Morgunblaðið - 13.01.1959, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. jan. 1959
*
#
Bátarnir, sem hyrjaðir
eru, afla sœmilega
KEFLAVÍK, 12. jan. — Á sjón-
um voru 21 bátur í dag og var
afli þeirra frá 4—8 lestir. Dag-
lega bætast fleiri bátar við flot-
ann, en það sem einkum háir hér
útgerð er eins og annars staðar
mannekla. Vantar sjómenn á
nokkuð marga báta og geta þeir
ekki hafið veiðar af þeipi sökum.
Það þykir nokkrum tíðindum
sæta, að er vertíð hófst þurfti nú
í fyrsta sinn að auglýsa eftir
sjómönnum á þau skip sem hér
hafa verið aflahæst undanfarin
ár. — Ingrar.
★
AKRANE5I, 12. jan. — 12 bátar
voru á sjó. Helmingur þeirra eða
sex bátar voru komnir að, og er
afli þeirra 4—7 tonn á bát. Á laug
ardaginn voru þeir einnig 12 á
sjó, og fengu þá samtals 77 lest-
ir. Aflahæstir voru Sigrún og
Höfrungur með 10 lestir hvor.
— Oddur.
★
GRUNDARFIRÐI, 12. jan. —
Fimm bátar eru byrjaðir róðra
og eru í þriðju sjóferðinni í dag.
Þrir munu bætast við á næstunni,
ef mannekla ekki háir. Aflinn hef
ur verið sæmilegur, frá 4—7 lest-
ir á bát. — E.M.
★
HORNAFIRÐI, 12. jan. — Horna-
fjarðarbátar hafa róið alla daga
í góðu veðri og fengið sæmileg-
an afla, 5-8 lestir á bát. — G.S.
★
SANDGERÐI, 12. jan. — í síðast-
liðinni viku fóru Sandgerðisbátar
í þrjá róðra og fengu yfirleitt
ágætan afla. f þessum þremur
róðrum fiskuðu 10 bátar 270 tonn.
Fimmtudaginn 8. var aflahæstur
Víðir II með 11 tonn, föstudag-
inn 9. var Hamar hæstur með
13 tonn og laugardaginn 10. var
Pétur Jónsson hæstur með 12
tonn.
Allir Sandgerðisbátar eru á sjó
í dag, en þeir eru ekki komnir
að, svo ekki er vitað um afla
þeirra. — Axel.
Vetrarhörkur
í Evrópu
LONDON, 10. jan. (Reuter) —
Vetur konungur ríkir nú í Vest-
ur-Evrópu. Hefur fannkoma og
ísing tafið umferð á vegum í
hlutum Bretlands, Hollands,
Belgíu og Austurríkis.
Hins vegar hefur flóð hlaupið
í nokkrar ár í Frakklandi og
Þýzkalandi. Signa og Marne hafa
flætt yfir bakka sína skammt
austur af París. Hafa nokkur hús
verið yfirgefin í bænum Villen-
eauve St. Georges. Þá er flóð
hlaupið í Moselle.
Fyrsti snjórinn féll í dag í
Rómaborg og skjálfa Rómverjar
af kuldanum. Mikil fannkoma
var í Austurríki og í Hollandi
hefur 10 tommu þykkur snjór
lagzt yfir landið. Balgía er sömu-
leiðis þakin fönn frá ströndinni
og upp til fjalla. Var dimmasta
hríð í Ardennafjöllum.
Dagskrá Alþingis
FUNDIR eru boðaðir í báðum
deildum Alþingis á venjulegum
tíma í dag. Eitt mál er á dagskrá
efri deildar.
Kosning tveggja fulltrúa og
jafnmargra varafulltrúa úr hópi
þingmanna í Norðurlandaráð,
að viðhafðri hlutfallskosningu,
samkv. þingsályktun, samþykktri
á Alþingi 29. jan. 1953, um kjör
fulltrúa í Norðurlandaráð. Gildir
kosningin þar til ný kosning hef-
ur farið fram á næsta reglulegu
Alþingi.
Á dagskrá neðri deildar eru tvö
mál:
1. Bann gegn botnvörpuveið-
um, frv til 2. umr.
2. Tekjuskattur og eignarskatt-
ur, frv. til 1 umr.
★
HAFNARFIRÐI. — Fjórir bátar
reru héðan á sunnudaginn. Tveir
fóru í útilegu, Fákur óg Faxa-
borg, en Fiskaklettur og Álfta-
nesið komu að í gærkvöldi, sá
fyrmefndi með 7 lestir og hinn
með 5. Þeir reru aftur og var
sjóveður ágætt. Ekki eru fleiri
bátar byrjaðir róðra, en búast
má við að fleiri bætist í hópinn
næstu daga, þ. e. a. s. ef ekki
verður boðað verkfall hjá báta-
sjómönnum.
Surprise kom frá Þýzkalandi á
sunnudagsnótt og fer á veiðar
seinni hluta vikunnar. Aðrir tog-
arar eru á veiðum, að Júní undan
skildum, sem er á heimleið frá
Þýzkalandi. — G.E.
— Tillögum Rússa
Framhald af bls. 1.
sameiningu kynnt sér rússnesku
orðsendinguna.
Formælandinn kvað tlllögur
Rússa miða að því að skaða Sam-
bandslýðveldi Vestur-Þýzkalands
og vestræna samvinnu. Hann
bætti við, að vestur-þýzka stjórn
in vildi ekki gefa ýtarlegri yfir-
lýsingu, fyrr en hún hefði ráðgazt
við sendimenn erlendra ríkja í
Bonn og umræðum innan Atlants
hafsbandalagsins væri lokið. For-
mælandinn gaf í skyn, að það
ylti á þeim viðræðum sem nú
standa yfir, hvort haldinn verður
ráðstefna forsætisráðherra til að
ræða rússnesku tillöguna.
Gagntillögur nauðsynlegar
Fyrr í dag hafði Adenauer lýst
þvi yfir á fundi með leiðtogum
Kristilegra demókrata, að eng-
inn vegur væri að fallast á tillög-
ur Rússa. Einn leiðtoganna, dr.
Gradl, fór þess á leit, að svarið
til Rússa yrði ekki takmarkað við
afdráttarlausa neitun, heldur
kæmu þar einnig fram gagntillög-
ur. Stjórn Sósíaldemókrataflokks
ins, sem er í stjórnarandstöðu,
krafðist þess líka á fundi í dag,
að bornar væru fram gagntillög-
ur.
Fundur í fastaráði NATO
Frá París símar fréttaritari
Reuters, að fastaráð Atlantshafs-
bandalagsins hefði í dag tekið til
umræðu tillögur Rússa um friðar-
samninga við Þýzkaland. Er það
haft eftir góðum heimildum að
fundum ráðsins verði haldið
áfram í því skyni að finna grund-
völl fyrir jákvæðar viðræður
milli austurs og vesturs um
Þýzkalandsvandamálið.
Vesturveldin standa öll fast á
því, að sameining Þýzkalands
verði ekki framkvæmd án
frjálsra kosninga í öllu Þýzka-
landi, sem verði undir eftirliti al-
þjóðlegrar stofnunar. Tillaga
Rússa um friðarsamninga við
bæði þýzku rikin, sem síðar reyni
að bræða sig saman, er því úti-
lokuð I augum vestrænna leið-
toga, sem einnig hafa vísað á bug
tillögunni um að gera Vestur-
Berlín að hlutlausu borgarríki, en
hún var tekin með í uppkasti
Rússa að friðarsamningum.
Raunhæfar gagntillögur
Fulltrúar í fastaráði NATO
voru í meginatriðum sammála
um, að ekki kæmi til mála að
semja við Rússa á öðrum grund-
velli en þeim, að Þýzkaland yrði
sameinað. Fundurinn í dag stóð
yfir rúma tvo tíma, og tóku flestir
fulltrúanna til máls. Heimildir,
sem eru nákomnar fastaráðinu,
herma að flestir fulltrúanna hafi
lagt á það megináherzlu, að nú
væri brýn þörf á að koma fram
með jákvæðar og raunhæfar gagn
tillögur, án þess að hvikað væri
frá skuldbindingum og réttind-
um vestrænna ríkja.
Walter Urbricht, einræðisherra Austur-Þýzkalands, hefur mjög
gaman af hersýningum. Að undirlagi Rússa stofnaði hann fyrir
mörgum árum öflugan her austur-þýzkra kommúnista. Fyrir
nokkru hélt hann ræðu í Berlín og krafðist þess að Vestur-
Berlín yrði gerð að vopnlausu fríríki. Við það tækifæri fóru
hersveitir úr austur-þýzka hernum á gæsagangi um strætið og
hylltu Ulbricht, eins og myndin sýnir.
Nœfurrennslið meira en
allt vatnið frá Reykjum
í BLÓÐUM bæjarins hefur nú
undanfarið verið hvað eftir ann-
að skýrt frá því, að þeir bæjar-
búar, sem búa á hitaveitusvæðinu
hafi með öllu daufheyrzt við
þeirri áskorun að láta ekki vatn
renna inn á hús sín um nætur.
Slíkt hefði í för með sér, að
vatnslaust myndi vera á miðjum
degi eða svo.
Aðfaranótt sunnudagsins
keyrði þó úr hófi fram í þessum
efnum, er næturrennslið var 335
sek.lítrar, en það er meira magn
en fæst frá aðalheitavatnsupp-
sprettum Hitaveitu Reykjavíkur
að Reykjum í Ölfusi. Hefur það
aldrei fyrr skeð að næturrennsl-
ið hafi verið svona mikið, enda
var ekki nema rúmlega 2 m.
vatnsborð í Öskjuhlíðargeymun-
um á sunnudagsmorguninn, og
hitaveitusvæðið meira og minna
vatnslaust af þeim sökum þegar
um miðjan dag eða svo.
f gær var ástandið strax orðið
betra, enda frostlaust orðið að
heita mátti.
Enginn brczkur
togari í landhelgi
f GÆRKVÖLDI voru engir brezk
ir togarar að ólöglegum veiðum
í fiskveiðilandhelginni. Voru tog-
arar á veiðum djúpt út af Aust-
fjörðum og munu hafa haft sæmi-
legan afla þar.
Brezku herskiþin halda sig í
námunda við verndarsvæðin, sem
eru í grennd við Hornafjörð og
Ingólfshöfða og voru nokkrir tog
arar þar að veiðum utan 12 sjó-
mílna markanna.
Sá dauði reis upp
í GÆRKVÖLDI um klukkan
hálf tíu var lögreglunni tilkynnt
um bifreiðaslys, sem orðið hafði
í Borgartúni, á móts við Höfða-
borg, og átti það að vera bana-
slys. En þegar lögreglan kom á
vettvang reis sá dauði upp.
Hafði Bakkus konungur lagt
hann velli, en ekki bifreiðin.
Hann var samt fluttur til vonar
og vara á Slysavarðstofuna, en
læknar fundu ekkert að honum.
— Mikojan
Framhald af bls. 1.
urnar eru einkum við það miff-
affar að koma í veg fyrir starf-
semi njósnara." Hann sagði, aff
Vesturveldin ættu sök á skipt-
ingu Þýzkalands, þar sem þau
hefðu gefiff út nýjan gjaldmiffil.
„Einu sinni var sama tegund
marks gildandi fyrir alla Þjóff-
verja“, sagffi hann, „en svo tókuff
þiff upp gjaldmiðil, sem var ólík-
ur fyrri gjaldmiffli. Vestur-
Þýzkaland er meðlimur í hern-
aðarbandalagi ykkar. Þiff fenguff
þýzka hernum vopn og eruð nú
nú búa hann kjarnavopnum. —
Jaltasáttmálinn segir ekkert um
þessi atriði.“
Frjálsar kosnlngar óhugsandi
Mikojan spurði, hvort menn
gerðu sér ljóst, hvað það hefði
í för með sér að Þjóðverjar
fengju kjamavopn, og sagði að
þessum vopnum væri beint gegn
Sovétríkjunum. Hann kvað
kröfu Vesturveldanna um frjáls-
ar kosningar í Þýzkalandi öllu,
ósamrýmanlegar þessari þróun.
„Konrad Adenauer kanslari Vest-
ur-Þýzkalands vill ekki hafa nein
afskipti af austur-þýzku stjórn-
inni. Hann vill ekki einu sinni
tala við Austur-Þjóðverja“, sagði
Mikojan.
Skaffar málstaffinn!
færri ferðir — fleiri farþegar
70% sœtanýtin<
HELZTU niðurstöðutölur flug-
reksturs Loftleiða á liðnu ári eru
nú kunnar,, en samkvæmt þeim
er auðsætt að tekizt hefir að efla
hann verulega og spá þær góðu
um framtíð félagsins.
Árið 1958 ferðuðust 26.702 far-
þegar með flugvélum félagsins.
Er það tæplega 1.800 farþegum
fleira en árið 1957 og nemur aukn
ing farþegatölunnar um 7%.
Vöruflutningar jukust um svip-
aða hundraðstölu, en póstflutn-
ingar minnkuðu lítillega. Alls
voru flutt um 250 tonn af vörum.
Flugkílómetrar urðu 3 millj. og
270 þúsund, farþegakílómetrar
um 121 milljón.
Aukningin ein, sem orðið hef-
ir á farþegafjölda og vörumagni,
segir ekki nema lítið eitt um það,
sem mestu máli skiptir í flug-
rekstrinum, en það er hversu
tekizt hefir að nýta flugkostinn,
því að sá þáttur er jafnan at-
hyglisverðastur og örlagaríkast-
ur í starfsemi flugfélaganna. Við
athugun á því kemur í ljós, að
tala floginna kílómetra lækkaði
á árinu um 139 þúsundir, en til
þess liggja þau rök, að sumarið
1958 var farið einni ferð færra í
viku fram og aftur milli Banda-
rikjanna og Evrópu en árið áður,
‘eða sex í stað sjö, en hins vegar
j hjá Loftleiðum
var engin breyting á fjölda vetr-
arferðanna.
Aukning flutninganna — þrátt
fyrir þessa fækkun ferðanna
leiddi vitanlega til þess að töl-
urnar um sætanýtingu á árinu eru
nú mjög glæsilegar, en meðaltal
hennar hefir hækkað um 17,5%
og reyndist 70%. Er það miklu
betra en víðast hvar annars stað-
ar þykir mjög sæmilegt í hlið-
stæðum rekstri. Gefur þetta ör-
ugga vísbendingu um, að afkoma
félagsins hafi orðið mjög góð á
hinu liðna ári.
— Sukselainen
Framhald af bls. 1.
lýstum sjónarmiðum sínum, þeg-
ar til kastanna kom.
Bændaflokkurinn myndar stjórn?
Síðustu fregnir frá Helsingi
herma, að Bændaflokkurinn munj
mynda minnihlutastjórn. Þing-
flokkur Bændaflokksins sat á
fundi í allt kvöld og kemur saman
til fundar aftur í fyrramálið til
að ræða stjórnarkreppuna, sem
nú hefur staðið rúman mánuð.
Enn er ekki ljóst, hvaffa flokka
Bændaflokkurinn muni biðja um
stuðning á þingi.
Um sambandið milli Sovétríkj-
anna og Júgóslavíu sagði Miko-
jan: „Við gagnrýnum aldrel
innanríkismál júgóslavneskra
stjórnarvalda, heldur affeins af-
stöðu Júgóslava til annarra
ríkja. Viff teljum ekki að sam-
skipti Rússa og Júgóslava versni.
Þegar á allt er litið, fá Júgóslav-
ar árlega 100 milljónir dollara
frá Bandaríkjunum, og þeir vilja
helzt hegffa sér þannig, aff Banda
ríkjamenn séu ánægðir með þá
og gefi þeim enn meiri dollara.
Tilraunir af háifu Rússa til að
stjórna kommúnískum hreyfing-
um utan Sovétríkjanna mundu
skaða málstaff kommúnismans.“
Mikojan sagði, að það væri
ætlun Rússa að framleiða sjálfir
öll sín vopn. Hins vegar kvað
hann þá hafa áhuga á að kaupa
ýmsar aðrar framleiðsluvörur.
Hvatt til kurteisi
Dagblaðið „Daily Mirror“ í
New York birti í dag leiðara þar
sem skorar er á Bandaríkjamenn
að koma kurteislega fram við
Mikojan, en jafnframt er lögð
áherzla á, að Bandaríkin taki
meira mark á athöfnum en orð-
um. „Lögmál kurteisinnar gildir
líka óvina á milli", segir í leið-
aranum. „Og þetta er ekki í
fyrsta sinn, sem kommúnískur
leiðtogi kemur til Bandaríkjanna
til að vinna kapítalista og póli-
tíska leiðtoga með elskulegheit-