Morgunblaðið - 24.12.1958, Page 11

Morgunblaðið - 24.12.1958, Page 11
Miðvikudagur 24. des. 1958 MORGVKBL AÐ1Ð )3 muni lítið hrökkva handa okkur báðum, einkum þar sem hennar atvinna er alltaf að verða arð- minni, því yfirsetukonum er að fjölga. En eg get nú tekið þessu með ró, svo lengi sem eg sé, að eg muni komast af án þess að fara í skuldir eða fá hjálp. Eg þoli allt nema það að verða upp á aðra kominn, einungis fyrir tóma vitleysu og vanspilun, þvert á móti sannfæringu minni. En það þarf ekki miklu að muna til þess, þegar það litla er farið, em fengið var, því það er þó hægara að styðja en reisa. En nóg um það.----------- --------Eg hefi haft einn stað hér, sem eg er vanur að hvarfla í þegar eg hefi ekkert að gera, og það er áheyrendapallarnir á þingi. Það hefir kveðið svo rammt að, að húsbóndinn hefir bæði sótt mig þangað og sent eftir mér. Það er samt hreint ekki fyrir það, að mér þyki svo mikið varið í ræðurnar, að eg hafi gaman af að vera þar, því eftir mínum smekk og skilningi eru þær margar hverjar tómt bull og vitleysu og endalaust stagl. En fyrir utan það, að sum- ar eru góðar og greinilegar, þá er svo gaman að heyra, hvernig einn rífur niður það sem annar byggir, og hvernig hver um sig reynir að færa ástæður fyrir sínu máli, og svo hvernig málinu lykt- ar. I efri deild er einna mest gaman að því, þegar Jón Ólafs- son og Arnljótur eigast við, sá fyrri með blessaðri hógværðinni og sá síðari með glettninni og stríðninni, sem hann útbýtir oft á báðar hendur. Það er líka makalaust skemmtilegt að heyra Jakob prest Guðumndsson tala, þar sem kjarnyrði, fjör og spaug fljóta með alvörunni í straumi ræðunnar, sem sjaldan verður stanz á. í neðri deild kveður lang mest að ræðum Benedikts Sveins sonar, ekki fyrir það, að hann hafi svo mjög liðugan talanda — fyrr en hann er orðinn heitur —, heldur fyrir andann og áherzl- una, sem ræðunum fylgja. Ef til vill er hægt að segja, að ræð- ur Gríms Thomsens sé einna formlegastar og bezt fyrir kom- ið. Margir fleiri halda liprar og laglegar ræður, og væri allt und- ir því komið, þá væri mikið feng- ið. En flokkadrættir og sundrung og persónulegar þráttanir hafa hönd í bagga með, fyrir utan það, að grundvöllur málsins er ef til vill ekki svo vel valinn, að það verði ætíð til heilla fyrir þjóðina. En eg hefi svo skratti lítið vit á stjórnmálum, að mér er bezt að hætta að tala um þetta. Eg veit öldungis fyrir víst, að eg verð aldrei þingmaður og gagnar því ekki að gefa mig inn í þess konar efni.--------- Reykjavík, 17. sept. 1887. --------Það er segin saga, að þegar eitthvað óvanalegt er gert í kirkjunni, þá ætlar fólkið að troðast undir af þrengslum, þó að vanalega sé að líta inn í hana á messudögum eins og í tóma ámu, sem fáeinum krækiberjum hefir verið fleygt í. Það var ofurlítið um dýrðir hérna um daginn, þeg- ar sýslumaðurinn, Franz Siem- sen, gekk að eiga dóttur Árna Thorsteinssonar. Þvílík andskot- ans læti í fólkinu! Ég var að skipa út fiski fyrir húsbóndann, og vorum við búnir klukkan 4. Ég vissi, að það átti að gifta um daginn, heyrði klukkna- hljóminn, þegar ég var að enda við, og gekk því að kirkjunni til að sjá öll ósköpin. Ég stanzaði svo við Alþingishúshornið, því mér leizt ekki að fara lengra. Á Austurvelli stóðu lúðurþeytar- arnir og biðu eftir því að brúður. in kæmi (brúðguminn var kom- inn í kirkju). Við kirkjuna og á götuhorninu stóðu stórir hópar af fólki, og úr öllum áttum kom fleira og fleira, sem ýmist slædd- ist í hópana eða þrengdi sér inn x kirkjuna. Hringjarinn lamdi klukkurnar í sífellu, pólitíin stóðu með prikin sín í forkirkj- unni, og var aðferð þeirra líkust því þegar menn hleypa inn ám í grimmri þorrahríð, og oft urðu þeir að ýta frá sér. Svoxxa leið góður tími. Loksins kváðu horn- in við á Austurvelli, og þá sást brúðurin koma við hlið föður síns og heilmikill skari á eftir. En pólitíin urðu að ryðja þeim fcraut í gegnum forkirkjuna með handafli. Nú var um að gera að komast inn, enda herti hver sig sem mest hann kunni, og kvað svo rammt að, að sumir komu út aftur cg vildu ekki hætta sér og sínu b'fi inni í kássunni. Þegar menn voru búnir að jafna sig, laumaðist ég í hópinn í forkirkj- unni og gat smeygt höfðinu upp á ioftið, en ekki komst ég svo Halldór Guffmundsson langt, að ég sæi niður í kirkjuna, Og lítið heyrði ég af því sem fram fór. Stóð ég þar litla stund og hafði mig svo út aftur og tók mér stöðu hjá þinghúsinu ásamt fáeinum piltum þegar allt var á enda, var eins og tekin væri stífla úr vatnsræsi, fólkið kom út úr kirkjunni í bunu. En svo var það eins og bunan kæmi niður í skál, hún rann ekki lengra, held- ur stanzaði allt við kirkjudyrn- ar, flest var það kvenfólk. Póli- tíin gerðu þeim aðvart um að fylkja sér til hliðar, svo brúð- hjónin og höfðingjaflokkurinn kæmist út. Nei, það dugði ekki, og þá var ekki um annað að gera en að brúka veldissprotana. Jú, það hrökk undan eitt augnablik, en kom óðara aftur, svo þyrping- in varð eins og hálfkringla fram- an við forkirkjuna. Það var engu líkara en þegar ær ryðjast að dyr um á lambakró, þar sem lömb þeirra eru inni. En pólitíin hertu sig með prikin, svo höfðingja- skarinn komst klakklaust í gegn, enda kváðu þá hornin við, og menn fóru að brúka hlustirnar ekki síður en augun. — Að bún- ingur brúðhjónanna og helztu höfðingja landsins hafi verið fag ur, má geta nærri. Að það hafi verið gaman að sjá það og heyra hornasönginn, má geta nærri. En að þar hafi sézt eins ljótt og and- styggilegt að sínu leýti, er ekki víst að nokkur geti nærri. Eg meina áfergjuna og óhemjuskap- inn í fjöldanum. Það má maka- laust heita, að siðað fólk, jafn- vel af menntaðasta flokknum, skuli auðvirða sjálft sig með því að láta þurfa að stjórna sér eins og sauðfé við hátíðleg tækifæri, og það í og við sjálfa kirkjuna. Það væri síður tiltökumál ef um aumasta skrílinn væri að ræða, en það er ekki tilfellið, hann kemur þar sjaldnast nærri. Það kvað hafa komið fyrir í kirkj- unni, að menn hafi meiðzt, föt verið rifin, forklæði og klútar týnzt og ekki sézt aftur. Að þetta eigi sér stað alls staðar þar, sem mikill mannfjöldi er saman kom- inn, er auðvitað, og það því frem- ur sem fleira er. En því verður ekki mælt bót að heldur, og það bendir til þess, að langt verði þangað til mannkynið nái þeirri framför að fullkomnast af sjálfu sér, eða verða fullkomið einung- is fyrir sinn eigin kraft, þegar fjöldinn getur ekki haft sóma- samlega stjórn á sér litla stund. --------Eg stóð dálitla stund á Austurvelli hjá „hornaspilurun- um“ meðan straumurinn rann úr kirkjunni. Ójá, það var nú sjá- andi allt saman, en þó var það einkum brúðurin, sem allra augu störðu á. Hún var líka drifhvít frá top til táa, skórnir fannhvítir aukheldur, og ekkert dökkt utan svartur hártoppur, sem sást remst á höfðinu. Þætti þér ekki gaman að eiga svoleiðis hvíta brúði, lasm? Svona heyri ég sagt, að þær séu hvítar hér vanalega, allt frá brúði embættismannsins niður að brúði handverksmanns- ins. Skaði að ég vissi það ekki fyrr. Eg hefði eflaust látið mína vera eins.--------- Reykjavík, á jóladags- kvöldið 1887. Elskulegi vinur minn! Guð gefi þér og ykkur öllum gleðileg jól. Jó, nú eru jólin komin loksins. Það er langt síð- an á jólunum í fyrra ,og þó er það aðeins eitt ár, sem nú er liðið og kemur ekki aftur. En nú þætti mér gaman að vita, hvernig þú hefir það, því það veit eg ekki, og þú veizt ekki heldur hvernig eg hefi það, fyrr en eg segi þér það. Reyndar er eg í standi til að draga það dálítið ,að minnsta kosti þarf eg fyrst að segja þér að hafa beztu þökk fyrir bréfið, er þú sendir mér-með síðasta pósti, o .s. frv. Hvernig annars heldur þú að það gangi til hérna í Reykjavík núna? Ekki ósköp leiðinlega, hugsa eg. Jú, „það er svona upp og niður eins og í askinum prests- ins“, sums staðar er gleði og glaumur, sums staðar þögn og kyrrð. X gærkveldi var eg boð- inn niður til Hjaltesteðs, og þar át eg og drakk, allslags sælgæti, fór síðan með fólkinu á kvöld- sönginn og kom ekki heim til mín fyrr en undir háttatíma. 1 kvöld fór eg niður að pósthúsi og hlustaði ásamt fleirum á lúðra söng. Fleiri skemmtanir hafa ekki mætt mér ennþá um þessi jól. En það er nú ekki öll nótt úti, jólin eru svo sem ekki liðin, > eins og þú veizt og skilur. — Hvað skyldir þú annars segja ef eg segði, að lífið væri eins og gluggalaust fangelsi? En það er nú öðru nær en eg fari með slíka vitléysu svona um sjálfa hátíð- ina, þegar hangiketið, magállinn, sperðillinn, brihgukollurinn, laufabrauðið, jólabrauðið og alls lags góðgæti liggur alt í kringum mann og maður veit eiginlega ekki, hvernig brotizt verður í gegnum það allt og hefir ekki af öðru að segja en sælgæti og sólskini. Að vísu er nú lítið um sólskinið hérna, því nú er kaf- þoka á hverjum degi. En hvað hinu öðru líður, þá skal eg á- byrgjast ,að þú getur aldrei gizk- að á, hvað eg hafði til matar í dag ,því eg ímynda mér, að eng- inn á landinu •— og þá ekki í heiminum — hafi haft það sama. Gettu nú bara, lasm! En nú skal eg líka segja þér nokkuð ,og það er ,að eg er bú- inn að fá embætti. Hvað heldur þú að það sé? Það er svei' því ekki mjög slóðalegt og því síður leiðinlegt. Aldrei að eilífu gætir þú getið hvað það er. En þér verður náttúrlega fyrst fyrir að lofa guð fyrir, að nú hafi vinur þinn loksins fengið atvinnu og geti nú haft ofan af fyrir sér. NB veiztu samt ekki enn hver atvinnan er eða kaupið. En í öllu falli getur maður þó sagt, að það sé betra en að gera ekk- ert. Hins vegar hefði það mátt heita helvíti hart, ef eg hefði ekkert erindið átt hingað í Reykjavík, og það liggur mér við að segja. En slíkt er ekki tilfellið .Fyrst gifti eg mig, eins og kunnugt er, og það má kall- ast sæmilegt erindi svona á vor- daginn. En svo var ekki þar með búið, heldur koxrist eg í þá stöðu að vera bæði bóndi og húsfreyja, með öðrum orðum, að sjá um allt búið og — matreiffa. Já, þarna kom það, eg er orðinn kokkur. Þeir eru vanalega nógu feitir, og mér veitir heldur ekki af að fitna dálítið, ekki sízt ef eg skyldi bráðum flytja aftur norð- ur í harðindin. Svona gengur það, segir þú, þetta átti hann eftir, að verða kokkur, og skítt með það. — En eg á nú eftir að segja þér orsökina, því að orsök er til alls. Hún er sem sé sú, að konan mín hefir legið síðan um jólaföstugang, og eg fann ekki ,að ástæðurnar væru svo- leiðis lagaðar ,að ég gæti keypt allt ,sem gera þurfti ,og þá var ekki um annað að gera en að eg gerði það sem eg gat, og það varð meira en búast mátti við. Að það hafi stundum verið sól- skinslítið innan í mér við mat- artilbúninginn er sök sér, og að eg hafi stundum bölvað í hljóði má nærri geta, því í svoleiðis andstreymi fær auðmýktin ekki húsnæði hjá mér. En nú er eg líka orðinn flinkur að matreiða. Hvernig lízt þér á þetta? Ertu alveg hissa? Nei, djeskotinn hafi nú það, af svona litlu verður maður ekki hissa. Þú mátt nærri geta, að eg muni hírast heima og ekki komast til að sýna mig og sjá aðra á götunum, enda læt eg mér lynda að fara með pípu mína hér á hólinn, þegar fer að rökkva, bara til að púa úr mér gufunni og dauða loftinu og súpa í mig aftur þetta hreina himinsloft, sem guð gefur alls staðar. Það er líka annað en gaman að vera niðri í bænum þegar logn er og þokubræla; maður getur einu sinni ekki and- að fyrir svælu og sér ekki út úr augunum fyrir þoku og reyk. Eg ímynda mér, að ekki sé meiri svæla í helvíti. — 2. janúar 1888. Elsku vinur! Guð gefi þér gott og gleðilegt ár og láti ykkur alla blessun í skaut falla, Það varð endasleppt samtalið við þig í bréfinu á jóladags- kvöldið, því eg fór að spila stelpuspil við konuna. En það gerði ekkert til, var bara ljót- ara, og nú byrja eg á nýjan leik á nýju tímabili, og sjálfur orff- inn nærri því nýr, sem sé endur- lifnaður við allt hátíðahaldið, hátJðaréttina og hátíðadrykkj- una. Já, það rættist vonum frem- ur fram úr því öllu saman, því guð og góðir menn gáfu mér af sínum nægtum. Fyrsí var það að konan mín gat skreiðst á löpp og niður til Hjaltesteðs á gamla- árskvöld, svo eg lenti þar náttúr- lega líka sem hennar leiðtogL Þar sat eg fram undir háttatíma, en svo fór eg heim, og slóust þá í förina Björn Hjaltesteð, sonur hans og fóstursonur, og spiluðum við heima hjá mér þangað til klukkan hálfþrjú. I gærkveldi fórum við hjónin aft- ur niður eftir og sátum þar allt kvöldið í friði og ró við sælgæti og sólskin. Það var langt fram yfir það sem eg gat búizt við. Það gengur svona, maður veit ekki að hvaða barni gagn verður. Eftir orðum og atvikum að dæma hefði eg getað búizt við, að konu minni hefði verið sýnd hluttekn- ing úr öðrum stöðum fyrr, — um mig er ekki að tala, eg gat ekki búizt við því af einum fremur en öðrum. — En hluttekningin kom þarna í ljós fyrst og sein- ast, og það gefur mér tilefni til að kannast við af reynslunni, að í Reykjavík séu sálir, er taki þátt í annarra kjörum. Svoleiðis er það alls staðar. En sem sagt, þær koma upp þar, sem maður á sízt von á, og draga sig stund- um í hlé þar, sem maður bjóst við að sjá þær. — <Q=<Ö=<Q^«P '-Q=>:<P<Q=*<P'CQ=«P<Q=«j CjLkL^ jót! Farsælt komandi ár! 1 1 °/ 1 ! | I i J I I I 1 f l í 1 i t | 1 <<^<P<Q=rfP<Q^.Cp<Q^<p;Q=«P<Ci=«; (l ® * ~" ■■(! | CjLkL Ortt.f oít farsæl te<£ fo ^erzlunin SNÓT // CjLkLy jót! KJÖT & AVEXXIR l CULf jól! Farsælt nýtt árl Hafliðabúff CjLkL^ jól! 11 CfLkLy jói! ie(£ foi , Farsælt komandi ár! Verzlunin HOLT GttiL, jó(! {I CjtkL9 jót! \ \ \ l (Sa 9>=ö>=9>==ö>=9»^>=!>v:=ö:'='>>=ö>=£>! ^ I QLkL9 jót! | I I *9 r « Gott og farsælt komandi ár! „ f Verzlunin PERLON | Skólavötðustíg 5 I Í' l i-f J CfleoLle* I I' =9>=öi^>=C>>=9>S)>=9>P)>=C>>=ö:= ' | Cjtektecf jót! | | H.f. DVERGUR (ft jf Hafnarfirði *j) J I ^ Q^.CP<Q=>.(P<Q=<CP<Q=<<P(Q==<<P<QI| \ gtekh9 jót! I Drengjafataslofan ^ i I J Sfi ^ <Q=*P<Cb^CP<Q=^CPQ=^<P<Q=«P<< 1 1 í e$ foi Nýja sendibílastöðin VEIÐIMAÐURINN. | J Verzlun (í, Guffbjargar Bergþórsdóttur *)) J\ Öldugötu (f 'Pö>=9>=ö.'=9>!S>.'=9>=S).'=9>=ð)=!>>'1) Cjtektea jót7 Verzlunin Pétur Kristjánsson S.f. Ásvallagötu 19 9>=S)>=9>!S):=9>=S):=9>=<)>=9>!::\):=£>>==:ös

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.