Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.01.1959, Qupperneq 1
2(1 síður 46. árgangur Rústirnar hreinsaðar í Leopoldville Orsök óeirðanna er mikið atvinnuleysi svertingja sem stafar af „afturkippnum44 LEOPOLDVILLE, 7. jan. (NTB) — ! dag hafði verið komið á lögum og reglu í Leopoldville, höfuðborg belgíska Kongó, eftir hinar alvarlegu róstur, sem staðið hafa þar í tvo daga. Nú hafa um 90% verkamanna tekið upp vinnu að nýju og unnið er að því að hreinsa húsarústir og fjarlægja af göt- unum brennd bílflök, sem liggja eins og hráviði um allt. reglu hafa samskipti hvítra og dökkra manna verið bönnuð eftir að skyggja tekur á kvöldin í borgunum Leopoldville, Stanley- ville og Elisabethville. Það er álit manna í Belgíu að óeirðirnar eigi rætur sínar að rekja til vaxandi atvinnuleysis í borginni. Síðan afturkippurinn Framh. á bls. 19. Bobby Bandaríkja Lögregla og herlið eru farin að leita uppi muni sem rænt var og stolið úr verzlunum borgarinnar. Hins vegar berast um það lausa- fregnir frá ýmsum héruðum í Kongó að komið hafi til smá- vegis árrekstra í öðrum bæjum nýlendunnar, milli svertingja og. lögregluliða. Kongómála-ráðherra Belgíu- stjórnar átti í dag langt samtal vig Baldvin Belgakonung og á morgun mun hann væntanlega gefa belgíska þinginu skýrslu um atburðina í Leopoldville. Það er álit manna í Briissel, að óeirðirnar í Leopoldville þurfi ekki að tákna að stofnuð hafi verið þjóðfrelsishreyfing í ný- lendunni. Er á það bent að sam- komulagið milli þeirra 13 milljón svertingja sem byggja Kongó og hinna 100 þúsund hvítu land- nema hafi ætíð verið fremur gott. Er sérstaklega bent á það að Baldvin konungur sé vinsæll og elskaður meðal hinna svörtu íbúa. Hann fór í opinbera heim- sókn til nýlendunnar í hitteðfyrra og var vel fagnað af svertingjum. Hins vegar viðurkenna Belg- ar það að leiðtogar svertingja æski nú æ meiri framfara á sviði stjórnmála og félagsmála nýlend- unnar. Síðan 1955 hafi farið að gæta óþolinmæði meðal þeirra. Það ýtir undir kröfur þeirra um réttarbætur að ýmis héruð í V- Afríku séu ýmist búin að fá sjálf- stæði eða fái það á næstunni. Þótt kynþáttum sé ekki mis- munað opinberlega í belgíska Kongo, þá veldur mismunandi efnahagur nokkrum aðskilnaði og vitað er að lögregla nýlend- unnar lætur ekki alltaf hið sama ganga yfir svertingja og hvíta landnema. Til þess að halda uppi meistari í annað sinn NEW YORK, 7. jan. — Ungling- urinn Bobby Fisher vann Banda ríkjameistari í skák annað árið í röð. Bobby er aðeins 15 ára. Meistaramótið fór fram í New York. Síðasta tafl Bobbys þótti óvenjulegt. Yar það á móti Ro- bert Byrne og sömdu þeir um jafntefli eftir átta leiki.. Bobby Fisher varð efstur með 8% vinning, en næstur kom Samúel Rezhevsky stórmeistari með IVz vinning. Hafði Bobby m.a. unnið Rezhevsky. Kommúnistar hefja inn rás i Laos SAIGON, 7. janúar. — Um síðustu helgi hófu kommúnist- ar í Norður Viet-Nam innrás í konungsríkið Laos í Indó- Kína. Óttazt er að styrjöld sé að nýju að brjótast út austur þar. Ilerma fregnir frá Laos að innrásarlið kommúnista sé komið 100 km inn fyrir landa- mærin. „Liili heimur" í höfn Áhöfn loftbelgslns, vlnstra megin Colln-hjónln og hægra megin Eiloart-feðgarnir. Með innrás þessari hafa kommúnistar í Norður Viet- Nam rofið vopnahléssáttmál- ann, sem gerðtur var í Genf 1954. Samkvæmt þeim sátt- mála var Viet Nam skipt um 17 breiddarstig milli kommún- ista og andkommúnista en lýst var yfir hiutleysi kon- ungsríkjanna Laos og Kam- bodja. ★ Jafnframt innrásinni hefur útvarpsstöð kommúnista í Hanoi hafið svæsnar árásir á Pou Sannaikone forsætisráð- herra Laos. Mikoyan, varaforsætisráðherra Rússa, átti í fyrradag tveggja klukkustunda fund með Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og féll vel á með þeim, eins og mynd þessi sýnir, sem tekin var við það tækifæri. Mikojan í veizlu hjá milljónamæringi Ósáttfýsi hins volduga Rússa veldur Bandaríkjamönnum vonbrigðum WASHINGTON og CLEVELAND 7. jan. (NTB). — í dag átti Mik- oyan varaforsætisráðherra Sovét ríkjanna viðræðufund við Rich- ard Nixon varaforseta. Ræddu þeir m. a. um Berlínarvanda- málið. Virðist sýnt af tilkynn- ingu, sem Nixon gaf út um fund- inn, að Rússar hafa ekkert breytt afstöðu sinni varðandi Berlín. Þeir ætla að rifta samningum un stöðu borgarinnar og heimta að fríríki verði stofnað í Vestur- Berlín, sem skal vera varnar- laus. Endurtekur Mikoyan að Vestur-Berlín þurfi ekkert að óttast þótt borgin verði varn- arlaus. Eftir þennan fund flaug Mik- oyan til hinnar fögru stálborgar Cleveland í Ohio-ríki á strönd Erie-vatns. Verður hann þar einkagestur milljónamæringsins Cyrils Eatons, sem heimsótti Kremlbúa sl. sumar. Milljóna- mæringurinn og frú hans tóku á móti Mikoyan á flugvelli borg- arinnar. Menshikov sendiherra Rússa í Washington er í fylgdar- liði Mikoyans. Þeir munu sitja matarveizlu hjá milljónamær- ingnum á fimmtudagskvöld, en síðan halda þeir för sinni áfram til bílaborgarinnar Detroit. Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum af heimsókn Mikoyans og viðræðum hans við bandaríska ráðamenn. Það er ekki að heyra af ummæl- um hans, að Rússar vilji í neinu slaka til frá fyrri afstöðu sinni í Berlínarmálinu eða öðrum deilu- málum. Mikoyan hefur jafnvel ekki fengizt til að skilgreina nán- ar á hvaða sviði hana býst við að auka megi viðskipti Bandaríkj- anna og Rússlands. Haan hefur að eins sagt, að halda mætti ráð- stefnu um það. Við komu Mikoyans til Cleve- land hafði urmull flóttafólks frá Austur-Evrópu, sem flutzt hefur til Ameríku, safnazt saman við flugvöllinn til að sýna hinum rússneska valdamanni andúð sína. Bar fólkið stór sjöld, þar sem krafizt var frelsis til handa Loftbelgurinn „Litli heimur" er komlnn fram, eða réttara sagt karfan. sem loftsiglingafólkið hafðist við í. — Sjálfur Ioftbelgurinn ' onaði á miðju Atlantshafi, en leiðangursmenn sigldu körfunni þá eins og báti til Vestur-Indía. Myndin sýnir landtöku þeirra unni Barbados. Söfnuðust innfæddir saman í hóp á ströndinni til að fagna komu ferðalanganna. austur-evrópskum þjóðum. Lög- regluvörður hélt mannfjöldanum þó í skefjum. *---------------------* Efni blaðsins m.a.: Fimmtudagur 8. janúar. Bls. 2: Líf hvers einstaklings er tak- mark í sjálfu sér (Frá fyrir- lestri Vilhelms Mobergs). — 3: 1400 manns á spilakvöldi Varðarfélagsins. — 6: Fyrsta ríkisstjórn 5. franska lýðveldisins (Erl. yfirlitsgrein). — 8: Hvaða eiginleika þarf stúlka að hafa tU að falla fólki vel í geð (Kvennasíða). — 9: „Gamla Heidelberg“ sýnt á Akranesi. — 10: Forystugreinin: — Kjördæma- breyting má ekki dragast. Kákasískur dans og skálaræð- ur í Kreml (Utan úr heimi). — 11: Blindlendingarkerfi sett upp á Keflavíkurflugvelli. — 12: Bókaþáttur. — 18: Vegakerfi um Vestfirði (Frá Alþingi). *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.