Morgunblaðið - 24.12.1958, Page 8

Morgunblaðið - 24.12.1958, Page 8
50 MGRCTJl\nLAÐlÐ Miðvikudagur 24. des. 1958 Hannes á Núpsstað fyrir framan bænhusið. ▼arð fyrsti ábáti þess og hann hef- nr markað það svipmót, sem það bar lengi síðan, stórlærður maður í helgum fræðum og jafnframt maður með gott veraldarvit. Til hans og náms.erils hans í Frakk- landi og á Engiandi má rekja það, að hér var sett Ágústínusar- regla, og klaustrið varð að því leyti fyrirmynd allra þeirra munkaklaustra, sem síðar voru íett hér á landi, en fyrir voru áð- ur aðeins tvö klaustur, á Þing- eyrum og í Flatey, og þau voru bæði af reglu hins heilaga Bene- dikts. Frá Þorláki stafaði það einnig, að Þykkvabæjarklaustur varð helzta gróðrarstöð hinna nýju kirkjuvaldshugmynda, sem hann varð fyrstur til að reyna að knýja fram, eftir að hann var orð- inn biskup, kröfurnar um alger yfirráð klerkdómsins yfir kirkju- Stöðum og eignum kirkna. — Um miðja 13. öld var hér ábóti Brand- ur Jónsson, sem síðar varð Hóla- biskup, og hann var eins og hinn mikli fyrirrennari hans gegnsýrð- ur af þessum hugmyndum um forræði kirkjunnar, og einn af nemendum hans hér í Þykkvabæ var Árni biskup Þorláksson, sjálf- ur Staða-Árni, sem harðast barð- hér hafa lifað og starfað sumir þeir menn, sem við eigum það að þakka, sem dýrast er í íslenzkri arfleifð, íslenzku miðaldabók- menntirnar. Brandur ábóti Jóns- son þýddi á íslenzka tungu erlend rit, m. a. Alexanders sögu, sem enn þann dag í dag er talin meðal öndvegisrita íslenzkra sökum máls og stíls. Sú var og tíð, að nokkrir fræðimenn héldu, að Brandur hefði skrifað sjálfa Njáls sögu og þá vitanlega hér í Þykkvabæ, en til þessa eru að vísu engin rök. Hitt er aftur á móti alveg víst, að sagnaritunin á klaustramönnum yfirleitt mikið að þakka, og hefur fræðimönnum lengi verið þetta ljóst, og meðal þeirra hafa einnig verið nokkur af höfuðskáldum þjóðarinnar. Á fyrstu árum klaustursins hér í Þykkvabæ var hér meðal kanok- anna Gamli sá, sem orti helgi- kvæðið Harmsól, sem bæði að formi, og anda er meðal stórbrotn- asta skáldskapar sem til er frá miðöldum, og á 14. öld var hér sjálfur Eysteinn Ásgrímsson, sem orti Lilju, sem allir vildu kveðið ha'fa. Menn þessir allir, sem ég nú hef nefnt, eru meðal þeirra, sem hæst gnæfa af nafngreindum bók- lega rakinn, en ætla má með vissu, að hann hafi verið töluverður, sök um þess að klaustrið hafði um margt forustu meðal íslenzkra klaustra og sökum þeirra tiltölu- lega mörgu andans manna, sem við kunnum hér skil á. Vissulega hefur hér í Þykkvabæ verið bæði veraldlegt og andlegt höfuðból á miðöldum. En með siðaskiptum hurfu eignir klaustursins undir krúnu og kóng og munklífið var af tek- ið, nýr þáttur hófst í sögu staðar- ins, tímabil klausturhaldaranna, sem fóru með umboð yfir eignum klaustursins eða tóku þær á leigu. Hérna úti í garðinum liggur leg- steinn sá, sem kallaður hefur ver- ið ábótasteinn, og á honum þessi þýzka áletrun: Hir licht begrawen Bídich Hans Birmann. Anno 1583. Útlendingur sá, sem þarna hefur verið grafinn, var þó ekki ábóti, heldur var hann einn af hinum fyrstu klausturhöldurum. En elztur er steinn þessi allrá minja hér á staðnum, og er það skemmst frá að segja, að frá þeim tíma þegar krúnurakaðir kanokar gengu hér um reisuleg og ríku- leg híbýli og fagurlega búna klausturkirkju, er ekkert til, hvorki fast né laust, stórt né smátt. Þykkvabæjarkirkja er em hinna fáu kirkna, þaðan sem eng- inn hlutur hefur borizt á Þjóð- minjasafnið, og engir hlutir eru heldur varðveittir í kirkjunni fi’á kaþólskum tíma. Ekki er heldur vitað hvar klaustrið stóð, ekki einu sinni munnmæli um það eins og þó er á sumum öðrum klaustur- stöðum hér á landi, þó að þau eigi öll sammerkt í því, að hvergi er með vissu vitað hvar eða hvernig klausturbyggingarnar voru. Ef til vill leynast í jörðu bæði hér og annars staðar merkilegar minjar um þessi sérstæðu hús, en tilgangs laust er að spá um það. Hitt verð- ur að teljast trúlegt, að klaustur hafi hér á landi verið byggð nokk- uð í því sniði, sem tíðkaðist erlend is, því að yfirleitt má víst segja, að nokkuð fastar reglur giltu um fyrirkomulag á klausturbygging- um, reglur sem hægt var að halda hér á landi, þótt byggingarefni væri annað en víðast hvar erlend- is. Til dæmis var það sjálfsagður hlutur að mjög náið samband væri milli klausturhúsanna og kirkj- unnar, og þar þá algengt að klaustrið stóð sunnan við kirkjuna og innangengt á milli, en sérstak- ar íbúðir hafi svo verið annars staðar og aðskildar fyrir verka- fólk og yfirleitt leika menn á staðnum. Þetta má hafa í huga, þegar reynt er að gera sér grein fyrir, hvar klaustrið hér í Þykkva bæ hafi staðið. Árni Magnússon hefur komið hér nálægt aldamótunum 1700 eða aðeins 150 árum eftir að klaustrið lagðist hér af. Hann þóttist þá sjá þess merki, að bærinn hlyti alltaf tað hafa staðið þar sem hann var þá, eflaust á hólnum hér fyrir norðan kirkjuna, þar sem hann var, þangað til hann var alveg héðan fluttur. Og Árni bætir við: „Þykkvabæjarklaustur hefur stað ið fyrir sunnan kirkjuna; sér þar enn nú til tófta í kirkjugarðin- um“. Eins og ykkur er betur kunnugt en mér, sjást þessar tóftir ekki lengur, en þó finnst mér erfitt að vefengja þessa heim ild frá Árna Magnússyni. Það hafa bersýnilega verið munnmæli hér um 1700, að klaustrið hafi staðið í kirkjugarðinum fyrir sunnan kirkjuna, og þar hefur greinilega séð til tófta. Fyrirkomu lagið kemur vel heim við það, sem algengt var í klaustrum yfirleitt, og ekkert mælir þvi í gegn ann- að en það hve hér er lágt og vot- lent. En kirkjan sjálf stendur þó og hefur alltaf staðið á þessum stað, þótt lágur sé og votur, og hví skyldu þá ekki klausturhúsin hafa getað staðið þar, enda alls ekki víst, að ekki hafi verið þurrara um hér fyrr á öldum. Satt að segja er það mjög trnlegt. Steinn sá, sem nú hefur verið reistur hér til minja um klaustr- ið, var settur á bæjarhólinn norð- an kirkjunnar, en ekki í garðinn sunnan við hana, þar sem þó er líklegast að sjálfar klausturbygg- ingarnar hafi staðið, af því að þar er að öllu leyti illa fallinn stað- ur fyrir minnismerki, en uppi á bæjarhólnum er vítt og fagurt og tilvalinn staður fyrir minningar- mark. Tel ég víst, að mönnum muni finnast þetta rétt ráðið, enda segir áletrun steinsins ekki að hann standi einmitt á grunni klaustursins. Ef til vill má gera ráð fyrir, að skoðanir verði skipt- ari um gerð minnismerkisins, sum ir hefðu óskað þess, að það væri einhvern veginn öðru vísi. Slíkt er sjálfsagður hlutur, um annað eins og þetta 'vill oft sýnast sitt hverjum, og verður þó eitthvað af að ráða. Sumir mundu ef til vill hafa viljað að hér yrði reist ein- hvers konar höggmynd, listaverk, eitthvað táknrænt fyrir staðinn og sögulegar minningar hans. En mér virðist reynsla vera fyrir því, að erfitt sé að láta höggmynd njót-a sin svo að segja úti í nak- inni náttúrunni, slík listaverk þurfa umhverfi, sem af manna höndum er gert, nema þær séu þá því störkostlegri, annars hættir þeim við að verða umkomuleysið sjálft. Minningarmark, sem reisa skal úti á víðavangi, er svo bezt að það sé sem mest verk náttúr- unnar sjálfrar, og fyrir þessa sök var það að ráði gert að hér skyldi reisa myndarlegan náttúrlegan stein, sem bæri einfalda áletrun, er minnti á óbrotinn hátt á, að hér er forn og merkur sögustaður. Straumi tímans verður ekki snúið við, og dæmin sanna, að erf- itt er að vekja til nýs lífs sögu- staði, sem lokið hafa hlutverki sínu í þjóðlífinu. Þaó er ekki heldur ætlunin hér í Þykkvabæ að reyna neitt slíkt, heldur aðeins að hlúa að og glæða minninguna um staðinn sem sögustað og fornt menntasetur. Minningarsteinn Þykkvabæjarklausturs er reistur, að frumkvæði heimamanna í þessu héraði, í ræktar skyni við minn- ingu staðarins og þá miklu og góðu menn, sem þar hafa lifað og starfað. Ég vil óska þess, að steinn þessi megi lengi standa óhaggaður og verða mönnum til gleði, bæði heimamönnum í þess- ari sveit og gestum sem hér ber að garði. i«t fyrir þessum málstað kirkj- unnar eins og kunnugt er. Og úr því að minnzt var á Brand ábóta Jónsson, skal þess getið, sem bezt er að minnast, að klaustrið í Þykkvabæ hefur áreið- anlega verið einn sá staður, þar sem íslenzk sagnaritun, bók- menntir og skáldskapur þróaðist, menntamönnum miðalda, og ber þess þó að minnast, að langflestir þeirra manna, sem við eigum gullaldarbókmenntir okkar að þakka, eru nafnlausir, óþekktir og ókunnugt, hvar á landinu þeir hafa búið. Þáttur Þykkvabæjar- klausturs í fornum bókmenntum vorum verður því ekki nákvæm- Hringarnir „Meðr þessu fingr gulli festi ek þik ....“. Með þessum orðum sæmdi bruðguminn brúði sína hringnum við vígsluna, áður fyrr, eins og stendur í fornum hjóna- vígsluformála, sem geymdur er á skinn- bók í Konungsbókhlöðu. Þannig geyma forn skinnhandrit minjar um siði fyrri kynslóða, siði, sem enn þann dag í dag eru virtir og iðkaðir og tengja svo kynslóð þá, er nú lifir og starfar við fornar hefðir. Hringar hafa frá örófi alda verið uppá- halds skartgripir kynslóðanna. Og hringarnir hafa jafnan verið meira en skartgripir. Þeir hafa verið tákn, verndargripir, vináttumarki og auð- kenni. Trúlofunarhringar hafa þannig verið gefnir sem tákn tryggðar og trúfesti og síðan orðið auðkenni hjónabandsins og vígð- ir verndargripir. Verkstæði okkar, hafa nú um meira en hálfrar aldar skeið smíðað trúlofunar- hringa fyrir kynslóðir hinnar vaxandi höfuðborgar. I sumum fjölskyldum hafa þegar þrjár kynslóðir fengið hring- ana frá Jóni, og fjórða kynslóðin er þegar að byrja að leita til okkar. Við höfum nú hafið, að smíða trúlofunar- hringa eftir nýjum teikningum við smekk nýs tíma, svo að ungt fólk megi enn sem fyrr gleðja sig á stórri stundu, er það festir hamingju sína með hringunum frá Jóni. CjLkL^ jó(! Oðn SíqmunílsGon SkoTíýriþuwertíun til uncli: cjripur er œ CU tjncUó Legsteinn í kirkjugarffi Þykkvabæjarklausturs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.