Morgunblaðið - 09.01.1959, Síða 8
8
MORGVNBL4ÐIÐ
Föstudagur 9. jan. 1959
sjónleikur eftir Vilhelm Moberg
Leikstjóri: Ldrus Pálsson
Þjóðleikhusið:
SÆNSKI rithöfundurinn Vilhelm
Moberg, höfundur sjónleiksins
„Dómarinn“, sem Þjóðleikhúsið
frumsýndi s.l. þriðjudagskvöld,
er af mörgum talinn í fremstu
röð sænskra rithöfunda núlif-
andi. Hann stendur nú á sextugu
og hefur að baki sér þrjátíu ára
merkan rithöfundaferil, bæði
sem sagna- og leikritaskáld. Hef-
ur oft staðið allmikill styrr um
ritverk Mobergs, ekki síst síðasta
verk hans, leikrit það, sem hér
er um að ræða, enda er Moberg
aðsópsmikill á ritvellinum, óvæg
inn og ekki myrkur í máli, þegar
hann deilir á samtíð sína og þá
einkum á það, sem honum finnst
miður fara í sænsku þjóðlífi.
Slíkir menn eru ekki alls staðar
jafnvel séðir, og hefur Moberg
vissulega fengið að kenna á því,
enda mörgum sviðið undan
harðri ádeilu hans. En þó að
Moberg hafi mætt þungri mót-
spyrnu úr ýmsum áttum, þá á
hann miklum vinsældum að
fagna meðalalmenningsíSvíþjóð
og er mikið lesinn þar, og leik-
rit hans hafa verið sýnd í öllum
helztu leikhúsum landsins. Hefur
„Dómarinn“ verið sýndur þar
rúmiega fimmhudruð sinnum og
auk þess víða erlendis. Hér á
landi mun Moberg einnig eiga
marga lesendur, 'og ein af skáld-
sögum hans, Mans kvinna (Kona
manns) hefur komið út í ís-
lenzkri þýðingu.
Moberg hefur jafnan verið
ótrauður baráttumaður fyrir
mannúð og mannréttindum, fyrir
frelsi einstaklingsins til orða og
athafna, en hatað hvers konar
kúgun og ofbeldi. Því hefur hann
alla tíð verið svarinn óvinur naz-
isma og kommúnisma, svo sem
verk hans bera með sér, enda
verið of raunsær til þess að láta
blekkjast af áróðri þessara öfga-
stefna, sem því miður hefur hent
svo marga mæta rithöfunda.
Moberg hefur í verkum sínum
deilt á margt í fari þjóðar sinn-
ar, en hin síðari ár hefur ádeila
hans einkum beinst að misfellun-
um í sænsku réftarfari. Hefur
hann tekið það mál til meðferðar
í leikritinu „Dómarinn", sem er
mjög opinská og vægðarlaus
ádeila á embættismannastéttina,
einkum dómara og lögfræðinga,
samábyrgð þeirra og samvinnu
um að hylma yfir afglöp og jafn-
Róbert Arnfinnsson sem læknirinn og Baldvin Halldórsson sem skáldið. —
vel glæpi hvers annars, og hindra
menn, á hinn kaldrifjaðasta
hátt, í því að ná sjálfsögðum rétti
sínum, ef það gæti orðið hinum
lögspöku mönnum til óþæginda.
— Fjallar leikritið um ungan
mann vel efnum búinn, er dval-
izt hefur erlendis í nokkur ár, en
hefur falið dómara einum umsjá
eigna sinna. En þegar hann kem-
ur heim verður hann þess
áskynja, að dómarinn hefur dreg
ið sér allar eigur hans. Reynir
hinn ungi maður nú að leita rétt-
ar síns með aðstoð yfirvaldanna,
en árangurslaust. Samábyrgð og
samvinna dómaranna er í fullumann, þetta samvizkulausa mann-
gangi og lýkur málinu með þvíhrak, að fulltrúa heillar stéttar.
að ungi maðurinn er tekinn nauðEr slíkur málflutningur vitan-
ugur og settur á geðveikrahæli. lega fjarri öllum sanni. — Ann-
— Mun Moberg, er hann samdiars er leikritið að ýmsu leyti
Haraldur Björnsson sem réttarfulltrúinn og Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir sem ritarinn.
gott verk og áhrifamikið, þó að
nokkuð skorti þar á listræn
vinnubrögð. Höfundurinn segir
að leikritið sé sorgarleikur, og
er það vissulega rétt, ekki hvað
síst vegna þess, að þeir menn,
sem tekið hafa að sér að berjast
fyrir sigri réttlætisins, reynast
þegar á herðir, lítilmenni og
leggja árar í bát. Og þó er höf-
undurinn ekki vonlaus um fulln-
aðar sigur réttlætisins áður enn
lýkur. Það hefur aðeins tapað í
fyrstu lotu. ■—
Lárus Pálsson hefur sett leik-
inn á svið og haft á hendi leik-
stjórnina. Er ekki nema allt gott
um leikstjórn hans að segja,
enda er Lárus öruggur leikstjóri
og skilur jafnan viðfangsefnin til
hlýtar.
Hlutverk leiksins eru mörg og
flest allveigamikil. Baldvin Hall-
dórsson leikur Kristar, unga
manninn, sem settur er á geð-
veikrahæli, mikið hlutverk og
vandasamt. Fer Baídvin með hlut
verkið af næmum skilningi og
miklum tilþrifum, ekki síst í
leikslok, er hann hefur verið lát-
inn laus af hælinu til reynslu.
Unnusta hans, Britu, leikur Her-
dís Þorvaldsdóttir. Herdís er
mikil leikkona og fjölhæf en að
þessu sinni finnst mér hún ekki
njóta sín fyllilega. — Réttarfull-
trúann, hinn steinrunna em-
bættismann, leikur Haraldur
Björnsson. Er gervi hans ágætt
Framh. á ols. 12
ELDURIN \l GERIR EKKI BOÐ Á UNDAN SÉR
TRYGGIÐ í TÍMA tryggið fyrir sannvirði
TRYGGING ER NAUÐSYN!
Austuistræti 10 — Sími 1-77-00
UmboBsmenn um land allt
leikrit þetta einkum hafa haft
í huga tvö hneykslismál, er upp
komu í Svíþjóð fyrir skömmu óg
er dómari ein af aðalpersónunum
í öðru þeirra. — Það er hvort
tveggja, að ég er ekki kunnugur
þessum málum og þekki lítið til
sænskra dómara — og lögfræð-
ingastéttar og réttarvörzlu þar í
landi og get því ekki um það
dæmt hversu réttmæt er hin
hatrama ádeilda höfundarins í
leikritinu á þessar stéttir. Senni-
lega er í Svíþjóð, sem svo víða
annars staðar, pottur brotinn á
þessu sviði, en bágt á ég með að
trúa því, að dómara- og lögfræð-
ingastéttin í því ágæta menning-
arríki, sé svo spillt og réttar-
varzlan svo rotin, sem ætla
mætti af lýsingu höfundarins. Ég
þykist reyndar vita, að hinn
skapmikli höfundur hafi dregið
hér upp mjög ýkta mynd af þeim
ósóma, sem hann vill uppræta,
og er í sjálfu sér ekkert við það
að athuga. Ýkjur að vissu marki
eru góð og gild vinnubrögð
skálda, ef svo ber undir, en
gangi þær of langt er hætt við að
þær rýri sannleiksgildi verksins
og dragi úr áhrifum þess. Og ein-
mitt í þessu atriði finnst mér
fólgin veila leikritsins, — að
ádeilan sé svo öfgakennd, að
hún verði ósanngjörn og missi
því að nokkru leyti marks. Á ég
þá öðru fremur við það, að höf-
undurinn hefur bæði óbeint og
með beinum orðum gert dómar-
„Dómarinn”