Morgunblaðið - 09.01.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.01.1959, Qupperneq 10
10 M O R n r w fí J. 4 Ð 1 Ð Föstudagur 9. jan. 1959 tftgpttttMaHfr Utg.: H.f. Arvabur, Reykjavfb. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Eiiinr ftsmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígrexðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuð: innaniands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. HRINGSNÚNINGUR KOMMÚNISTA E'l INS og kunnugt er, hefur | ríkisstjórnin lýst því yf- ■i ir, eins og kom fram í áramótaræðu forsætisráðherra, að hún vilji freista þess að stöðva verðbólguþróunina m. a. með niðurskurði opinberra útgjalda og með niðurgreiðslum. í því sambandi var lögð áherzla á, að hér væri aðeins um bráðabirgða- úrlausn að ræða, þangað til að svigrúm fengist til þess að finna endanlega lausn málanna og þar til þing væri komið saman og ný ríkisstjórn tekin við, sem byggð væri á þeim þingmeirihluta, sem þá kæmi fram. ★ Það er athyglisvert, að engir hafa meira hamast gegn því, að nota nú niðurgreiðslurnar um sinn til þess að stöðva verðbólg- una heldur en kommúnistar. Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til þess að sýna fram á, hversu mjög þeir hafa hringsnú- izt í þessu máli. Meðan komm- únistar voru í ríkisstjórn voru þeir mjög fylgjandi niðurgreiðsl- um og voru ætíð samþykktir að auka þær, hvernig sem allt valt. Nú síðast rétt fyrir jólin stungu kommúnistar einmitt upp á því, að koma í veg fyrir óheppileg áhrif vísitöluhækkunarinnar 1. desember, með því einu að auka niðurgreiðslur og skorti þá ekki á hörð orð í garð annara flokka fyrir að fylgja ekki þeirri leið. Kommúnistar vildu fyrir hvern mun halda í völdin og meðan nið- urgreiðslur gátu verið leið til þess að þeir héldu í þau, þá voru þeir samþykkir niðurgreiðslum, en nú eftir að þeir eru ekki lengur í stjórnaraðstöðu, þá eru niðurgreiðslur óalandi og óferj- andi. Alþýðublaðið tekur þennan hringsnúning kommúnista nokk- uð til meðferðar í gær, enda mega Alþýðuflokksmenn, sem aðilar að fyrrverandi stjórn, gerst um það vita, hvað komið hefur fram af hálfu kommúnista í umræðum um áframhaldandi vinstri stjórn fyrir jólin. Al- þýðublaðinu farast svo orð: „Kommúnistar berjast nú hat- ramlega gegn viðleitni ríkisstjórn arinnar til að stöðva dýrtíðina. Ráðast þeir á stjórnina fyrir að lækka verð nauðsynja með niður- greiðslum og fyrir áform hennar um að allir landsmenn gefi eftir nokkur vísitölustig sem fórn í baráttunni við verðbólguna. Fyrir tveim vikum var annað hljóð í leiðtogum kommúnista. Skömmu áður en núverandi rík- isstjórn var mynduð, voru þessir sömu menn tilbúnir að fallast á 5% kauplækkun og niðurgreiðslu vísitölunnar í 185 stig, — ef þeir aðeins fengju að vera áfram í ríkisstjórn. Það var skilyrðið. Að sjálfsögðu gat enginn á- byrgur maður anzað slíkum hringsnúningi í alvarlegustu vandamálum þjóðarinnar, þegar tilgangur kommúnista var aug- ljóslega sá einn, að komast aftur til valda. Framkoma þeirra nú sýnir, hversu mikið var á þeim að byggja. Af þessu er augljóst, að dag- ana fyrir Þorláksmessu voru leið- togar kommúnista reiðubúnir að gera það, sem þeir nú kalla að svíkja sjómenn, ef þeir aðeins fengju að komast aftur í ráð- herrastólana. Þá voru þeir reiðu- búnir að taka af Dagsbrúnar- mönnum það, sem þeir nú halda fram að sé 14% kauphækkun, ef þeir aðeins fengju að vera í stjórn. — Þannig er barátta kommúnista.“ Þannig er þá hringsnúningur kommúnistanna og hið sama má líka segja um Framsóknarmenn, að nú snúast þeir mjög á móti niðurgreiðslum en höfðu sízt af öllu á móti þeim meðan Her- mann Jónasson var við völd, ef þær hefðu getað orðið til þess að halda lífi í vinstri stjórninni örlítið lengur. Það er vitaskuld glöggt, að niðurgreiðslur eru sízt af öllu nokkur endanleg lausn málanna og mikið veltur á því, hverjar þær aðrar ráðstafanir verða sem ríkisstjórnin gerir til þess að draga úr verðbólgunni. En sízt af öllu situr það á komm- únistum og Framsóknarmönnum, sem áður fyrri voru hinir mestu postular niðurgreiðslnanna, að snúast nú svo á móti þeim, eins og þeir hafa gert. VOVEIFLEGUR ATBURÐUR FYRIR fáum dögum fórst á Vaðlaheiði lítil flugvél, sem ætluð var til sjúkra- ílutninga, en hún hafði innan- borðs 4 unga menn og fórust þeir allir. Ekki var hér um sjúkra- flug að ræða, heldur voru þeir sem fórust, auk flugmannsins, skólanemendur, sem voru á ferð í jólaleyfi sínu. Hugurinn hvarfl- ar aftur til páskanna í fyrra, þegar 4 ungir skólapiltar fórust á öxnadalsheiði í sams konar flugvél. Þessi miklu slys vekja til umhugsunar. Hér er sár harm- ur kveðinn af mörgum fjölskyld- um vegna voveiflegs andláts manna, sem eru í blóma lífsins. Hér við bætist að til hvorugrar þeirrar ferðar, sem um er að ræða, rak nokkra sérstaka nauð- syn. Sú spurning vaknar, hvort ekki þurfi hér mjög aukið að- hald. Nærri liggur, til dæmis, að telja, að ekki sé rétt að nota sj ukraflugvélar til annarra flutn- inga nema brýn nauðsyn beri til. Ennfremur virðist það vera aug- ljóst, frá almennu sjónarmiði, að þeir sem ráða umíerð í lofti eigi ekki að leyfa flug lítilla og jafn- vel ófullkominna véla nema í al- veg einsýnu veðri sé, ef slíkar vélar á annað borð eru notaðar til almennra mannflutninga. Hvað sem um þetta verður sagt, þá er það víst að slys eins og þau sem urðu um páskaleytið í fyrra og jólaleytið nú, mega ekki endurtaka sig oftar. Hlut- aðeigandi yfirvöld verða að taka hér í taumana og girða með öllu fyrir nauðsynjalaus ferðalög á litlum flugvélum um hávetur. Á hvern hátt slíku verði fyrir komið er mál þeirra sem ráða flugi hér á landi, hvað svo sem þau yfirvöld kallast. Almenning- ur gerir alveg vafalaust þá kröfu, að þessi yfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að slík slys og hér hefur verið bent á, komi ekki fyrir oftar. UTAN ÚR HEIMI \ Slagorð dagsins: „Drekkum bróðir — við verð- um öreigar hvorf sem er" Slæmt ástand i austurhluta Póllands vegna orðróms um nýjar landakröfur Rússa UNDANFARIÐ hefur magnaður orðrómur verið á kreiki í ýmsum þorpum í Austur Póllandi um að Sovétstjórnin hafi krafizt þess, að allstórt svæði af austanverðu landinu verði lagt undir Rúss- land. — Orðrómur þessi hefur haft þau áhrif á bændur þar eystra, að þeir hafi hætt að plægja land sitt, en tekið þeim mun hraustlegar til vodkaflösk- unnar. Pólska stjórnin hefur hvað eft- ir annað lýst þvi yfir, að hér um að ræða algerlega tilhæfu- lausar kviksögur, og erlendir fréttamenn í Varsjá og aðrir út- lendingar þar virðast sömu skoð- unar, enda hefur ekkert áþreif- anlegt komið fram, sem styður sögusagnir þessar. En orðrómurinn, sem sló ógn á hina pólsku bændur — og hef- ur leitt til ýmiss konar árekstra og vandkæða, einkum vegna auk- ins drykkjuskapar, er merkilegt dæmi um þær þversagnir áróð- ursins, sem sífellt hanga eins og sverð yfir hinum kommúnisku ríkisstjórnum. Og þversögnin er sú, að vegna þess að ríkið hefur eftirlit með öllum fréttum, sem fólkinu berast í blöðum og útvarpi, hlustar það eftir hverju hvísli „á bak við tjöldin" og hnegist til að leggja tjöldin“ og hneigist til að leggja vitað er að ekki hefur farið um hendur opinberra aðila. Enginn veit með nokkurri vissu hvernig orðrómurinn um íand- kröfur Rússa í Austur-Póllandi komst upphaflega á kreik. En stjórnin heldur því fram, að ófyr- irleitnir fjárplógsmenn hafi komið sögunni af stað, í þeim til- gangi að hræða bændur til að selja jarðir sínar og bústofn á lágu verði. — En hvað, sem um það er, virðist augljóst, að þessir atburðir eigi sér fyrst og fremst sögulegar rætur. Pólverjar eru ekki búnir að gleyma því, að við stríðslokin tóku Rússar stóra sr.eið af íandi þeirra. Og hví skyldi það ekki geta kcmið fyrir aftur, sem einu sinni hefur gerzt? Við þá hugsun verður stjórnin nú að heyja harða baráttu. Einhver bezta sönnun þess, hve magnaður þessi umræadi orð- rómur er, kom fram í pólska út- varpinu í síðasta mánuði. — í dagskrá, sem nefnist „Bylgju- lengd fimmtíu og sex“, þar sem fjallað er um bréf frá hlusténd- um, var sagt, að þættinum hefðu borizt allmörg bréf frá áhyggju- fullum bændum og þorpsbúum í austanverðu Póllandi. Útvarps- hlustandi nokkur í bænum Chelm, sagði frá því, að sögur gengju hvarvetna um það, að flytja ætti alla íbúa af þremur landsvæðum eitthvað vestur á bóginn. „Fólk ,sem gengur hér um eins og villuráfandi sauðir og veit ekki hvað það á að taka sér fyrir hendur", skrifaði hann. „Allir búast við að verða hraktir frá eignum sínum, og drykkjuskapur og hvers konar fjársóun fer dag- vaxandi. Þorpsbúi nokkur skrifaði: „Hvenær sem ég hitti mann að máli, heyri ég það sama, að brátt muni hluti af Lublin-héraðinu lagður undir Úkraníu. Og slagorð dagsins er: „Við skulum drekka, bróðir, því að við verðum öreig- ar innan skamms hvort sem er! Þetta ætti að lýsa ástandinu nægi lega“. í annarri dagskrá „Bylgju- lengdar fimmtíu og sex“, var sagt, að bændur í Austur-Póllandi væru hættir að plægja fyrir vet- urinn. „Fólkið bíður í ofvæni þess, sem verða vill — og af- leiðingin er víða óhóflegur drykkjuskapur og hvers konar árekstrar". Útvarpið sagði, að fólk ætti að reyna að hafa uppi á þeim, sem komið ' hefðu kviksögunum af stað, og benda yfirvöldunum á þá, svo hægt væri að láta þá sæta ábyrgð. Einnig var þar sagt, að eignum, sem seldar hcíðu ver- ið vegna orðrómsins, skvldi skil- að aftur til fyrri eignda. Hvað eftir annað var lögð áherzla á það, að sögur þessar væru tilhæfulausar með öllu — fjarstæður tilbúningur — og þess getið til, að braskarar hefðu kom- ið þeim af stað í því skyni að komast yfir eignir bændanna með hægu móti — eða þá að hér væru óvinir ríkisins að verki, til þess að veikja traust manna á stjórn landsins. Það hefur komið fram í út- varpinu, að stjórnin lítur alvar- legum augum á atburði þessa og hefur áhyggjur af afleiðingum þeirra á landbúnaðarframleiðsl- una. — Einn útvarpsfyrirlesarinn sagði til dæmis: „Það er ekki fjarri lagi að ætla, að þessar fjarstæðukenndu kviksögur hafi valdið álíka miklu tjóni og meðalfellibylur“. — Milljónamæringurinn blindi — BELGINN Léon Ilenrard var fangi Þjóðverja á stríðsárunum og sat í hinmm illræmdu Buchen- wald-fangabúðum. Hann sætti hinni hörðustu meðferð, og afleið ingarnar urðu meðal annars þær, að hann missti sjónina fyrir nokkrum árum. Frá stríðslokum herir Henrard átt heima í Briiss- el — og orðið æ meira einmana, því að vinir hans týndu óðum tölunni eftir að hann varð blind- ur og einskis megandi. Eini mað- urinn, sem hélt tryggð við Hen- rard, var dyravörðurinn í húsinu, þar sem hann bjó, en sá hafði líka verið fangi í Buchenwald. Nú fyrir jólin varð skyndilega mikil breyting á högum hins blinda manns. Hann er nú stór- ríkur, á 1 milljarð og 250 milljón- ir belgískra franka í reiðufé (ná- lega 420 milljónir ísl. króna) og auk þess höll eina mikla í Lux- emborg, víðlendar vínekrur við Mosel, með meiru. — Allt þetta erfði hann eftir afa sinn. Á myndinni sjást milljónarinn nýbakaði og vinur hans, dyra- vörðurinn, ræða um hin breyttu kjör blindingjans. — En skyldu nú ekki hinir horfnu vinir Hern- ards taka að skila sér aftur, þeg- ar milljónirnar eru komnar til sögunnar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.