Morgunblaðið - 09.01.1959, Side 2

Morgunblaðið - 09.01.1959, Side 2
r d MORGUNrtLAÐlfí FöstisdaErur 9. jan. 1959 Róðrar hafnir eða í þann veginn að hefjast víðast hvar Akranes AKRANESI, 8. jan. — Linubát- arnir hér komu að með sæmileg- an afla í dag. Voru þeir sex á sjó og fengu frá 7 og upp í 914 lest á bát. Helmingur aflans er þorskur, helmingur ýsa. Átta eða níu bátar róa héðan í kvöld. Hing að kom Dísarfell í morgun og lestaði um 400 lestir af sementi, er það flytur til Reykjavíkur. — Oddur. Hellissandur Hellissandi, 8. jan. — Róðrar hóf- ust héðan í gærkvöldi. Eins og er, stundar aðeins einn bátur, Ár- mann, róðra. í kvöld hafði hann farið tvo róðra. í gær fékk hann rúmlega 6 lestir, en í dag rúm- lega 9% lest. Fiskurinn er mjog sæmilegur. — Fréttaritari. Ólafsvik FRÉTTARITARI Mbl. í Ólafsvík símaði í gærkvöldi að vertíðin væri hafin þar og hefðu sex bát- ar farið í fyrsta róðurinn á ver- tíðinni. Voru nokkrir bátanna komnir að er hann símaði frétt- ina og höfðu þeir aflað ágætlega, 4—6 tonn, og búist var við að hæsti báturinn myndi vera með enn meiri afla ,en hann var ó- kominn að. Sjómenn í Ólafsvík hafa sam- þykkt sjómannasamningana að öllu öðru leyti en því, að þeir telja nauðsynlegt að fá nánari skýrgreiningu stjómarvaldanna varðandi yfirlýsingu þeirra samn ingana varðandi. Stykkishólmur í Stykkishólmi átti fundur að vera í gærkvöldi um sjómanna- samningana. Var búist við að af- staða sjómanna þar verði hin sama og í Ólfsvík og að róðrar muni hefjast þar nú um helgina. hamkomulag i Grundarfirði? GRUNDARFIRÐI, 8. jan. - Samn ingar hafa ekki tekizt enn milli sjómanna og útgerðarmanna í Grundarfirði. Hins vegar hafa FYRIR réttu ári var haldið nám- skeið fyrir sölu- og afgreiðslufólk smásöluverzlana á vegum félags- ins Sölutækni. Hér var um nokk urs konar kvöldskóla fyrir verzl- unarfólk að ræða, og má segja, að slíkt hafi verið alger nýjung hér á landi. Fluttir voru fyrirlestrar um sölufræði og vörufræði og fjallað um ýmislegt, er snertir dagleg störf verzlunarfólks. Þátt takendur voru alls 48 og komust þó færri að en vildu. Nemendum var skipt í tvo flokka, og var starfsfólk í matvöruverzlunum í öðrum flokknum, en starfsfólk úr öðrum greinum smásöluverzl- ana í hinum. Alls fluttu yfir 20 manns fyrirlestra og önnuðust kennslu á námskeiðinu, og sýnd- ar voru fjölmargar kennslukvik- myndir. Dagskrá Alþingis í DAG er boðað til fundar í neðri deild Alþingis. Tvö mál eru á dagskrá. 1. Bann gegn botnvörpuveið- um, frv. 1. umr. 2. Atvinnuleys- istryggingar, frv. 2. umr. samninganefndir beggja aðila set ið á stöðugum viðræðufundum, og standa málin þannig í dag, að boðað hefir verið til fundar í sjómannadeild Verkalýðsfélags- ins í kvöld. Verður tekin þar af- staða til málamiðlunartillögu, sem samninganefndir hafa komið sér saman um. Ágreininsatriðin eru ekki stórvægileg, og almennt ér gert ráð fyrir, að samkomuiag náist innan skamms. Búizt er við, að héðan gangi í vetur sjö bátar, sem allir róa með línu framan af vertíð og sá áttundi bætist í hópinn, er netja- vertíð hefst. Nokkuð skortir á, að búið sé að fá nægan mannafla á alla bátana, en telja má nokk- uð öruggt, að þegar sé fengið fólk á 5—6 báta. — E.M. Afli tregur á Bildudal BÍLDUDAL, 8. jan. — Bátarnir héðan fóru I fyrsta róðurinn í gærkvöld. Afli mun hafa verið fremur tregur. Dálítil vinna hef- ir verið við að undirbúa frysti- húsið undir vertíðina. Horfur eru á, að mikill hörgull verði á stúlk um til að starfa í frystihúsinu. Von var á færeyskum stúlkum hingað, en nú er allt í óvissu um, hvort þær koma. Rækjuveiði liggur enn niðri hér, þar sem ekki hefir náðst samkomulag um kjör þeirra, er vinna að því að skelfietta rækj- una. — Hannes. Suðureyri SUÐUREYRI, 8. jan. — Bátar hafa það, sem af er þessu ári, farið þrjár eða fjórar legur. Afli hefir undanfarið verið mjög treg ur og gæftaleysi mikið. Hefir tíðarfarið verið svo vont, að ekki hefir gefið á aflasælustu miðin, sem eru um 40 mílur undan landi, en mjög lítill afli er á grunn- miðum. Mannekla er hér mikil, og hefir því verið fylgzt hér með samningum við Færeyinga af miklum áhuga, enda sennilegt, að nokkrir yrðu ráðnir hingað, ef kostur væri á því. — H.G. Bolungarvik BOLUNGARVÍK, 8. jan. — Frá Bolungarvík eru nú gerðir út Námskeiðið þótti takast með ágætum, og síðan það var haldið hafa oftsinnis komið fr; m óskir bæði frá kaupmönnum og verzl unarfólki, um að námskeiðið yrði endurtekið. Auk þess hafa marg ir látið í ljósi þá skoðun að nauð synlegt væri, að námskeið sem þetta yrði fastur liður í fræðslu verzlunarfólks, og að það yrði eigi haldið sjaldnar en einu sinni á ári. Stjórn Sölutækni vill gera sitt til að koma til móts við þessar óskir og hefur hún nú ákveðið að endurtaka námskeiðið. Námskeið inu verður breytt nokkuð í sam- ræmi við þá reynslu, sem fékkst í fyrra. Námskeiðið mun hefjast 2. febrúar og standa til 19. marz. Að líkindum verður höfð svipuð flokkaskipting og í fyrra og kennt tvö kvöld í viku í hvorum flokki. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku í námskeiðinu, eru beðnir að til kynna sig sem fyrst, þar sem gera má ráð fyrir að takmarka verði þátttöku eins og í fyrra. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið gefur framkvæmdastjóri félagsins, Gísli Einarsson, í sima 14099 og 13694. fjórir stórir línubátar, Einar Hálfdáns, Þorlákur, Hugrún og Víkingur, og að auki Heiðrún, sem fer á útilegu með línu og net. Auk þess er héðan gerður út togarinn Guðmundur Péturs á tog veiðar. Héðan róa sennilega á þessari vertíð þrír smærri bátar, Húni, Kristján og Álftin. Farn.- ir hafa verið fimm róðrar í janúar, og afli hefir verið frá 3 upp í 6 smálestir. Tíð hefir verið frekar stirð. — Fréttaritari. ísafjörður ÍSAFIRÐI, 8. jan. — Bátarnir fóru allir á sjó í gær og voru flestir að vestanverðu. Afli var frekar misjafn. Allir bátarnir eru á sjó í dag. — Fréttaritari. Sex bátar róa frá Höfn HÖFN, Hornafirði, 8. jan. — Sex bátar munu róa héðan á vertíð- inni, sem nú er að hefjast, og eru þeir allir byrjaðir að róa. Fyrstu róðrarnir voru farnir sl. mánudag, og var aflinn þá að meðaltali 5 lestir á bát. Aflinn var heldur betri í gær, 7—8 lest- ir að meðaltali, enda var ágætis- veður. Veðrið var aftur verra í nótt og aflinn minni, 5—6 lestir á bát. Aflinn er mestmegnis ýsa. — Gunnar. Vestmannaeyjar VESTMANNAEYJUM, 8. jan. — Þó samningar útgerðarmanna og sjómanna fyrir komandi vertíð, hafi enn ekki verið gerðir, þá eru róðrar nú að hefjast. í kvöld munu sjómenn og vél- stjórar á bátaflotanum halda fund, þar sem lagt verður fram samningsuppkast það sem sjó- mannafélögin hafa verið að taka afstöðu til undanfarn daga. Þó ekki hafi verið gerðir samn ingar milli útvegsmánna og sjó- manna, hafa viðræður farið fram milli fulltrúa aðila. Hér er mikill hörgull á sjó- mönnum til starfa á bátaflotan- um, svo til vandræða horfir og getur svo farið að leggja verði einhverjum hluta bátaflotans vegna manneklu. — Bj. Guðm. Afli Sandgerðis- báta 6-11. lestir SANDGERÐI, 8. jan. — Sand- gerðisbátar reru í gærkvöldi og öfluðu 6—11 lestir á bát. Aflinn var mestmegnis þorskur og ýsa. Átta bátar voru á sjó, og í dág bættust 2 í hóp þeirra. Alls verða 19 bátar gerðir út héðan á vertíð- inni, sem nú er að hefjast. Ágæt- isveður er hér í dag. — E.G. 5—9 lestir i Keflavik KEFLAVÍK, 8. jan. — Tíu bátar voru á sjó í dag, og var afli þeirra frá fimm og upp í níu lestir. Afli þeirra var nokkuð jafn og mikið af aflanum ýsa. Allir bátarnir munu róa í kvöld. Nokkrir bátar hafa þegar bætzt í hóp þeirra, sem reru í dag, og aðra er sem óðast verið að búa á vertíðina. — Ingvar. Hafnarfjörður HAFNARFIRÐI — Ekki hefur stjórn Sjómannafélags Hafnar- fjarðar og trúnaðarmannaráð enn boðað vinnustöðvun, en eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær, felldu sjómenn fiskverðs- og kjarasamningana á fundi, sem haldinn var í fyrrakvöld, með 34 atkvæðum gegn 5. — Bátar hér Námskeið tyrir söfu- og afgreiðsl ufólk munu ekki almennt vera tilbúnir að hefja róðra. Tveir togarar héðan, Surprise og Júní, seldu afla sinn í Þýzka- landi núna í vikunni, sá fyrr- nefndi á þriðjudag í Cuxhaven, 145 lestir fyrir 82,245 mörk, og síðarnefndi í gær í Bremerhaven, 130 lestir fyrir 77 þús. mörk. — G. E. HVERT skip sem í höfnina kem- ur þessa daga er meira og minna í klakaböndum, eins og þessi bát- ur, sem lá við eina af gömlu ver- búðarbryggjunum í gærdag. Það er ekki skemmtilegt á sjónum í svona miklum frostum, sagði gamalreyndur sjómaður er stóð fyrir ofan bryggjuna á tali við nokkra kunningja. (Ljósm.; Mbl. Ól. K. M.) Ungur, einhleypnr bifvélonemi hreppti þriggjo herbergjn íbúð í GÆR var dregið í 9. fl. Happ- drættis DAS um 10 vinninga, eins og venjulega. Fyrsti vinn- ingurinn, þriggja herbergja íbúð að Hátúni 4, fullgerð, kom á miða nr. 35949 í aðalumboðinu Vest- urveri. Eigandi er Pétur Björns- son, einhleypur, ungur, bifvéla- nemi, Týsgötu 3. Annar vinning- urinn, Chevrolet fólksbifreið módel 1959, kom á miða nr. 24214 í umboðinu Vesturveri. Eigandi er Elízabet Hauksdóttir, Boga- hlíð 18. Þriðji vinningurinn er Fiat 600 fólksbifreið, sem kom á miða nr. 7569 í umboðinu Vest- urveri. Eigandi er Lilja Ólafs- dóttir, Skjólbraut 11, Kópavogi. Fjórði vinningurinn, Hornung & Möller píanó, kom á nr. 44276 í Vesturveri. Ekki tókst að ná tali af eigandanum í gær. Fiinmti vinningurinn er Zimmermann píanó, sem kom á miða nr. 16541, í umboðinu á Akureyri. Eigandi er Sigurður Baldvinsson, Þing- vallastræti 8A. Sjötti vinningur, húsgögn eða heimilistæki fyrir 20 þús. kr., kom á miða nr. 40925 í Vesturveri. Eigandi er Marie Guðmundsson, Gunnarsbraut 40. Sjöundi vinningur, húsgögn eða heimilistæki fyrir 20 þús., kom á miða nr. 57087 í umboðinu að Réttarholtsvegi 1. Eigandi er Karl Sigmundsson, Lindargötu 6SA. Áttundi vinningur, húsgögn eða heimilistæki fyrir 15 þús. kr., kom á miða nr. 4636 í umboð inu Vesturveri. Eigandi er Krist- ín Guðmundsdóttir, Otrateig 6. Níundi vinningurinn, útvarps- grammófónn með segulbands- tæki, kom á miða nr. 46034 í um- boðinu í Vesturveri. Ekki tókst heldur að ná tali af eiganda þessa miða í gær. Tíundi vinningurinn, húsgögn eða heimilistæki fyrir 10 þús. kr., kom á miða nr. 6165 í umboðinu á Selfossi. Eigandinn er Einar J. Hallsson, Austurvegi 8, Selfossi. Stefnuskrárrœða Eisenhowers í dag WASHINGTON, 8. jan. — Á morgun flytur Eisenhower for- seti Bandaríkjanna stefnuskrár- ræðu sina fyrir sameinuðu þingi Bandaríkjanna. — Fréttamenn Nýjar ráðstafanir í umf erðarmálum SEM kunnugt er lét lögreglan grípa til ýmissa ráðstafana hér í bænum, vegna jólaumferðarinn- ar. Nú hefur komið í ljós, að svo vel hefur þetta þótt gefast, að umferðarnefnd bæjarins hefur skrifað bæjarráði um þær. Legg- ur nefndin það til, að þessar margháttuðu ráðstafanir verið nú fastákveðnar að fengnu sam- þykki bæjarstjórnarinnar. Hér er sem kunnugt er, m.a. um að ræða akreinaskiptingu neðst á Laugavegi og Skólavörðu stíg, svo og Klapparstíígnum milli Laugavegs og Hverfisgötu, einstefnuakstur á nokkrum göt- um og uppsetning stöðumæla neðst á Skólavörðustígnum og í Ingólfsstræti milli Bankastrætis og Amtmannsstígs. Bæjarráð samþykkti að mæla með þessum till. néfndarinnar við bæjazstjómina. segja, að hann muni leggja áherzlu á, að varðveitt verði sam heldni lýðræðisríkjanna, svo að þau geti staðizt allar ógnir kommúnismans, og aðstoð við vinveitt ríki verði stóraukin. Þá muni hann einnig ræða um geim- vísindi og fara fram á hækkaða fjárhæð til þeirra hluta. — Churchill Framhald af bls. 1 -jlr Þá var hann spurður um Ungverjaland. Hann sagði, að Rússar hefðu gripið þar í taiwn- ana til að koma löglegri ríkis- stjórn til hjálpar, alveg á sama hátt og Bandaríkjamenn hefðu gert í Líbanon. Hann viður- kenndi að Kadar-stjórnin stæði höllum fæti, og hún hefði beðið Rússa að koma aftur til þess að viðhalda lögum og rétti í land- inu. if Þá sagði hann að Banda- ríkjamenn myndu hagnast meira á því að viðurkenna alþýðustjórn ina í Kína heldur en hagnaður Kinverja myndi verða af slíkri viðurkenningu. Á- Að lokum ræddi hann um Berlínarmálið og sagði, að Sovét- stjórnin óskaði þess aðeins, að Berlínar-búar væru hvorki háðir austri né vestri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.