Morgunblaðið - 09.01.1959, Qupperneq 9
Fostníla'nJr 9. jan. 1959
MORGVlSTtr rnif)
9
Uppreisnarmenn i stjórn Eisenhowers
Rogers
dómsm.ráðh.
Mitchell
verkamálarh.
Nixon
varaforseti
Seaton
innanrík.rh.
Flemming
heilbrigðism.rh.
Bandaríska stjórnin klofin
um sparnað í opin-
berum útgjöldum
Nixon telur slikt óvænlegt fyrir
vinsældir sinar
DJÚPSTÆÐUR ágreiningur er
nú kominn upp milli Eisenhow-
ers forseta og Nixons varaforseta
um íjárlagafrumvarp stjórnar-
innar. Ágreiningurinn snertir
meginstefnu republikanaflokks-
ins og ríkisstjórn Bandaríkjanna
er klofin niður úr og í gegn í
J>essu máli.
Ágreiningsins varð fyrst litil-
lega vart í kosningabaráttunni I
október sL Þá vildi Eisenhower
leggja áherzlu á það hve vitur-
leg og ábyrgðarfull fjármála-
stjórn republikana hefði verið.
Þeir væru andstaða demokrata
sem vildu endalaust eyða og sóa
fé i opinberar framkvæmdir.
í hinum fjö'.mörgu kosninga-
ræðum lagði Nixon varaforseti
hins vegar litla áherzlu á þessa
sparnaðarstefnu. Og það var tek-
ið eftir þvi í eitt eða tvö skipti,
að hann komst í bera mótsögn
við hann, þegar hann lofaði aukn-
um opinberum framkvæmdum.
X kosningunum 4. nóvember
kom í ljós, að sparnaðarstefna
Eisenhowers hafði lítið aðdráttar-
afl á kjósendur. Þvert á móti voru
það þeir sem mestum skólabygg-
ingum og vegalagningum lofuðu,
sem flest hlutu atkvæðin. Sú
staðreynd hefur nú orðið til þess
að auka mótspyrnu Nixons vara-
forseta gegn sparnaðarviðieitni
forsetans.
Ágreiningurinn er ekki ræddur
á opinberum vettvangi, og þess
verður að geta að Nixon og allir
ráðherrarnir bera enn sem fyrr
virðingu og hollustu til Eisen-
howers. En öruggar heimildir eru
þó fyrir því að ágreiningurinn er
djúpstæður og þótt einhver lausn
finnist verður það aðeins á yfir-
borðinu.
Eisenhower ber það mjög fyrir
brjósti, þegar hann skilar af sér
stjórn landsins eftir tvö ár, að
hann geti sýnt fram á að efna-
hagsmálum landsins hafi verið
vel stjórnað. Hann óttast hættuna
af verðbólgu. Dró hann t. d. úr
hófi að auka opinberar fram-
kvæmdir, þegar afturkippurinn í
atvinnumálum var að hefjast síð-
asta vetur, — allt af ótta við
verðbólgu.
Fjármálaráðherra hans Robert
B. Anderson er ákveðnasti stuðn-
ingsmaður sparnaðar hins opin-
bera. Hann óttast jafnvel að
mætti dollarans á alþjóðavett-
vangi sé hætta búin með auknum
ríkisútgjöldum og verðbólgu. Það
er staðreynd, að á einu ári hafa
Bandaríkjamenn misst úr landi
2 milljarða dollara í gulli. Og
hvar lendir það, ef verðbólga í
Bandaríkjunum eykst á sama
tíma og Evrópugjaldeyrir heldur
áfram að styrkjast.
Talið er hins vegar, að afstaða
Richards Nixons mótist eingöngu
af því, hvað kemur honum sjálf-
um bezt í næstu forsetakosning-
um árið 1960.
Nú eru aðeins þrjú misseri, þar
til flokkarnir eiga að útnefna
frambjóðendur sína í þeim kosn-
ingum. Nixon hefur nýlega eign-
azt skæðan keppinaut um fram-
boðið, Nelson Rockefeller ríkis-
stjóra í New York. Svo hann
verður að hafa hraðann á, ef
hann á eltki að biða lægri hlut,
þegar á úrslitastund kemur.
Meginatriðið fyrir Nixon er
fyrst að telja flokksþingi repu-
blikana trú um, að hann sé per-
sónulega vinsæll og geti safnað
saman atkvæðum meirihluta
þjóðarinnar.
Til þess mun Nixon nú sizt
telja það henta, að íara að berja
sér og prédika sparnað og halla-
laus fjárlög. Bandarískur almenn
ingur lifir og unir sér mæta vel
við lán til langs tíma. Bandarísk
meðalfjölskylda kaupir venjulega
með afborgunum húsið, bílinn,
ísskápinn og innanstokksmunina.
Þetta fólk hefur sáralítinn áhuga
á því, hvort ríkið sparar. Jafnvel
skiptir það engu meginmáli,
hvort skattarnir hækka eða
lækka.
Hitt er miklu þýðingarmeira
atriði í þess augum, hvort skóli
er reistur í bæjarhverfi þess,
hvort bílabraut er iögð og hvort
nóg er byggt af íbúðarhúsum
handa öllum. Nixon hyggst skapa
sér vinsældir með því að gerast
talsmaður vaxtar og útvíkkunnar.
En þá rekst hann á sparnaðar-
stefnu Eisenhowers.
Á bandi Nixons eru þegar
nokkrir ráðherrar, svo sem James
Mitchell verkamálaráðherra, Will
iam Rogers dómsmálaráðherra,
Arthur Flemming heilbrigðis-
málaráðherra og Fred Seaton
innanríkisráðherra.
Á hans bandi er einnig fjöldi
hinna yngstu þingmanna repu-
blikanaflokksins, sem eru orðnir
leiðir á íhaldssemi og þróttleysi
Eisenhowers.
Enn er málið rætt bak við læst-
ar dyr, en allt bendir til þess, að
ekki muni líða á löngu þar til
Nixon telur tima til kominn að
vera opinberlega á annarri skoð-
un en Eisenhower forseti.
Bernharð Stefánssyni
árnað heilla í efri deild
FUNDIR voru settir í báðum
deildum Alþingis á venjulegum
tíma í gær. Tvö mál voru á dag-
skrá efri deildar, kosning fyrri
varaforseta deildarinnar og frum
varp um tekjuskatt og eignar-
skatt. Áður en gengið var til
dagskrár kvaddi Jóhann Þ. Jósefs
son, þm. Vestmannaeyinga, sér
hljóðs og sagði, að eins og kunn-
ugt væri, ætti forseti deildarinn-
ar, Bernharð Stefánsson, sjötugs-
afmæli. Flutti hann honum árn-
aðaróskir og þakkir fyrir hönd
deildarinnar og árnaði honum og
konu hans allra heilla. Þingdeild
armenn tóku undir orð Jóhanns
Þ. Jósefssonar með því að rísa
úr sætum.
Var nú gengið til dagskrár. Er
skýrt frá kosningu fyrri vara-
forseta deildarinnar annarsstaðar
í blaðinu, en frv. um tekjuskatt
og eignarskatt, sem var til 3.
umr., var samþykkt samhljóða og
afgreitt til neðri deildar.
Tvö mál voru á dagskrá neðri
deildar. Frumvarp um viðauka
við lög um virkjun Sogsins var
til 1. umr. og vísað samhljóða til
2. umr. Frumvarp um breytingu
á lögum um búnaðarmálasjóð var
til 2. umræðu, en umræðunni
varð ekki lokið og verður sagt
frá henni síðar hér í blaðinu.
Fyrsta vélstjóra
helzt með meiraprófi, vantar á m.b. Sigurkarfa frá
Njarðvík. Einnig vantar háseta. Báturinn stundar
veiðar með línu og þorskanet. Nánari uppl. hjá Frið-
jóni Jónssyni, Hótel Vík, herbergi nr. 5.
Handsetjari
Getur fengið atvinnu
hjá oss, við umbrot nú þegar
f-^rentsmi&ja ffjorc^unllaksins
Innfluttur áburður greið
ist niður til að hindra
hækkun landbúnaðar-
vara
Jón á Reynistað og
Ingólfur á Hellu
tlytja þáltill. þess
efnis
TVEIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Jón Sigurðsson og
Ingólfur Jónsson flytja í samein-
uðu þingi þingsályktunartillögu
um niðurgreiðslu á innfluttum
áburði. Er tillagan á þessa leið:
„Alþingi ályktar að fela rikis-
stjórninni að greiða niður verð á
innfluttum áburði árið 1959, þann
ig, að verðið til bænda verði sem
líkast því, sem það var árið 1958“.
f greinargerð segir svo:
„Þegar innfluttur fóðurbætir
var stórhækkaður í verði sl. vor
með lögum um útflutningssjóð o.
fl., var það haft mjög á orði af
talsmönnum þessarar ráðstöfun-
ar, að henni væri ætlað að koma
því til leiðar, að bændur drægju
j stórlega úr fóðurbætiskaupum frá
| útlöndum. í þess stað áttu bænd-
, ur að afla meiri og betri heyja
og spara sér þannig kaup á er-
lendu kjarnfóðri.
Þá hagaði svo til, að búið var
að kaupa til landsins það magn
af fosforsýsu- og kalíáburði, sem
áætlað var að bændur mundu
nota á því ári. Að svona heppi-
lega vildi til, kom sér mjög vel
fyrir bændur og varð til þess, að
hækkunin á rekstrarútgjöldum
bænda sl. ár varð allmiklu minni
en ella hefði orðið. Nú verður
þessi hækkun ekki lengur um-
flúin. Fosforsýru- og kalíáburð-
urinn, sem bændur þurfa á þessu
ári, mun hækka um a. m. k. 40%,
ef ekkert er að gert, miðað við
söluverð þessara áburðartegunda
sl. ár, en auk þess verður að
flytja inn nokkurt magn af köfn-
unarefnisáburði. Þessi hækkun
veldur bændum nýjum erfiðleik-
um, sem óséð er, hvernig leysast.
Áburðartilraunir víðs vegar um
land hafa sýnt og sannað, að víða
er tilfinnanlegur skortur á fos-
forsýru og kalí, sem stendur
gróðri fyrir fullum þrifum. Verði
bændur að draga úr þessum á-
burðarkaupum, gæti það því haft
alvarlegar afleiðingar.
En hér kemur fleira til greina.
40% hækkun á innfluttum á-
burði hækkar allverulega rekstr-
arútgjöld bænda og verkar með
fullum þunga næsta haust, þeg-
ar verð á landbúnaðarvörum
verður ákveðið. Áætlað er, að
þessi hækkun muni valda tals-
verðri hækkun á vísitölunni.
Þessi hækkun á landbúnaðarvör-
um verður bezt umflúin með því
að stemma á að ósi og greiða
niður verðið á innfluttum áburði,
þannig að verðið til bænda á
næstkomandi vori verði sem lík-
ast því, er það var sl. ár. Slík
ráðstöfun mundi áorka þrennu:
í fyrsta lagi létta bændum á-
burðarkaupin í vor. í öðru lagi
stuðla að betri ræktun og öflun
meiri og betri heyja, sem mundi
draga úr þörfinni fyrir aukin
kjarnfóðurkaup. f þriðja lagi
koma í veg fyrir hækkun á vísi-
tölunni.
Loks má benda á það, að yfir-
færslugjald af áburði, 55%, sem
lagt var á sl. vor, en kom ekki
til tekna á því ári, verður nú
innheimt af innfluttum áburði,
mun nægja til þeirrar niður-
greiðslu, sem þessi þingsályktun-
artillaga gerir ráð fyrir.
Frost og stormur
í N-k
ÞÚFUM, N-ÍS., 6. jan. — Ný-
byrjaða árið hefst með frosti og
stormi, látlaus norðanátt þessa
viku oftast með miklu frosti, 8—
13 stigum. Sauðfé var flutt í land
úr Borgarey fyrir nýárið í bezta
ástandi. Fannkoma er ekki mikil
daglega vestan djúps, en nokkur
fannkoma norðan þess. Er því
hörkuveðrátta þessa daga.
Héraðsskólinn byrjar í Reykja-
nesi í dag. Skólinn er sóttur
af um 50 nemendum víðs vegar
að og er fullsetinn. Fékk hann
fleiri umsóknir en hægt var að
veita viðtöku. — P. P.
Motróðskono
og stúlka til framreiðslustarfa óskast nú
þegar. Uppl. í Iðnó, sími 12350.
Karlmanna-
bomsur
með rennilás stærðir
39—46
Drengjabomsur
með spennu stærðir
34—40.
Sendum í póstkiröfu.
HECKTOR
Laugav. 11 — Laugav. 81.