur undanfarin ár, en nú má búast við meiri birgðum Norð- manna í ársbyrjun 1959 en sl. ár, en þó ekki ýkja meiri. Það hefir örfað upphengingu Norðmanna, að viðskipti þeirra við S.-Ameríku með saltfisk hafa truflast af gjaldeyrislegum ástæð um. Hafa þeir hengt upp mestan sinn ufsa, sem áður fór í salt. Þá var afli þeirra á sl. vertíð snögt um betri en 1957. Síðustu tölur sem ég hefi séð er: 11/10. 1958, segja upphengingu Norð- manna um miðjan október 161 þús. lestir af hausuðum og sl. fiski. Á svipuðum tíma í fyrra var upphenging þeirra 132 þús. lestir, sem mun láta nærri að aukningin sé í þurri skreið ca. 7 þús. tonn. Hins ber þá líka að gæta að þegar litið er á minni birgðir í byrjun ársins í Noregi og svipaður útflutningur á árinu 1958, þá verða birgðir Norðmanna í ársbyrjun 1959 ekki ýkjameiri en árið áður. Útflutningur Norðmanna frá miðju ári 1947 til jafnlengdar 1958: þús. lestir Til V.-Afríkulanda .... 25,6 — Ítalíu ............ 6,5 — Frönsku nýl........ 2,3 — Finnlands ......... 0,3 — Svíþjóðar ......... 0,BVz — Vestur-Þýzkalands . 0,1 — Belgíu ............ 0,2 — Hollands .......... 0,2 — Liberiu og Ghana .. 0,3 — Bandaríkja N-Amer. 0,4% — annarra landa .... 0,7 Samtals: 37,5 Þá má líka á það líta að neyzla svertingjanna í Nigeriu hefir far- ið vaxandi ár frá ári og er talið að þeir þurfi nú full 37 þús. lest- ir árlega og er ekkert, sem bend- ir til að þessi þróun snúist við Óskar Jónsson á næstunni. Það virðist ekki vekja neinn ugg hjá Norðmönn- um, þó þeir eigi eitthvað meira á sínum lagerum af skreið en áður, því það sé vara sem sé geymsluhæf frá ári til árs heima í framleiðslulandinu. Til fróðleiks má geta þess að árið 1947 var innflutningur á skreið til Nigeriu aðeins 16 þús. lestir, en hefir aukizt sl. 10 ár um rúmar 20 þús. lestir. Skreiðarbirgðir Islendinga um sl. áramót voru ca. 2100 lestir, en verða líklega um n.k. áramót full ar 3000 léstir á öllu landinu. Á árinu 1957 var meiri upp- henging á ýsu, en nokkurru sinni fyrr. Sala skreiðarframleiðslu 1957 og verðlag: Gerðir voru nokkrir fyrirfram- samningar eins og áður, en þó ekki fyrr en í september og jafn- vel síðar. Var af stjórninni á- kveðið að reyna nú meiri bein viðskipti við svertingjafirmu í Nigeriu en áður hafði verið. Var nú nær því % af framleiðslunni 1957 selt beint þangað suður. Eins og áður segir varð feiki- legt verðfall á skreiðinni í jan. sl. og urðum við fyrir nokkrum skakkaföllum þess vegpa. Svertingjafirmun eru ekki það fésterk, að þau geti opnað ábyrgð fyrir afskipun og ekki heldur greitt fyrirfram nema að sára- litlu leyti. Verður því að láta sér nægja með beinum viðskipt- um við þá, vissa útágreiðslu pr. balla skreiðar, og þegar mikið hrun verður á verði getur svo farið að betur borgi sig fyrir þá að leysa ekki inn pappírana. Og nota þeir þá hinar minnstu á- tyllur til að hlaupa frá samning- um. Þeir eru mjög varhugaverðir í viðskiptum og hafa allt annan hugsunarhátt í viðskiptum en við þekkjum. En þetta ár höfum við fengið þann lærdóm að viðskipti þessi þarf að gera með fullri gætni og reyna að fá sem hæsta fyrirframgreiðslu áður en af- greitt er. Nú í ár höfum við í velflestum tilfellum krafizt meiri útágreiðslu en áður og reynum jafnframt að ná undir einstaka kringumstæðum í fyrirfram- greiðslu, en það þýðir minni beina sölu. Til ítalíu fór allt það magn, sem matið taldi fært að senda á þann markað og voru það 227 lestir frá samlaginu. Höfum við verið að þoka verðinu þar upp ár frá ári eftir því sem hægt hefir verið. Fyrstu árin var verðmun- ur á ísl. og norska fiskinum 10—15% þ.e. ísl. fiskurinn þetta lægri en sá norski. í fyrra minnk uðum við þetta bil í rúm 3% og í ár í tæp 2%. Er þá tæki- færið næsta ár að fara upp í verð Norðmannanna. Merkið okkar — Caravella-merkið er nú orðið vel þekkt, sér í lagi á Suð- ur-ítalíu og nýtur álits þar. Þá hefir samlagið selt nokkuð af þeirri tegund skreiðar á ítalíu, sem nefnd er „Finnmarken", en er í lægra verði en „ítaliener". Höfum við náð í verð, sem ligg- ur fast við Norðmannaverðið á norskri „Finnmarken", en við teljum, að sama gildi þar og með aðra ítalíuvöru, að næsta ár á samlagið að ná sama verði og Norðmenn, þar sem sendingar okkar af „Finnmarken“ hafa lík- að vel. Til dæmis tókst í fyrra að selja nokkurt magn af þessari vöru frá fyrirtækjum, sem þá voru nýkomin í samlagið, en lágu með nokkuð af óseldri „Finn- rnarken" frá 1955 og 1956. Aðeins skyggir á að magn það, sem við sendum til ítalíu, er allt- of lítið og mætti sjálfsagt stór- auka það, meðal annars með mættri verkun, og er þá apríl- og maífiskurinn sérstaklega til þess fallinn. Verðmunurinn á Afríkuvöru og ítalíuvöru er það mikill, að viðbættum uppbótum, að það á að borga sig undir venjulegum kringumstæðum að leggja sérstaka rækt við fram- leiðslu þessarar vöru. Verðmunur í ár á fiski, veidd- um fyrir 15. maí, virðist mér vera kr. 4100/— pr. lest, en eft- ir 15. mai, með öllum uppbótum, kr. 4500/— pr. lest. Er hér þó reiknað með lágmarki. Sé um prima vöru á Italíu að ræða, er verðmunur í fyrra til- fellinu kr. 5440/— pr. lest, en í því seinna kr. 6100/—. Fyrst nú í ár gátum við náð í ca. 200 pk. af prima fiski á ítalíu og væntanlega er það byrj un, og væri gott að eitthvað meira yrði framvegis undir þess- um verðmætu flokkum á Ítalíu- markaðinn. Norðmenn ákváðu að hækka verð á Afríkuskreið á þessu ári og skyldi hækkunin koma í gildi frá 1. marz 1958, nema ef um fyrirfram gerða samninga væri að ræða. Um svipað leyti reynd- um við að hífa verðið upp, en bæði var það, að markaðskrísa sú, sem ég nefndi áður og stóð í 3 mán. í Nigeriu og að þessi nefnda verðbreyting Norðmanna verkaði seinna en við var búizt, verkaði ekki strax niðri á mark- aðinn og mest af okkar fram- leiðslu áður selt, nema smárestar þar og hér, svo þetta náði ekki til okkar framleiðslu 1957. Norðmenn, eins og áður segir, áttu talsvert magn óselt frá 1957 í ársbyrjun 1958, og féll verð- hækkun þessi á síðustu þúsundir skreiðartonna af 1957-framleiðslu þeirra. Ég hefi áður bent á það í skýrslum mínum til aðalfundar, að skreiðin skilar svo að segja eingöngu hörðum gjaldeyri, en flestar aðrar útflutningsvörur fara að meira eða minna leyti til svonefndra „clearing“-landa. Þá hefir samlagið frá upphafi leitazt við að tryggja bæði fisk- trönur og vöru samlagsmanna frá því hún kemur til verkunar og þar til hún er komin í fulla á- byrgð kaupanda. Það voru nýmæli þegar við fórum að tryggja fiskhjallana og niðurfok eða niðurbrot þeirra, hvort sem var 1 stormi eða vegna jarðskjálfta eða annarra náttúru- hamfara. Innborgaðar tjónabætur til samlagsmeðlima hafa verið sem hér segir: 4 ár 1954 1955 1956 1957 1.200 656% 405% 514% þús. Samtals kr. 2.776% þús. Mér er ekki kunnugt um hversu utanfélagsmenn tryggja sig fyrir þessum hættum, en einn utanfélagsmaður varð fyrir stór- tjóni á árinu 1957 vegna niður- foks á fiskhjöllum sínum. Var honum ekki kunnugt um þá þjón- ustu sem samlagið veitir í þessu augnamiði, og nagaði sig í handa bökin að hafa ekki tryggt sig fyrir þessum óhöppum. En hitt er mér vel kunnugt um, að þeir sem tryggja sig fyrir þessum tjón um njóta allt annarra kjara en við í iðgjaldagreiðslum. Útflutningsbætnr o. fl. Samlagið hefir alla jafnan síð- an farið var að borga uppbætur, tekið að sér að innheimta upp- bæturnar og borga þær til sinna meðlima. Nú kemur til viðbótar smáfiskuppbætur — þ.e. vinnslu- uppbætur — og loks uppbætur vegna aukins kostnaðar af völd- um dýrtíðarlaganna. Allt kref- ur þetta mikla vinnu og lætur nærri að 1% maður séu upptekn- ir við þetta starf, að innheimta útflutningsuppbætur, reikna þær út, og sjá um að hver fái réttlát- lega sitt, og þar við bætist svo nú í bili tveir liðir nýir eins og fyrr segir. Þá var á síðasta aðalfundi fram kvæmdarstjóra samlagsins falið að hafa með höndum innkaup á trönuefni. Auglýstum við strax eftir pöntunum, en vegna þess hve seint var orðið, var aðeins hægt að ná sáralitlu magni. Nú í ár hafa margir pantað bæði til byggingar á nýjum hjöllum og eins til viðhalds. Hefir gengið sérlega erfiðlega að fá yfirfærslu, en nokkuð magn mun nú vera á leiðinni, en væntanlega tekst að ná restinni heim áður en frost í Finnlandi loka afgreiðslumögu- leikum. Birgffaskemmubygging: Á árinu 1957 var lokið við byggingu tveggja birgðaskemma fyrir samlagið inná LauganesL Eru það hin ágætustu hús í alla staði. Leigðum við út strax aðra skemmuna. Hina notuðum við undir umbúðir og einnig til að taka á móti restum af skreið utan af landi og í einstaka tilfellum höfum við reynt að geyma fyrir menn 100—200 pakka, sem hafa verið með lélegar geymslur. Þar eru allar umbúðir okkar vel geymdar og afgreiddar þaðan. Ég veit að mörgum þykir þessi þjónusta dýr, en hér er aðeins reiknuð útlögð vinnulaun og akst ur, en það þekkja allir, sem at- vinnutæki reka, að öll handtök við fiskbröndurnar okkar eru dýr og ég býst ekki við að aðrir gerðu þessa þjónustu ódýrari. Ég vil ennþá brýna fyrir sam- lagsmeðlimum, að við leitumst við að þjóna öllum, sem í sam- laginu eru og hefi ég reynt hér að framan að sýna fram á, að samlagið veitir margvíslega þjón- ustu og er ég ekki að telja það eftir, en þeir sem utan samtak- anna standa njóta í mörgum til- fellum ávaxtanna af þessari starf semi samlagsins. En hitt vil ég ennþá undir- strika mest, að gildi samtaka okkar liggur í því, að sem fæstir bjóði út skreiðina á sama tíma. Hvernig haldið þið að það verk- aði á markaðinn í Nigeriu, svo ég taki sem dæni aðalmarkaðs- landið, ef farið væri, þegar skreið in er ’ orðin útflutningshæf, að bjóða út á einum tveimur mán- uðum alla íslenzku skreiðina í gegnum kannske margar hendur? Ég veit að slíkt myndi skapa „kaos“ á markaðinn, sem myndi þýða gífurlegt verðfall. Og við skulum nú gera ráð fyrir að það tækist að koma út allri skreið- inni á 2—3—4 mánuðum. Það myndi þá þýða að markaðinn Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.