Morgunblaðið - 04.01.1959, Page 9
Sunnudagur 4. jan. 1959
MORCVNBL4Ð1Ð
9
☆ ☆ E/oðað i
☆ ☆ árgöngum
fyrstu
Ægis
komin, mundi til þess þurfa svo
mörg herskip, að kostnaðurinn
yrði ókleyfur. En reynslan sýnir,
að hin siðferðilegu áhrif, sem
hraðskreitt og sísiglandi varðskip
og háar sektir hafa eru svo mikil,
að það heldur botnverplum nokk
urn veginn utan landhelgi meðan
það er hér við land; en aftur á
móti verður yfirgangur þeirra
gífurlegur, þegar þeir vita, að
varðskip er eigi hér við land“.
(Ægir ág. 1905).
Útdráttur úr Þýzkri dagbók
f okt. 1905 birti Ægir útdrátt
úr dagbók þýzka varðskipsins
„Zeithan“ þar sem gerð er hörð
hríð að brezkum togaraeigendum:
„Hinir ensku botnvörpungar
eru mjög illa ræmdir af ís-
lendingum og hataðir af öllum
fiskimönnum fyrir yfirgang sinn
og ólöghlýðni, enda leggur varð-
skipið danska, sem þar hefur
landhelgisgæzlu, þá í einelti og
eru þar af leiðandi sektaðir æði
oft.
Aftur á móti eru þýzkir botn-
vörpungar mjög vel þokkaðir,
bæði sýna þeir engan ójöfnuð og
gera sig mjög sjaldan seka í því
að brjóta landhelgislögin. Þá
sjaldan þeir gera það, aðvarar
danska gæzluskipið þá með því
að hljóða með gufupípunni, svo
þeir hafa nægan tíma til að draga
upp vörpu sína og hafa sig á brott
úr landhelginni, þótt í henni séu“.
Englendingar eru mjög gramir
yfir þessum ummælum, og segja
þetta vera brot á alþjóðarétti,
ef satt sé að þeir séu lagðir í ein-
elti og sektaðir, en Þjóðverjar
aðvaraðir og þeim fyrirgefið.
í hinu enska fiskiveiðatímariti
„The Fishing Trades Gazette" frá
19. ágúst í sumar, er mjög alvar-
leg ritgerð um þetta mál og skor-
ar ritstjórinn á stjórnina að
grennslast eftir því hvort þetta
sé satt, að enskir og þýzkir botn-
vörpungar mæti svona misjöfn-
um viðtökum, og kynni sig svona
misjafnt við ísland. Henege
lávarður, fiskveiðiráðunautur
Breta, sem hefur fundið ástæðu
til að skrifa um þetta, segir þó,
að að svo komnu sé þó ekki vert
að láta þetta koma fyrir Parla-
mentið, en að öðru leyti geti
hann ímyndað sér að þetta sé
bara sjálfhælni úr Þjóðverjum,
og með þessu vilji þeir aðeins
sverta Englendinga en sýna
sig réttláta löghlýðna og vel
kynnta, þar sem þeir séu „salt
jarðar“U Síðan tekur ritstjórinn
við og segir:
il1 -
Auðvitað má búast við að þetta
hafi rekistefnu í för með sér, og
mun danska utanríkisráðuneytið
nú þegar vera að gera gangskör
að því að leita sér upplýsinga í
þessu máli.
★
En ábyrgðarmaður þessa blaðs
(Ritstjóri þess var Matthías Þórð-
arson), sem um nokkur undan-
farin ár hefur fylgst með varð-
skipinu, finnur ástæðu til í sam-
bandi við þetta að lýsa þetta
misskilning. Auðvitað er það að
enskir botnvörpungar eru marg-
fallt fleiri við ísland en þýzkir
og þar að auki halda Þjóðverjar
sig að jafnaði lengra undan landi,
þár sem þeir fiska eingöngu stór-
an þorsk og ýsu. Af þessum ástæð
um eru þeir hlutfallslega sjaldnar
sektaðir og gefa þar af leiðandi
ekki eins mikið tilefni til þess að
vera hataðir eða illa þokkaðir og
Englendingar. En að varðskipið
leggi það í vana sinn að aðvara
Þjóðverja en sekta hina, er alveg
tilefnislaus uppspuni, og hafa þeir
sem frætt hafa þýzka varðskipið
á þessu, hér í fyrra, unnið óþarft
verk, einungis til að auka ó-
ánægju og málaþras milli þessara
þriggja ríkja: Englands, Þýzka-
lands og Danmerkur. Því víst er
um það að Englendingar vilja
ekki láta misbjóða sér á sjónum
eða brjótá lög á sér og hvorki að
Danir geri það eða hlífi Þjóð-
verjum og komi þeim undan hegn
ingu.“
Þegar íslands Falk kom — kostaði
jbað 475,000 krónur
„Ægir“, sagði í marz 1906
þannig frá komu íslands Falk:
„Hið nýja varðskip, íslands
Falk, sem nú er nýbyggt og kom-
ið hingað til þess að verja strend-
ur íslands fyrir útlendum fiski-
skipum, er byggt í vetur í Dan-
mörku í Helsingjaeyri og kostaði
475000 krónur. Skipið er 725 tonn
að stærð, nær helmingi stærra
en Beskytteren, sem er 415 tonn,
en byggður i líkri gerð.
Skipið er mjög vel vandað að
öllu leyti og uppfyllir öll þau
skilyrði, sem hægt er að heimta
til þess að það geti fullnægt
strandgæzlunni hér við land, að
því sem eitt skip frekast getur
gert.
Vélin hefur 1200 hestöfl og get-
ur hreyft skipið áfram allt að
14 mílum á vöku. íslands Falk
fór frá Kaupmannahöfn hinn 15.
apríl og kom hingað til lands 22.
s. m. Að hann kom ekki fyrr var
af því að hann var tveimur mán-
uðum seinna tilbúinn en til var
ætlast frá skipasmíðastöðinni.
Skipverjar eru alls 50 og eru
yfirmenn þessir: Yfirforingi
(chef) Capt. J. L. Petersen. Næst-
ráðandi laut. Cold. Þriðji lautin-
ant H. J. Asmundsen. Fjórði
Þetta er varðskipiff Beskytteren, sem byggt var aUlamótaáriff.
Hann tók alimarga togara i landhelgi hér viff land, þó hann væri
affallega í Færeyjum. Þar kölluffu heimamenn skipiff „Heima-
lambiff", vegna þess hve oft skpiff þótti liggja í höfn. Pétur
Sigurðsson var um skeiff á þessu litla varffskipi og tók þessa
mynd af því.
HRINGUNUM
FRÁ
(y HAFNARSTR A
lautinant H. B. Barfod. Fimmti
lautinant A. Bardenfleth og véla-
meistari C. Otzen. Læknir A.
Hansen og bryti A. Lindberg.
Óvíst er ennþá hvernig skipið
hagar veru sinni hér við ísland,
en gert er ráð fyrir að það muni
að minnsta kosti einu sinni á ári
fara til Danmerkur til eftirlits og
aðgerða.“
Þetta er myndin af Capt. Sshack
skipherra af botnvörpungnum ,
sikipherra og J. Sörensen
,Golden Gleam“ frá Hull.
20—30 togarar inni á Abalvik
í Ægi veturinn 1906 er birtur
kafli úr bréfi vestan frá Aðalvík:
„Hér i Aðalvík var dágóður afli
á vorvertíðinni, enda mátti varla
heita að hér sæist botnvörpungar
á því tímabili. Þegar fór að líða
á sumarið fór þeim að fjölga hér
íslands Falk, var um fjölda ára skeiff hér viff land viff land-
helgisgæzlu, allt fram um 1930.
Capt. Scback var mjög harður
i horn oð taka
Einn allra duglegasti skipherr-
ann á dönskum varðskípum, fyrr
og síðar var Schack skipherra. —
Ægir segir þannig frá honum:
„Hinn alkunni capt. Schack, er
stýrði varðskipinu Heklu um 4
mánaða tíma 1904 gjörði botn-
vörpungum meiri usla en nokkur
annar fyrirrennari hans og tók
alls 22 botnvörpunga. Myndin,
efst í hægra horni er af Schack,
þar sem hann stendur og er að
yfirheyra skipstjóra J. Sörensen
frá botnvörpuskipinu Golden
Gleam frá Hull, sem tekinn var
á landhelgistakmörkunum við
Ingólfshöfða í maímánuði en var
sleppt 'aftur þar eð nægar sann-
anir fyrir broti voru ekki fyrir
hendi. Sami skipstjóri var tekinn
af honum nokkru seinna á Pat-
reksfirði og þá sektaður um 1350
krónur og allur afli og veiðarfæri
gerð upptæk“
☆
f október 1906 má lesa í Ægi,
þar sem sagt er frá Capt. Schack:
,,Capt. Schack var ekki gefinn fyr
ir að fyrirgefa yfirsjónir útlend-
inga í landhelgisbrotum, en þó
var það ekki ’ósjaldan — já einn
dag 70 franskar fiskiskútur að
fiska í landhelgi að hann sá það
ráðsnjallast, að skjóta með fall-
byssu í hópinn og gefa þeim
merki um að fara út. Að taka 1
eða tvö úr hópnum, sem jafnvel
ekkert voru syndugri en hinar, sá
hann enga ástæðu til, og til þess
að fá þær dæmdar að þurfa að
eyða minnst 2 eða 3 dögum, en
lofa svo hinum, jafnvel margfalt
stærri lögbrjótum, að fiska ró-
legum á meðan.“
—★—
f þessari grein, sem er eftir
Commandör R. Hammer, er
hreyft þeirri hugmynd að maður
með dómsvaldi sigli með varð-
skipinu, einkum vetrarvertíð og
fyrir Norðurlandi á sumrin með-
an síldveiðin stendur þar yfir.
Undir þessa tillögu Commandör
Hammers tekur ritstjóri Ægis
og telur hana mjög heppilega.
// Lofuðu allir
guö'
Síðar segir Ægir enn frá hin-
um harðsnúna danska skipherra,
Scliack:
í//
útifyrir, og í september drógu
þeir vörpur sínar fram og aftur
um víkina uppi í þurrúm lands-
steinum, þetta 4 til 5. Verst létu
þeir þó með landhelgisbrotum
15., 16. og 17. september, enda var
þá farinn að koma hér dágóður
afli, inn á víkina, og menn farnir
að gjöra sér beztu vonir um afla.
Aldrei hefur kveðið annað eina
að þessum botnvörpungavaðli hér
úti fyrir Aðalvíkinni eins og 1
haust. Liggja þeir hér oft inni á
milli 20 til 30 í hverri hríð. —
Afli hlýtur að vera mikill hér úti
fyrir, því yfir jólin rak í víkinni
töluvert af dauðum og skemmd-
um fiski, steinbít og tvo hákarla
frá botnvörpum þessum."
„Hversu Hekla (capt. Schaek)
hefur varið vel landhelgina fyrlr
botnvörpungunum og verið feng-
sæl í ferðum sínum kringum
landið hefur mjög mikið glatt
alla landsmenn, enda hafa blöSin
ekki sízt ísafold eindregið tekiff
í sama strenginn og lofað hann
að maklegleikum fyrir sinn skör-
ungsskap og dugnað.
Að fiskimenn á ýmsum stöðum,
sem oft á tíðum hafa orðið aff
þola það bótalaust að botnvörp-
ungarnir hafa látið greipar sópa
um afla og veiðarfæri þeirra rétt
fyrir utan landssteinana séu
glaðir að vita af svo duglegri
löggæzlu sýna eftirfarandi dæmi:
Capt. Schack spurði mann á
Aðalvík hvort fólk hefði séð þeg-
ar hann tók botnvörpunginn þar
í sumar.
„Já“, sagðí maðurinn, „Fólk
var allt háttað því klukkan var
hálf tólf um nóttina en allir vökn
uðu við skotin, og ég er viss um
að hvert mannsbarn í Vikinni
hefur farið á fætur og þegar
Hekla fór með botnvörpunginn“,
bætir hann við, „lofuðu allir
guð“.