Morgunblaðið - 09.01.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.01.1959, Qupperneq 3
Fðstuílae'lir 9 íau. 1PðP M o rt r. 11 \ R 1 4 T) 1 Ð 3 Stœrsfi ketill smíðaður hérlendis I STÁLSMIÐJUNNI er lokið smíði á stærsta katlinum, sem smíðaður hefur verið hér á landi. Er hér um að ræða 25 tonna ketil fyrir hina nýju mjólkur- stöð Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. Ketillinn, sem er 250 PARÍS, 8. jan. — Mikil hátíða- höld voru í París í dag, þegar de Gaulle, hershöfðingi, sem er 68 ára gamall, tók við embætti fyrsta forseta fimmta franska lýðveldisins. Er hann valdamesti þjóðhöfðingi Frakka frá því á dögum Napolions þriðja. Þegar hinn nýi forseti sór embættiseið sinn, voru viðstaddir í Sallex des fetes, sem er stærsti salurinn í Elyseehöllinni, nýkjörnir þing- menn, ráðherrar, háttsettir em- bættismenn, hershöfðingjar og aðrir fyrirmenn franska ríkisins. Coty fyrrum forseti og de Gaulle stóðu hlið við hlið, en að at- höfninni lokinni gekk de Gaulle um salinn og heilsaði öllum við- stöddum með handabandi. Coty flutti stutta ræðu og bar mikið lof á hershöfðingjann, sagði að hann hefði orðið bjargvættur Frakklands í tvö skipti, þ. e. a. s. í síðustu styrjöld og svo nú, þeg- ar við borð lá, að ríkið liðaðist sundur. f fyrsta skipti í sögunni er mikilhæfasti Frakkinn orðinn valdamesti maður Frakklands, sagði Coty. f svarræðu sinni minntist hinn nýkjörni forseti á Alsír og sagði, að það væri eitt af helztu áhugamálum sínum að leiða þetta land til mikillar far- sældar innan franska ríkisins. Kvaðst hann hafa sterka trú á því, að Alsír mundi blómgast í framtíðinni, því landið byggi yf- ir miklum möguleikum. Hann talaði um Alsír, þar sem friður- inn ríkti, Alsír morgundagsins og Alsir, sem réði þróun sinni sjálft. Gestirnir ræddu mjög þennan Alsirkafla í ræðu de Gaulles. Hafa þessi ummæli verið túlkuð á þá leið, að hann hafi í poka- horninu einhverjar nýjar tillög- ur um framtíðarskipun í Alsír. Sumir benda á, að hann hafi meira að segja í hyggju að láta lausa foringja uppreisnarmanna, sem handteknir voru, þegar franskar orrustuflugvélar neyddu vél uppreisnarmanna, sem var á leið til Marokko í október 1956, að lenda í Alsír. Ný stjórn Fyrsta embættisverk de Gaull es í dag var að skipa Debre for- sætisráðherra nýrrar stjórnar. Hann er Gaullisti og skipaði embætti dómsmálaráðherra í frá- farandi stjórn. Hann átti mikinn þátt í að semja hina nýju stjórn- árskrá. Debre tilkynnti í kvöld, að Murville yrði áfram utanríkis ráðherra og Pinay fjármálaráð- herra. Hins vegar hefur jafnað- armannaforinginn Mollet látið af ráðherraembætti, enda eru flokks fermetrar, er hér á vagni þeim, sem hann var fluttur á austur. Er verið að ganga tryggilega frá katlinum á vagninum, en í gær kvöldi var farið með hann fyrsta áfangann á leiðinni til Selfoss og var það Skíðaskálinn. Til saman- bræður hans yfirleitt komnir í stjórnarandstöðu. Fréttamenn segja líka, að verkalýðsfélögin séu andvíg stefnu de Gaulles og stjórnar hans og þykist ekki eiga neinn hauk í horni, þar sem hinn nýi forseti sé'. Þó muni þau ekki láta til skarar skríða gegn hon- um fyrst um inn, heldur bíða átekta. Þess má loks geta, að de Gaulle hefur mjög víðtæk völd. Hann skipar sjálfur forsætisráð- herra og ber stjórn hans ekki á- byrgð gagnvart þinginu. Ef for- setinn álítur nauðsynlegt, getur hann jafnvel tekið sér alræðis- vald. Forsetinn er kosinn til sjö ára í senn. Á MORGUN, laugardaginn 10. jan. er 75 ára afmæli Góðtempl- arareglunnar hér á landi. Af því tilefni gefur reglan út rit um bindindishreyfinguna og góð- templararegluna sérstaklcga, hef- ur samfellda dagsskrá í útvarp- inu í kvöld, samsæti í Góðtempl- arahúsinu í Reykjavik annað kvöld. Auk þess messar próf. Björn Magnússon í tilefni afmæl- isins í Dómkirkjunni ki. 2 á laug- ardag og haldinn verður stór- stúkufundur kl. 4.30 á sunnudag. Fyrsta stúkan, ísafold nr. 1, var stofnuð af 12 mönnum á Akur- eyri 10. jan. árið 1884. Norskur skósmiður, sem sezt hafði að á Akureyri, hafði umboð frá góð- templarareglunni í Noregi. Þessi maður skrifaði grein um bind- indismál í blöðin og varð það til þess að hafizt var handa um stofnun stúku. Forystumenn góð- templara urðu fljótlega þeir Frið- björn Steinsson á Akureyri og Ásgeir Sigurðsson, sem seinna varð ræðismaður Breta í Reykja- vík. Nú munu vera í landinu 50 stúkur fullorSinna með um 4000 meðlimi, 8 unglingastúkur og 60 barnastúkur, og telja þær síðast- töldu um 6000 meðlimi. Fréttamenn áttu í gær tal við nokkra forystumenn Godtempl- arareglunnar, þá sem einkum hafa undirbúið afmælið. Hafði Gunnar Dal, rithöfundur orð fyrir þeim og ræddi lítillega um það hvaða áhrif góðtemplarareglan hefði haft, og vitnaði í hið ný- útkomna afmælisrit, sem Indriði Indriðason rithöfundur hefur burðar við venjulega katla í íbúð arhúsum, er litli ketillinn, sem stendur við vagninn. Stálsmiðjan er að smíða annan stóran ketil um þessar mundir. Það er 100 fermetra ketill fyrir mjólkurbú- ið á Hvammstanga. Stærstu katlar, sem hér hafa verið byggð- ir, eru innan við 100 fermetra. Þessi stóri ketill í Flóamannabú- ið verður með öflugum brennara, sem brennt getur 500 lítrum af olíu á klukkustund. Agnar Nor- land, verkfræðingur, sagði, að einu áhyggjurnar, sem væru í sambandi við flutning ketilsins austur, væri færðin í Kömbum. Ef á þarf að halda, verður send jarðýta, til þess að vera nokkurs konar drifakkeri er bíllinn fer niður Kamba. — Ljósm. Mbl. Ný þingskjöl Þremur nýjum þingskjölum var útbýtt í gær. Nefndaráliti frá minni hluta landbúnaðarnefndar. Frumvarpi um breytingu á lögum um bann gegn botnvörpuveiðum frá allsherjarnefnd og þingsálykt unartillögu um niðurgreiðslu á innfluttum áburði. samið. Sagði hann að þegar regl- an tók til starfa hefðu íslendingar drukkið þriðjungi meira en nú. Árið 1860 hefðu verið drukknir 8 lítrar á hvert mannsbarn, en nú væru aðeins drukknir 1,7 lítrar á mann. Taldi hann óhugs- andi að við hefðum náð því marki að verða sjálfstæð þjóð, ef við hefðum ekki haft okkur upp úr þeim drykkjuskap, enda hefðu flestir forystumenn okkar í sjálf- stæðisbaráttunni, barist jafn- framt fyrir bindindi. Þá sagði hann að Góðtemplarareglan hefði verið fyrsti félagsskóli fyrir al- þýðu á íslandi. Gegnum hana hefðu menn þrozkast í félags- anda, og víða hefðu ungmenna- félögin og verkalýðsfélögin verið stofnuð fyrir forgöngu manna úr reglunni. Á þeim árum byggði félagsskapurinn hús í tugatali um landið og voru það um skeið einu fundarhúsin í mörgum byggðarlögum. Innan reglunnar var stofnað til margs konar fé- laga, söngfélaga, íþróttafélaga, leikfélaga o. s. frv. Að tilhlutan templara var t. d. stofnað Leik- félag Reykjavíkur 1897, Sjúkra- samlag Reykjavíkur árið 1909, Glímufélagið Ármann, sem runn- ið er frá stúkunni Einingunni, Sam verjinn, sem Elliheimilið er vaxið upp af, Alþýðulestrarfélagið, sem Alþýðubókasafnið og núverandi Bæjarbókasafn eru runnin frá og Dýraverndarfélag íslands. Barna- heimili hafa verið rekin af templ- urum og einnig drykkjumanna- hæli um skeið, ein af stúkunum í Reykjavík setti á stofn fanga- Allt sprengief nið, sem stolið var, er nú fundið AKRANESI, 8. jan. — Á gamlárs- kvöld voru tveir 14 ára drengir saman á gangi hér í bænum. Það voru þeir Baldur Njálsson og Börkur Jónsson. Sjá þeir þá allt í einu, hvar sprengju er varpað út í garð. Sprengjan springur ekki, svo að drengirnir ganga að henni, taka hana upp og fara með hana á lögreglustöðina. Við nán- ari athugun kom í ljós, að dyna- mít var í sprengjunni. Fór þá lögreglan á stúfana og klófesti þann, sem kastað hafði sprengjunni. Játaði "fa að vera ásamt nokkrum öðrum valdur að dynamítstuldinum, sem framinn var inni við Hólabrú rétt fyrir jólin. Á nýjársnótt varpaði annar piltur fjórum sprengjum víðs vegar um bæinn, og voru þær svo kraftmiklar, að rúður sprungu í húsum. Fjórtán ára drengur, Óskar Finnsson, meiddist í andliti aðallega á auga af völdum heima- tilbúinnar sprengju á þrettánd- anum. Allt dynamítið, sem stolið var, er nú fundið. — Oddur. Mislingarnir eru í rénun í GÆRDAG barzt Mbl. yfirlit borgarlæknisembættisins um heilsufar bæjarbúa. Við ahugun á því vekur það fyrst og fremst athygli, að bersýnilega eru mis- lingarnir, sem mjög hafa geisað hér í bænum í vetur, mjög í rén- un. Vikuna 21.—27. des. höfðu mislingatilfelli verið skráð 115. Aftur á móti höfðu þau verið 255 vikuna þar áður. Kringum mán- aðamót ngv.—des. voru misling- tilfellin yfir 200. Af þessum töl- um má það ljóst vera að misling arnir eru í rénun. hjálpina, sjómannaheimili hefur verið rekið á Siglufirði, les- hringir voru innleiddir og hafa náð útbreiðslu og góðtemplara- reglan hefur fengizt mikið við bóka og blaðaútgáfu, m. a. var hafin útgáfa á Barnablaðinu Æskunni fyrir 60 árum. Að lokum skal þess getið, að eftir 25 ára starf reglunnar, ávannst það, að íslendingar bönnuðu fyrstir allra þjóða aðflutning áfengra drykkja. Þriggja manna nefnd, skipuð þeim Stefáni Ágústi Kristjáns- syni á Akureyri, Einari Björns- syni og Gunnari Dal, sér um kvöldvöku Godtemplarareglunn- ar í útvarpinu í kvöld, en Björn Magnússon, stórtemplar, Bene- dikt Bjarklind, Gissur Pálsson og Indriði Indriðason sjá um afmæl- ishátíðina og útgáfu afmælisrits- ins. Upp undir 15 þús. manns hafa séð kvikmyndina MJÖG mikil aðsókn hefir verið að bandarísku Óskarsverðlauna- myndinni, Brúin yfir Kwaifljótið, sem undanfarið hefir verið sýnd í Stjörnubíói. Alls munu upp und- ir 15 þús. manns hafa séð mynd- ina, sem nú hefir verið sýnd 35 sinnum. Húsfyllir var á hverri sýningu milli jóla og nýjárs, og segja forráðamenn kvikmynda- hússins, að enginn jólamynd í Stjörnubíói hafi verið eins mikið sótt. Hætt er við, að sýningum á þessari ágætu mynd fari nú að fækka. a TA K S T EI \ A li Tíminn ræðst á Jón Pálmason Tíminn ræðst í gær með hörku skömmum á Jón Pálmason for- seta Sameinaðs Alþingis. Að þessu sinni er tilefnið ummæli Jóns er hann hafði verið kjörinn þingforseti. En hann komst þá m. a. þannig að orði, að hann vonaði að Alþingi „fái tækifæri til þess á þessu ári að starfa með eðlilegri hætti heldur en tft hefur verið síðustiu árin og þannig að vanda- mál þjóðarinnar verði afgreidd innan veggja þessarar stofnunar, en ekki annarsstaðar“. Mikill meirihluti íslendinga mun telja þessi ummæli forseta Sameinaðs þings eðlileg og skyn- samleg. Vinstri stjórnin hafði undir forystu Framsóknarmanna sýnt Alþingi þá óvirðingu, að ráða þýðingarmestu málum þjóð- arinnar til Iyktar utan vébanda þess. Alþingi var látið sitja að- gerðarlaust mánuð eftir mánuð til þess að híða eftir ákvörðun- um stéttaþinga. Engin mun hafa á móti því að tillit sé tekið til óska og afstöðu einstakra stétta og starfshópa í þjóðfélagimi. En það er of langt gengið þegar sam- tök einstakra stétta eru sett of- ar löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar. Ummæli Jóns Pálmasonar áttu því við fyllstu rök að styðjast og fáryrði Tímans um hinn virðu- lega bændaleiðtoga falla því dauð og ómerk. Undirtektir almennings við k j öfrdæmabrey tinguna Mjög mikið er nú rætt um hina fyrirhuguðu kjördæmabreyt ingu meðal almennings um land allt. Af þeim fregnum, sem bor- ist hafa utan af Iandi er auðsætt að menn ræða þetta þýðingar- mikla mál yfirleitt rólega og öfga laust. Einstaka Framsóknarmaður reynir að hafa í frammi æsingar um það, en þær virðast ekki eiga mikinn hljómgrunn. Fólk í öllum stjórnmálaflokkum viðurkennir að brýna nauðsyn beri til þess að koma á réttlátri og skynsamlegri kjördæmaskipun og treysta þar- með grundvöll lýðræðis og þing- ræðis í landinu. Ueiðtogar allra stjórnmála- flokka nema Framsóknarflokks- ins lýstu því yfir í áramótahug- leiðingum sinum um síðustu ára- mót að þelr myndu styðja þá kjördæmabreytingu, sem tillögur munu verða fluttar um á yfir- standandi Alþingi. Framgangur þess máls er því tryggður. Fram- sóknarmenn munu að vísu reyna að hindra sigur réttlætisins í þesstum málum eins og jafnan áð- ur. Þeir hafa tekið að sér að gegna hlutverki hins steinrunna afturhalds, sem heldur í forrétt- indi ranglætisins í lengstu lög. Eru þeir vissulega ekki ofsælir af því hlutskipti. Innantóm hrópyrði Meðan kommúnistar voru f ríkisstjórn áttu þeir ekkert úr- ræði í efnahagsmálunum nema að leggja nýja skatta á almenn- ing til þess að unnt væri að greiða verðlagið niður i stöðugt ríkara mæli. Síðasta tillaga þeirra var einmitt sú, að niðurgreiðslur yrðu stórauknar. Þá tillögu sína létu þeir svo þing Alþýðusam- bandsins samþykkja. Nú þegar kommúnistar eru komnir í stjórnarandstöðu reyna þeir að rífa minnihhitastjórn Al- þýðuflokksins á hol fyrir að auka niðurgreiðslur til bráðabirgða til þess að hindra stöðvun útflutn- ingsframleiðslunnar. De Caulle tók við for- setaembœtti í gcer 75 ára sfarf Góðtemplarareglunnar íslendingar drekka þriðjungi minna nú en er það hófst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.