Morgunblaðið - 04.01.1959, Síða 18
18
ÍUORCI’ISBL 4Ð1Ð
Sunnudagur 4. Jan. 1959
jSöcf uíecý hru&arhöhu
u tii t^ei^bjauíbur
UM JÓLIN voru nokkrir ungir
menn boðnir til nýstárlegrar og
skemmtilegrar brúðkaupsveizlu
hér í bæ. Brúðhjónin voru sem
sé ekki viðstödd — og sem meira
var: Brúðurin hafði -fsland aldrei
augum litið. Brúðhjónin voru
suður í svörtustu Afríku — og
þar hafði brúðkaupið farið fram.
En ungu mennirnir, sem sátu
brúðkaupsveizluna inn í Tómas-
arhaga við Laugarásveg voru
æskuvinir brúðgumans, Ómars
Tómassonar, sem nú er starfandi
Aff hjónavígslunni lokinni.
Maður ársins
De Gaulle
NEW YORK, 2. jan. Bandaríska
vikuritið Time hefur kjörið De
Gaulle, forseta Frakklands, mann
ársins 1958. í greinargerð blaðs-
ins segir m. a., að De Gaulle hafi
„gefið Frökkum sjálfstraust sitt
aftur“.
Þess má geta, að blaðið kjöri
Krúsjeff mann ársins í fyrra.
Til viðbótar því, sem að fram-
an segir um gremargerð blaðs-
ins umþessaútnefningumá benda
á þau ummæli þess, að De Gaulla
hafi með því að „setja sitt per-
sónulega mark á stórviðburðina
og með því að sanna þau grund-
vallarsjónarmið vestrænna þjóða,
að einstaklingar skapi söguna, en
ekki biind önög eða óbifandi
lögmál marxismans, hafi Frakk-
lands Charles Joseph Andvé
Marie de Gaulle, 68 ára gamall,
orðið sjálfkjörinn maður ársins",
segir Time.
^flugmaður hjá Nigerian Airways
og er búsettur í Kanó í Nigeríu.
★
Ómar kvæntist á
enskri stúlku þarna
Nigeríu og það, sem
telja frásagnarvert í
við brtyikaupið, var,
pantaði brúðarkökuna
dögunum
suður í
helzt má
sambandi
að Ómar
alla leið
frá Jóhannesarborg í S-Afríku
Kakan kom flugleiðis til Kanó
á tilsettum tima, hún var mikil
að vöxtum, vó víst ein 15—16
kíló.
★
Veizlugestir Ómars og konu
hans snæddu ekki nema helming
brúðarkökunnar og hugkvæmdist
Ómari þá að senda það, sem eftir
var, heim til íslands, til móður
sinnar — og láta fjölskylduna og
gamla vini sína njóta kræsing-
anna.
★
En nú voru góð ráð dýr, því
að það er engin smávegis vega-
lengd frá Nigeríu til íslands —
og varla hefði svarað kostnaði að
borga fullt „fargjald" undir kök-
una alla leið. Það var ekkert höf-
uðatriði að kakan yrði fljót í för-
um, því að hún átti að haldast
óskemmd heila eilífð. Þær er.u
víst búnar út til ferðalaga brúð-
arkökurnar í Suður-Afríku.
★
Ómar sá þann kost vænstan að
biðja vin sinn, flugmann, sem
flýgur á milli Evrópu og Afríku,
að reyna að ko'ma kökunni til
Amsterdam. Og einn góðan veð-
urdag steig þessi vinur út úr flug-
vél á flugvellinum í Amsterdam
— með kökuna góðu í töskunni.
Ykkur finnst e. t. v. ekki ýkja-
langt frá Amsterdam til Reykja-
víkur, og að kaka Ómars hafi nú
átt „stutt í land“. En það lá ann-
að og meira fyrir þessari köku,
ferðalagið var langt í frá á enda.
★
Albert Tómasson, bróðir Óm-
ars, er flugmaður hjá hollenzka
flugfélaginu KLM — og flýgur
mestmegnis milli Evrópu og
Ameríku. Nú tók hann brúðar-
kökuna frá S-Afríku og hafði
hana með sér alla leið til New
York — og þar hitti Albert landa
sína hjá Loftleiðum að máli. Þeir
tóku svo að sér að ferja kökuna
síðasta spottann, frá New York
Wlllfjón inífi
Brúffhjónin skera í kökuna.
og heim til Reykjavíkur. Þetta
var ekki nema 12 stunda flug, sú
suður-afríkanska hafði séð hann
svartari — og þegar ferðalaginu
lauk loksins á Reykjavíkurflug-
velli voru engin þreytumerki að
sjá á henni — hún lét sem sagt
ekkert á sjá. A. m. k. báru pilt-
arnir í brúðkaupsveizlunni í
Tómasarhaga kökunni vel orðið.
Hún var frábær fannst þeim. En
áður en veizlan hófst var þeim
sýnt hvernig fyrri helmingur
hennar hafði verið snæddur. Óm-
ar hafði nefnilega sent stutta
kvikmynd með kökunni. Þessi
mynd var tekin í brúðkaupinu og
u menn-
O'dtcel
ómycýla
ERLEND BLÖÐ skýra svo frá,
iff kínverskur verzlunarmaður
i Hong Kong hafi fyrir
ikemmstu veriff fangelsaffur í
•Seoul í S-Kóreu vegna þess,
iff hann gat ekki greitt sekt,
sem hann hafffi verið dæmdur
til aff greiffa vegna smygls.
Hann sagði lögreglunni, aff
hann hefði smyglaff — til þess
að geta greitt fyrri sekt fyrir
smygi.
irnir
<£infaritari
cJLaróanó taunaciur
af L
lommum,
ÞAÐ er haft fyrir satt, að komm
únistaflokkurinn danski sé skuld
bundinn til þess að greiða einka-
ritara Axels Larsen sex mánaða
laun. Larsen var sem kunnugt er
rekinn úr flokknum fyrir
skemmstu, en einkaritari hans
var á íöstum launum hjá flokkn-
um. Mun Larsen því halda áfram
að teijast gegn Moskvumönnum
með einkaritara sínum, sem verð
ur enn á föstum launum hjá
lokknum um hálfs árs skeið.
— Ætli ég hafi ekki losað lið-
lega 12,000 stundir, sagði hann,
kveikti í pípunni og þrýsti flöt-
um eldspýtustokknum yfir glóð-
ina. Púaði síðan eins og allir
pípumenn gera — og hélt áfram.
— Annars týndi ég loggbókinni
minni, þegar Hekla brann í Róm
um árið með kynbótanautin. Ég
hef því engar nákvæmar tölur, en
é'g er kominn eitthvað á þrett-
ánda þúsundið.
Það var Kristinn Olsen, flug-
stjóri hjá Loftleiðum, sem við
vorum að ræða við — og spyrja,
hve margar flugstundir hann
ætti að baki. Kristinn hefur sem
sé verið á lofti töluvert á annað
ár. í einu ári eru ekki nema tæp-
lega 8,800 stundir. Og þeir eru
fleiri íslenzku flugmennirnir,
sem ekki eru komnir yfir árið,
en Kristinn mun eiga flesta flug-
tíma íslenzkra flugmanna. Jó-
hannes Snorrason, flugstjóri hjá
Flugfélaginu, hefur líka flogið
um 12000 stundir, næstur
mun vera Magnús Guðmundsson,
flugstjóri hjá Loftleiðum, með
11,500 flugstundir. Fjórði er svo
Smári Karlsson, líka hjá Loft-
leiðum. Hans flugstundir eru um
10,500. Allir eru þeir löngu orðn-
ir „Milljón mílu menn“. Við höf-
um ekki reiknað það út, en senni
lega eru þeir búnir að fara sem
svarar hundruðum ferða um-
hverfis jörðu.
Þeir voru saman í Kanada á
stríðsárunum, Kristinn, Magnús,
Jóhannes, Sigurður Ólafsson og
Alfreð Elíasson. Lærðu þar allir,
sumir a.m.k. hjá Konna og
kenndu síðan hjá kanadíska flug
hernum.
— Við kenndum sprengjukast,
segir Kristinn og hlær, þjálfuð-
um líka siglingafræðinga og loft-
skeytamenn við að miða út skot-
mörkin. Við vorum allir sérlega
snjallir sprengjukastarar — og
veizlunni — svona til þess að
veizlugestirnir heima á íslandi
gætu þó alltaf sagt, að þeir hefðu
séð brúðina.
í
Qói
orcjun
I CANTERBURY fangelsinu í
Bretlandi var a. m. k. einn ham-
ingjusamur fangi yfir jólin. Það
var Cornelius Davies, jólagestur
fangelsisins.
f desember 1956 stóð Davies
við almenningssímaklefa einn og
þegar honum fannst hæfilega
mörg vitni nálægt sparkaði hann
í eina rúðu símaklefans og
braut hana. Síðan beið hann hinn
rólegasti eftir lögreglunni. Hann
hlaut tveggja mánaða fangelsi.
í desember 1957 sparkaði hann
öðru sinni í símaklefa, beið og
fékk tveggja mánaða fangelsi.
í desember 1958 endurtók sama
sagan sig. Hann brosti sínu breið
asta þegar dómurinn var kveð-
inn upp: Tveggja mánaða fang-
elsi.
— Langar þig í rauninni til að
sitja inni um jólin? spurði réttar-
þjónninn, sem farinn var að
þekkja Davies, þegar hann fylgdi
honum úr salnum.
Davies kinkaði kolli: — Ég
kýs ekkert frekar. Tveggja mán-
aða frí með fæði og húsnæði fyr-
ir að sparka í eina rúðu — það
er góð borgun.
LOefjulind Ljc
aóóeró
ENDA þótt Nasser vildi sízt af
öllum mönnum njóta góðs af
Farouk konungi, sem Nasser og
félagar hans gerðu landrækan á
árunum, þá er Nasser samt ekki
svo vandlátur að hann slái hend-
inni á móti fé þó það sé fengið út
á nafn gamla konungsins. Þannig
er nefnilega mál með vexti, að
Nasser hefur látið breyta lysti-
snekkju Farouks í fljótandi hót-
el, sem nú liggur við hafnarbakka
í Kairó. Þetta hótel er ætlað
ferðamönnum og auðvitað er
margfalt dýrara að gista í
snekkju Farouks en nokkru öðru
hóteli í Kairó. En dýrasta hótel-
rúm í Kairó er rúm Farouks í
snekkjunni góðu — og þetta eina
rúm hefur að undanförnu orðið
egypzka ríkiskassanum dágóð
tekjulind. Efnaðir ferðamenn eru
á löngum biðlista — og bíða ó-
þreyjufullir eftir að fá að liggja
í rúmi Farouks þó ekki sé nema
eina nótt, því að það er góð saga
að segja í Texas — að hafa sofið
„heila nótt“ í þessu konunglega
rúmi.