Morgunblaðið - 08.01.1959, Side 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. jan. 1959
tjtg.: H.f. Arvakur, Reykjavllc.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá
Ejoar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 224ÍU’
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
KJÖRDÆMABREYTING MÁ EKKI
DRAGAST
MARGT kemur upp þegar
hjúin deila. í orðaskipt-
um Framsóknar og Al-
þýðuflokksmanna út af aðskiln-
aði þeirra nú og myndun minni-
hlutástjórnar Alþýðuflokksins
hefur það t. d. borið á góma,
hversu marga þingmenn hvor
flokkurinn um sig hafi fengið
ranglega kosna vegna Hræðslu-
bandalagsins 1956.
Einn af frammámönnum Al-
þýðuflokksins hefur haldið því
fram, að „4—5 Framsóknarmenn
sitji nú á Alþingi vegna braut-
argengis Alþýðuflokkskjósenda“.
Með sama móti telur hann, að
Alþýðuflokkurinn hafi fengið
kjörna „sennilega" einum eða
tveim fleiri þingmenn en ef
hann hefði gengið einn til kosn-
inga.
Sjálfsagt er hér varlega reikn-
að, enda er ekki að sjá, að Fram-
sóknarmenn hafi neitt við þenn-
an útreikning að athuga. Eigin
játning er þess vegna fram kom-
in um, að þessir tveir flokkar
hafi ranglega aflað sér 5—7 þing-
manna umfram það, sem þeir
hefðu fengið með eðlilegum
hætti.
★
Engan getur furðað þó að al-
menningur uni því ekki, að slík-
ir klækir séu viðhafðir. Kjör-
dæmaskipun og kosningalöggjöf
á íslandi eru ærið ófullkomin,
þó að ekki sé gerður leikur að
því að brengla niðurstöðuna.
Óhjákvæmilegt ei’ að sett verði
löggjöf, sem hindri, að slikt sé
endurtekið. Er þá lang eðlileg-
ast, að alveg sé breytt um skip-
an, því að meira en lítið er bog-
ið við þá gömlu, úr því að slík-
ur óskapnaður hefur upp úr
henni vaxið.
Alþýðuflokknum er það til lofs,
að hann hefur séð, að svo má
ekki framvegis til ganga sem
upp var tekið. Framsókn situr
hins vegar enn við sama hey-
garðshornið. Hún talar fagurlega
um þjóðareiningu og galla nú-
verandi kjördæmaskipunar. Þó
setur hún það sem óhjákvæmil-
egt skilyrði fyrir samvinnu sinni
við aðra, að haldið sé fast við
þá skipun, sem engir hafa vítt
harðar en sjálf Framsókn.
★
Framsóknarmenn láta nú eins
Og það sé alger nýjung að kraf-
izt sé endurskoðunar kjördæma-
skipunarinnar. Þetta mál er þó
búið að vera eitt mesta baráttu-
mál í íslenzkum stjórnmálum nú
í meira en aldarfjórðung. Og
strax og innlend stjórn var sett
í landinu fyrir meira en hálfri
öld, sáu hinir framsýnustu menn,
að gjörbreytingu varð að gera
á þágildandi skipulagi. Hannes
Hafstein bar fram tillögu um
kjördæmaskipun, sem er merki-
lega lík þeirri, sem nú mun reyn-
ast hagkvæmust.
Ágreiningur um kjördæma-
skipunina hefur hindrað, að
endurskoðuð yrði stjórnarskrá
íslenzka lýðveldisins, svo sem
alþjóð ætlast til. í stjórnarskrár-
nefndinni voru það Sjálfstæðis-
menn einir, sem fluttu ákveðnar
tillögur um kjördæmaskipun.
Jafnskjótt og taka þurfti afstöðu
til þeirra tillagna gerðu Fram-
sóknarmenn nefndina óstarfhæfa.
Annar fulltrúi Framsóknav
hljóp úr nefndinni, hinn bar fram
tillögu um að eyða starfi hennar
með því að skjóta málinu til
sérstaks þjóðfundar. Aldrei hafa
þó fengizt ákveðnar tillögur um
það, hvernig slíkur þjóðfundur
skyldi kosinn. Það er þó að sjálf-
sögðu undirstöðuatriði, sem
menn verða að gera sér grein
fyrir, áður en endanleg afstaða
er tekin til hans. Á meðan slík
greinargerð kemur ekki fram,
eru tillögurnar um þjóðfund tómt
tal, ætlaðar til þess að hindra
raunverulega afgreiðslu mikils
og aðkallandi vandamáls.
★
í umræðunum, sem nú hafa
orðið um kjördæmamálið, þ. á.
m. við tilraunir til stjórnarmynd-
unar fyrir jólin, hafa Framsókn-
armenn og ekki fengizt til að
segja, hverjar tillögur þeirra
yrðu í málinu. Hið eina, sem
um afstöðu þeirra er kunnugt, er
það, sem formaður annars sam-
starfsflokks þeirra sagði í ára-
mótagrein sinni:
„Framsóknarflokkurinn hafði
lofað verkalýðsflokkunum end-
urskoðun stjórnarskrárinnar „á
starfstíma stjórnarinnar", en
svikið það heit stjórnarsáttmál-
ans eins og fleiri".
Hugsanlegt er, að setning nýrr-
ar kjördæmaskipunar hefði dreg-
izt, ef Hræðslubandalagsklæk-
irnir hefðu ekki komið til. Þeir
gerðu óumflýjanlegt, að málið
yrði tekið upp og því fylgt fram
til úrslita svo fljótt sem verða
mátti. En vandamálið var fyrir
hendi áður, og afstaða Fram-
sóknar hefur í engu breytzt. Hún
er enn hin sama og ætíð fyrr:
Það er afstaða sérréttindamanns-
ins, sem veit, að hann þrífst í
skjóli ranglætisins.
★
Framsókn hefur verið boðið
upp á að reyna samninga um
einmenningskjördæmi á öllu
landinu, og enn talar hún fagur-
lega um hættuna af hlutfalls-
kosningum. En þegar til á að
taka, vill hún alls ekki hafa
einmenningskjördæmi alls stað-
ar, a. m. k. ekki í Reykjavík.
Þar á að hafa allt annan hátt á,
að því, sem næst verður kom-
izt um hug Framsóknar.
En vitanlega er það undirstöðu
atriði að sama kjördæmaskipun
gildi um allt landið. Sömu meg-
inreglurnar verða að vera hvar-
vetna.
Framsóknarflokkurinn hefur
sjálfur með hegðun sinni kom-
ið í veg fyrir, að einmennings-
kjördæmi komi framar til greina.
Þá er ekki um annað að ræða,
eins og Sjálfstæðismenn sýndu
fram á strax í nóvember 1952,
en að taka upp nokkur stór kjör-
dæmi með hlutfallskosningum.
Því fer fjarri, að á þann veg
sé rýrður réttur héraðanna úti
um land. Ætlunin er ekki að
fækka þingmönnum þar. Hvert
byggðalag fær einmitt aðgang að
fleiri þingmönnum en áður. Til
viðbótar hafa Sjálfstæðismenn
lagt til ,að þingmenn skyldu bú-
settir í því kjördæmi, sem þeir
eru kosnir fyrir. Með þessu móti
er í senn hægt að tryggja rétt
hinna einstöku héraða og heild-
arinnar ólíkt betur en verið hef-
ur. —
UTAN UR HEÍMI
Kákasískur dans
ræður í Kreml
og skála-
ar, og komu þar fram hinir frægu
rússnesku fiðluleikarar David og
Igor Oistrakh og negrasöngvar-
inn Paul Robeson.
Krúsjeff hélt tiu ræður — án jbess að
ráðast á vesturveldin
UM áramótin var haldin gleði
mikil í Kreml, og voru þangað
boðnir m.a. erlendir sendiherrar
í Moskvu. Fögnuð þennan sóttu
alls um sjö hundruð manns — og
Krúsjeff: — Munum skjóta
ykkur ref fyrir rass ...
var glatt á hjalla fram eftir nóttu.
Mikið var dansað, og mikið talað
— og skálað.
• ★ •
Á miðju kvöldi bauð Anastas
Mikojan, varaforsætisráðherra,
konu bandaríska sendiherrans
upp í dans. Er þau voru komin
út á gólfið og byrjuð að stíga
kákasískan dans, af fótamennt
mikilli, drógu aðrir dansendur
sig í hlé. Sendiherrafrúin og Miko
jan dönsuðu þá „sóló“ góða stund,
en augu sjö hundruð veizlugesta
fylgdu hverri hreyfingu þeirra.
Er dansinum var lokið, kvað við
mikið lófaklapp í salnum. —
Þótti þetta víst bezta skemmtun
kvöldsins.
Meðal veizlugesta var einnig
Ivan Serov, sá er nýlega var
leystur frá störfum sem yfirm.
öryggislögreglunnar rússnesku.
Hann klæddist herforingjabún-
<3 borginni.
Maria Callas á ítölsku
------------sviði á ný?
ingi sínum — og hafði ekki
gleymt heiðursmerkjunumheima.
Serov dansaði mikið við konu
sína og kinkaði kolli á báða
bóga — virtist vera í bezta skapi.
• ★ •
í áramótagleði þessari þótti
ríkja mjög vinsamlegt „andrúms-
loft“ — og var sérstaklega til
þess tekið, að Krúsjeff hélt að
minnsta kosti tíu skálaræður —
án þess að ráðast nokkru sinni
á vesturveldin. Hann lét sér
nægja að segja í léttum tón:
„Kommúnisminn mun sigra —
ekki með því að beita valdi, held-
ur eftir friðsamlegum leiðum,
enda myndu þjóðir heimsins
smám saman sannfærast um
yfirburði hins sósíalíska skipu-
lags yfir kapitalismann“.
Krúsjeff lyfti glasi sínu og
hyllti árið 1958: „Það var gott
og merkilegt ár“, sagði hann, og
mér þykir leitt, að því skuli lok-
ið. — Sjö ára áætlunin okkar er
mjög þýðingarmikil í verzlunar-
samkeppninni milli Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna.“
— Hann gekk að borði
bandaríska sendiherrans, lyfti
glasi sínu og sagði kanvíslega:
„Mr. Thompson, við erum í þann
veginn að skjóta ykkur ref fyrir
rass“. — Seinna talaði Krúsjeff
við sendiherrann í einar tíu mín-
útur — en minntist ekki á nein
alvarleg deilumál.
• ★ •
Áramótafagnaði þessum lauk
ekki fyrr en kl. 3 um nóttina, og
þótti hann hafa heppnazt vel. —
Áður en sjálfur mannfagnaður-
inn hófst voru haldnir hljómleik-
Söngkonan Maria Callas var
hlýlega klædd er hún kom til
Parísar á dögunum, enda var
kuldagjóstur og næðingur í
Vopnaðir verðir úr uppreisnarher Castros á Kubu standa vörð
á götuhorni í Havana til að beina umferðinni frá aðalbæki-
stöðvum uppreisnarmanna í borginni, hvíta húsinu tU vinstri
á myndinni.
HIN FRÆGA og skapstóra óperu
söngkona, Maria Meneghini Call-
as, hefur nú í rúmt ár verið „út-
læg“ úr óperuhúsum á Ítalíu. —
Nú er hins vegar útlit fyrir, að
hin einstæða rödd hennar hljómi
brátt á nýjan leik á ítölsku óperu-
sviði — og þá sennilega fyrst í
Feneyjum. Munu samningaumleit
anir við söngkonuna þegar vera
vel á veg komnar.
★ ★ ★
Eins og fólk mun minnast, olli
Maria Callas miklu hneyksli á
Ítalíu í byrjun síðastliðins árs,
er hún hætti að syngja í miðri
sýningu á óperunni „Normu" í
Róm, en viðstaddur sýninguna
var Giovanni Gronchi, forseti
Ítalíu og margt annað stórmenni.
Callas þóttist hafa gildar ástæð-
ur til að yfirgefa sviðið, þar sem
hún hefði verið mjög slæm í hálsi,
en um gervalla Ítalíu var þetta
framferði hennar fordæmt og
þótti hin versta hneisa. Atburð-
urinn var fréttaefni blaði um all-
an heim, og itölsku óperuhúsin
lokuðu dyrum sínum fyrir hinni
óstýrilátu prímadonnu.
En nýlega kom Maria Callas
fram í sjónvarpi í París og vakti
gífurlega athygli og hrifningu.
Virðist sem henni hafi þar með
tekizt að bræða mesta ísinn úr
hjörtum ítalanna - og nú er verið
að byggja aftur þser brýr, sem
hún braut að baki sér fyrir ári.
— Maria Callas hefur ekki sungið
í Feneyjum síðan 1954.