Morgunblaðið - 09.01.1959, Side 16

Morgunblaðið - 09.01.1959, Side 16
!6 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. jan. 1959 Helen varð ein eftir. Hið mikla tækifæri. Nú hafði hún löksins fengið hið mikla tæki- færi. Persónulegur ráðgjafi Ric- hard Morrison, Morrisons II. Her- etjórnarráð í New York. Kannske leikritið hennar í Broadway..... Rússneski hermaðurinn hafði sikoll ið á stein. Hann var dauður. Þeir finnast alltaf morðingjarnir. Og morðinginn segir frá öllu. Það var nm lífið að tefla fyrir hann. „Ég var að verja ameríska konu“. Það sagði morðinginn, þegar um líf- ið var að tefla fyrir hann. „Nei, þér verðið hér“, hafði Morrison sagt í Dahlemer Villa. 1 New Yoi'k enoppungaði maður ekki hinn mikla Morrison. New York er engin eyja. _,Næstu fjórar vik- urnar munu verða mjög örlagarík ar“, hafði Morrison sagt. Hún stóð á fætur og gekik hægt til dyranna. Hún vissi að Morrison hafði rétt fyrir sér. Á næstu fjórum vikum yrði gert út um líf Helen Cutt- lers. 2. „Hr. Clark biður yður að finna eig, ungfrú Cuttler". Röddin kom úr hljóðnemanum á skrifborði Helenar. Hún reis úr sæti, ósjálf rátt og annai-s hugar. Skrifstofa Williams Clarks, sem kallaður var „gamli Bill“, var órafjarri skrifstofu hennar. í höll Morrisons-hlaðanna virtust fikrifstofurnar vera órafjarri hver annarri. Annars minnti höllin alls ekiki á neina hlaðaútgáfu, þar eð engin blöð voru framleidd þar. Skýja- kljúfurinn á Fifth Avenue_ við Ihliðina á Roekfell r-Center var „Heili Morrison-blaðanna". Það- an var hinum 26 daghlöðum milli New York og Los Angeles stjórn- að, myndablöðunum í New York og Chieago, fréttatímaritunum, fréttaþjónustunni, prentsmiðjun- um, kvi'kmyndafélögunum og út- varpsstöðvunum milli Seattle og New Orleans. Þær ákvarðanir, eem taká þurfti frá degi til.dags voru faldar ritstjórUnum í Was- hington og San Fransisko_ Minnea polis og Houston. En í -'’-ýjakljúf- unum við hliðina á Rockefeller- Center, voru þær ákvarðanir tekn- ar, sem höfðu áhrif um áraraðir: hvaða umsækendur Morrisons- blöðin skyld-i styðja við hinar eða aðrar kosningar, hvort tekin var afstaða með eða móti Motgentfoau- áætluninni, hvort fallist var á eina eða aðra sparnaðarráðstöf- un í Wall-Street, meira að segja, hvort hæla skyldi eða útskúfa ein- hverri frægri söngkonu. Blöðin í hinum sundurleitu horg um, með hinum risastóru ritstjórn arsölum, þar sem fréttaritararnir sátu í hring, með setjara- og véla- sölum, með lykt af prentsvertu, próföi'kum og blýi — það voru her mannaskálar. Höllin á Fifth Avenue var hins vegar aðsetur- staður hermálaráðuneytisins. Hér stóðu stórletruð nöfn á hurðunum. Hér voru í mesta lagi þrjár eða fjórar manneskjur í sama her- bergi. Hver þýðingarmikil per- sóna hafði sína einka-skrifstofu. Hér voru öll gólf hulin þykkum gólfábreiðum. Hér fannst einungis angan af Havana-vindlum og svinsleðri. — Já, hér stóðu víð- þekkt nöfn á hverri hurö. — „Deutschland-Abteilung“, „Balk- an“, „Rechtsfragen“_ „Wirtsc- hafts-Berater", „Mode-Vorfúhr- ung“, „Probe-KUcher". „Hvað ætli _,gamli Bill vilji mér nú?“ hugsaði Helen, um leið og hún flýtti sér fram hjá lok- uðu hurðunum og kom út í egg- lagaðan forsal. Hann gerði oft boð eftir henni, af litiu sem engu til- efni. Á hverri af hinum "immtíu og sex hæðum var egglagaður forsal- ur. í miðjum forsal trónaði vel klædd upplýsingadama, bak við egglagað skrifborð. Maðui gat óð- ar séð það á upplýsingastúlkunni hvort maðúr var staddur á tízku- hæðinni eða hæð utanríkismálanna. Stúlkan á „utanríkishæðinni" hafði hornspangargleraugu og var komin nálægt fertugu. Stalla henn ar á tízku- eða leikhúss- eða 'kvik- myndahæðinni var um tvítugt með hárauðar varir. Allar líktust þær helst vaxmyndum í sýningar- glugga. Sumar holdgrannar, aðr- ar í feitara lagi — eitthvað fyr- ir. alla. Skrifstofa Helenar var á „mið- evrópsku-hæðinni". Hún gekk fram hjá upplýsingardömunni, sem virtist jafngrá og Mið-Evrópa sjálf á þessu hausti ársins 1945. Hún gekk yfir að lyftunum. Stór- ar glerklúlur ofan við sléttar_ hvít- ar lyftuhurðimar sýndu hvort lyftan var heldur á upp- eða nið- urleið. Grænt ljós táknaði uppleið. Rautt Ijós: niður. Alls voru lyfturnar átta. Fjór- ar þeirra voru „farþegalyftur“, sem höfðu viðkomu á hverri hæð. Tvær voru hraðlyftur. Þær stönz- uðu einungis á sjöundu hverri hæð. Tvær voru „ekspresslyftur". Þær voru nær eingöngu í förum milli 13. og 56. hæðar. Helen studdi á kall-takka hrað- lyftunnar. Skrifstofa Bill Clurks var á 50. hæð. Lyftan var, eins og oftast, troð- full af farþegum. Skrifstofustúlk- an stóð með skjalamöppuna undir handleggnum, milli ungra rit- stjóra, sem allir voru stuttklippt- ir, klæddir flúnelsfötum og litu út eins og þeir kæmu beint úr há- skólanum. Við lyftudyrnar stóð maður í perlu-gráum þjónsbún- ingi með mörgum og breiðum gylltum borðum og snúrum.' Hann var áþekkastur rússneskum her- foringja, nema hvað hann bar silf- urlitað M saumað í jakkahomið. Helen fann til einhvers innri kvíða. 1 þessum hraðfara lyftum datt henni það alltaf í hug_ að hún væri sveitastúlka. 1 Springfield voru aðeins fjórar eða fimm lyft- ur og þar var heldur ekki nein hraðlyfta. Eftir Springfield kom háskólinn og því næst sitríðið og dvölin í Evrópu. Þar voru húsin einungis fjórar eða fimm hæðir. „Fimmtíu“. Fimmtugasta hæðin. Helen fór út úr lyftunni. í forsalnum með gulu svínsleð- ur-húsgögnunum og háu bókaskáp unum, þar sem blöð og tímarit Morrisons voru geymd, var lyktin eins og í leðurvöruverzlun. Vax- myndin — skrifstofustúlkan — var á fimmtugs aldri. „Það er búizt við yður, ungfrú Cuttler", tisti sú fimmtuga til- gerðarlegum rómi. Helen hélt áfram ferðinni, eft- ir löngum göngum, í gegnum tvö skrifstofuherbergi. Að lokum kom hún inn í einkaherbergi , gamla Bills“. Hún hafði nú verið fjórar viik- ur í New York, en alltaf gerði her- bergi Clarks hana jafnundrandi. Það var stofa, sem hinn voldugi William Clark, rúmlega sextugur að aldri og nánasti ráðgjafi gamla Morrisons —- Morrisons I. — hafði bersýnilega innréttað eft- ir sínum eigin persónusmekk. — Þetta var mjög litið herbergi, spjaldþiljað, yfirfullt af bókum og blöðum. Fljótt á litið minnti það einna helzt á lesstofu mennta- manns. Stutta enska pípan, sem Bill reykti því nær hvíldarlaust. — ,Það slokknar aldrei í pípunni minni. Ég er heimsmeistari í þol- reykingum‘f — var hann vanur að segja, fyllti herbergið me.ö þykk- um, bláum tóbaksreyk. _,Fáið yður sæti“, sagði Bill. Hann var meðalmaður á hæð, nokkuð riðvaxinn, með þykkt, grátt hárfax, hátt enni og lítil, blá augu. Hann hæfði vel herberginu sínu, en herbergið átti bai'a ekki heima í Morrisons-byggingunni. Helen settist í stólinn, framan við skrifborðið, sem svignaði und- an blöðum, bókum og pappirshlöð- um. „Loksins hef ég góðar fréttir að s«gja yður“_ hóf Bill mál sitt. — „Kannist þér við Ruth Ryan?“ „Að sjálfsögðu. Republikskur þingmaður frá Kalifomíu. Fyrr- verandi blaðakona. Andstæðingur Ele-anor Roosevelts. Þrjátíu og átta ára, eða eitthvað nálægt þ1 í. Ein áhrifamesta kona Ameriku“. „Heyr. Ruth Ryan leggur af stað á morgun í kosningaferð um Kaliforníu. Að vísu verða ekki þingkosningar fyrr en næsta ár, en maður getur aldrei byrjað nógu snemma. Þér eigið að fylgja Ruth og skrifa frásagnir fyrir öll blöð in okkar“. Hann leit á Helen. — „Þér virðist ekki vera neitt sér- lega hrifin, Helen“. _,Má ég í-eykja einn vindling?“ „Auðvitað. Annars væri það langtum skynsamlegra fyrir kven- fólk að reykja pípu“. Hann ýtti vindlingapakka yfir borðið til Hel en. — „Og nú ieysið þér frá skjóð unni. Hvað er það sem liggur yð- ur á hjarta?“ „Leyfist mér að tala af fyllstu hreinskilni?“ „Þér spyrjið of mi!kið“. „Nú er ég búin að vera fjórar vikur í New York. Það eru liðnar nákvæmlega átta vikur frá því að hr. Morrison var í Berlín. Þá sagði hann mér að hann hefði í hyggju að ráða mig sem ráðunaut sinn í Þýzkalandsmálum hérna í New Yo 'k. Ég tóik mig upp frá Berlín. Ég kom hingað e.ins fljótt og mér var unnt. Það var tekið sérlega vel á móti mér“. Hún reykti stundankorn þegj- andi. — Sérlega vel — hugsaði hún með sér. Á hverjum morgni í síðastliðnar fjórar vikur hef ég fundið heila tylft af rósum á skrifborðinu mínu. Rósir án nafn spjalds. Samt sagði hún það ekki. Hún hélt áfram: ,_Ég kvarta alls ekki. Ég hef mjög snotra og viðfeldna skrif- stofu. Ég hef einkaritara. Það er komið fram við mig eins og ég væri einn af stjómendunum. Ég hef tvisvar sinnum meira kaup en á vígstöðvunum. Og ég sit bara og glápi út í loftið. Innan skamms verð ég f-arin að þekkja hvert ein- asta blóm á veggfóðrinu í her- berginu mínu. Hr. Morrison hef ég enn ekki séð. Enginn hefur lagt fyrir mig eina skynsamlega spurningu, hvað þá fleiri. Það er engu líkara en ég sé komin á eft- irlaunaaldurinn“. Bill Clark hló. „Já, þessi óþolinmóða æsika“, andvarpaði hann. — „Annars er ég nú nýbúinn að fela yður mjög þýðingai-mikið starf til fram- kvæmda“. „Er kosningaferð Ruth Ryan svo mjög þýðingarmikil?“ ,_Gamli Bill“ fór að leika sér að litlum silfurlitum fíl á skrifborð- inu sínu. Það var lí'kast því sem hann vildi draga við sig svarið, eins lengi og þess var kostur. Svo ræskti hann sig og leit á Helen. „Segið mér, Helen. — Yitið þér raunverulega alls ekikert, eða lát- izst þér bara ekkert vita?“ spurði hann að lokum. „Hvað eigið þér við, hr. Clark?“ „í guðanna bænum_ Helen. Verð ég að skýra yður formlega frá því sem hver spörfugl á hverju hús- þaki tístir um? Ruth Ryan hefur verið ástkona húsbóndans í síðast- liðin þrjú ár“. Helen fann hvernig hjartað tók að hamast í brjósti hennar. Hún slökJkti í hálfreyktum vindlingn- um, stóð á fætur og gekk yfir að stóra, rétthyrnda glugganum. Hún gat ekki svarað Bill samstundis. Hún varð að átta sig. Fyrir neðan hana lá New York. Kvöldið var komið og breiðgatan skar borgina sundur í miðju, eins og glitrandi hnífur. Hundruð grænna Ijósa, sem öll urðu skyndi lega rauð og svo aftur græn. Skýja 1) „Komdu, kallinn. Mér þykir l«itt að þurfa að loka þig inni, 2) „En ég skal vera góður við þig, því skal ég lofa“. 3) Seinna. „Jæja, Vaskur. | Farðu nú með þetta bréf til I Franks — og vertu nú fljótur“. kljúfarnir voru eins og glerhallir, lýsandi og gegnsæir. Helen varð hugsað til Berlínar, hinnar myrkvuðu, ömurlegu Ber- línar með húsabeinagrindunum. Hún fann sársaukafulla þrá grípa sig heljartökum, þrá eftir borg- inni, sem var nú svo óraf jarri. — Hún sá Jan Möller skyndilega fyr- ir sér_ magran, dapurlegan mann, milli dapurlegra húsarústa. Hún hafði eklci séð hann frá því um kvöldið þegar hann bjarg- aði henni úr klóm rússneska her- mannsins. Á hverri stundu þessar fjórar vikur, sem hún átti eftir að dveljast í Berlín, hafði hún von að að hann léti eitthvað frá sér heyra, en sú von hafði algerlega brugðizt. Hana hafði langað til að heimsækja hann, en hún hafði ekki þorað það. Kannske voru hafðar á honum gætur? Kannske kæmist hún aldrei í burt, ef hún hitti hann aftur. H;n skammaðist sín fyrir hugleysið. Eða var það ekki hugleysi? Með hverri stundu, hverjum degi sem leið, án þess að nokkuð heyrðist um liandtöku morðingjans ókunna, hafði ótti hennar rénað. Hún hafði kastað sér út í starf sitt, samningu leik- ritsins, sem nú lá fullsamið í skrif borðsskúffunni hennar. Metnaðar- girndin hafði knúið hana áfram — metnaðurinn og ástin. Líka ástin? Hún vildi ekki hugsa hugsunina til enda. Ys og háreisti breiðgötunnar barst að eyrum hennar eins og þungur, fjarlægur dynur. Aftur var það New York sem blasti við augum hennar. Hún sneri sér við. SHUtvarpiö Föstudagur 9. janúar? Fastir liðir eins og venjuleg*. 13.15 Lesin dagsikra næstu viku. 18.30 Barnatími: Merkar uppfinn- ingar (Guðmundúr M. Þorláksson kennari). 20.30 Daglegt mál (Árrti Böðvarsson kand. mag.) 20.35 Góðtemplarareglan á íslandi 75 ára: Samfelld dagskrá, sem Stef- án Ágúst Krisijánsson, Einar Björnsson og Gunnar Dal búa til flutnings. Flytjendur auk þeirra: Benedikt S. Bjarklind, Indriði Indriðason, Sigþrúður Pétursdótt ir, Ólafur Þ. Kristjánsson og Ingimar Jóhannesson. — Ennfrem ur tónleikar. 22.10 Upplestur: Hvítt og svart“_ smásaga eftir Róg berg G. Snædal (Höfundur les). 22.25 „Á léttum strengjum“ (plöt ur). 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 10 .janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12_50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 þrótta- fræðsla (Benedikt Jakobsson). — 14.15 Laugardagslögin. -— 16,30 Miðdegisfónninn. 17,15 Skákþátt- ur (Guðmundur Arnlaugsson). — 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Út- varpssaga barnanna: „í landinu, þar .sem enginn tími er til“ eftir Yen Wen-ching; III. (Pétur Sum arliðason kennari). 18,55 1 kvöld- rökkrinu; — tónleikar af plötum. 20.30 Tónleikar (plötur). 20_50 Leikrit: „Afríkudrottningin“ eft- ir C. S. Forrester og J. K. Cross. Þýðandi: Pagnar Jóhannesson. — Leiikstjóri: Rúrik Haraldssón. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok. HAPPDRÆTTl HÁSKÚLANS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.