Morgunblaðið - 24.12.1958, Síða 10
52
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. des. 1958
Þegar Úlöf á Hlöðum gifti sig
Finnur Sigmundsson landsbókavörður lók saman
ÓLÖF A HLÖÐUM hefir sjálf fór að pína þá meir og meir, því
lýst brúðkaupi sínu og fyrstu
mánuðum hjónabandsins i smá-
sögunni Hjálpin, sem prentuð er
i Ritsafni hennnar, Rvík 1945, en
hafði áður birzt í Dropum 1927,
og er þar nefnd Brot úr smá-
sögu. Það er ekki ófróðlegt að
bera sögu hennar saman við frá-
sögn eiginmannsins af sömu við-
burðum, en hún er varðveitt í
bréfum til vinar hans, Guðmund-
ar Davíðssonar frá Hofi í Hörg-
árdal.
Ólöf Sigurðardóttir hafði lært
ljósmóðurfræði og stundaði ljós-
móðurstörf í Reykjavík sumarið
1886, þegar vinur hennar norður
í Eyjafirði, Halldór Guðmunds-
son að nafni tók sér ferð á hend-
ur suður í Reykjavík til þess að
finna hana og fá sér þar atvinnu,
ef auðið yrði. Fyrsti bréfkaflinn,
sem hér er birtur, segir frá ferð
hans suður og fundum þeirra
Ólafar í Reykjavík. En atvinnu-
vonin brást, og Halldór varð að
hverfa heim aftur að sinni.
Næsta sumar kemur hann aft-
ur til Reykjavíkur og kvænist
Ólöfu. Hún er þá þrítug að aldri,
en hann ’sjö árum eldri. Hann
hefir þá fengið atvinnu, stopula
að vísu, hjá Brynjólfi H. Bjarna-
syni kaupmanni. í bréfi til Guð-
mundar frá Hofi 21. ágúst 1887
lýsir Halldór brúðkaupi sínu,
sem honum þykir hafa verið
heldur „kollótt". En sama orð
leggur Ólöf brúðgumanum í sögu
sinni í munn. Halldór lýsir síðan
högum sínum í Reykjavík og
ýmsu, sem fyrir augun ber, þar
á meðal veglegu brúðkaupi, sem
minnir hann á viðhafnarlausa
hjónavígslu þeirra Ólafar, þegar
presturinn hafði nær því gleymt
að vitja þeirra í kirkjunni. —
Hann lýsix veikindum konu sinn-
ar og fátæklegu jólahaldi þeirra
hjóna, sem þó rætist úr vonum
framar. Og þó að hann uni sér
ekki í Reykjavík, kemst hann
að raun um það á jólunum, að
þar „séu sálir, er taki þátt í
annara kjörum."
Halldór Guðmundsson var
greindur maður og bar í brjósti
ríka þrá til íhugunar og rit-
starfa. Tvær smásögur eftir
hann voru prentaðar í Eimreið-
inni á ritstjórnarárum Valtýs
Guðmundssonar, og eitthvað mun
vera til eftir hann af ljóðum.
t Reykjavík, 19. júní 1886.
Elskaði vinur minn!
Nú er hér komið. Yfir hálsa
og dali, fen og foræði, grundir
og grýttar vegleysur, hefir leið-
in legið, en nú er staðar numið,
takmarkinu náð. Eg er búinn að
vera hér einn dag, og nú verður
það fyrsti starfi minn hér að
skrifa þér. Raunar hefi eg ekki
annað að skrifa ennþá en ferða-
sögu mína, en hún gæti orðið
heillöng, ef eg tíndi allt til. Eg
lagði af stað þann 6., og riðu þeir
Bjarni bróðir og Konni á Lóni
með mér fram á Lönguhlíðar-
bakka. Allir voru náttúrlega dá-
lítið slompaðir. En við drukkum
bara skilnaðarstaupið, kvödd-
umst síðan, og eg hélt að Löngu-
hlíð um kvöldið. Daginn eftir
hitti eg póstinn og ljómandi fall-
ega jómfrú, Sigurlaugu dóttur
Árna á Höfnum, sem með hon-
um var. Náðum við þá að Steins-
stöðum um seinan háttatíma.
Þann 8. héldum við að Silfrún-
arstöðum, fengum illa færð yfir
heiðina, en áttum beztu nótt.
Þann 9. héldum við að Víðimýri;
færðin ill ofan Blönduhlíð; allt
slysalaust. 10. höldum við að
Reykjum á Reykjabraut. Þá voru
hestar orðnir uppgefnir, því allt-
af versnaði færðin, og hungrið
ekki var hey að fá, en hagarnir
gróðurlausir. Frá Reykjum héld-
um við að Sveinsstöðum; þar
urðum við af með jómfrúna ög
fengum í staðinn ritstjóra Þjóð-
ólfs, er slóst í förina. Þaðan
héldum við að Staðarbakka á
laugardaginn fyrir hvítasunnu.
Seinni part vikunnar var veður
kalt og þokusvækjur. Á hvíta-
sunnudag héldum við að Melum
í Hrútafirði. Þá var kafþoka í
sjó niður með norðanstormi, níst-
andi kulda og súld. Á Melum
hýstum við hestana og fengum
töðu handa þeim, því þar sást
ekki grænt strá í haga. Kostaði
gisting sú 10 krónur fyrir þrjá
menn og níu hesta. Á annan héld-
um við að Hvammi í Norðurár-
dal. Þá var sama veður suður
yfir heiðina, nema hvað við urð-
um klambraðir utan svo var
frostið um hádaginn. Þá upp-
gáfust tveir hestar póstsins, sem
þó gengu næstum lausir, og
máttu nærri geta, að Gráni minn
hafi verið farinn að lýjast, þar
sem eg gat aldrei skipt um, enda
var hann orðinn daufur. Þann
15. héldum við að Þingnesi; sá
bær er fyrir sunnan Hvítá. Þá
höfðum við góðan veg og allgott
veður, og þar fengu hestar okk-
ar góða haga, því gróðurinn var
mikið betri. Þann 16. héldum við
að Þyrli. Sá bær stendur fyrir
botni Hvalfjarðar. Þar er ákaf-
lega Ijótt, eins og alls staðar í
kringum þann fjörð, geysimikið
fell upp undan bænum með
hamrabelti ógurlegu umhverfis
að ofan, sem ógnar ferðamannin-
um, er fer um veginn. Fram
undan bænum er Harðarhólmi,
kippkorn frá landi, og upp und-
an bænum er gjá í hamrabeltinu,
þar sem Helga átti að hafa hlaup-
ið upp með drengina. Það sýnist
ekki fagur vegur né greiður.
Þann 17. héldum við fyrir Botns-
voga, yfir Kjós og Mosfellssveit,
og komum til Reykjavíkur klukk
an 10, þreyttir af illum vegi og
örðugri ferð. Þá var Gráni minn
orðinn alveg uppgefinn.
Ef þarf ekki að segja þér hvar
eg var um nóttina, það getur
hver ungur maður gizkað á, sem
þekkir kringumstæðurnar eins
vel og þú. — í gærdag hvíldi eg
mig og fór lítið út. í morgun var
það fyrsta gangan mín að skoða
kirkjugarðinn, sem er langt frá
kirkjunni. Þá var eg aleinn. Þar
liggja voldugir og vesælir, ung-
ir og gamlir, eins og í öðrum
kirkjugörðum. En legsteinar og
minnismerki benda á hvílurúm
hinna æðri, og blómsveigarnir,
sem daglega eru lagðir á leiði
hinna dánu, minna á, að þar
hvíli bein þeirra, sem menn
bera enn virðingu fyrir. En
náttúran gerir sitt til að sýna
eyðilegginguna, járnkrossamir.
verða rústaðir, steinvarðarnir
máðir, og blómsveigarnir liggja
fölnaðir, er minnir á, að svona
sé allt jarðneskt. Það blómgast
og fölnar og deyr. Úthöggvið
letur og gylltir stafir standa eina
öld eftir aðra, en þó verða þeir
um síðir daufir og máðir, svo
naumast verða leáin nöfn þeirra
manna, er hvíla undir þeim. Þeir
eru þá líka að mestu eða öllu
gleymdir. En andans tilvera er
ekki hætt.----------
Eg beið eftir því í gær að geta
sagt þér, hvort eg mundi geta
fengið atvinnu hér í sumar, en
eg er ekki enn búinn að vita
það; það sýnist sem það ætli
ekki að lukkast. Mér þykir slæmt
að þurfa að hverfa héðan strax,
fyrst eg er kominn, og geta ekki
kynnzt hér betur. — Hvaða hug-
mynd gerir þú þér annars um
okkur Ólöfu, þar sem við sitjum
tvö ein og tölum um framtíðina?
Það getur víst fáum dottið í hug,
að ásigkomulagið sé eins og það
er, því slíkt hefir ekki átt sér
stað svo eg viti. Eftir 6 ára kunn-
ingsskap í fjarlægð höfum við
loksins fundizt persónulega, sitj-
um nú saman eins og saklaus
börn og hirðum hreint ekkert
um það, hvað heimurinn fyrir
utan dæmir um okkur. Okkur
finnst nú, að við geta fundið
fullnægju hvort í öðru, en þó
framsetjum við spurningar við-
víkjandi framtíðinni, beinlínis
eftir skynseminni, sem sé, hvort
við munum geta orðið sælli að
með okkur Ólöfu. Jú, það var
guðvelkomið, þegar eg var búinn
að fá svaramennina, sem voru
Jakob nokkur snikkari Sveins-
son og Þorleifur ritstjóri. Þá
kom það fyrir ,að eg fór litlu
síðar í skuldaheimtur fyrir hús-
bóndann suður í Leiru og Garð,
og hefi eg uppskrifað langa ferða
sögu um það allt saman, sem eg
get þó ekki verið að skrifa þér
núna. Var ráð fyrir gert, að eg
yrði ekki nema vikutíma í ferð-
inni, en reyndar fór eg af stað
5. júlí og kom ekki heim aftur
fyrr en 1. ágúst. Að eg var svona
lengi kom til af því, að ekki
fékkst skip til að flytja saltfisk
húsbóndans fyrr en þetta.-----
— Eg komst þó heim um síðir,
og þá var auðvitað búið að lýsa
fyrir lifandi löngu, svo nú var
Ólöf á Hlöðum
búa saman og eigast, eða vera
aðskilin sem sannir vinir. Okk-
ur kemur svo ljómandi vel sam-
an, þegar við erum að tala um
þetta, og hvort sem við ráðum
af á endanum, þá verður það
víst gert með samkomulagi í
bezta bróðerni, því hvorugt læt-
ur tilfinningarnar ráða eða augna
blikslöngunina, sem yfir stendur,
heldur lítum við á kringumstæð-
urnar og það ókomna, hvað okk-
ur muni verða fyrir beztu. Við
stöndum hvort fyrir öðru sem
hreinskilin börn, full af skyn-
semi. Við drögum ekkert í leyni
af því sem við finnum í fari okk-
ar, en drögum þar af ályktanir
og líkur. Við hnígum hreint ekki
í óminni ástardraumanna eins
og vant er að vera undir sömu
kringumstæðum og eins og fólk-
ið, sem veit af okkur hér inni,
mun ímynda sér, því æskuloginn
er horfinn, og hið hlýja í eðli
okkar blandast ekkert af nokkru
eigingjörnu eða ósæmilegu. —
Eg tala allt við þig, elsku vin-
urinn. Eg er svo sæll af þvi, að
hafa loksins fundið það, sem eg
leitaði að, elskandi vini, sem mitt
hreinskilna hjarta þorir að opna
sig fyrir.--------
Reykjavík, 21. ágúst 1887.
--------Eftir að eg var búinn
að vera hér rúma viku, bað eg
ekki annað eftir en að láta pússa
sig í hjónabandið, og var það
ákveðið að kvöldi hins 6. þ. m.
klukkan 8. Þú hefðir bara þurft
að vera kominn að sjá hvernig
það gekk til. Við gengum á á-
kveðnum tíma í kirkjuna ásamt
svaramönnunum, ekki um aðal-
dyr kirkjunnar, heldur um skrúð
húsdyrnar, sem eru á austurhlið
skrúðhússins, en það er kompa
út úr austurhlið kirkjunnar. Að
þessar dyr voru opnaðar, var til
þess, að ekki þyrptist eins mik-
ill fjöldi inn í kirkjuna, jafnvel
þó sú forsjálni kæmi að litlum
notum. Ekki var heldur klukk-
um hringt. Sem sagt gengum við
í kirkjuna á réttum tíma, og sett-
ist eg í innsta sæti að sunnan-
verðu og Þorleifur hjá mér, en
hún að norðan í sams konar sæti
og Jakob hjá henni. Fáeinar
hræður slæddust með okkur, sem
eitthvert veður höfðu haft af
hátíðahaldinu. En svo kom það
upp úr kafinu, að prestinn vant-
aði, og kom hann ekki fyrr en
klukkan 9. Þennan tíma sátum
við hreyfingarlaus eins og rjúp-
ur á eggjum ,en fólkið streymdi
út og inn og varð æ fleira og
fleira, enda var það farið að
hvískra heldur mikið upp á síð-
kastið, og kvað svo rammt að,
að eg var farinn að hlæja með
sjálfum mér að öllu saman. Ekki
perstinn að gjöra svo vel og lýsa var nú alvörublærinn á mér rót-
grónari en það. Mér þótti eitt-
hvað svo hlægilegt að sitja svona
og sjá og heyra til fólksins, ekki
að tala um að eg hefði nokkra
tilfinningu fyrir þvi, að það átti
að gefa mig í hjónaband. Já, já,
loksins kom klerkurinn, allir
urðu hljóðir, orgelið hóf upp sína
drynjandi rödd, söngmennirnir
tóku upphafið og allt fékk sinn
vana gang. Þá kom nú að því, að
við áttum að ganga í kórinn, og
fylgdi hvor svaramaður sínu
pari, og settumst við á stóla
framan við gráturnar, en þeir á
aðra, sinn í hvoru horni. Sótti
eg um það að mega sitja, því eg
gat svei því ekki verið að standa
allan þann tíma, þó það sé siður
hér. Þetta gekk nú allt saman
Ijómandi vel og bar ekki á öðru
en að við kynnum allar siðfræði-
reglurnar upp á okkar tíu fing-
ur. Þegar nú að höfuðatriðinu
var lokið stöldruðum við fet fyr-
ir fet fram í sætið, sem hún sat
áður í, en svaramenn tóku hitt
sætið. Þá er allt var fullkomnað
kom presturinn og óskaði okkur
til lukku ,og sömuleiðis svara-
mennirnir. Síðan rölti hver heim
til sín, og menn fóru að hátta. —
Mikið helvíti gat það verið líði-
lega kollótt! Þykir þér það ekki,
lasm? En svo kom næsti dagur.
Þá kom heill hópur heim til okk-
ar, sem við gáfum kaffi og súkku
laði. Þá hafði eg ekki eitt ein-
asta kunnugt andlit hjá mér að
norðan, einungis í endurminning-
unni. Jæja, skítt með það. Það
er bezt að lofa því að rúlla svona
einhvern veginn áfram öllu sam-
an, þangað til allt veltur í gröf-
ina. — Þú munt nú eflaust
spyrja að, hvernig mér líði. Ja,
hvernig mér líður, það er nokk-
uð, sem gjarnan má hlaupa yfir,
því slíkt breytist á ýmsa vegu
af sjálfu sér, án þess það standi
ætíð í sjálfsvaldi. Jú, mér líður
nú svoleiðis, lasm, að eg hefi nóg
í mig og á þessa stundina, er
með bærilegri heilsu og hefi það
hreint ekki strangt. En mig lang-
ar alltaf meir norður, því ef satt
skal segja gengur mér svo skratti
illa að samþýðast þessu Reykja-
víkurlífi^ sem svo margir verða
hugfangnir af og geta ekki án
verið að verða að ofurselja sig
hégómaskapnum og heimskunni
með lífi og sál, það get eg ekki.
Já, mitt líf núna er hér um bil
alveg eins og eg var búinn að
sjá það út áður gegnum skyn-
semina, hvernig það mundi
verða. — Hvað atvinnu mína
snertir, þá virðist hún ekki ætla
að verða uppgripamikil. Að vísu
lafi eg enn hjá húsbóndanum, en
hann hefir ekkert með mig að
gera annað en taka stöku sinn-
um á móti fiski og pakka hann
inn, því fám dögum eftir að eg
kom seldi hann verzlun sína og
hefir nú ekkert annað að lifa á en
það sem hann getur reitt saman
af útistandandi skuldum, sem
allar eru óvísar, illa lagaðar og
ef til vill rangar. Sjálfur liggur
hann daglega í sófanum og ruggu
stólnum.---------
— — — Það þarf nú ekki
skarpa sjón til að sjá, hvernig
efnahagur okkar muni standa
framvegis, ef eg verð atvinnulaus
í vetur, sem út lítur fyrir nú.
Þegar eg var búinn að kosta mig
suður, áttum við aðeins rúmar
100 krónur, sem að mestu leyti
eyddist við giftinguna, bæði til
að kaupa fatnað fyrir (um 40
kr.) og til prests (6 kr.) og for-
söngvarar (4 kr.), fyrir utan ein-
ar 10 kr., sem við höfðum til
að gera okkur og öðrum gott af,
sem í sjálfu sér er að kalla ekk-
ert í sambanburði við það, sem
vant er að vera. Eins og stendur
eigum við því svo að kalla ekkert
til góða, og sé eg atvinnulaus eða
hafi enga inntekt, þá segir það
sig sjálft, að hennar litla inntekt