Morgunblaðið - 04.01.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.01.1959, Qupperneq 10
10 M O R C V 1» R T. 4 Ð 1 Ð Sunnudagur 4. jan. 1959 r ♦ A- <*> TJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Ej anr Asmundsson. Lesbók; Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð; innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. BRÁÐAB/RGÐARÁÐST AFANIR GEGN VERÐBÖLGUNNI LLT frá því að vinstri Astjórnin setti „bjargráða- lög“ sín fyrir rúmlega hálfu ári hefur öllum hugsandi mönnum verið það ljóst, að stefnt var út í botnlaust ögn- þveiti í íslenzkum efnahagsmál- um. Á árinu 1957 hélt dýrtíð og verðbólga að vísu áfram að vaxa. Kaupgjald og verðlag hækkaði á víxl og uppbóta- og skattastefna ríkisstjórnarinnar fól í sér vísi nýrrar verðbólguskrúfu. En það var fyrst eftir setningu „bjargráðanna", sem segja má að allar stíflur gegn taumlausri verðbólgu hafi verið brotnar nið- ur. Þá voru ekki aðeins lagðir á hrikalegir nýir skattar og tollar, sem stórhækkuðu allt verðlag á nokkrum mánuðum, heldur var jafnhliða lögboðin nokkur kaup- hækkun. Síðan hefur verðbólgan vaxið hröðum skrefum. Var það greini- lega viðurkennt af forsætisráð- herra vinstri stjórnarinnar er hann skýrði Alþingi frá því, að stjórn hans hefði beðizt lausnar vegna ágreinings um efnahags- málin. „Ný verðbólgualda er skollin yfir“, sagði Hermann Jónasson við fall vinstri stjórn- arinnar. Þannig lauk viðureign hennar við verðbólguna, sem hún hafði lofað að útrýma með „nýj- um leiðum" og „varanlegum úr- ræðum“. Emil Jónsson, forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar, komst einnig þannig að orði í áramóta- ávarpi, er hann flutti á gamlárs- kvöld, að skuggi grúfði nú yfir þjóðinni vegna „verðbólgunnar, sem á síðustu mánuðum hefur verið ört vaxandi og virðist stefna í hreint óefni, ef ekki verður spyrnt við fótum-------“ Voðinn framundan Sú staðreynd blasir þannig við allra augum, og er viðurkennd af flokkum vinstri stjórnarinnar sálugu, að hinn hraði vöxtur verð bólgunnar á stjórnartímabili frá- farandi stjórnar ógnar nú íslenzk um bjargræðisvegum og efna- hagslegu öryggi þjóðarinnar. — Framfærsluvísitalan hefur hækk- að um nær 30 stig síðan um mitt ár 1958. En stórfelldar nýjar hækkanir eru framundan ef ekki verður að gert. Aðalráðunautur vinstri stjórnarinnar í efnahags- málum hefur lýst því yfir, að vísitalan muni hækka um 51 stig á tímabilinu frá 1. nóv. 1958 til 1. nóv. 1959, ef ekki verði gerðar ráðstafanir til þess að hindra vöxt dýrtíðarinnar. Þannig hefur stefna vinstri stjórnarinnar leitt algert öng- þveiti yfir þjóðina. Hún hefur alltaf sagzt vera að framkvæma „stöðvunarstefnu“, þ, e. sporna gegn hækkun verðlags í landinu. En árangurinn hefur orðið þessi. Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn brugðizt jafnhrapallega fyrir- heitum sínum. En nú er svo komið að mikill voði er framundan, ef þjóðin hik- ar við að átta sig á staðreyndun- um og líta raunsætt á hlutina. Ef framfærsluvísitalan fengi að hækka um 51 stig á næstu mán- uðum þýddi það óhjákvæmilega stöðvun framleiðslutækjanna á miðju ári. Af því hlyti einnig að leiða enn nýja og stórfellda verð- rýrnun íslenzks gjaldmiðils. Nú er þess vegna lífsnauðsyn- legt að gera dæmið upp: Vill þjóðin hindra gengis- hrun og stórfelldari verðbólgu en nokkru sinni fyrr, eða vill hún ganga blindandi „fram af brúninni“, eins og efnahags- málasérfræðingur vinstri stjórnarinnar orðaði það? Fyrst stöðvun verðbólg- unnar — síðan jafnvægi Þingflokkur og flokksráð Sjálf- stæðisflokksins hafa svarað þess- ari spurningu fyrir sitt leyti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögur um bráðabirgðaráð- stafanir til þess að stöðva verð- bólguna og jafnframt bent á fjöl- þætt úrræði til þess að koma á jafnvægi til frambúðar í íslenzk- um efnahagsmálum. Þær bráðabirgðaráðstafanir, sem Sjálfstæðismenn hafa bent á, eru í fyrsta lagi nokkur lækkun kaupgjalds, sem jafnhliða hefði í för með sér lækkun á verði inn- lendra afurða. Launþegar og bændur legðu þannig sameigin- lega fram lið sitt til þess að bægja voða gengishruns og trylltrar verðbólgu frá dyrum sínum og þjóðarinnar í heild. í öðru lagi yrðu niðurgreiðslur á vöruverði um skeið auknar er næmi 10—12 vísitölustigum. í þriðja lagi yrðu jafnhliða þess um ráðstöfunum gerðar ýmsar aðrar ráðstafanir, svo sem í bankamálum og fjárfestingarmál- um. Aðeins bráðabirgða- ráðstafanir Sjálfstæðismönnum er ljóst að hér er aðeins um bráðabirgðaráð- stafanir að ræða til þess að bægja bráðum voða frá dyrum þjóðarinnar. Þeim dettur heldur ekki í hug að halda því fram, að almenningur þurfi ekki að borga það fé, sem varið er til niður- greiðslna á verðlaginu. Vitan- lega verður þjóðin sjálf að standa undir herkostnaðinum við niður- greiðslu dýrtíðarinnar. Til þess að framkvæma stöðvun verð- bólgunnar þarf að fara fleiri leiðir en eina. En sú kauplækk- un sem lögð hefur verið til gerir kleift að auka niðurgreiðslu verð lagsins án þess að leggja á nýja skatta og tolla. Um þær ráðstafanir, sem hin nýja ríkisstjórn hefur nú ýmist hafizt handa um eða boðað skjót- lega, verður ekki dæmt fyrr en þær sjást í heild. Mest er undir því komið, að með þeim takist að stöðva vöxt verðbólgunnar. Reynist svo eru þær upphaf að nauðsynlegu verki og á miklu veltur að þjóðin taki þeim með skilningi og velvild. Þegar tekizt hefur að stöðva vöxt verðbólgunnar kcmur svo að því að skapa raunveru- legt jafnvægi í efnahagsmál- um landsmanna. UTAN UR HEIMI Vinsœlasta leiksviðsverk allra tíma A.m.k. 3 milljónir manna hafa nú séð óperettuna "My Fair Lady, INNAN skamms mun hinn þekkti sænski leikhúsmaður, Lars Schmidt — sem undanfarið hefir þó verið enn betur þekktur sem góður „vinur“ og nú loks sem eiginmaður Ingrid Bergman — setja hina margfrægu óperettu „My Fair Lady“ á svið í Stokk- hólmi. Verður það fyrsta „upp- færsla“ þessa ofurvinsæla leik- sviðsverks á Norðurlöndum. ★ „My Fóir Lady“ hefir nú verið sýnd í rúmlega hálft þriðja ár á Broadway í New York, og undan- farna mánuði einnig í London — á báðum stöðum við slíka óhemju aðsókn, að slíks eru engin dæmi. Óperettu þessari hafa verið valin flest þau stórfenglegustu lýsingarorð, sem til eru — stór kostleg, dásamleg, óviðjafnan- lega skemmtileg og fyndin o.s. frv. — enda mun ekkert leik- sviðsverk hafa náð neitt svipuð- um vinsælclum, fyrr eða síðar. Óperettan er gerð eftir hinu kunna leikriti Bernards Shaw, „Pygmalion" — um blómasölu- stúlkuna ómenntuðu og óupp- dregnu, sem prófessor nokkur tekur að sér og gerir að fyrir- myndar-hefðarfrú. En hér er um annað og meira að ræða en vel heppnaða, létta „útgáfu" af á- gætu, klassísku leikriti. — Hér hefir loksins tekizt að hitta þann ig naglann á höfuðið, að hin jass- sinnaða kynslóð nútímans hefir látið heillast af léttum, „rytmisk um“ lögum með textum, sem raunverulega virðast skrifaðir af fullorðnu fólki — fyrir fullorðið fólk. ★ Þegar með frumsýningunni náði „My Fair Lady“ hljóm- grunni í steinhjarta Broadway — og mörgum mánuðum áður en sýningar hófust í London var hver einasti aðgöngumiði á frum sýninguna seldur. Nú þegar er búið að selja fjölda miða á flestar sýningar allt fram á næsta ár — og ef menn vilja á annað borð sjá óperettuna, þýðir ekki ann- að en panta aðgöngumiða með minnst þriggja mánaða fyrirvara. „My Fair Lady“ skipar nú orð- ið þá stöðu, sem „kanasta“ hafði áður sem vinsælasta dægrastytt- ing Englendinga. Sagt er, að þeg ar tvær hertogaynjur komi sam- an, séu samræðurnar eitthvað á þessa leið: „Nei, my dear, ég hætti við þennan skrambans baz- ar. Ég átti svo annríkt. Ég skal segja þér — ég náði nefnilega í nokkra aðgöngumiða að „My Fair Lady“. Nei, nei — spurðu mig ekki, hvernig ég fékk þá, eða frá hverjum. Nú, jæja þá — ég verð að játa, að það á ofur- lítið skylt við svartamarkað. And styggilegt mannkerti, sem þekkti rr annað álíka andstyggilegt mann- kerti, útvegaði mér aðgöngumiða fyrir laugardaginn. Hann krafð- ist reyndar ofboðslegs verðs fyr- ir þá — en, darling, ég sá þó óperettuna, og það verður þú líka að gera“. ■Usi& ★ f New York eru allir aðgöngu- miðar að leikhúsinu, þar sem óperettan er sýnd, uppseldir marga mánuði fram á árið, og þegar er búið að selja sex fyrstu sætaraðirnar í húsinu fyrir allar sýningar á árinu. Fólk stendur í biðröð úti fyrir leikhúsinu frá kl. 5 á hverjum morgni til þess að reyna að ná í eitthvað af þeim fjörutíu stæðum, sem byrjað er að selja kl. 10 — og kosta hvert sem svarar um 60 krónum. Til Rex Harrison sem Prófessor Higgins, og Julie Andrews sem blómasölu- stúlkan Elisa Doo little í óperett- unni „My Fair Lady“. — Þau hafa nú leikið hlutverk sín fyrir fullu húsi áhorf- enda í hálft þriðja ár — og ekkert lát er á aðsókninni enn. — Ætli þau Rex og Julie verði ekki farin að þreytast um það er lýkur. skamms tíma mátti sjá fólk liggja þarna í svefnpokum alla nóttina. Leikhússtjórnin fær á hverj- um degi um 2000 beiðnir um að- göngumiða hvaðanæva úr heim- inum — frá Róm, París, Tókíó, Stokkhólmi, Berlín, Venezuela — já, jafnvel frá Saudi-Arabíu. — Sögð er saga um það, að dag nokkurn hafi leikhúsinu bórizt bréf frá konu í Saudi-Arabíu með beiðni um aðgöngumiða. Með bréfinu fylgdi nægilegt fé til þess að senda konunni mið- ana í flugpósti áður en hún legði af stað til Ameríku. Hún fékk miðana. En svo var það einhver, sem „kjaftaði frá“ ■— sagan komst í blöðin og þótti mikið hneyksli. Reiðir borgarbúar gerðu aðsúg að leikhúsinu með háreysti mikilli, og heyrðist þá mörg bitur athugasemd; urðu sumar fleygar, eins og þessi, sem hrópuð var í kór: „Á að neyða okkur til að flytjast til Austur- landa til þess að fá aðgöngumiða hér?“ — En ekki varð þetta „hneyksli“ til þess að draga úr aðsókninni að óperettunni, síður en svo. ★ Þegar síðast var athugað hvaS margir hefðu sótt sýningar á „My Fair Lady“ í New York (fyr- ir um hálfu ári), kom í Ijós, aS sýningargestir í Broadway-leik* húsinu voru orðnir rúmlega 1.200.000. Aðalhlutverkin þar leika þau Rex Harrison og Julie Andrews. Auk þess hafa um 500.000 manns séð sýningar um- ferðaleikflokka, sem sýnt hefir óperettuna víðs vegar um Banda ríkin, með Brian Aherne og Ann Rogers í aðalhlutverkunum. Tekjurnar, sem Broadway- leikhúsið hefir haft af „My Fair Lady“ hingað til, nema hátt á sjöttu milljón dala — og tekjur umferðaleúkflokksins eru fyrir löngu komnar yfir þrjár milljón- ir. — Og ekki virðist enn hiS minnsta lát á aðsókninni. Hljómplata með lögunum úr „My Fair Lady“ hefir veríð gífur lega eftirsótt af fólki á öllum aldri. — Bannað var að selja plöt una í Englandi áður en óperettan var frumsýnd þar, en þá kom bara svarti markaðurinn til skjal anna. Og virðulegar ömmur stóðu við hlið unglinganna í löngum biðröðum til þess að reyna að tryggja sér eintak af „Lady-plöt- unni“ — á þreföldu verði. — Meira en tvær milljónir eintaka af hljómplötu þessari hafa verið seldar í Bandaríkjunum til þessa, en í Englandi nálgast salan nú eina milljón. ★ Þeir, sem tekið hafa þátt í „upp færslu“ þessarar einstæðu óper- ettu, þurfa sannarlega ekki að sjá eftir því. Það má til dæmis næst- um segja, að kraftaverk hafi gerzt á Rex Harrison, því að hann sem varla getur komið upp ein- Framh. á bls. 17 Þannig sér teiknarinn aðalleikendurna í „My Fair Lady", ásamt Bernard gamla Shaw, en leikrit hans, „Pymaiion“, er fvrirmvmlin að ónerettunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.