Morgunblaðið - 04.01.1959, Page 1
20 síður
46, árgangur
2. tbl. — Sunnudagur 4. janúar 1959
Prentsmiðja Morgiriblaðsins
Rússneska eldflaugin komst
ekki á hraut kringum tunglið
Stytzta vegalengd hennar frá
tunglinu 6 Jbús. kilómetra
MOSKVU OG LONDON, 3. jan.
— Reuter. — Rússneska Tass-
fréttastofan tilkynnti í dag, að
hin nýja tunglflaug, sem skotið
var á loft í gær yrði komin í
um 7500 kílómetra fjarlægð frá
tunglinu í fyrramálið og yrði þá
jafnframt ný „pláneta“ í sólkerfi
okkar.
Kl. 1 e. h. í dag (rússneskur
tími) sagði fréttastofan að tungl-
flaugin væri komin í 209.000 km
hæð, sem er rúmlega hálf vega-
lengdin til tunglsins. Segir í
fréttinni að mælingar hafi gefið
til kynna, að tunglflaugin fari
„nálægt tunglinu og verði ný
pláneta sólarinnar".
Fer út í sólkerfið
Þekktur rússneskur vísinda-
maður, Anafoli Blagonravov,
sagði síðar að tunglflaugin hefði
svo mikinn hraða, að hún mundi
ekki fara inn á segulsvið tungls-
ins. Hann sagði að flaugin mundi
ekki verða fylgihnöttur tunglsins.
heldur fara fram hjá því og
halda áfram út í sólkerfið.
6000—8000 km fjarlægð
í frétt Moskvu-útvarpsins í
gærkvöldi var sagt, að flaugin
mundi komast í námunda við
tunglið, en ekki gefnar neinar
nánari upplýsingar um hve ná-
lægt tunglinu hún færi. í dag
sagði Tass-fréttastofan að
minnsta fjarlægð eldflaugarinn-
ar frá tunglinu yrði milli 6000
og 8000 kílómetrar.
„Flugstöð“ á tunglinu
Tækin í eldflauginni vinna
samkvæmt áætlun og móttöku-
stöðvar á jörðinni taka jafnt og
þétt við vísindalegum upplýsing-
um frá þeim. Rússneskir vísinda-
menn eru þegar farnir að tala
um að byggja „flugstöð“ á tungl-
inu til frekari ferðalaga út í
geiminn.
Umfangsmeiri
undirbúningur
Stjörnufræðingurinn Kozyrev
sagði í dag, að ekki væri hægt
að gera neinn samanburð á rúss-
nesku tunglflauginni og þeim
flaugum sem Bandaríkjamenn
hafa reynt að senda til tunglsins.
Sagði hann að vísindalegur und-
irbúningur Rússa hefði verið
miklu umfangsmeiri. Hann sagði
að eitt helzta markmiðið með
sendingu tunglflaugarinnar hefði
verið að komast að raun um
hvort tunglið hefði segulsvið.
Annar kunnur rússneskur vís-
indamaður, Gavriil Tikhov, sagði
að nú væri loksins hægt að eygja
þann möguleika að ráða gátuna
um Mars og komast að raun um,
hvort þar væri líf.
Fyrirlestrar
1 dag voru auglýsingar í mörg-
um litum límdar á veggi stjörnu-
turnsins í Moskvu og var þar
skýrt frá fyrirlestrum um rúss-
nesku tunglflaugina. Forstjóri
stjörnuturnsins, Victor Bazikin,
sagði að auglýsingarnar hefðu
verið gerðar fyrir alllöngu, þar
eð það hefði verið augljóst mál,
að flauginni yrði skotið einn góð
an veðurdag.
Nýtt frímerki
Póstmálastjórn Sovétríkjanna
hefur gefið út nýtt frímerki í
tilefni af fyrstu rússnesku tungl-
flauginni. Á frímerkinu er mynd
af Kreml og næturhimni þar sem
hinir þrír rússnesku gervihnettir
eru á sveimi, en tunglflaugin á
leið út í geiminn. Á vinstri hlið
frímerkisins er letrað rauðum
stöfum: „21. flokk'þing komm-
únistaflokksins". Þingið á að
hefjast síðar í þessum mánuði.
Almenningur ósnortinn
Fréttamenn Reuters, sem stadd
ir eru í Moskvu, síma að ekki
hafi ríkt neinn sérstakur fögnuð-
ur í borginni yfir hinum nýju
tíðindum. Menn hefðu haldið til
vinnu sinnar í sama skapi og
Aref dæmdur
til dauða
BAGDAD, 3. jan. Reuter. — Aref
ofursti hefur verið dæmdur til
dauða af dómstóli í Bagdad. Aref
var einn af helztu samstarfs-
mönnum Kassems, þegar bylting-
in var gerð í frak í júlí í fyrra.
Hann var um skeið yfirmaður
herráðsins og varaforsætisráð-
herra. Svo var hann gerður að
sendiherra í Bonn, en var hand-
tekinn, þegar hann kom heim
í óleyfi.
aðra daga, og einstaka maður
sagt „sérlega gott“ eða „athygl-
isvert", þegar hann las fréttina
í blaði.
Bretar fylgjast með
Það var ákveðið í dag, að
radíókíkirinn í Jodrell Bank í
Englandi skyldi fylgjast með
tunglflaug Rússa, en þessi kíkir
er hinn stærsti í heimi. Snemma
í fyrramálið verður kíkinum
beint að flauginni, en þá er búizt
við að eldflaugin komi upp eins
og stjarna á austurhimninum um
leið og hún nálgast tunglið.
Rússar skutu eldflauginni þeg-
ar tunglið var í síðasta fjórðungi,
m. a. til þess að tryggja það að
ekki væri hægt að fylgjast með
henni með venjulegum sjónauk-
um eða taka myndir af henni
nema frá suðurhluta Sovétríkj-
anna, Krímskaga og Trans-
Kákasíu, og frá Mið-Asíu.
Öflugri mótorar
Hinn þekkti þýzki eldflauga-
sérfræðingur, Hermann Oberth,
sagði í dag, að Rússum hefði tek-
izt tilraunin með að koma tungl-
flaug út í geiminn vegna þess að
þeir hefðu lagt megináherzlu á
stóra og sterka mótora. Slíkir
mótorar brygðust síður. Banda-
ríkjamenn hefðu byggt miklu
fíngerðari og margbrotnari vél-
ar til að hafa þungann minni.
Oberth sagði að rússneska tungl-
flaugin vajri eins og vekjara-
klukka, en tunglflaugar Banda-
Framh. á bls. 2.
Það er gaddur úti þessa dagana og því nauðsynlegt að búa
sig vel. Ungu stúlkurnar á myndinni klæðast hlýjum ullar-
fötum, sem bregðast engum. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Mikojan á leið fil Banda-
ríkjanna
Gubfræbi i Moskvu-útvarpinu:
Kristur hefur aldrei
verið fil og jólin eru
hátíð arðrœningja
LONDON, 3. jan. — Reuter. —
Moskvuútvarpið skýrði frá því í
dag, að aldrei hefði verið til mað-
ur með nafninu Jesús Kristur.
Ef hann hefði verið til, hefði
hann verið nefndur af samtíma
sagnfræðingum.
Þessar upplýsingar komu fjór-
um dögum áður en grísk-orþó-
doxa kirkjan í Rússlandi heldur
jól sín hátíðleg. Benti útvarpið
á, að þar sem grísk-orþódoxir,
kaþólskir og aðrir kristnir söfn-
uðir héldu jól hver á sínum tíma,
þá væri augljóst að uppruni
kristindómsins væri goðsöguleg-
ur.
Erin var frá því skýrt að jóla-
haldið væri gamall heiðinn sið-
Alaska 49. ríki
Bandaríkjanna
WASHINGTON, 3. jan. Reuter.
Eisenhower Bandaríkjaforseti hef
ur gefið út opinbera tilskipun um
að Alaska skuli vera 49. ríki
Bandaríkjanna. Jafnframt til-
kynnti hann, að nýr þjóðfáni yrði
tekinn upp. Verða í honum 49
stjörnur í stað 48 áður. Verða sjö
stjörnur í sjö röðum í staðinn fyr-
ir átta stjörnur í sex röðum áður.
Hinn nýi þjóðfáni verður tekinn
í notkun á þjóðhátíðardegi Banda
ríkjanna. 4. júlí nk.
ur, sem kristnir menn hefðu tek-
ið upp. Og orðrétt: „Hátíðin
vegna fæðingar Krists, eins og
aðrar trúarlegar hátíðir, hefur
fyrst og fremst þann tilgang að
venja kristna m«nn við hegðun,
sem þjónar hagsmunum arðræn-
ingjanna".
Mun rasða við Dulles
og aðra bandaríska
leiðtoga
WASHINGTON, 3. janúar. —
Reuter. — Anastas Mikojan,
fyrsti varaforsætisráðherra
Sovétríkjanna, kemur til New
York á morgun og verður æðsti
valdsmaður Rússa sem heimsótt
hefur Bandaríkin eftir heims-
styrjöldina. Enda þótt heimsókn
hans sé ekki opinber, mun hann
eiga viðræður við Dulles utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
því er hann tjáði fréttamönnum
í Kaupmannahöfn í dag.
Allt útlit er fyrir, að Mikojan
geti líka rætt við Eisenhower
forseta, ef hann fer þess á leit.
Búizt er við, að Mikojan ferðist
um þver Bandaríkin, meðan
hann á tveggja vikna dvöl þar,
og skoði helztu borgir landsins,
en stjórnmálafréttaritarar telja
víst, að hann muni einnig ræða
við bandaríska leiðtoga um Ber-
línarmálið og önnur vandamál
kalda stríðsins.
„Rangtúlkaðar tillögur“
Mikojan sagði fréttamönnum í
Kaupmannahöfn í dag, að Rúss-
ar hefðu engar óskir um að taka
Berlín eða koma henni undir
j rússneska stjórn. Hann sagði að
Vesturveldin hefðu rangtúlkað
Mikið um dýrðir þegar
Castro kemur til Havana
rússnesku tillögurnar, og þes*
vegna bæri þeim að kynna sér
þær nánar.
Flýgur með SAS
Mikojan kom til Kaupmanna-
hafnar í morgun í 2104-þotu og
snæddi hádegisverð með H. C.
Hansen forsætisráðherra Dana og
öðrum ráðherrum dönsku stjórn-
arinnar. Hann var gestur stjórn-
arinnar í dag, en flýgur svo á-
fram til Ameríku með venjulegri
farþegaflugvél frá SAS. Gerðar
hafa verið sérstakar ráðstafanir
til að tryggja öryggi hans, þegar
hann kemur til New York, og
hafa 350 lögregluþjónar verið
fengnir til að gæta hans. Hann
mun aka til rússneska sendiráðs-
ins frá flugvellinum, en halda
áfram til Washington nokkrum
stundum síðar með bíl eða járn-
brautarlest.
Sérfræðingur stórblaðsins
„The New York Times“ í rúss-
neskum málefnum sagði í dag, að
tunglflaug Rússa mundi auka
mjög á hróður Mikojans meðan
hann dvelst í Ameríku og styrkja
aðstöðu hans í viðræðum við
bandaríska stjórnmálamenn.
Kemur Krúsjeff seinna?
Embættismenn í Washingtnn
vita sama og ekkert um fyrir-
ætlanir Mikojans, en hann verð-
ur gestur rússneska sendiherr-
ans, Mikhails Mensjikovs. Hann
sagði í Kaupmannahöfn í dag:
„Ég er í fríi, og ég er algerlega
frjáls. Ég á marga vini, og ég
vonast til að eignast marga nýja.“
Það er álit margra, að Mikojan
muni leitast við að greiða fyrir
því, að Krúsjeff komi í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna
seinna á árinu.
HAVANA, 3. jan. — Reuter. —
I kvöld var flugvél frá Flugfé-
lagi Kúbu til taks í Santiago til
að flytja Fidel Castro, foringja
uppreisnarmanna, og forsetaefni
hans, dr. Manuel Urruita, til
Havana, höfuðborgar Kúbu. Allt
er nú með kyrrum kjörum í
Havana eftir bardaga og grip-
deildir síðustu tveggja daga.
Borgarbúar undirbjuggu glæsi-
lega móttökuhátíð fyrir hinn
32 ára gamla lögfræðing, sem
safnaði til sín skæruliðasveitum
og myndaði hinn sigursæla upp-
reisnarher, er steypti Batista ein-
ræðisherra af stóli.
Cantillo handtekinn
Havana er nú örugglega í
höndum uppreisnarmanna. —
Eugenio Cantillo hershöfðingi,
yfirmaður herforingjaklíkunnar,
sem var við völd um hríð, eftir
að Batista og margir samstarfsm.
hans flýðu til Dóminíkanska
lýðveldisins á fimmtudaginn, var
handtekinn í dag samkvæmt fyr-
irmælum Castros.
Hæli fyrir útlaga
Castro sagði, að Cantillo hefði
svikið samninga um, að her Kúbu
gengi í lið með uppreisnarmönn-
um á tilteknum tíma, og að kom-
ið yrði í veg fyrir flótta Batista.
I sambandi við flótta Batista er
það haft eftir Castro, að ef upp-
reisnarmenn í Dóminíkanska lýð
veldinu ætluðu að gera uppreisn
gegn Rafael Trujillo einræðis-
herra, þá væri tækifærið ein-
mitt núna, þar sem þeir gætu
dregið lærdóma af reynslu upp-
reisnarmanna á Kúbu. Ennfrem-
ur á hann að hafa boðið útlögum
frá Dóminíkanska lýðveldinu
hæli á Kúbu.
Jtlrr0w!M&íu&
Sunnudagur 4. janúar.
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 2: Hin alvarlega stjórnarkreppa
Finna.
— 3: Séra Óskar J. Þorláksson: Hið
nýja ár.
Úr verinu, eftir Einar Sigurðs-
son.
— 6: Bréf frá París, eftir Jörgen
Schleimann.
—* 8—9: Fróðleiksmolar úr sögu land
helgisgæzlunnar í byrjun ald-
arinnar.
— 10: Ritstjórnargreinin: — Bráða-
birgðaráðstafanir gegn verð-
bólgunni.
Vinsælasta leiksviðsverk allra
tíma (Utan úr heimi).
— 11: Reykjavíkurbréf.
— 12: Grein um VilheJm Moberg, eft-
ir dr. Sigurð Þórarinsson.
— 13: Kvennadálkar.
—- 18: Sitt af hverju tagi.