Morgunblaðið - 09.01.1959, Blaðsíða 19
Föstudagur 9. jan. 1959
MORCT!Nnr,4fílÐ
19
Mikojan lofar skipulag
og framleiðslu Banda-
Berlínarfillögurnar ekki urslitakostir
WASHINGTON, 8. jan. — Þegar Mikojan, fyrsti varaforsætisráð-
herra Sovétríkjanna, kom til Detroit í dag, eftir að hafa fengið sér-
stakt leyfi bandarískra stjórnvalda til þess, biðu 50 menn í hnapp
á flugvellinum til að mótmæla ferðalagi ráðherrans.
I tilefni af þessu sendi Eisenhower út tilkynningu til banda-
rísku þjóðarinnar og biður faana að sýna Mikojan fyllstu kurteisi,
meðan hann dveljist í Bandaríkjunum. I tilkynningunni biður
Eisenhower landsmenn sína að sýna Mikojan sömu kurteisi og þeir
sýni annarra þjóða gestum, sem heimsæki Bandaríkin.
á gerðir Eisenhowers en hópur-
inn í Detroit. Þegar Mikojan kom
þangað, mótmæltu nokkur hundr
Fréttamenn segja, að fram-
koma fólks í Cleveland í gær
hafi kannski haft enn meiri áhrif
Götulýsing við Laugaveg
Hverfisgötu og Miklu-
braut bœtt
VEGFARENDUR í Austurstræti
munu hafa veitt því athygli und
anfarin kvöld, að svo virtist sem
ólag væri á hinum nýju
götuljósum, ljóspípunum, sem
ýmist hafa verið stöðugt að
„blikka" eða ekki logað á.
Ástæðan til þessa er ekki sú,
að um bilun sé að ræða, sagði
Aðalsteinn Guðjohnsen verkfræð
ingur hjá Rafmagnsveitunni,
blaðinu í gær, heldur vegna jóla-
skreytinganna 1 Austurstræti.Hef
ir skreytingin orsakað spennu-
fall, svo ekki hefur verið nægi-
leg spenna á ljóspípunum. Einnig
hafa frostin haft áhtif. Er von á
öðrum ljóspípum frá Ameríku,
sem þola allt að 20 stiga gadd.
Þessar ljóspipur eru frá Spáni.
Aðalsteinn kvað forráðamenn
Rafmagnsveitunnar vera ánægða
með hina nýju lýsingu, hún hent-
aði vel við þessa verzlunargötu,
og samskonar götuljós myndu
verða sett upp x Aðalstræti síðar
í vetur, þegar aðstæður leyfðu.
Þá sagðj Aðalsteinn, að meðal
SAS býður tólf
farþegavélar
til kaups
SKANDINAVISKA flugfélagið
SAS vill á þessu ári selja tólf
risastórar farþegaflugvélar af teg
undinni Douglas DC-6 Cloudmast
er. Flugvélar þessar eru í mjög
góðu standi. Þrátt fyrir það verð-
ur örðugt að finna kaupendur,
vegna þess að stóru flugfélögin
eru nú óðum að fá sér farþega-
þotur og þurfa öll að losna við
hinar eldri skrúfuknúnu flugvél-
ar.
Ástæðan til þess að SAS þarf
að losna við þessar flugvélar er
sú, að félagði er nú að fá marg-
ar farþegaþotur af tegundinni
DC-8. Hinar 12 flugvélar sem nú
eru til sölu, vonar félagið að fá
75 milljónir danskra króna fyr-
ir.
Svo mikið framboð verður á
farþegaflugvélum á heimsmark-
aðnum, að nú hefur verið ákveð-
ið að stofna í Lundúnum sórstak
an flugvélamarkað og verða hin
ar norrænu flugvélar til sölu á
honum.
Loftorusta yfir Nagev. í dag varð
loftorusta yfir Nagereyði-
mörkinni milli þrýstiloftsor-
ustuþotu ísraelsmanna og fjög-
urra flugvéla Egypta. Ekki ber
aðilum saman um úrslit orust-
unnar.
EGGERT CLAESSEN og
GtTSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórf hamn við Templarasuno
þeirra framkvæmda á sviði götu-
lýsingarinnar, sem nú væri unnið
að undirbúningi á, væri ný og
betri lýsing við Hverfisgötu og
Laugaveg, raflýsing á allri Miklu
brautinni allt inn að Elliðaám,
einnig væri ráðgerð endurbót á
raflýsingu með kvikasilfursljós-
um, sem vel hafa reynzt. —
Myndi verða unnið að þessum
endurbótum á sumri komanda.
uð manna komu hans, og sumir
höfðu í frammi skrílslæti, köst-
uðu eggjum og tómötum í átt til
ráðherrans. Eisenhower þykir
þessi framkoma landsmanna
sinna fyrir neðan allar hellur og
vill, að Mikojan geti farið heim
með góðar endurminningar frá
Bandaríkjunum, bæði hvað snei-t
ir framkomu fólks og annað.
Hjálpuðu Rússum
Þegar Mikojan kom til
Detroit í dag, sagði hann, að
bifreiðasérfræðingar frá þess-
ari miklu bílaiðnaðarborg
hefðu hjálpað Rússum til að
gera sinn bílaiðnað að þvi,
sem hann er í dag. Ráðherr-
ann hafði áður farið iofsam-
legum orðum um bandariskan
iðnað og sagt, að Bandaríkja-
menn stæðu Rússum framar
í kaupmennsku og Rússar
gætu margt lært af skxpulags-
hæfni Bandaríkjamanna í
framleiðslu.
Berlínarmálið
Loks herma fregnir, að
Mikojan hafi oft í einkasam-
tölum sínum við ráðandi
menn vestra ymprað á
Berlínarmálinu á þann hátt,
að menn eru ekki lengur á
þeirri skoðun, að Berlínartil-
lögur Krúsjeffs séu neinir úr-
slitakostir Rússa. Meira að
segja hefur Mikojan oft spurt
menn um skoðanir þeirra á
Berlínarmálinu.
Hjartanlega þakka ég börnum, tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum vinum og kunningjum, sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli
mínu 30. nóvember s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Jónsdóttir, Grenimel 31.
Lokað í dag
eftir hádegi vegna jarðarfarar.
HÚSAMEISTARI RtKISINS og
TEKNISTOFA SIÍIFULAGSINS.
Skrifstofur vorar
verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Brunabótafélag íslands
Skrifstoiui vorui
verða lokaðar frá hádegi í dag vegna jarðarfarar
frv. vegamálstj. Geirs Zoega.
Hlutafélagið Hamar
Lokað í dag
vegna jarðarfarar.
Gluggar h.f.
Skipholti 5.
Lokað í dag
vegna jarðarfarar Geirs Zoega, fyrrum
vegamálastjóra.
Ferðaiélag íslands
Vegna jarðarfarar
verður skrifstofum okkar og vörugeymslum
lokað í dag eftir hádegi.
Kp Itew & Olsem %l
Skrifslofum vorunt
o«f verzlun
er lokað frá hádegi í dag vegna jarðarfarar.
Slippfélagið í Reykjavík hi.
Lokað í dag
vegna jarðarfara frá kl. 12.
Verzl. G. Zoega
Vesturgötu 6.
Móðir mín
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Höfðaborg 86 lézt í Landsspítalanum í gærmorgun.
Gunnar Arndal.
Faðir minn
HALEDÓR ARNASON
frá Höfnum, lézt að heimili sínu í Winnipeg aðfaranótt
mánudagsins 5. janúar. Þeim, sem vildu minnast hans,
er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Sigfús Halldórsson frá Höfnum.
Hjartkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir
JÓN GUÐMUNDSSON
verzlunarstj.
andaðist að kvöldi þess 7. janúar að Heilsuverndarstöð-
Reykjavíkur.
Kristin Pálmadóttir, Pálmi Jónsson,
Guðmundur Jónsson, Hulda Kristinsdóttir.
Okkar hjartans þakklæti færum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðar-
för móður okkar og tengdamóður
ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Læk j arh vammi.
Berta Sveinsdóttir, Einar Ólafsson,
Theódóra Stefánsdóttir, Þormóður Sveinsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
MARGRÉTAR TH. BJARNADÓTTUR RASMUS
Sérstaklega ber að þakka þeim, sem veittu hinni látnu
hjálp í veikindum hennar.
Einnig þökkum við öllum þeim mörgu, sem heiðruðu
minningu hennar, með gjöfum í styrktarsjóð fyrir
bágstætt mállaust fólk.
Börn, tengdabörn og barnaböm.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu í veik-
indum og við fráfall mannsins míns og föður okkar
ÓLAFS ELfSSONAR
forstjóra.
Sérstaklega þökkum við Elísabetu Erlendsdóttur, hjúkr
unarkonu, alla hennar umönnun og umhyggju.
Gyða Bjömsdóttir og börn.
Alúðar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við andlát og
útför fósturföður míns
JÓHANNESAR HJARTARSONAR
Ásta Jónsdóttir.